Þjóðviljinn - 15.10.1970, Page 9

Þjóðviljinn - 15.10.1970, Page 9
Fimmtudagur 15. ofctóber 1970 — ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 0 Sigríður SœJand F. 12/8 1889 —D. 8/10 1970 Kveðja frá dóttur og dótturbörnum Þú dáin ert í Drottni nú, hans dýrð og návist skynjar þú. Sá, sem af alúð verk sín vann, hér var að starfa fyrir hann. Þú vermdir okkar æsku og líf, og okkur varst þú skjól og hlíf, ef aðstoðar frá þér var þörf, þú alltaf bættir við þín störf. Allt, sem lífsins anda dró, þér alltaf gleði í hjarta bjó. Að virða allt líf og verkin sín var héí^ ávallt kenning þín. Með trúarstyrk og kjark í kvöl þú hvers manns vildir létta böl. Hafa átt slíka ömmu og móður mund mun ei gleymast nokkra stund. Og því skal lofa liðinn dag, því líf er ofar dauðans dal. Hann sem lífið lánar hér launi kærleiksverkin þér. Sigurunn Konráðsdóttir. Sigríður Sæland Framhalð af 7. síðu. hlutverk hins göíuga manns. Þú ért í senn Ijósmóðtr og læfcnir. — Ég læt þetta dæmi nægja en af mörgu má taka. Mer er minnisstæð síðasta kvöldstundin er þú dvaldir á heimili mínu mdðal ættingja og vina. Það var 29. marz síð- astliðinn, en þann dag hefði móðir mín sáluga orðið 70 ára. Með ykfcar vair traust vinátta, sem aldrei féll sfcuggi á. Hinn 14. ágúst síðastliðinn drakk ég hjá þér mitt síðasta kaffi, en þann dag var ég 46 ára og fæddutr í húsakynnum ykkair hjóna og umvafinn höndum þínum. Þegar minntoa tekur í penna minum frænka, verð ég að fara stutt yfir sögu þína á sviði félagsmála, enda munu aðrir gera því betur skil, sem betur þefckja þar til. En eitt er víst, að enginn félagsskapiur hér í bæ átti hug þinn' allan fremur en stúkan Daniíelsher, enda þar sem störfin voru réttilega og á skynsamlegan hátt í fyllstu orðsins merkingu metin. Þar skipaðir þú nú það sæmdarheiti: heiðursfélagi. Annar var sá félagsskapur, sem þér var hugljúfur. Það voru slysavamasamtökin. í Kvennadeildinni Hraunprýði varst þú formaður um skeið og áttir sæti í stjórn þess fé- lags í mörg ár og endaðir þar sem heiðursfélagi meðal þeirra kvenna. Þær kunnu að meta verk þin, konumar hér i bæ fyrr og siðar. Það sýndi svo í ríkum mælj afmælisfagnaður er þér var haldinn í tilefni 80 ára afmæliisins. Þar vax hugua- og hjaita að verkj og sannar heiðurskonur er að þvi hófi stóðu. sómi þeirr-a í orðs- ins æðsta skilningi. Þú varst á félagsmálasviði tveggja manna maki. Grednd þín frábær, úrræði þín á einn og saima veg: ætið að veita góðum málstað lið, hver sem í hlut átti. Þú varst ein af af- rekskonum þjó'ðar vorrar fyrr og síðair. í bugum sumra Hafnfirð- inga, sem dáðu störf þín í æðsta skilningi, skipaðir þú sérstakt beiðuirssæti, sem ekki var veitt með sérstakri at- höfn. Kæra frænfca. Leiðir okkar hieflur skiilið að sánni. Frá fjölsikyldu minni em þér færð- ar þakki,r fyrir þá birtu, er, þú veittir okkur ávallt með návist þinni á heimili okkar, og fyrir trausta og fölskva- lausa vináttu. Ég færi vini minum og eftirlifandi eigin- manni þínum okkar dýpstu samúð. Guð lei'ði og sityrki ókomin æviár vin minn Stíg Sv. Sæland lögregluþjón. Ég færi börnurn ykkar, ættingjum og vin.um hinar dýpstu samúð- arkveðjur. f hennar framkomu vinsemd var vonglöð áfram gekk. Ásýnd góðleg. en gáfulegt svar gestina laðað fékk. Vikna, ef gæti sorgir sýnt, sannle^a mundi fold. Nær ’ins hugprúða, hærum krýnt, höfuð er lagt í mold. G.F. Með þessum orðum kveð ég þig kæra frænka. Þau voru sögð til móðurbróður þíns á sínum tíma og aía mins. Þetta er einnig lýsing á þér, eins og ég þekkti þig mesita. Guð blessi minningu þína. Þú varst sannur málsvari kær- leikans i orðsins fyllstu merk- ingu. Markús B. Þorgeirsson. Einn þessara daga, þegar lauf trjánna falla til jarðar og fjúka um götur og torg í svölum haustvindinuim, og stofnamár búa sig undir vetrardvalann, berast okkur þær fréttir um mdðnættið, að Sigríður E. Sæ- land hafi látizt þá um daginn að Borgarspítalanum. Hún lézt eftir stutta en stranga legu. Frú Sigríður var 81 árs að aldri er hún lézt. Hún var fædd að Norðurkoti á Vatns- leysuströnd. Foreldrar hennar voru þau hjónin Eiríkur Jóns- son, sjómaður og bóndi að Halldórsstöðum á Vatnsleysu- strönd, seinna að Sjónarhóli í Hafnarfirði, og kona hans. Sol- veig Benjamínsdóttir. Hún hefir greint frá æskuheimili sínu og áhugamálum í kafla, sem hún skrifaði i hókina lslenzkar ljós- mæður. Hún var elzt af stórum bamahópi og fluttist með for- eldrum sínum til Hafnarfjarðar 1907. Hún fékk snemma áhuga á því að starfa að líknar- og mannúðarmálum og útskrifaðist úr Ljósmæðraskóla Islands 1912. Hún hóf strax ljósmóðurstörf í Garða- og Bessaistaðahr., og dvaldi 1914—’15 við fram- haldsnám á Rigshospitalet í Kaupmannahöifn. Hún giftist Stígi Sæland lögregluþjóni 14. nóv. 1916, og hafa þau hjónin dvalið í Hafnarfirði síðan. Þau eignuðust 3 börn, og ólu upp stúlku frá 7 ára aldri Við and- lát sitt lét Sigríður eftir sig stóran hóp af barnabömum og bamabarnabömum, sem sum dvelja erlendis. Sigríður lét um ævina flest lfknar- og mannúðamnál til sín taka, en þó má sérstaklega minnast hins langa starfs henn- ar að bindindismálum. Hún gekk í stúfcuna Daníelsher no. 4 árið 1910, og var nú með- limur í Stórstúku íslands. Hún var ein af frumkvöðlum Slysa- varnardeildarinnar Hraunprý'ði í Hafnarfirði og fyrsti formaður, og meðlimur Slysavarnafélags Islands I þessum félögum var hún ævifélagi. Ég flutti til Hafnarfjarðar 1950 og kynntist Sigríði og manni hennar upp úr því. Hún reyndist mér skjól og hjélpar- hella oftar en einu sinni þegar mér lá á, fyrst með húsnæði, ekki einhvers staðar, heldur hjá sjálfri sér, síðan við sviplegt fráfall dóttur minnar og svo við veikindi mín. Hún hjálpaði ekki aðeins sængurkonum, heldur og oft mönnum, sem maður hennar hitti fyrir í starfi sínu sem lögregluiþjónn, og þurftu hjálpar með. Sigríður var vissulega ein af þessum þróttmiklu eikum, sem breiða lauifkrónu i allar áttir til skjóls og, verndar smærri gróðri, sem vex í nærveru þeirra Að leiðarlokum minnist ég Sigríðar með hrærðum hug Og djúpu þakklæti. Þessi fátæk- legu orð fá vissulega ekki túlk- að þær tilfinningar og þakklæti sem mér býr í brjósti. Eigin- manni hennar og fjölskyldu sendum við hjónin og böm okkar hjartanlegar samúðar- kveðjur og biðjum guð að hugga þau og styrkja. L. B. $----------------------------- Listasafnshús á dagskrá Meðal fyrirspuma sem fram hafa komið á Alþingi er ein til menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasonar, um Listasafn íslands, svohljóðandi: Hvað líður framkvæmdum á þingsályktun frá 2. maí 1969 þess efnis að sem fyrst verði teknar ákvarðanir um lóð handa Lista- safni Islands og hafinn undir- búningur að byggingum, jafn- framt því að ríkisstjómin geri áætlun um o.g tiliögur um nauð- synlega fjáröflun, til þess að framkvæmdir geti gcngið sem greiðlegast. — Fyrirspyrjandi er Magnús Kjartansson. Fraimsóknamienn flytja fyrir- spurn um haf- og fiskirannsókn- jr, um vöruflutninga innanlands, um endurskoðun fraaðslulaiganna, og um ráðstafanir vegna skorts á hjúkrunarfólki. íþróttir Framhald af 5. síöu. körfuknattleikur, svo dæmi séu nefnd og með fullri virðingu fyrir þessum íþróttagreinum okkar. Þeir eru sjálfsagt fáir. Að minnsta kosti eru menn fljótir að rétta úr sér og brosa, þegar minnzt er á handknatt- leikinn þegar stórtap gegn er- lendum íþróttamönnum blasir við í öðrum íþróttagreinum. Því skal skorað á alla íslendinga að taka höndum saman og leysa vandamál handknattledks- ins þannig að hann verði áfram stolt íslenzkra íþróttaunnenda og að við getum í framtíðinni horft á þessa beztu ambassa- dora er við eigum vinna fræga sigra á erlendri grund — S.dór. SÍBS SÍBS Út hafa verið dregnir hjá borgarfógeta vinningar í merkjahappdrætti Berklavamadagsins 1970. Vinningar eru 10 Sanyo-ferðaviðtæki. Þessi númer hlutu vinninga: 1477 2880 11524 13710 15422 16177 17073 21042 24843 29559 Eigendur merkja með framangreindum númerum framvísi þeim í skrifstofu vorri, Bræðraborgar- stíg 9. S.Í.B.S. Nýjar peysur FJÖLBREYTT TJRYAL. GLUGGINN Gítarkenns/a Upplýsingar þessa viku kl. 2-4 1 síma 15392. KATRÍN GUÐJÓNSDÓTTIR, Öldugötu 42. MALVERKA- SÝNING MATTHEU JÓNSDÓTTUR í Bogasal Þ'jóðminjasafns- ins er opin daglega frá klukkan 14 til 22 til og með sunnudeginum 18. október n.k. Prestskosning: í Ólafsvíkurprestakalli á Snæfellsnesi fer fram sunnudaginn 18. október n.k. Kosið verður á eftir- töldum stöðum: í Ingjaldshólssókn í skólanum á Hellissandi, í Ólafsvíkursókn í safnaðarheimili kirkjunnar, í Brimilsvallasókn á kirkjustaðnum. Kjörfundur hefst á Hellissandi og í Ólafsvík kl. 10 árdegis, en í Fróðárhreppi kl. 2 e.h. Staðarstað, 13. október 1970. Þorgrímur Sigurðsson, prófastur Snæfellinga. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og viniarhug við andlát og jiarðarför ÞÓRODDS GUÐMtJNDSSONAR, Siglufirði. Sérstaklega þökkum vá’ð stjóm Síldarverksmiðja ríkisins, stjórn Verkalýðsfélagsins Vöku, starfsfólki Siglóverk- smiðjunnar og bæjarstjóm Siglufjarðar. Halldóra Eiríksdóttir, börn, tengdasonur og barnabörn. EUROPRIJS 1969

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.