Þjóðviljinn - 02.08.1970, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.08.1970, Blaðsíða 9
Sunmidaigur 2. ágúst 1970 — ÞJÖÐVTLJ'INTí — SÍÐA 0 Eitt hinna nýju risastóru lúxushótela, er sprottið hafa upp á Bahamaeyjum eins Og gorkúl- ur á síðustu árum. Þetta hótel heitir Britannia Beach hótel og stendur á Paradísareyju, sem er smáeyja tengd New Providence með nýrri voldugri brú, sem bandarískur „fjármálamaður“ lét reisa og innheimtir siðan af háan brúartoll í hvert sinn sem ferðamenn fara yfir brúna til og frá Nassau. Þarna á eynni eru fleiri hótel, m.a. annað nýtt hótel Flagler Inn, sem m.a. getur státað af því að hafa bar úti í einni sundlauginni við hótelið! 300 herbergi eru í Brit- annia Beach hótel og 250 í Flagler Inn. Bahamaeyjar Framhald af 7. síðu. várðar, og flestir virðast þeir aka í einkabílum, en umgengni og snyrtimennsku er aHviða nokkuð ábótaivant. Skeljar og töskur Af varningi er gnægð á boð- stólum í verzlunum Nassau- borgar en á óheyrilegu verði. Það 'eina sem er ódýrt og eftir- sóknarvert að baupa eru for- láta skeljar, sem hsegt er að kaupa upp ú,r bátum fiski- mnnnanna í höfninni svo og töskur, körfur, hattar og ým- is konar annar varningur flétt- aður úir tágum Og slráum. sem hægt er að fá með hæfilegu^ Bahamaeyja á næstunni. þá er prútti fyrir sanngjamt verð hjá söiukonum á markaðstorg- inu við höfnina, en þar sitja þær og flétta töskumar og körfurnar jafnóðum og þær selja. Þangað er verulega gam- an að koma og þetta er líka hið eina af þjóðlegri framleiðslu sem á boðstólum er. Og eng- ínn sem kemur til Nassau ætti að láta hjá líða að kaupa sér a.m.k. eina skel. Þæir er hægt að fá fyrir allt ofan í 25 cent stykkið en áþekkar skeljar, kynjaðar úr Indlandshafi, eru seldar hér í búðum í Reykja- vík á um 400 krónur. Það er ekki allt dýrast í Nassau. Þótt ekki séu miklar líkur á því, að mikill ferðamanna- straumur liggi frá fslandi til þó Loftleiðum svo fyrir að þakka — eða um að kenna • að nokkrir íslendingar ganga orðið „með Bahamabros á vör“ um götur Reykjavíkur, því ku jafnvel bregða fyrir á ásjónum virðulegra oddvita fyrir vest- an. Loftleiðir hafa sem sé num- ið land á Bahamaeyjum eins og áður hefur verið að vik- ið hér á síðum Þjóðviljans Þannjg eigum við fsJendingar nú orðið flei,r,a sameiginlegt með hinni fjarlægu þjóð er byggir Bahamaeyjar en golf- strauminn og smæðina. Ekkd er ólíklegt að nánairi kynni takist milli þessara óliku þjóða áður en lýkur og samstarf að þeim málum er varða heill og haig beggja. — S.V.F. Vísindaskáldsögur Framihiald af 6. síðu. ferðurn manna til plánetanna hór í sólkerflnu, heldur einnig til annarra sólkerfa og vetrar- brauta, og það í alvöru! Þeir hugsuðu sér geimskip sem far- ið gætu hraðar en ljósið, styrj- aldir sem háðar væru úti í geimnum, tortímingu heilla hnatta og hnattkerfa. Nefna mætti ótal nöfn, en það nægir að nefn,a fjóra: Edmond Ham- ilton, Edward E. Smith, Jack Williamson og John W. Camp- bell, en þeir mörkuðu stefnuna fyrir þá, sem á eftir komu. Á þriðja og fjórða tugi ald- arinnar hljóp mikil og góð gróska í vísindaskáldsöguna. Rithöfundarnir voru hugkvæm- ir og skemmtilegir, enda þótt vísindaþekkingin væxi ekki alltaf á marga fistoa, og les- ------------:---------------------«> með carmen Carmen töfrar lagningu í hár yðar á 10 mínútum. Hárið verðurfrísklegra og lagningin helzt betur með Carmen. Sendum i póstkröfu hvert á land sem er. Klapparstíg 26, sími 19800, Rvk. V^B^ÚÐI n og Brekkugötu 9, Akureyri, sími 21630. endurnir voru flestir á ung- lingsaldri, sem stofnuðu með sér félög og héldu fundj reglu- lega, þar sem efni skáldsagn- anna var rætt af þvílítori al- vöru og alúð, að lygilegt mátti kallast. Sumar þessar sögur munu hafia verið heldur bág- ar bókmenntir og vísindavið- horfið og þekkingin þaðan af lakari, en eftirtekt unglinganna var heilsbugar og brennandi. Líklegt er að ýmsir af hinum frægu vúsdndiamönnum nútím- ans eigi þessum bókum það að þakka, að þeir tóku þessa stefnu í æsku. En etoki dvínaði samt gengi hinna eldæi bóka, þó að svona margt nýtt bærist að. Aldous Huxley gaf út bók sína „Faigra, nýja veröld“ 1932; sú bók er ein hin svartsýnasta og beisk- asta í þessari grein, hiún segir frá þjóðfélagi, sem hefur þró- azt í ótt til herfilegra hátta, ómennskra með öllu. 1938 varð breyting á. Camp- bell, ritstjóri „Furðulegra frá- sagn,a“ (Astounding Stories), varð þess áskynja, að lesendur vísindaskáldsögunnar voru ekki lengur eintómir unglingar, heldur hafði bætzt í hópinn eldra og vandlátara fólk. Sjálfur hafði hann stundiað nám í tæknifræði við háskól- ana í Massachusetts og Duke, og breytti hann nú nafni tíma- ritsins í „Furðulegar vísinda- skáldsögur, og rann nú upp gullöld tímaritsins, það fór sig- urför um allt. og höfundamir fengu töluverða nafnfrægð. * Ein af sögunum hét: „Flash Gordon“. Sú saga rættist þeg- ar kjamorkusprengjunni var varpað á Hirosima. Nú vökn- uðu menn við vondan draum, og urðu þess varir, að vísindia skáldsagan er ekkj út í bláinn ævinlega. stundum geta falizt í henni geigvænleg sannindi. Og fleira kom fram, sem ítrek- aði þessar viðvairanir. Dauði í fimm áföngum Prtamliiald a£ 3. síðu. mín og mér bauð við henni, Bar- toh, ég er hundleiður á henni. Þá hiti ég Molly. Hún er af sama uppruna og ég: heiðarlega ómerki- Ieg, heiðarlega slæm, ef þú skilur, hvað ég á við. Með Molly Ieið mér vel og henni giftist ég. Gwendolyn vinnur fyrir okkur báðum og áður en ég hverf alveg ætla ég að segja henni það. — Það gerir. þú ekki, Wimbly! Ég skal borga þér fyrir að hlífa Gwendolyn við hjónabandsham- ingju þinni. Þú hverfur hljóða- laust. — Hún sleppir mér ekki. Hún þarfnast mín. . — Hégómlegi auminginn þinn! Hún bíður bará eftir skjölunum. Victor faldi andlitið í höndum sér. Ég hlustaði, mér fannst eins og Desdemona segði: Lof mér lifa í nótt! Einrt hálfan tíma, meðan ég les eina bæn! — En eftir af- skipti mín hefur hún varla haft tíma til að biðjast fyrir .... Segðu mér endalokin, hvíslaði Vicror, komdu með fimmta á- fangann. Fimrnti áfangi: Dauði Gwendolyn Daginn eftir samningana við Wimbly fer ég svo með Gwendo- Iyn í hádegísverð, en eftir hádegi þarf hún að fara á æfingu. — Kampavín «g gott skap með matnum? sþyr Gwendolyn. — Ég er með óvæntar og á- nægiulegar fréttir fvrir þig. svara ég. Þú ert laus við kvalara þinn. — Kvalara minn? — Ég veit allr,' Gwendolyn. Þú hefur niðurlægt big að óþörfu öll hessi ár, ég er þúin.n að semia við Wimbly og borga honum í dag það sem um samdist. — Fyrir sannanirnar? — Já, fyrir sannanirnar og til að hann Iáti big framvegis í friði. — Þakka bér fvrir, Reggie. En ætlaðir hú ekki að sjá mig í hlut- verki Desdemonu í kvöld? — Ég verð kominn nógu snemma aftur til þess, ég á að hitta Wimbly klukkan þrjú heima hjá Iionum. — Gott, segir hún, mikið er ég fegin, þakka þér kærlega fyrir, Reggie. Ég fylgdi henni heim um tvö- leytið. Rétt fyrir þrjú ek ég til Bayswater og beygi inn í hliðar- götuna. Fyrir framan hús Wimb- lys er fullt af fólki. Ég stíg út og inn í hópinn. Tveir lögreglubílar og sjúkrabíll sranda við gangstétt- ina. — Hvað er að? spyr ég hátr. — Morð! Það hefur einhver skot- ið Wimbly. Ég bíð. líkkisra er borin út úr húsinu. Ég reyni að komast inn í íbúðina, en mér er varnað inn- göngu, lögregluþjónn er þar á verði. Svo fer ég ril Gwendolyn, en hún er farin. Um kvöldið fer ég í leikhúsið — En: Gwendolyn var ástmær hans, hann hafði móðgað hana opinberlega. Hún hafði skilið eftir sönnunargögn á morðstaðnum .... FuIItrúar Scotland Yard, eru komnir á vett- vang á undan mér, hún gleypir zyankalihylkin. Dauðir eru ekki ákærðir fyrir morð, og bannig er Dare ættinni hlíft við síðasta hneykslinu. Daginn eftir fæ ég í pósti kveðjubréf frá Gwendolyn: Hér með sendi ég þér sannanirn- ar, sem Wimblv hafði undir höndum. Þú barft bá ekhi að eyða peningunum þínum. En það var ekki þessvegna sem ég drap hann. Hélztu í raun og veru, að ég hefði ekki njósnað um hann? Að ég vissi ekki fyrir löngu, að hann var giftur? Hélztu í alvöru, að ég sleppti honum? Og að ég gæti lif- að áfram — án hans? Zyankali- hylkin hef ég alltaf og allsstaðar haft tilbúin — einmitt ef tii þessa skyldi koma. Vertu bless! Já, ég hefði átt að tnia Wimbly; það var rétt, sem hann sagði, hún var tilfiningalega háð honum, hann hafði ekki logið .... — Og hvað svo?spurði Victor. Fram að þessu hefur þú varla sagt mér nokkuð fréttnæmt. — Veizt þú um neðanjarðar- göngin á norðurhliðinni? Flótta- leiðina frá miðöldum? Seinna meir var múrað upp í útganginn, en innar í ganginum er annar múr og í þínum sporum myndi ég láta hann standa kyrran. — Svo Maglietti er á milli veggjanna tveggja? spurði Victor. — Já, á stað, þar sem bjarminn frá Ijóskeri Wimbleys náði ekki til, og að öðru leyti var auðvitað niðamyrkur í ganginum. Eins og Wimbly sagði mér, fylgdust þau með honum allan tímann og hann var ekki einn eina einustu sek- úndu. Hefði hann ekki heyrt það sem fram fór í svefnherbergi Gwendolyn og hefði honum ekki verið borgað alltof mikið fyrir verkið, hefði hann aldrei grunað neitt. — Maglietti ætlaði þá að taka barnið af Gwendolyn og hún stakk hann með kutanum á skrif- borðinu? — Einmitt. — Ég er sem sagt sonur tvÖ- falds morðkvendis og ofsafengins, ólæss og óskrifandi Sikileyings! — Nei, svaraði ég. — Nú, varstu ekki rétr í þessu að segja .... Ég þagði. Morgunsólin féll í andlit Victors, hann var náfölur. Ég sá nærri hví, hvemig heilinn vann bak við ennið, ég sá það koma, sá augun þenjast út, sá skilninginn hægt og hægt vakna — Ég skil, sagði Vicror að lok- um. Við þvoðum okkur og fórum niður til morgunverðar. Pabbi beið. — Ég sá ljósið í glugganum neðan úr garðinum, sagði hann, þið hafið talað saman Iengi. — Þú veizt um hvað. — Auðvitað. Ég tók í fyrsra sinn eftir að pabbi var orðinn gamall, véikur og niðurbrotinn maður. — Æskusynd, eins og oft vill verða, sagði hann. — Gwendolyn var þá þegar orðin yfir sig æst á taugum, að nokkra leyti að eðlísfari, að nokkru Ieyti af gremju vegna þess að hún gat ekki eignazt bam. Nicoletta litla' var svo yndisleg og alltaf hjá mér. Þegar Gwendolyn var f burtu .... Maglietti grunaði það og refsaSi dóttur sinni á grimmi- legan hátt aS sikileyskum sið, og eínnig konu sinni fyrir að hafa ekki gætt dóturinnar betur. Fyrst neituðu þær báSar og bá klifraSi Maglietti upp í tréS til aS gægj- asr inn í svefnherbergiS hjá mér og fá þannig sannanir. Þá datt hann. Stuttu síðar kom í Ijós, að Nicoletta átti von á barni, mínu barni. Ég járaði þetta fyrir Gwendolyn, viS héldum fjöl- skylduráSsrefnu með Nicolettu og Agnesi og Maglietti á sjúkrahús- inu. Fyrst var hann samþykkur samsærinu: Nicoletta og Gwendo- Iyn færu burt x tæka tíð, svo eng- an grunaSi hvor þeirra væri móð- irin. Agnes fylgdi dóttur sinni. Eftir langa mæðu tókst að fá gamla lækninn til samstarfs. Hann hafði þekkt Gwendolyn frá fæð- ingu, þótti vænt um hana og vor- kenndi henni. Hann tók á móti barninu, gaf út — að því er virt- ist áhærtulaust — falskt fæðing- , arvottorð fyrir Victor og tveim dögum síðar, — hvað gat hann annað gert — falskt dánarvortorð fyrir Nicolettu. Nicolettu blæddi út frá legsári, sem gamli læknir- inn hafði ekki tekið eftir nógu snemma. Það var hans þunga sök — og mín. Ég hafði lofað Nico- lettu áhyggjulausri framtíð. Á Sik- iley, þar sem enginn vissi neitt, hefði hún getað gifzt vel með heimanmundinum sem ég ætlaði að Ieggja henni til. Ég hélt baminu. Gwendolyn elskaði það af þeirri yfirþyrmandi ástríðu sem taugasjúklingum er gefin. Sem faðir óskilgetins bams var ég réttlaus, Gwendolyn var ekki móðir þess og Maglietti var því í sínum fulla rétti sem afi , þegar hann ætlaði að taka bamið af henni .... — Hún sagði mér.það sjálf, pabbi, greip ég fram í, hún sagði: Föður þinn langaði svo að cign- a*t son. Ég skifmlegg aldrei morð. Eg er svo jljótfcer og MagUetti var svo cestur, svo hrceðilega ofsa- fenginn. Svo yerði ég þetta og iðr- ast einskis. Ég mundi gera þ*ð aftur/ — Þú ert frumgetinn sonur minn, Victor, sagði faðir minn. — Já, pabbi, en ég afsala mér frumburðarréttinum ril Reggies. Ég get ekki verið hér, þar sem allt minnir mig á Gwendolyn. Við stóðum upp frá morgun- matnum. — Augnablik, sagði Victor. Hvernig fór Gwendolyn, sem var svo smávaxin, eiginlega að því að koma Maglietti niður í kjallarann? — Hún sagði mér það líka, svaraði ég: En það sem á eftir kom, var ekki sem fallegast. Hiá því varð bara ekki komizt. É° kom þessu t kring af miktili leikni og faðir þinn bjólpáði mer eins og hann gat, þótt það vceri auðvitað dálítið óþægilegt fyrir hann. Pabbi varð hræðilega vand- ræðalegur. — Já, strálcar. Ég gat þó ekki bragðizt Gwendolyn eftir allt saman. Svo ég varð að hjálpa til. w Það er afsali Victors að kenna, að ég er nú 15. Dare-greifinn og sit í lávarðadeildinni. Enn verra er þó, að ætlazt er til þess af mér, að ég gifti mig samlcvæmt stétt minni og stöðu — og komi sext- ánda Dare-greifanum ... ENDIR. iv---------------------------- Umséknarfrestur skorinn við nögl Að vanda eru nú með Ihaiustínu auglýstar lausar tíl umsóknar fjölmargar kemnarastöður viðs- vegar uma land, í barma- tíg umigl- ingaskólum og frarnlhaldsskólum. M.a. er laus staða kennara í stærðfræði við Tækniskóla Is- lands, niotekrar kennarastöður við Menntaskólann x Reykjavík og enskutoennarastaða við Mennta- skólann á Laugarvatni. Þessar tvær síðastnefndu stöður eru auglýstar í Lögbirtingarblaði sem út kom í fyrradag og um- sóknarifresturinn naurnt skorinn, því að umsóknir þuría að hafa borizt menntamálaráðuneytinu fýrir sunnudaginn kemurí

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.