Þjóðviljinn - 11.08.1970, Side 7

Þjóðviljinn - 11.08.1970, Side 7
Þiríðjudagur 11. ágiúst 1970 — ÞJÓÐVILJINTJ — SÍÐA J Bjarni M. Jónsson námsstjóri F. 23.7 1901 — d. 1.8. 1970. Vcrðld kveðja vinir kærir, virðist lítt um aldur spurt. Mannlíf tíminn með sér færir, markvisst þar er rutt á burt. Seggur nærri sjötíu ára síðast hvarf úr lestinni. Hýsa margir harminn sára: Horfinn Bjarni námsstjóri. Frömuður í fræðslumálum, festi ýmsar nýjungar. ^ Og til handa ungum sálum ekkert skyldi spara þar. Bæði menntun huga og handa hefja þjóð og cfla kann, hana þarf því vel að vanda. — Víst það Bjarni skildi og fann. Vitur maður var hann sjálfur, víðlesinn í margri grein, og við störfin aldrei hálfur, ónákvæmni fannst ei nein. Vildi skila verki hreinu, víst fannst sumum nóg um það. Fannst ei ráð að fresta neinu; fékk því miklu afkastað. Undir hljóðu yfirbragði cfur viðkvæmt hjarta sló. Flestir vissu, þegar þagði, þungi og festa í svipnujn bjó. Fimur málafylgjumaður; flestum drýgri þótti í raun, þegar íhaldsandinn staður aöeins reri og blés í kaun. Anda skálds hann átti í barmi, enda glöggt þess merki sjást. Alltaf leikur yndisbjarmi um þá, sem við þetta fást. Höllu bæði og hreysi lágu hugljúft bar sitt andans full. Krakka lengi kæta smáu KÓNGSDÓTTIR og AUFAGULL. Síðast skal það saman draga, sem fékk Bjarna auðkennt mest: að hann sína ævidaga engu verki sló á frest. Þeir, sem Bjama þekktu og muna, þeir, sem kynntust honumbezt, þakka tryggð og trúmcnnskuna. — Tvennt það mun í hugann fest. Auðunn Bragi Sveinsson. Minningarorð Fratmíiald af 4. síðu. ágæta vel skrifaðar og þær beztu listaverk, sem ekki verði gengið fram hjá í úrvali ís- lenzkra smásagna. Hér er hvorki staður né stund til að skrifa rækilega um hók- menntaverk EYiðjóns Stefáns- sonar, enda vísast ekki á mínu færi, en ég vil vekja athygli á því, hvað samkenndin með þeim veiku og smáu — bræðr- unum og systrunum á hjarn- inu — er gildur þáttur í verki hans. Nú er þessi rödd samúðar og bróðurþels þögnuð, vallinn strengur í hörpu Islands er brostinn. Djúp saknaðar- og þakklætis- kennd fer um hug allra, sem eiga á bak að sjá fágætlega góðum, vitrum og traustum vini. Ég vil nota þetta tækiífæri til að færa Maríu, konu Frið- jóns, hjartans þakkir fyrir vin- áttu hennar í minn garð og minna. Þeim hjónum tjái ég þakkir fyrir tmargar ógleyman- legar samverustundir. Við hjón- in sendum Maríu, dætrum hennar og öðrum ástvinum Friðjóns innilegar samúðar- kveðjur. Björn Jónsson. Tvísýnn og skemmtilegur leikur Frá Raznoexport, U.S.S.R. _ ,,, MarsTrading Companylif AogBgæðaflokkar LaUaave3103 3 r ■ sími .1 73 73 Útför móður okkar og fóstUTmóður UNNAR SKÚLADÓTTUR TIIORODDSEN verður gerð frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 12. ágúst kl. 3 e.h.. Vnsamlegast sendið ekki blóm, en þeim, sem vildu minnast hinnair látau^ er bent á lítonarsjóð Mæðra- styrksnefndar. Anna Margrét Halldórsdóttir Skúli Halldórsson Véný Viðarsdóttir. Útfor föður okkiar, tengdaföður og afa GUÐMUNDAR ÞORSTEINSSONAR sem lézt í Sjúkrahúsi SeLfoss 6. ágúst, fer fram frá Frí- kirikýuinni miðvikudaginn 12. ágúst kl. 3. eh. Ragna Collignon Óskar Emil Guðmundsson tengdabörn og barnabörn. Framhald af 2. síðu. að skora. Hermann stooraði svo 4ða markið á 30. mínútu með því að leika á vamatrmann KR og skjóta óverjandi fyxir KR- markvörðinn. Þar sem staðan var nú orð- in 4:0 í leitóhléi bjuggust menn við auðveldum sigri, næstum því formsatriði að ljúka ledkn- um. En strax í byrjun síðari hálfleiks kom annað í ljós. KR- ingamir voru mjög ákveðnir og eftir fáar mínútur halfði Gunnar Felixson skorað fyrsta mark þeima. Boltinn kom fyrir markið og Samúel markvörð- ur IBA hugðist handsama hann en honum var hrint og boltinn ihrökk til Gunnars, sem skoraði. Að mínu áliti vár þama brotið á Samúel, en dómarinn var á öðru máli og dæmdi markið gilt. Stuttu ef'tir þetta var dæmd vítaspyrna á ÍBA, sem að álitd áhorfenda var mjög vafasöm, því að Gunnar Austfjörð krækti í boltanp og um leið í fætur eins KR-ings, sem féll við. Úr þessari vítaspyrnu skor- aði . Ellert Schrám ög staðan orðin 4:2. Á 25. mínútu skor- aði svo Bjami Bjamason 3ja mark KR mjög laglega og við þetta mark tvíefldust KR-ing- ar, sem nú eygðu möguleika á öðm stiginu eða jafnvel sigri. Má segja að allt hafi nú komizt á suðupunkt bæði hjá áhorf- endum og leikmönnum. En hægt og rólega náðu Ak- ureyringar tökum á leiknum aftúr og á 35. mínútu skoraði Hermann Gunnarsson fimmta markið og hið sjötta á 42. mín- útu. Efltir að Hermann hafði skorað fimmta martoið má segja að gert hafi verið út um leik- inn, enda duttu þá KRingarnir aftur niður og á síðustu mínút- unum sóttu Akureyringarnir mun meira. Beztu menn ÍBA voru Her- mann, Þonmóður og Kári, í framlínunni en í vöminni bak- verðirnir Viðar Þorsteinsson og Hafsteinn Sigurgeirsson. Þá átti Skúli Ágústsson ágætan leik. Hjá KR bar Ellert af, en auk hans áttu Gunnar Fel- ixson oig Hörður Markan góð- an leik. KRingarnir reyndu að leika rangstöðuleikaðferð, sem gafst þeim mjög illa. Dómari var Hannes Þ. Sig- urðsson og dæmdi af rögigsemi. H.Ó./S.dór. Víkingur í fallhættu... Framhald af 2. sáöu. liðsins væri veik, væri þetta ef til vill skiljanlegt, en nú er hún það alls etoki, heldur er hún orðin ein sú bezta í 1. deild, þannig að svona vamar- leikur er alls óþarfur hjá lið- inu. Beztu menn lA í þessum leik voru Jón Gunnlauigsson, sem bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn og það í tvenn- um skilningi, því hann mun vera hávaxnasti leikmaðurinn i 1. deild og um leið einn bezti varnarmaðurinn í deildinni, og Eyleifur Hafsteinsson, sem átti mjög góðan leik að þessu sinni. Þá áttu Þröstur Stefánsson, Jón Alfreðsson og Haraldur Stur- laugsson allir ágætan leik, sem og framlínan öll í fyrri hálf- leik. Það er næsta ótrúlegt hve Víkings-liðinu hefur farið aftur á skömmum tíma og það svo, að það er nú komið í verulega fallhættu. Liðið lék þó betur að þessu sinni en það hefur gert í síðustu tveim til þrem leikjum, en svo undarlega bar við að framlínan, er til þessa hefur verið betri helmingur liðsins, var algerlega bitlaus og hinir fljótu framherjar hennar nutu sín aldrei í leiknum. Bezt frá þessum leik komust þeir Guð- geir Leifsson og Gunnar Gunn- arsson að ógleymdum mark- verðinum Sigfúsi Guðmunds- syni, sem varði mjög vel etf undan er skilið síðara mairkið. Dómari var Einar Hjartarson og dæmdi hann allvel en þó er eitt aitriði, sem ég er etoki samþykkur Einari með. 1 hvert sikipti sem leikmaður leggst nið- ur og er, eða læst vera meidd- ur, þá stöðvar hann leikinn hvernig sem á stendur. Þetta á dómarl ekki að gera. Hann á ekki að stöðva leikinn fyrr en boltinn er kominn úr leik. Til að mynda stöðvaði Einar leik- inn tvívegis vegna þessa, þegiar liðin voru í mjög opinni sókn. Mér er nær að halda að Vík- ingamir hafi vegna þessa rnisst af marki, svo opið var þeirra marktækifæri þegar dómarinn stöðvaði leikinn. — S.dór. Lélegur leikur ÍBK og Fram Fnamhald af 2. síðu. útu. Á 32. mínútu voru Kefl- víkingar aftur mjög nærri því að skora þegar Magnús Torfa- son skaut í stöng aí nokkuð löngu færi. Á 42. mínútu átti Sd'gurbergur Sigsteinssan skot að marki ÍBK, en það hafnaði í stöng en upp- úr þessu varð mikil pressa á. ÍBK markið og á síðustu sek- úndunum bætti Sigurbergur fyrir stangarskotið með faHlegu skoti, sem hafnaði í markinu, þrátt fyrir góða tilraun Þor- steins martovarðar til vamar. Staðan var því 1:1 í leikhléi ög voru það sanngjörn úrslit eftir fyrri hálfleik. I síðari bálfleiknum var um enn minni knattspymu að ræða en í þeim fyrri, en mikið um langspyrnur og hlaup framherj- anna eftir boltanum. Á 6. mán- útu síðari hálfleiksins gierði Þorbergur sig aftur sekan um hrapalleg mistök í úthlaupi og boltinn fór til Harðar Ragnars- sonar, sem skoraði auðveldlega sigurmarkið í leiknum. Næst þvf að jafna voru Framarar á 35. minútu þegar Einar Áma- son skaut í stöng atf stuttu færi. Eins og áður segir vom þessi úrslit sanngjöm og réð þar mestu um kraftur og hraði Keifljvíkinganna. Fyrir uitan þá Einar Gunnarsson og Guðna Kjartansson, sem eru í sór- flokki í liðinu, áttu þeir Steinar Jóhannsson, Friðrik Ragnarsson og Magnús Torfason beztan leik af hálfu IBK, en hjá Fram Marteinn Geirsson er lék mjög vel, og Sigurbergur Sigsteins- son. Ednar Ámason toom ekki inná fyrr en langt var liðið á ledkinn og er það furðuleg ráð- stöfun hjá þjálifara liðsins að geyma Einar á varamannabekk nema síðustu 15 mínútumar leik eftir leik. Einar er skotviss og marildheppinn og það er edn- mitt þannig leikmenn, seim Fram vantar. Dómari var Guðmundur Har- aldsson og dæmdi stoínandi vel. — S.ddr. LokaB í dag þriðjudaginn 11. ágúst vegna j arðarfarar VALDIMARS G. ÞORSTEINSSONAR, húsastníðameistara. HOFFELL SF. Laugavegi 31. matsveina- og veitingaþiónaskólanum Innritun í skólann fer fram 1 skrifstofu skólans í Sjómanmaskólanum 13. og 14. þm. kl. 15-17. Inn- ritað verður 1 fyrra kennslutímabilið sem hefst 1. september næstk., og á seinna kennslutímabilið, sem hefst 4. janúar 1971. Inntökuskilyrði eru að nemandi sé 15 ára og hafi lokið miðskó'laprófi. Nemendur eiga að mæta til innritunar með próf- skírteini og nafnsirírteini. Nemendur se’m innrit- ast í 3. bekík skólans eiga að mæta með námssamn- ing og skriflega beiðni frá meistara um skólavist. Skólinn verður settur 7. september kl. 15» Símar 19675 og 17489. Skólastjóri. Laus staða Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði óskar eftjr að ráða meinatækni frá 1. október næstk. Umsóknarfrest- ur er til 15. september. Starfið er fólgið í veríjulegum sjúkrahúsrannsókn- um, röntgenmyndatökum og framköllun. Upplýs- ingar gefur yfirlæknirinn, Úlfur Gunnarsson, sími 3345, ísafirði. Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði. Laus staða Staða skrifstofustjóra ísafjarðarkaupstaðar, sem jafnframt er fulltrúi bæjarstjóra er hér með aug- lýst laus til umsókmar. Laun og önnur starfskjör skv. samningi bæjar- stjórnar við félag opinberra starfsmanna á ísafirði. Umsóknarfrestur er til og með 5. septermber næstk. Nánari upplýsimgar gefur undinritaður. ísafirði 6. ágúst 1970. ' Bæjarstjórinn á ísafirði. BRIDGESTONE HINIR VIÐURKENNDU JAPÖNSKU HJÓLBARÐAR FÁST HJÁ OKKUR HJÓLBARÐAVIÐGERÐIR Opið alla daga frá kl. 8—22,einnig um helgar GOmÍVINNUSTOFAN HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SÍMI 31055 ÚTBOÐ Tilboð óskast í að byggja fimm timburskúra undir bráðabirgðadreifistöðvar. Útboðsigögn eru afihent í skrifstofu vorri gegn 1000,00 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sa'ma stað 19. ágúst kl. 11,00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR * Fríkirkjuvegi 3 -- Sími 25800

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.