Þjóðviljinn - 19.08.1970, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.08.1970, Blaðsíða 8
3 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miövikudagur 19. ágúst 1970 JULIUS BARK: SEM LINDIN TÆR... út og opnaði kassann, billinn stóð kyrr og malaði og handhemill- inn á. Það var enginn póstur. Óli settist aftur í eikilsætið og Anglian hlunkaðist inn á af- leggjarann. Peter studdi báðum höndum á mælaborðið til að draga úr rykikjunum. — í>egar óg kom heim, sagði Óli, þá sat Strömpóli á tröppun- um og beið eftir mér. Hann sá mig ekki strax, sat oig hallaði höfðinu aftur á bak með hnakk- ann við dyrnar og andlitið vissi upp í sólina. Honum virtist líða bærilega, hatfði hneppt frá sér efsta hnappnum á eimkennis- jakkanum og lagt húfuna á þrep- ið við hliðina á sér. Anglian hossaðist inn á hlaðið. Óli hemlaði fyrir framan tröpp- umar, drap á vélinmi og togaði í handhemilinn. Peter mjakaði sér út. Óli benti á húsgaiQinn. — Þarna hafði hann sett hjói- ið sitt. Peter kinkaði kolli og gekk á undan inn í húsið, stappaði af sér á mottunni og gekk inn í stofuna. Óli kom á eftir, þeir setfcust hvor í sinn stólinn. — Hvar var það sem Gæsar lá, hvar kom Lísbet að hönum? — Þarna, sagði Óli og benti á bláan sksáp. Þama lá hann, hiáskápnum, með umsnúinn flibba og siifið hálflaust; hann hefur trúlega fengið andþrengsli pg fiundizt hann vera að kafna. 'Á gólifinu hjá höfðinu á honum var dálítitll slefiuipollur sem lekið hafði úr munnvikinu. Peter fann hvemig óhugnaður- inn breiddist um stofuna. Það var eins og hún skipti um svip, yrðj dimmari, eftir að Óli hafði sagt frá þessu. Óli fór aftur að hnykkja til efri hluta líkamans, minningamar sóttu að honum. Peter reis á fætur, gekk nokkur skref fram og aftur um stofuna. Síðan sneri hann sér að Óla og bað bann að halda heldur áfram með frásögnina af Strömpóla. Óli varð vel við því. Það var ánægjulegra að lýsa Strömpóla en Cæsari. — Já, ég kom sem sé heim HARGREIÐSLAN Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 188 m. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa óarðastræti 21. SÍMI 33-9-68. á hlaðið, másandi og örþreytfcur, mig verkjaði í fæturna eftir hlaupin, ég var óvanur að fara bíllaus svo langa leið, og ég var líka kominn með höfuðverk. Sennilega vegna þess að ég hafði ekki sofið almennilega undan- farnar nætur, — Mér þykir vera komnir fínir gestir, sagði ég við Ström- póla, hélt Óli áfram. Strömpóli spratt á fætur og blimskakkaði augunum á Óla; hann sá ekki sikýrt á móti birtunni. — Jæja, ert það þú, sagði hann. — Mikið var. Hann rétti úr sér, hneppti að sér einkennisjakkanum og burst- aði af bakhlutanum. Svo neri hann augun, hann hafði senni- lega blundað sem snöggvast. E£ til vill hafði hann líka misst einhvem nætu-rsvefn. — Ég var að bíða eftir þér, sagði hann. — Ég gat næstum gizkað á það, sagði Óli og beið átekta. Aldrei þessu vant halfði Óli læst dyrunum; hann var feginn því. Hann hefði ógjarnan viljað að Strömpóli hefði verið inni að snuðra núna. — Hvað viltu? spurði Óli hranalega, næstum of hranalega. — Bkki þennan tón, sagði Strömpóli. — Við ættum líklega að geta umgengizt hvor annan eins og vanalega, þótt svo vilji til að ég er lögreglumaður í starfi. Að minnsta kosti núna, þegar Bernhardsson og kó eru hvergi nærri. Óli hló uppgerðarlega. Ström- póli hlaut að hafa fengið fyrir- mæli um að umgangast hann eins og vanalega, hugsaði hann. Ný tæknibrögð hjá Bernhards- son. Gamall vinur hins grunaða er sendur á vettvang til að reyna að veiða uppúr honum fleiri upplýsingar en yfirmannninum tókst að ná. En Strömpóli sýndist eðlilegur og sjálfum sér líkur; ef til vill var hann aðeins að hefna sín ögn á Bemhardsson, vegna þess að í návist hans varð hann einlægt hálfgerður vikapiltur; hann, sem hafði vanizt því að hafa öll ráð í hendi sér á lögreglustöðinni í Hindrunarnesi. Óli opnaði dymar. — Gerðu svo vel, sagði hann. Strömpóli stikaði inn, leit í kringum sig; að hverju var hann að gá? Fleiri líkum? Nei, auð- vitað ekki, hann vissi ekkert um það enn. — Hér er allt eins og vana- lega, sagði hann aðeins. Óli fann hvemig honum rann kalt vatn milli skinns og hör- unds. Strömpóii hefði átt að vita — Þama hafði Cæsar legið fyrir tveimur dögum. Óli gekk framhjá Strömpóla og fór á undan inn í stofuna, leit út í homið hjá bláa skópn- um. Bf tfl vill fundust þar ein- hver merfci eftir návist Gæsars. Blóð? Þegar hann heyrði að Ström- póli hlammaði sér niður í sófann og stundi feginsamlega, varð honum ögn rórra. Auðvitað var ekki um neití blóð að ræða við klóramíneitrun. Og Óli sá ekkert sem benti til þess að Cæsar hefði legið þama; hann sá ekki annað en rykið í rifunum milli femi- seraðra gólfborðanna. — Má bjóða þér eitfchvað? spurði hann Strömj>óla. — Eitt- ijvað að drekka? — Þakka þér fyrir, sagði Strömpóli. — En ékkert sterkt, ég er á vakt, bætti hann við eins og venja var í mörgum þeirra leynilögreglusagna sem hann las. Það var ekki alltaf hægt að nota það, en Strömpóli hafði enga löngun til þess í svip- inn að líkja eftir einhverjum af þessum enskumælandi lögreglu- mönnum sem virtust nærast á eintómu whisky. — Heyrðu, sagði hann áður en Óli var búinn að ná í drykkj- arföng. — Ég þurfti að spyrja þig um eitt. Bernhardssön sendi mig hingað. — Bfddu hægur svolitla stund, sagði Óli. Óli fór fram í eldhúsið, tók fram tvær sódavatnsflösikur úr kæliskápnum, fór með þær og tvö glös inn í stofuna þar sem Strömpóli sat makindalega í sóf- anum. — Þakka þér fyrir, sagði Strömpóli og tó’k tappann af annarri flöskunni Óli fór fram í eldihúsið og gróf upp öskjurnar með höifuðverkja- töflunum, hristi upp eina töflu og fór með hana inn í stofuna. — Hvað vildi hann vita? spurði hann. — Ekkert liggur á, sagði Strömpóli. — Ég hef verið á eilífum þönum síðan þetta gerð- ist, nú slökum við á smástund áður en yfinheyrslan byrjar. Óli setti upp í sig höfuðverkja- töfluna og skólaði henni niður með sódavatninu. — Ég er kominn með hausverk, sagði hann. — Ég hélt að þú værir að taka inn eituriyf, sagði Ström- póli og hló við. — Þú hefur of fjörugt ímynd- unarafl, sagði Óli. — Þú lest of mikið alf bókum. — Það er aldrei að vita, sagði Strömpóli. — Það er meira um eiturlyf hér í heimi en þú hefiur nokkurn grun um, Óli. Hann hlammaði krepptum hnefanum niður á borðplötuna svo að sódavatnið sullaðist upp- úr glasinu Og myndaði votan hring kringum glasið. Hann lyfti glasinu og þurrkaði af borðinu með krepptum hnefanum. — Er annars nokkurt gagn í svona höfuðverkjatöflum? Ég er vanur að fara út að ganga þegar ég er þungur í hausnum. En konan er alltaf að taka þetta inn. Hún hefur tröllatrú á töfl- um. — Þær gagna oftast nær, sagði Óli. Hann var efcki frá því að höfuðverkurinn væri í rénun. — Jæja, hvað var það svo sem þú vildir? spurði hann; vildi ljúka þessu alf eins fljótt og unnt var. — Já, sagði Strömpóli, varð alvarlegur og fór að tala hæigar. — Þú þekfctir Gæsar mjög vel, ef til vill betur en nokkur ann- ar hér í Hindrunarnesi, ég með- talinn. — Yfirheyrslan hefst, sagði Óli hæðnislega. — Það var Bernhardsson sem sendi mig hinigað, sagði Ström- póli. — Það voru aðeins fiáein smáatriði í samtoandi við Cæsar, nokkrar upplýsingar sem Bem- hardsson þurfti að fá. Honum fannst óþarfi að þú færir að aka niður á stöðina vegna þess arna. — Ég ek ekki lengur, sagði Óli. — Ég ferðast fótgangandi. — Nú, jæja, sagði Strömpóli dálítið gremjulega. Hann teygði frá sér handiegg- ina eins og hann vildi helzt gleyma öllu um bílinn sem ók út af, eða vildi að minnsta kosti komast hjá því að taia um það þá stundina. — Áttu meira að drekka? spurði hann til að leiða athyglina frá bílnum. Óli kinkaði kolli og fiór fram í kæliskápinn og sótti eina fiösku enn. — Þafck fyrir, sagði Ström- póli og opnaði flöskuna af mik- illi natni. Hellti varlega í glasið, öþarfilega varlega, því að sóda- vatnið ólgaði ekki sérlega mikið. — Jæja, sagði Óli. — Hvað var svo erindið? Óli var þyrstur líka og drákk úr glasi sínu. Um leið fann hann áleitinn en daufan verk í maganum, Hann linaðist við drykkinn. Hann gretti sig örlít- ið. — Hvað er að þér? spurði Strömpóli. — Bara kveisustingur, sagði Óli. — Um hvað ætlaðirðu að spyrja? — Jú, Cæsar hafði þetta um- boð, séldi hluti, þú veizt . . . og . . . Strömpóli þagnaði, horfði með athygli á Óla. sem lauf fram og neri magann með hægri hend- inni. — Er þetta svona sárt? spurði Strömpöli. — Þetta er óþverra stingur, en það hlýtur að lagast. Það gerir það vanalega. — Frúin fær Hka stundum svona kveisu, sagði Strömpóli og reyndi að skilja og uppörva. — Hún segir að það sé loft sem festist. Bn getur loft festst? — Það er til nokkuð sem heitir iðrafcvef, stundi Óli. — Já, fólk getur fengið furðu- legustu kvilla. Þetta var hölvanlega sórt. Óli neri magann með krepptum hnefanum til að lina sársau'kann. Það var eins og verið væri að rífa og slíta i innyflin. — Fyrirgefðu, sagði hann og stóð á fætur, stóð í keng og stundi, og svitinn bogaði af hon- um. — Fyrirgefðu, en ég verð að leggja mig útaf smástund. — t öllum bænum, sagði Strömpóli. Óli reikaði að sófanum, fleygði sér útaif og lagðist í keng í homið á honum. Strömpóli skipti um sæti og tyllti sér í einn hægindastólinn. Hver býður betur? Það er hjá okkur sem þið getið fengið AXMINSTER jteppi með aðeins 10% útborgun. AXMINSTER — annað ekki. mirnrn ANNflÐ EKKI Grensásvegi 8 — sími 30676. Laugavegi 45 B — sími 26280. HARPIC er ilmandl efni sem hremsar salernisskálina og drepnr sýkla Húsruðendur! Geri við heita og kalda krana, WC og W(?-kassa, leka á ofnum og hitaveituleiðslum. STILLI HITAVEITUKERFI HILMAR J. H. LÚTHERSSON pípulagningameistari. Sími 17041 — til kl. 22 e.h. liiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiíííiiiiiíiiiíiiiiiiniiiniiiiiiiiUiiiiíiiiiaiiiiiiiiiíiiííiiiíiiiiiíiííiiiiiíiiiiiíiissiiíiiiiíiiiiiiiUii m HEFUR TEPPIN SEM HENTA YÐUR TEPPAHUSIÐ * SUÐURLANDS- BRAUT 10 * SÍMI 83570 nfflniinmiinmiffltmimimiiimmfflniiimimtmiiimmiiiiiliiiiiiitiiiiitiiiiiliiSiifflSiiiiiiiSISiiHiilBliiilif BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32. MOTORSTILUNGAR HJÓLASTILLINGAR LJÓSASTILLINGAR Látið stilla í tíma. Fljót og örugg þjónusta. 13-10 0 Dömusíðbuxur — Ferða- og sportbuxur karlmanna Drengja- og unglingabuxur O.L. — Laugavegi 71 — sími 20141. Frá Raznoexport, U.S.S.R. ... Ba,Rwi'lfSM Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi BRETTl - HURÐIR - VÉLALOK og GEYMSLCLOK á Volkswagen i allflestmn litum — Skiptum á einum degj með dagsfyrirvara fyrlr ákveðið verð. — REYNIÐ VIÐSKIPTIN. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Sklpholtl 25. — SímJ 19099 og 20988 Verjum gróður — verndum land

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.