Þjóðviljinn - 16.08.1970, Síða 4
'4 — ÞUÖÐVIUINN — Sunmudlaigur 16. ágiust 1970
— Málgagn sósialisma, verkalýSshreyfingar og þjoðfrelsis —
Utgefandi: Utgáfufélag Þjóðviljans.
Framkv.stjórl: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Ivar H. lónsson (ób.), Magnús Kjartansson
Sigurður Guðmundsson
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson
Ritstj.fulitrúi: Svavar Gestsson.
Augiýsingastj.: Olafur iónsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Siml 17500
(5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00.
Stjórnin í fjörbrotum
^tökin innan stjómarflakkanna um hvort rjúfa
skuli þing og efna til haustkosninga verða með
hverjum degi hatrammari, og inn í þau átök bland-
ast æsilegur baktjaldaslaguæ innan Sjálfstæðis-
flokksins um forystuna í þeim flokki, og þar er
Gunnar Thoroddsen kominn í spilið. Fátt sannar
betur þá fullyrðingu stjórnarandstæðinga að aft-
urhaldsstjóm íhaldsins og Alþýðuflokksins hafi
gersamlega gengið sér til húðar en þetta basl
stjómarflokkanna með haustkosningar, samtímis
því að þeir telja aUt þjóðfélagið í stakasta lagi og
í hinum mesta uppgangi undir stjórn sinni, og
ráðherrarnir lýsa því yfir að ágreiningsefni um
stjómarstefnuna fyrirfinnist ekki. Samt á að rjúka
til og kjóáa til alþingis, áður en kjörtímabilið
rennur úf á nassta sumri.
'J'ilefnið til kosninga er hins vegar augljóst og
raunar viðurkennt þó það sé óljóst orðað. Aft-
urhald landsins, sem stjómar jafnt Sjálfstæðis-
flokknum og Vinnuveitendasambandi hans, hygg-.
ur á nýja stórárás gegn alþýðu manna og verka-
lýðshreyfingimni. Ekki er talið ráðlegt að leggja
til slíkrar árásar imeð þingkosningar yfirvofandi,
heldur að reyna beri kosningar í þeirri von að fá
út úr þeim afturhaldsmeirihluta á Alþingi sem
gerbreyti vinnulöggjöfinni verkalýðshreyfingunni
í óhag, og hafi forystu um árásina á hfskjörin.
Hægrisveiflur Framsóknarflokksins í jájáneinei-
dansinum undanfarið og ummæli Harðar Einars-
sonar þykja benda til þess, að íhaldið telji sér vísa
samvinnu við Framsókn til myndunar slíkrar aft-
urhaldsstjórnar ef það þarf á að halda.
Fullnotuð íhuldshækju
^Jtor fyrirsögn Alþýðublaðsins með stærsta letri
blaðsins sagði lesendum í fyrradag að engin
ákvörðun hefði enn verið tekin um að rjúfa þing.
Sama dag sagði blað hins stjómarflokksins, líka
í áberandi forsíðufyrirsögn: „Flest bendir til kosn-
inga í haust“. Forystugreinar Alþýðublaðsins
fjalla ekki um það hvort Gylfi, Emil eða Eggert
séu í þann veginn að falla, heldur hvort Chichest-
er-Clark í Norður-írlandi haldi völdum eða Banda-
ríkjunum, „verndurum“ íslands að dómi þeirra
Natómanna, takist að eitra allan sjó á íslandsmið-
um. Augljóst er af viðbrögðum að logandi hræðsla
hefur gripið um sig í Alþýðuflokknum við tilhugs-
unina um haustkosningar. Hann óttast nú, að hon-
um verði fleygt sem fullbrúkaðri dulu, eftir tíu
ára samfellda íhaldsþjónustu, en Framsókn tek-
in í staðinn. Enda munu þeir býsna fáir sem veðja
á Alþýðuflokkinn í næstu kosningum. Hitt geta
kjósendur einir, afstýrt þingmeirihluta sem mynd-
ar nýja afturhaldsstjóm að kosningum loknum.
— s.
iriiVi'riiiiMririirir
mk
Jwi
sm
fí&MrÍ
Atriði úr hinu nýstárlega leikriti.
Þurrkaðir sveppir og kvennærföt.
O Hópur bandarískra vísinda-
manna, sem starfa á veg- ,
um heilbrigðismáíaráðuneytis-
ins, hefiur ákveðið að láta
smíða sérsitaikar sorplestir,
sem flytji sorp tíl ýmissa
aiuðra svæða. Vísindamennim-
ir segja, að hver einasta borg
í Bandaríkjunum eigi í örðug- ;
leikum með að losna við sorp. \
I Los Angeles hefur sú bráða- í
birgöaráðstöfun verið gerð að l
varpa sorpi og rusli í djúp /
gil umhverfis borgina, en það 1
er vitasikuld engin framtíðar- l
lausn. Á hverju ári bætast l
við 48 miljarðar af niðursuðu- /
dósum, 26 miljarðar af flösk- 1
um, 30 miljón tonn af pappír, I
og geysilegu magni af plasti (
er ennifremur kastað á sorp- /
hauga. Það mun feosta óheyri- T
legt fjármagn að eyða þessu \
sorpi og sumum efnum er t
ekki unnt að eyða með 1
nokkru móti. J
Brezkur matrósj rennir niður síðasta skammtinum af „blóði Nelsons“.
O Þessi bráðsnotra kona á
myndinni er Ratna Sari Dewi,
eftirlætiseiginkona Súkamós
Indónesíuforseita, sem nú er
látinn. Haft er eftir ríkis-
stjórninni í Paris að henni
hafi verið bannað að fara frá
Djakarta, og i undirbúningi
séu málaferli gegn henni,
vegna þess að hún hafd sölsað
undir sig 70 miljónir doliara
af því fé, sem Japanir greiddu
Indónesum í stríðsskaðabætur.
I Tokíó hefur þessum sögu-
sögnum hins vegar verið vís-
að á bug vegna þess að um-
ræddar skaðabætur hafi verið
greiddar í vörum og þjónustu,
sem námu 223 miljónum doll-
ara.
O Fyrir skömmu var frum-
sýnt í Stuttgart í Vestur-
Þýzkalandi nýtt leikrit eftir
Rolf Hodhhuth, „Skæruliðam-
ir“, sem fjallar um misiheppn-
aöa tilraun vinsæls og auðugs
bandarísks öldungardeildar-
þingmanns til að steypa vald-
höÆum i Bandarikjunum í
nafni mannréttinda og lýð-
ræðis. Þýzk blöð hafa birt
neitovæða gagnrýni um verk-
ið, en. höfúndur tveggja
frægra heimildaríeikhúsverka
kveðst ekki góðu vanur og
býst við því að verkið hafi
tilætluð áhrif. Það hefur þeg-
ar verið pantað til sýninga af
13 leikhúsum í Þýzkalandi.
O Síðhærður og hirðuleysis-
lega klæddur farþegi í flugvél
á leið frá Puerfco Rico til
Bandarfkjanna sagði við
sessunaut sinn í vélinni, að
hann óttaðist að vera tekinn
fyrír flugvélaræningja. Flug-
freyja heyrði á tal hans og
misskildi hann. Hélt hún að
hann ætlaði að láta beina
flugivélinni til Kúbu og til-
kynnti flugstjóranum það.
Hann brá skjótt við og lenti
í Washington undir þvi yfir-
skini, að.hreýfill hefði bilað.
Þegar tif átti að taka var
maðurinn vopnlaus, en slapp
þó ékki alveg þvi að lögregl-
an fann eitthvert rnagn af
marihuana í fórum hans.
O Á klámöld eru það helzt
Rússar sem halda uppi sið-
ferði, eins og það gerðist á
dögum mæðra vorra. Samt
freistast þeir öðm hvoru til
að sýna, að þeir vilji „fylgjast
með í heiminum" — Og þóttu
það til dæmis nofckur tíð-
indi, að brjóstahaldari og
undirpils urðu miðdepill þess-
arar myndar, sem annars sýn-
ir þurrkaða sveppi í rússnesku
þorpi, á Ijósmyndasýningu so-
vézkri, sem nýlega var opnuð
í Washington.
O Enda þótt enn eimi eftir af
gagnkvæmri úlfúð Þjóðverja
hver meiðsl í starfi. Einkum
á þetta við um lögreglumenn
í Kaupmannahöfn og öðrum
stórum borgum, en úti á landi
gengur löggæzlan yifirleitt
stórslysalaust. Á síðasta ári
voru 4000 daga forföLl vegna
meiðsla hjá hinum 7849 lög-
raglumönnum, sem starfa í
landinu, og benda þessar tölur
til þess, að það færist í vöxt
að í odda skerist með lög-
reglumönnum og hinum al-
menna borgara.
O Þýzfea vikublaðið „Neue
Illustrierte“ birtj nýlega
myndskreytta frásögn atf lest-
O I meira en 300 ár halfa
brezkir sjóliðar fengið fylli
sína af rommi ókeypis, þegar
þeir hafa verið að störfum,
en nú hefur flotamálaráðu-
neytið afnumið þessa kær-
komnu hefð á þeirri forsendu,
að menn, sem þurfj að sýsla
við flófcinn. raftækjabúnað,
þurfi að vera klárir í kollin-.
um. Það lætur að líkum, að
sjóliðunum er afar mikil eftir-
sjá í þessum guðaveigum, sem
kallaðar hafa verið blóð Nel-
sons.
Þá herma fréttir, að ætlun-
In sé að leggja brezfcu kon-
ungssnékkjunni Britannicu
fyrir fullt cg allt. Ástæðan
er sú, að skipið er óhemju
dýrt í rekstri, en það er 5769
tonn, hefur 271 manna áhöfn,
og útgjöld ríkisins við rekstur
þess nema tugmiljónum króna
á ári.
Bakhlutar frú Brandt og frú Pompidou undir einum feldi.
og Frakka virðist allt slétt og
fellt á yfirborðinu, og þjóð-
höfðingjamir ganga á undan
með góðu fordæmi með að
bæta sambúðina. Meðfylgjandi
mynd er tekin af forsetafrú
Frakiklands, Claude Pompidou,
og Rut Brandt, eiginkonu
kanslara Vestur-Þýzkalands,
með sömu minkaslá á öxlum.
Hún er raunar í edgu frú
Pompidou, en til að innsigla
vináttu sína við frú Brandt
bauð hún henni til afnota
helming af þessum forláta
grip í veizlu fyrir skömmu.
O Talið cr að 1 af hverjum
2 lögreglumönnum í Dan-
mörku særist eða hljóti ein-
arferðum þýzikira kvenna til
Italfu og mun mörgum hafa
blöskrað. Myndimar sýna
nefnilega konur af öllum
þjóðfélagsstéttum og á öllum
aldrí í tryiltum gleðskap með
einkennisbúnum jámbrautar-
starfsmönnum og tollvörðum
ítölstoum, kampavín freyðir og
siðferðið er víst ekki upp á
marga fiska eftir því sem
segir dansika blaðinu Poli-
tiken. Stjóm jámbrautatfyrir-
tækja ríkisins var gripin mik-
illi skelfingu, þegar greinin
birtist og nú á að rannsaka
ástandið gaumgæfilega, m. a.
með þvi að senda roskna og
lítt tælanlega umsjónarmenn
með lestum firá Hamborg til
Verona.
HVERJU
SIN ÖGNIN