Þjóðviljinn - 23.08.1970, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.08.1970, Blaðsíða 10
I 0 — ÞJÓBVTLJINN — Sunnudagur 23. ágúst 1970 JULIUS BARK: SEM LINDIN TÆR... — Já, eJcki skaltu blanda þeim saman, Lísbetu og Sif, sagði Strömpóli og hló við. — Það getur orðið hættulegt. Jæja, svo að Lísbet kom hingað? — Nei, það var víst eikiki það kvöld, sagði Peter. En nú erum við víst komnir frá efninu. — Satt er það, sagdi Strömpóli og hallaði sér aftur á bak. Óli andaði léttar og Peter yppti öxlunum lítillega til að afsaka sig. Óli drap tittlinga foraman í hann. Strömpóli varð ekki var við það; hann var niðursokkinn í frásögnina. — Sem sagt, sagði Strömpóli. — Klingfelt uppgötvaði að önnur morðtilraunin mistókst líka. Hann varð að finna upp á einhverju nýju. — Ég gerði hann vitaskuld enn hræddari þegar hann ók mér af stöðinni til Lísbetar, sagði Óli. — En hvað sem því leið, sagði Strömpóli, — þá gekk Óli í gildru Klingfelts og það var þá sem Bernhárdsson fékk hug- myndina. Hann grunaði Kling- felt um græstou og tók smá áhættu. Hann hringdi sem sé í Klingfelt og sagði að Óli Lándeíl væri dáinn. Og nú þyrfti hann að fá upplýsingar um Lindell, sagði hann. Og hann sneri sér til Klingfelt, vegna þess að hann hefði verið kunnugur hinum látna. Og hann skýrði ennfremur frá því að lík Óla hefði verið flutt á sjúkrahúsið og banamein- ið hefði verið klóramíneitrun. — Framhaldið skilurðu, sagði Óli. — Adrian vildi fjarlægja sönnunargögnin t>g skauzt hingað til að sækja hylkið. — Alveg eins og við höfðum gert ráð fyrir, sagði Strömpóli. Hann sýndist ánægður og góð- látlegur á svip. Það var Peter einn sem varð þess var að hann ætlaði sér heiðurinn. Bernhards- son og hann, það vorum við, sér "í lagi hann sjálfur. Strömpóli lyfti glasinu sínu. — Það er varla fleira sem herra Ullman hefur áhuga á, sagði hann. HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav 18? ÍIl. Haeð (lyfta) Sími 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðastræti 21 SÍMi 33-9-68 — Aðeins smáatriði, sagði Pet- er. — Farmiðamir til Parísar. Og blaðið sem herra Ström fann í skúffunni hans Öla. — Hvað blaðið snertir, þá var það brennt til ösku þarna, sagði Strömpóli og þenti á opnu eld- stóna. — Þegar Óli var búinn að ná sér, sagði hann mér frá ráðagerðum sínum um skriftirn- ar og mér varð ljóst að þetta blað stóð ekki í neinu sambandi við morðið. Befnhardsson fékk aldrei að vita um það. Við fleygðum því í eldinn og brennd- um það upp til agna. — Og það fékkst aldrei neinn botn í þetta með farmiðana til Parísar, sagði Óli. Það leyndar- mál tók Caasar með sér í gröf- ina. — Það var og, sagði Ström- póli og leit á klukfcuna. Hann tæmdi gjlasið sitt, síðan reis hann á fætur og þakkaði fyrir sig. Hann hefði þegar setið alltaf lengi, nú yrði hann að fara. Peter og Óli fylgdu honum út. Hann þakkaði nokkrum sinn- um enn fyrir áritunina á bæk- urnar, síðan lagði hann af stað á reiðhjóli sínu. Peter og Óli stóðu stundarkom og horfðu á eftir honum. Brátt hvarf ljós- díllinn inn á milli trjánna. — Ég hef mínar hugmyndir um þessa farmiða, sagði Óli. — Það er auðvitað ekki annað en ágizkun. Ég held hann hafi ætlað að reyna að fá Sif þangað með sér. — En hún hafði andstyggð á honum. — Cæsar var í hjarta sfnu óhamingjusamur maður. Ef til vill hefur hann gert sér vonir um að geta keypt ást hennar á þann hátt, þegar þvingunin hafði mistekizt. Á fai-miðunum stóð herra Borg og frú. — En hvernig hefði Sif getað farið? Og skilið afbrýðisama skólastjórann eftir heima? — Cæsar hefur kannski von- að að hún gæti fundið einhver úrræði. Maður sem er einmana Dg vansæM er ef til vill elcki sériega skarpskyggn. Þegar von eða grunur hefur fest rætur, er erfitt að uppræta hann. Peter horfði hugsandi á hann. Kvöldið var heiðskírt og svalt. Himinninn var st.jömubj'artur, stjömuskinið titraði. — Já, þegar von eða grunur hefur fest rætur er erfitt að uppræta hann, endurtók Peter lágum rómi. — Hvað áttu við? — Bkki neitt. Ég var bara að hugsa upphátt. Hvernig gengur núna með Rolf og Sif? — Eins, og vanalega. — Og Lísbet? — Hún er búin að fá vinnu í borginni. Móðirin liggur á sjú'krahúsi núna. Ætlunin er að þær reyni að selja húsið f vor. — Trúlofunin? — Or sögunni, sagði Óli stutt- ur í spuna. Peter vildi ékki angra hann frekar. — Jæja, eigum við þá ekki að koma inn aftur, sagði bann og lét Óla ganga á undan 20. — Ertu þreyttur? spurði Óli. — Ekkj sérlega, sagði Peter. — Við getum setið uppi stundar- korn enn. — Viltu meira að drakka? — Nei, þökk fyrir. Peter settist í stólinn og Óli lét fallast niður í sófann beint á móti hDnum. — Það var og, sagði Óli. — Nú veiztu allt. Adrian fékk sex ár. — Já, sagði Peter. Ég sá það í blöðunum. Hann sat og fitlaði við penn- ann sem hann hafði notað til að árita bækur Strömpóla. — Óli, bélt hann áfram. — Það er eitt sem ... — Já? Það varð kynleg þögn. Það var eins og Peter kæmi ekki orðum að því sem hann ætlaði að segja. Hann sat og horfði hugsandi út um gluggann. Nótt- in var kolsvört og lagðist að rúðunni. — Ég vildi etoki segja neitt meðan Strömpóli var héma, Óli. — Var það eitthvað sem kom lögreglunni við? Peter mætti augnaráði hans. — Við emm vinir, Óli. Óli kinkaði kolli. — Já, mér líkar það ekki, hélt Peter áfram, — en það er ekki alltaf hægt að ráða við hugs- anir sínar. — Við hvað áttu? Er eitthvað í sambandi við Strömpóla sem þú ... Óli sat og sneri úrinu á grönn- um úlnliðnum. — Ekki beinlínis Strömpóla, sagði Peter. Óli kæfði geispa. — Það er orðið áliðið. — Ég ,verð að tala við þig um þetta fyrst. Óli rak upp hlátar. — Það virðist eitthvað alvar- legt. Þú minndr næstum á Bem- hardsson þegar þú setur upp þennan svip. Peter festi kúlupennann i brjóstvasann og stóð upp, gekk að glugganum Dg stóð stundar- korn og horfði út. í fjarlægð glitti í Ijtjsker gegnum gat á hlöðuvegg. Óli horfði á baíisvip Peters. — Það er bezt að korna beint að/ efninu, Óli. Peter sneri sér við. — Ég verð að tala um þetta. Þú skilur víst hvað það er. — Nei. Óli h'ló. — Skil ekki bofs. Peter gekk til baka og settist, hlammaðist þyngslalega niður í stólinn. Skörungurinn var innan seilingar og hann tók hann og potaði í tilgangsleysi í öskuna frá kvöldinu áður. . —■ Viltu að við kveikjum upp? Óli gerði sig líklegan til að rísa á fætur. — Nei, nei, sittu kyrr. Við losnum ekki við þetta. Hvorugur okkar. — Þú gerir mig reglulega for- vitinn. En væri efcki samt gott að fá sér sjúss? Óli þreifaði eftir flöskunni sem stóð á gólfinu undir bDrðinu. Hann skrúfaði tappann af og hellti svo sem sentimetra í glas Peters. — Þetta kemur ekki að sök. Maður sefur betur á eiftir. — Þökik fyrir, sagðj Peter við- utan. Óli hellti í glas handa sjáilfum sér, kolsýran frussaði upp úr glasinu. — Ef til vill er ég eins og Bernhardsson, sagði Peter. — Ef til vill er ýmislegt líkt með lögreglumannj og glæpasöguhöf- undi; við reynum að sjá það sem gerist í raun og vem bak við það sem virðist gerast Óli hagræddi sér í sótfahom- inu og saup á glasinu með sýni- legri velþóknun. — Heldurðu að þú getir ekld notfært þér söguna? spurði hann. — Ég reyndi að vanda mig við frásögnina. — Jú, ég get notað hana ef ég vil. — Ef þú vilt? Augu þeirra mættust yfir borð- ið. — En þá segi ég ekki söguna á réttan hátt. —Ekki það? — Nei. Það var ýmislegt smá- vegis... — Auðvitað man ég ekki eftir hverju einasta smáatriði. Óli hallaði sér brosandi upp að sófabakinu, teygði makinda- lega úr sér. Peter stóð upp og nam staðar fyrir framan bókaskáp Óla. Hann tók út bðk og fletti henni viðuitan. Síðan setti hann hana aftur á sinn stað ög sneri sér að sófanum. Svipur hans var einbeittur, eins og hann hefði tekið ákvörðun gegn vilja sínum. — Elskaðirðu Mimi svonaheitt, Óli? — Mimi? Óli rak upp hlátur. — Jé, Óli, Mimi Klingfelt. Óla virtist skemmt og hann lyfti glasinu móti vini sínum. — Slrál, Peter. En ef þú ætlar að skriifa söguna, þá verðurðu að halda þér við staðreyndir. Það dugar ekki að gefa ímyndunar- aflinu lausan tauminn. Við Mimi vorum góðir kunningjar, en það- an er stórt stökk yfir i ást. Hann hló og saup á. Peter stóð þögull og virti hann fyrir sér. — Þú hlærð, Óli, sagði hann loks. — Það er ágætt. En nú er ég byrjaður og ég verð að halda áfram. — Gerðu það, ságði Óli og hnipraði sig saraan í sófanum. — Hefur glæpasöguhöfundurinn Peter Ullman sínar eigin hug- myndir um málið? e BRIDGESTONE HJÓLBARÐAVIÐGERÐIR Opið alla daga írá kl. 8—22, einnig um helgar GÚMMÍVINNUSTOFAN HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK HINIR VIÐURKENNDU JAPÖNSKU HJÓLBARÐAR FÁST HJÁ OKKUR SÍMI 31055 SIx4ltPIC er ilmandl efni sem lireinsar Húsráðendur! Geri við heita og kalda krana, WC og WC-kassa, leka á ofnum og hitaveituleiðslum. STILLI HITAVEITUKERFI HILMAR J. H LÚTHERSSON pípulagningameistari. Sími 17041 — til kl. 22 e.h. iíiiiiiíilíiiiiiiííiiiiiijíiiiiiíiíliilijjiiiijljiiliíiíiíiiilíiiiiíiliííiiiilílilíiíiilililraliiiiiiniijíiililiiíiiiííiiiiiiliiliiiiílllíii m HEFUR TEPPIN SEM HENTA YÐUR TEPPAHUSIÐ *■ SUÐURLANDS- BRAUT 10 * SÍMI 83570 * nmnimimimifflmmimtmmmtimtmimmiHminiitimmmminHmtmmiitilililitiiilmltiitlillltlllili BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 MOTORSTILLINGAR HJÖLASTILLINGAR LJÖSASTILLINGAR Látið stilla i fíma. Fljót og örugg þjónusto. 13-100 Dömusíðbuxur — Ferða- og sportbuxur karlmanna Drengja- og unglingabuxur — Laugavegi 71 — sími 20141. íiílii íi líii i if&dÉÍ li iiil ii lJ Frá Raznoexport, U.S.S.R. Aog B gæðaflokkar Laugaveg 103 ^ sími 1 73 73 Volkswageneigendur Höfum fyrlrllggjandí BKETTl - HURÐIR - VÉLALOR og GEYMSLIJLOK á Voikswagen i allflestum litum — Skiptum á einum deg| með dagsfyrirvara fyrir ákveðiö verð - REYNIÐ VIBSKIPTIN Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25 - Sími 19099 og 20988 salernisskálina og drepur sýkla Auglýsingasími Þjóðviljans er 17500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.