Þjóðviljinn - 19.08.1970, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.08.1970, Blaðsíða 5
MiðfviJcudaigiur 19. ágúst 1970 — ÞJÓÐVXUINN — SlÐA j „ Til þess eru vítin að varast þau" Þú skalt gleypa þetta og þú skalt gleypa hitt. >ú skalt gleypa allt serri þú nœrð í, svo að síðustu gleypi ég þig, sagði tröllið. Þannig segir í gamalli sö'gu. Og ráðum tröllsins var Mýtt, hver einstaklinigur gleypti allt sem hann náði í og þjóðfé- lagið varð ein gleypandi hít. En nú er komið að þaetti trölls- ins í þessum leik. Loft, lögur og láð á stórum svœðum hins svokailaða menntaða heims er þegar að verða á valdi trölls- ins. Margskonar eiturefni frá efnaiðjuverum leggja undir siig land og loft. Ár og vötn heilla landa, ásamt hafinu út frá ströndinni, eru orðin menguð eiturefnum svo að lífið er þar á skipulagslausu undanhaldi fyrir dauðanum. Fiskur hverf- ur af stórum svæðum í ám, vötnum og hafi, ýmist deyr hann af völdum eitursins, eða þá er á flótta undan ógninni. Stór svæði á landi, sem voru þakin beztu gróðurmold og veittu ríkulega uppskeru fyrir fáum áratugum, þau eru nú orðin hættuleg til ræktranar sökum eitrunar frá eiturspú- andi verksmiðjum. Myrk þoka og reykur mettuð geislavdrkum eiturefnum herja stsarstu borg- ir jarðarinnar, svo að þar er sem í pestarbæli, þegar veður- blíðan er mest. Já, tröllið er svo sannarlega farið að gleypa þá sem hlýddu ráðum þess. Og enn hrópar tröllið: Þú skalt gleypa allt sem þú nærð í. íslendingar og tröllið Þið eruð fátækir og smáir og búið á mörkum hins byggi- lega heims og þurfið þvi að skipta um atvinnuvegi, svo að þið verðið rikir. Ykkur vant- ar stóriðju og margar reykspú- andi verksmiðjur. Það skal verða, ykkar hamingj.a, segir tröilið Já, okkuir vanitar marg- ar efnaverksmiðjur. stóriðju til að leysa okkar kotbúskap af hólmi er tröllinu svanað í kór, víðsvegar að. Og við eig- um vatnsorkuna til að virkja í ykkar þágu, bara ef þið viljið koma hingað til okbar og nota hana. Við búum á yzta hjara heims í óeitruðu landi, svo að það er ekki dýrt að staðsetjia sig hér, komið því Xiingað, er sungið marg- raddað. En tröllið Mustar. f dag stöndum við íslend- ingar á þröskuldi ; opnum dyr- um að ævintýri tröllsins. Marga langar til að ganga inn í dýrðina, því að það er eðli allra ævintýra að þau eru lokkand; fyrir þann sem á- lengdar stendur, ef hann veit ekki með vissu, hvað við tek- ur. í dag er hinsvegar ævin- týr; tröllsins öllum vitað, sem viljia vita, og það er um leið vít; til varnaðar. Við stöndum í opnum dyrum Með álverksmiðjunni í Straumsvik fyrir sunnan Hafn- arfjörð hefur dyrunum að æv- intýr; trölleins verið lokið upp og það hefur verið gert svo gálauslega, að það spáir engu góðu, ef áfram verður haldið í sömu stefnu. Ég ætla ekki að ræða hér hina efnahags- legu Mið þessa máls heldur einungis þá Miðina sem snert- ir öryggi þeirra sem í ná- munda búa. Það Mýtur að hafia verið gert af algjörri vanþeklkingu á eðli þessarar vinnsiu að staðsetja verksmiðjuna' í jaðri mesta þéttbýliskjama landsins og leyfa svo starfrækslu henn- ar án hreinsunartækja, því að þau hafa ekk; verið sett upp ennþá. Það er að vísu sagt, að sldk hreinsunartæki verði sett síðar á verksmiðjuna, ef eitrunarhætta geri það nauð- synlegt. t>essi túlkun málsins er að mínum dómi dálítið vafa- söm, í ijós; þeirra staðreynda, sem við okkur blasa annars- staðar frá. Á Húsnesi í Noregi var Mka byggð álbræðsilraverksmiðja fyrir fáum árum; þessi verk- smiðja er staðsett út við sjó, en ekki þó í útjaðr; mikils þéttbýMskjarna, edns og í Straumsvík. Þrátt fyrir þebta varð Húsnesverksmiðjan strax að nota hreinsunartæki, en þau eru talin geta dregið mikið úr eitrunar- og mengunarhættu. Það var neitað um stsekkim á Húsnesverksmiðjunni á si. vetri, einungis vegna þess að norskir sérfræðingar sem fengnir voru til að segja álit sitt á því hivort leyfia ætti stækkun, treystiu sér ekki til að taka ábyrgð á aifleiðingrjm slíkrar stækkunar þrátt fyrir fullbomnustu hreinsunartæki. Annaðhvort er að fræðimenn Er forsvaranlegt að verka fisk í næsta nágrenni álversins? okkasr eru aligjor böm á þessu sviði, þráitt fyrir aillan sinn skólalærdóm, eða þá skortir xnanndóm til að upplýsa aðra um liættuna og vara við herrni. Þeir buigsa máski sem svo. að okkur sé ekki vandara um en öðrum sem verða að búa við margfalda mengrjnarhæittu. Er skreiðarþurrkun í nánd við verksmiðjuna forsvaranleg? Það fer ekki hjá þv; að sú spuming vakni þegar maður sér þurrkhjalla fulla af uþp- hengdum fisk; í næsta ná- grénni verksmiðjunnar • í Straumsvík, hvort það geti tal- izt heppileigt, eða máski for- svaranlegt að leyfa skreiðar- verkun á þessum slóðum, vit- andi það að loft mengast út- frá verksmiðjimni, að sjálf- sögðu misjafnlega mikið eftir veðjrfari hverju sinni. Það er aðkallandá að þessi Mið málsins verði rannsökuð og hefði náttúrlega þurft að vera búið að því. Nýr fiskur er mjög næmur fyrir ýmsum utamaðkomandi efnum, en hvort hann getur verið í hættu vegna mengunar, sé hann hengdur upp á hjalla ; ná- munda við verksmiðju eins og í Straumsvík; úr því verður að fást skorið, annað er efcíki fk>r- svaranlegt. Þannig Mjófamang- spumingar að vakna og svars þegar verk- smiðja sama eðlis og Straums- víkurverksmiðjan er staðsett við Miðina á miatvælafram- leiðslu. í dag verða menn að vita í stærstu dráttum hvort atvinnurekstur sem barizt er fyrir að stofnsetja, er hættu- legur öðrum aitvúnnurekstri sem fyrir er í landinu, áður en til framkvæmdanna er geng- ið; að gera þetta ekki, er að auglýsa sig á sama menning- arstigi og Molbúia og Bakka- hræður, en á þv; ætt; ekki að Framihald á 7. síðu. FLYTJA LOFTLEIÐIR HASS? Nýlega gat að líta flenni- stóra fyrirsögn og undirstrik- aða að auki á baksíðu „Tím- ans“: „Fíknilyfjianeyzlan að aukast í landinu?“ Undir þessari óignvekjand; fyrirsöign var viðtal við söngvinn verzl- unarmann, Jónas Jónsson að nafni, um samtök, sem ný- lega hafa verið stofnuð til að vinna gegn hassbölinu í landinu. Þar stóð m.a.; „Við stofnuðum þessi ó- formlegu samtök í þeim til- gan-gi að vekja athygili á því að á íslandi er hasíh og álíka fíknilyfja neytt eins og í öðr- um löndum, þar sem sJík neyzla er orðin vandamál (þýðir þessi línudans á orð- unum að hass sé vandamál á fsland; eða ekki? — athuga- semd mín). Virðist mér ár- angjr hafa orðið af þessari starfsemí okkar, að minnsta kosti kom „dauður tími“, þeg- ar um þetta var skrifað í blöðin hér á land; sl. vetur. Það var eins og enginn þyrði að flytja fíknilyf inn í land- ið á meðan.“ Þetta verður að kallast mjög lofsamlegur árangur hinna óformlegu samtaka, að skjóta fíknilyfjahringum landsins slíkan skelk i bringu, en eitthvað viirðist söngvar- inni fyirrv. hafa sofnað á verðinum, því að hann segir síðan: „Hins vegar hefur mér virzt hashneyzla hafa aukizt nú síðasta mánuð. Það er eins og mikið af birgðum hafi komið inn í landið“. Síðar í Tímagreininni er það svo haft eftir honum, að það sé harla auðveþ að flytja „ófögnuð- inn“ inn í landig jafnvel í stórum stíl. Hætt er við að ýmsir velti því fyrir sér við lestur við- talsins. hvemig þessar „miklu birgðir“ hass h-af; verið flutt- ar ti-1 landsins síðasta mán- uð; um það þegir verzlunar- maðurinn alveg. En um svip- að leyti og viðtalið birtist í „Tímianum“, kom svar við þessa-ri alvarlegu spumingu í öðrum Tíma og vestuir- heimskarri. í nýj-asta h-efti „Time" er nefnilega grein um hippaflugfélagið voðalega, Loftleiðir, og segir þar svo frá begðun f-arþega þess, með- an beðið er eftir brottför flu-gvélar frá Lúxemborgar- fluigvélli; „Flestir fanþegamir — nokkrar fjölskyldur með b-öm. margir stúdentar með bakpoka, og herskari ó- greiddra hippa — höfðu beð- ið í sex tíma eða lengur. Unglingamir dottuðu á gras- flötinni, ræddu um stjömu spek; eða sögðu sögur í kuldalega upplýstu skýli, sem gegnir hlutverki bið- stofu. Allmargir farþeganna reyktu, en ekk; var það þó endilega tóbak, sem þeir pú- uðu úr sér. Lögregluþjónn gekk um milli þeirra ung- linga, sem báværastir voru, Og þefaði eftir hinum auð- þekkta daun maríujóhönnu, sem minnir á brennandi haustlauf. „Svín eru svín hvar sem er í heiminum,“ muldraði einn •jnglin-gurinn í barm sér.“ Þetta er ófögur lýsing, og ekki tekur betra við uppi í háloftunum: „Þegar flugvél- in er komin á loft. fylMst loítið með partýstemmningu. Unglingarnir reika milli sæta og leita að félögum eða bæta við krotið á sætisbökunum“. Slíkir farþegar eru greini- lega til alls líklegir, og óvæn- legt að vita til þeirra pú- andi í hæðum, En hafi þeir ekki reykt birgðimar áður en til . fsiand-s er komið, hvar lenda þær þá? V-arla kæra hippamir sig um að lenda í útbreiddum örmum FBI á Kennedy-flugveUi, því að hún kann tökin á slíkum peyj- um. Enda bafa en-gar spumir borizt af handtökum iþeirra þar, er þedr stíga úr flugvélum Loffleiða. Það er því efcki að -furða þótt „mikið af birgðum" h-ass hafi tekið að berast inn í landið í siumairbyrjun, þeg-ar þessi lýður laigðist í flaikk, og tók j afnvel að ganga ljósum log- um u-m götur höfuðborgar- innar. En vel á minnzt, hivað seg- ir lögreglan nú um þennan mikla vágest, sem berst í sí- auknu-m mæli inn í landið? Þangað til annað reynist sannara verður nefnilega að telja að hún viti betur en aðrir aðilar um fSfcni- eða eiturlyfjavand-amál á ísl-andi. Viðmælandi Jón-asar Jónsson- ar í títtnefndri Tímagrein, lét helur efcki unddr höfuð leggjast að fá umsögn henn- ar um málið og fékk ómyrfc svör: „Guðmundur Henmannsson hjá Reykjavíkurlögreglunni kvaðst ekki vita til þess að hashmál hafi komið upp hjá lögreglunni í sumar og sagð- ist þvá halda að um hash- neyzlu væri ekki að ræða í landinu." Reyndar þarf naumast að leita til lögreglunn-ar til að fá .siíkt svar. Hver ein-asti fullorðinn íslendmgur, sem sezt niður og hu-gsar málið, mun sermilega geta nefnt ó- fáa áfengissjúkliniga, sem hann hefuæ haft bein, per- sónuleg kynni af. og ekki er óhugsandá að hann geti nefnt einn eða tvo kunningja eða ættingja, sem neyta hættu- legra eiturlyfja eins og bar- bitúrlyfja að staðaldri, — en það er ábaflega ósenniiegt að hann geti nefnt einn einasta m-ann, sem komizt hefur í k-aHfæri við hass. Það ka-nn að vera að einstak-a íslend- ingur haf; filktað við hass en hvemig sem á það er Htið, verður því alls ekki haldið fram að h-assneyzla sé neitt vandamál hér á landi. Ef menn vilja reyna krafta sína í baráttu gegn ofneyzlu lyfj.a, hafa þeir andstæðinga. sem um munar: ofdrykkjrj og barbitúrát. En skrif af því tagi, sem birtust í „Tíman- um“ eru marklaust vindhögg, andstæðingurinn er ekki til. Loftleiðamenn eru gramir yfir tilskrifum hins banda- ríska blaðs, og íslenzkir blaðamenn hafa tekið undir með þeim. En lesendur þeirra ættu að hugleiða þess; skrif í réttu samihengi og muna eftir orðum Snorra: „Allt er þetta jafn satt“. Völundur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.