Þjóðviljinn - 23.08.1970, Síða 4

Þjóðviljinn - 23.08.1970, Síða 4
4 ÞtJÖBVIŒiTiINN — Sumiuufliagiuir 23. égiíst 1970 Otgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Olafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavðrðust 19. Simi 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöiuverð kr. 10.00. Gá/gafrestur Hafi nokkur efazt um að í stjórnarráðinu hafast við ringlaðir menn og ráðlausir ætti hann nú að vita vissu sína. Um'talio um þingrof og nýjar kosningar sem staðið hefur um þriggja vikna skeið er orðið að svo fáránlegum skrípaleik að jafnvel hugkvæmustu framúrstefnuhöfunda hefði skort ímyndunarafl til þess að spinna þvílíka atburði upp úr sér. Fyrst lýsti Sjálfstæðisflokkurinn þeim „eindregna vilja“ sínum að efna til kosninga í haust, og var sú ákvörðun í samræmi við það að Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur hafði áður sam- þykkt einróma að taka „þegar til athugunar end- urskoðun á afstöðu flokksins til stjórnarsaimstarfs- ins með Sjálfstæðisflokknum“. Síðan hófst mikið þras og þóf, umræður og átök í öllum hornum stjórnarheimilisins, en ský óttans urðu æ þung- búnari yfir hjörðinni. Loksins í fyrradag herti miðstjórn Alþýðuflokksins sig upp í það að hafna með 20 atkvæðum gegn 8 hugmyndinni um þing- rof og kosningar. Og á samri stundu lyppaðist forusta Sjálfstæðisflokksins niður og kvaðst ekki mundu gera neinar tilraunir til að fylgja. „vilja“ sínum eftir með öðru móti, t.d. uppsÖgn á stjórn- arsamstarfinu. |Jm’talið um þingrof og kosningar mótaðist ein- vörðungu' af innri erfiðleikum stjórnarflokk- anna; vandamál þjóðarbúsins komu ekki til álita. Innan Sjálfstæðisflokksins er nú tekin að magn- ast heiftarleg valdabarátta sem enginn sér fyrir endann á. Forsprakkarnir gerðu sér vonir um að kosningar í haust mundu stuðla að því að halda liðinu saman um stund, en síðan gæfist lengra ráðrúm til þess að glíma við uppdráttarsýkina. Leiðtogar Alþýðuflokksins skulfu hins vegar af ótta við kosningar í haust. Urslit sveitarstjómar- kosninganna í vor sýndu hve ömurleg staða þeirra er meðal kjósenda, og allt umtal um end- urskoðun á stefnu flokksins og stjórnarsamstarf- inu hafði runnið út í sandinn. Leiðtogar Alþýðu- flokksins þorðu ekki í kosningar í haust, og ótti þeirra hefur nú ráðið úrslitum. Allt tal forsprakk- anna um vandamál þjóðarinnar í sambandi við þennan skrípaleik er yfirskin eitt; hinir ráðvilltu menn í báðum flokkum létu einvörðungu stjóm- ast af ótta sínum. það er illa farið að þjóðin fær ekki að ganga til kosninga í haust. Sú þróun sem orðið hefur á þessu ári, sveitarstjómarkosningarnar og kjara- átökin miklu, er glögg vísbending um það að við- horf landsmanna eru gerbreytt. Alþýðubandalag- ið hefði fagnað því að fá að leggja stefnu sína og málstað undir dóm kjósenda 1 haust. En þótt svona hafi farið er engu að síður stutt til kosninga, og á þeim tíma munu vandamál stjórnarliðsins ekki leysast heldur magnast. Sá biðtími sem leiðtogar Alþýðuflokksins hafa tryggt viðreisnarstjórninni er aðeins gálgafrestur. — m. Gegn kjarnorku- og vetnisvopnum 16. heimsþing gegn notkun atómvopna nýafstaðið 1 byrjun Jiossa ménaðar komu fulltrúar félagasamtaka víðsvegar að úr heimi, sem hafa á stefnuskrá sinni bar- áttu gegn notkun hverskonar kjamorkuvopna og vetnis- sprengja, saman til futndar eða ráðstefnu í Japan. Var þetta sextánda heimsráðstefnan af þessu tagi og stóð Barátturáð- ið gegn kjarna- og vetnis- sprengjum í Japan, Gensuikyo, fyrir framkvæmd mótsins. Á fundinum var þess að sjáif- sögðu minnzt að aldarfjórð- ungur réttur var þá liðinn frá ógnaratburðunum í Hiro- shima og Nagasaki, er fyrstu kjarnorkusprengjunum vár varpað og hundruð þúsunda ‘ ó- breyttra borgara létu lífið eðá særðugt. Sat ráðstefnan að störfum í Hiroshima hinn 6. ágúst og í Nagasaki 9. ágúst. 1 báðum þessum fundum tóku þátt fulltrúar frá tólf löndúrii og á annað þúsund fulltrúar víðsvegar að úr Japan. Að aukj sóttu fundinn í Hiroshima um fjögur þúsund fulltrúar friðarnefnda og ráða í Hiro- shima-héraði. — Myndin er tekin í íþróttahöll j Hiroshima, þar sem ráðstefnan var hald- in. Getur UNESC0 komið í veg fyrir listaverkasmyglið? I>að er víst ekki haft í há- mæli. að mörg lönd, sem auð- ug eru að fomminjum eða listafjársjóðum, verða árlega fyrir þungum búsifjum af völdum manna, sem situnda skipulögð listaverkiarán og hafa af því góðar tekjur. í Guartemala er notazt við léttar flugvélar og þyrlur til að flytja stolin Maya-minnis- merki úr frumskóginum til Bandaríkjanna eða Evtrópu. Stórar líkneskjur eða aðrar fommenjar hafa verið hiut- aðar j sundur og fluttar með rækju-toguruim frá Mexíkó til hafna eins og t.d. New Orleans eða á vöruflutningabílum und- ir landbúnaðarafurðum eða öðrum vamingi. í fyrra lögðu tollyfirvöldin Houston í Texas hiald á kassa, sem merktw var méð orðinu^ „vélar“, og fundu í honum 50i parta af Maya-minnisvarða firá Guiatemala. Hiann átti að fara til listasafns í Houston. Stjóm- vöid í Guatemala hafa knafizt þess, að j>örtunum verði skilað. ítölum reiknast svo til að þar í landi annist „tomþarol- is“ (grafairræningjar) um 80 prósent af öUum uppgrefti fornminja. Stríðið milli ísraels og Ar- abaríkjanna hefur mjög stuðl- að að auknu smyglj frá Mið- Austurlöndum. Lögmætir hóp- ar aiþjóðieigra fomleifafræð- inga hafa neitað að halda á- fram uppgrefti á hemumdu svæðunum án leyfis frá Jórd- an eða Arabíska sambandslýð- veldinu, og menn óttast, að ó- heáðarlegir menn farj nú ráns- hendi um þessd tilteknu svæði. Þetta voru einungis nokkur dæmi. Aðferðir UNESCO Til að stöðva þetta smygl samþykktu sérflræðingiar flrá rúmlega 60 löndum, sem boðn- ir vora til ráðstefnu ; París af Menningar- og vísándastofn- un Sameinuðu þjóðann.a (UN ESCO). nýlega fiumvarp til al- þjóðlegs, sáttmála um vemd menningarfjársjóða aðáldar- ríkjanna. Frumvarpið verður lagt fyrir aðalfund UNESCO í október til samþykktar, áður en það gengur áfram til ríkis- stjóma og þjóðþinga aðdldar- ríkjanna til staðfestingar. Samkvæmt sáttmálafrum- varpinu eiga viðurkenndir listafjársjóðir og önnur menn- ingarleg verðmæti í framtið- inni að fá „vegabréf". áður en þau verði með löglegjum hætti flutt úr heimalandi sínu. Útílutningur án slíks leyfis verður þá bannaður, en það mun aftur koma í veg fyrir að söfn og aðrar stofnanir geti tilednikað sér muni, sem flaft- ir hafa verið með ólögmætum hætti frá öðru landi. í sáttmálanum er hinis vegar ekki gert ráð fyrir ströngu innflu’tningseftirliti — m.a. vegna þess að erfitt mundi reynast að firamfylgja slíku eftdrMti. Bandarflkin halda því t.d. líka flram, að almennt inn- flutningseftirlit með iistafjár- sjóðum mundi hafa í för með sér, að beita yrði handarískum lögjm til að framfyigja út- flutningslögum annarra landa. Hvert það riki, sem staðfest- ir sáttmálann, á samt að skuld- binda sig til að mamna inn- flutning á menningarverðmæt- um, sem stolið hefur verið ftrá söfnum, og á bargaralegum eða trúarlegum minnismierkjum. Skortur á útfLutningsileyfi írá heimalandinu yrði sönnun þess. að um væiri að ræða muni sem aflað hefði verið ‘ með ólög- legum hætti, og þá getur heimalandið krafizt þess. að innflutningslandið leggi hald á þá og skili þeim afitur. Kaup- endur sbulu fá sanngjamar skaðabætur, bafi þeir verið í góðri trú. Nú er spumingin siú, bvort sáttmálinn verði naunhæft og árangjrsríikt vopn í baráttunni við rán menningarverðmæta í tiltefcnum löndum. Á það eru ýmsir vantrúaðir. Guatemala og önnur vanþró- uð lönd skortir að jafnaði fjánmaign til að halda upp^ við- hlítandi gæzlu um menning- ' arfjiársjóði sána, og varla er þeiss að vænta, að ‘menn sem hafa haft drjúgar tekjur af verzlun með stolin og smygluð menningarverðmæti leggi þá starf seand orðalauist.; Ekki bætir það lír' skak. að okki einasta auðjigir ednkiasafn- anar, heldur «m4fe..y.PRÍSbgr söfn vita, að þau erú að kaupa „volga“ muni, en láta ógert að siþýrja um uppruna þéirra. Þessii' staðreynd hefur knúið mörg ríki í Suður- og Mið-Am- eríku til að saka Bandiaríkin um „menningairlega heims- valdiasitefnu“ á seinni árum. Saín Pennsylvaníu-háskóla var og er undantekning í þessu efni, því það gaf nýlega til kynna, að framvegis mundi það ekki kaupa menningar- varðmæ’ti, niemia nákvæm.ar upplýsingar um uppnma þeirra fylgdu. — (Frá S.Þ.). Síðustu sýningar hjá Ferðaleikhásinu Ævar R. Kvarán og Kristín Magnús fara með bókmenntatcxtann á Kvöldvöku. en auk þeirra kemur fram þjóðlagatríóið „Þrír undir einum hatti“. Ferðaleikihúsið hefur nú haft um tuttugu sýningar á Kvöld- vöku sinni, íslenzkri dagskrá, fluttri á ensk/u, sem einkum en ætluð ferðafólki. Verða síð- ustu sýningar hjá leikhúsinu í Glaumbæ á mánudags-, þriðju- dags- og miðvikudagskvöld. Við byrjuðum noikkuð seint á þessari tilraun, sagði fyrir- svarsmaður hópsins, og kom- umst því ekki beinlínis inn í kerfið hjá ferðaskrifstofunum, þótt um nokkra samvinnu hafi verið að ræða við tvær þeirra. En ég má segja að tilraunin hafi tekizt, aösókn hefur verið misjöfn og fer það mikið eftir því hvers konar ferðafólk er í bænum á hverjum tíma, en undirtektir hafa verið góðar, og það virðist augljóst að það er þörfi á slíkri tilbreytingu fyrir ferðafólk. Fyrir utan venju- legar skoðunarferðir. Það er ekki vitað' hvort hald- ið verður áfram með þessa starfsemi á næsta ári, en svo mikið er víst, að undirtektir gætu vel leyft það ..

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.