Þjóðviljinn - 15.10.1970, Page 10

Þjóðviljinn - 15.10.1970, Page 10
J Q SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 15. október 1970. 42 — Já, reyndar. — Voru leiíar aí olíulampa í rústunum? — Já, reyndar. Á gólíinu. Eiri hæðin hafði hrunjð gersam- loga saman. — I>að var og. Þá skal ég segja yður hvað ég hefði gert, ef ég helði ætlað að undirbúa þess háttar hundakúnstir. Fyrst hefði ég gengið úr skugga um að Dominic svæfi eins og steinn um tvöleytið. Þá hefði ég laum- ast hljóðlega inn í kofann, ef til vill með steinolíubrúsa. Varstu vanur að fara með stein- olíulampa með þér inn í svefn- herbergið? — Nei. Kerti. Flurry fór að stika fram og aftur um stofuna. — Ágætt. Ég kveikj á lampanum og læðist varlega upp stigann með hann og brúsann. Ég fleygi lampanum á gólfið og helli stejnolíu yfiir hann — ef til vill flýti ég fyrir með því að nota eldspýtu; Herbergið stendur samstundis í Ijósum loga. Ég hleyp niður stiig- ann með tóma dunkinn og laesi kofanum, svo að Dominic kom- ist ekki út, ef eitthvert lífsmark kynni að leynast með honum, og þar með er allt fengið. — Og þetta mynduð þér gena, jáifnvel þótt þér sæjuð, að herra: Eyxe lægi ekki í rúmi sínu? — Hvemig ætti ég að sjá það þegar koldimmt er á. loftinu? Þér getið reitt yður á a’ð ég myndi ekki þyrja á því að vekja hann til að ver.a viss. Ég myndi bara hefjast handa hljóðlega með lampann og steinolíubrús- HÁRGREIÐSLAN Hárgrciðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó -jaugav. 188 IH. hæð (Iyfta) Simi 24-6-16. Perma Hárgreiðslfu- og snyrtistofa Gar'ðastræti 21 SÍMI 33-9-68. ann og hypja. mig siðan brott í skyndi. — Þér gætuð grætt góðan skilding sem einkaspæjari. sagði Concannon en ég fann að þessi skýring Flurrys bafði haft sín áhrif. — En eitrið, hvað um það? Var ekki ætlunjn að herra Eyre tæki inn eitur áðu.r en hann kveikti í sjálíum sér. — Hann hefði getað haft lampann hjá rúminu og velt honum um koll í síðustu krampateygjunum, útskýrði Flurry og virtist njóta sín hið bezta. — Þannig hefði hann getað kveikt í kofanum óvilj- andi. — En það myndu ekki finn- ast nein merki um eitrun við krufninguna, sagði Concannon, sem var nú farinn að takia Flurry alvarlega — Eitur í kolbrenndu líki? Mér þætti gaman að sjá þann sérfræðing sem færi að sóa tím- anum í athugun á því. Enda voruð þér með játninigu í hönd- unum. — Tja, jú, satt er það. — En svo getur líka verið að náun/ginn sem skrifaði bréfið hafi sett eitur í — Dominic, hafðirðu vanalega vatnsglas á náttborðinu? — Nei, sagði ég. — Fékkstu þér stundum kvöld- drykk áður en þú gekkst til náða? — Ekki alltaf. Stundum. — Ef til vill hefur hann heM eitri í whiskýið þitit og láti’ð örlög ráða um afganginn. — En þetta eru ekki annað en ágizkanir, sagði Concannon óþolinmóðlega. — Ég er ekki að segja, að þetta hefði ekki getað viljað þannig til. En hver er þá þessj dularfulli X sem þið eruð að blaðra um? Ég ætlaði að fara að opna munninn, en Flurry varð fyræi til. — Kevin hafði lykil. Hann var ekkj við jarðarförina. Hann heldur að þér grunið bann um að hafa drepið konuna mína, svo að hann hafði góðair og gildar ástæðiur til a6 reyna að varpa gruninum á Dominic. — Það lítur líka út fyrir, bætti ég við, — að hann sé búinn að fá ritvélar á heilann; hann var rétt áðan að bjóðast til að útvega mér ritvél í stað þeirrar sem ég missti í brun- aoum. — Yður finnst sem sé flest benda til þess að hann eiigi sök á þessu, Flurry, sagði lögreglu- fulltrúinn. — En ég gilataði við hann fyrir í dag. Hann heldur því fnam að hann hafi verið heima ailt kvöldiið og farið snemmia að hátta og frú Leeson staðfestir það. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi BRETTI — HURÐIR — VÉLALOK og GEYMSLULOK á Volkswagen i allflestum litum. — Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. — REYNIÐ VIÐSKIPTIN. Bílasprautun Garðars Sigrmundssonar. Skipholti 25. — Sími 19099 og 20988. — Vitaskuld gerir hún það. Kevin er ekki óvanur að gefa skipanir sem fólk á að hlýða í blindni; það ættuð þér að vita. Spur’ðuð þér hann hvar hann hefði verið meðan á jarðarför- innj stóð? — Það gerði ég ekki. En ég skal komast að því. Annars hef ég svo sem efcki her mianns til aðstoðar. — En þér hafið nógu marga menn til að setja njósnara við húsdyrnar hjá mér, sagði ég önuglega. Concannon tók því vel. — Ég lét menn mína hætta á verðin- um fyrir nokk.rum dögum. Ég skal fúslega viðurkenna að það hafi verið misskilningur. Ef til vill hefðu þeir getað hindirað það sem gerðist í gærkvöldi í kofanum. — Ef þér vdljið heyra mitt álit, þá létuð þér aðeins sem þér hefðuð fjarlægt menn yðar. Þeir hafa áreiðanlega verið að njósna um mig einhvers sta’ða.r í nágrenninu í þeirri frómu von að ég myndi koma upp um sjálf- an mig með því að nota tæki- færið til að flýja. Concannon lét sem hann heyrði þetta ekkd. Hann sagði við Flurry að hann þyrfti að tala við mig smóstund í ein- rúmi. Flurry kinkiaði uppörvandi til mín kolli og dró sig í hlé. Lögreglufulltrúinn fór að spyrja mig spjöirunum úr om hvemig allt hefði gengið fyrir sig kvöld- ið óður. Hvenær höfðum við farið í rúmið? Hvemig höfðum við fengið vitneskju um að kviknað væri í kofanum? Var ég sofandi þegar fregnin barst um það? Og þannig hélt hann áíram og áfram. Hann veiddi það uppúr mér að auðvelt hefði verið að vekja Flurry og hann hefði sofið í öllum fötunum. — Vi’ð hö-fðum setið að drykkju, sagði ég til skýringar. — Hann hefjr senni- lega ekki nennt að hátta áður en hann fleygði sér í rúmið. — Og þór segið að bann hafi gert allt sem hann ga-t til að telja yður á að gista hér í nóitt? — Já, vdssulega, en það var nú ekki sérlega erfitt að telja mig á það. Coneannon hélt áfram á6 spyrja mig um eitt og annað, sem ég gait ekki áttað mig á. Ég átti ertiitt með að gefa full- nægjandi lýsingu á hinnj síð- búnu nætuirvöku, vegna þess að endurminningin var eins og í þoku — en hann fékk þó að vita hve við hefðum verið háværir og tilfinningasamir þegar við sungum við drykkjuna. — Þetta eru undiarlegar aðfar- ir þegair eiginkonan er nýlögð í gröfina, sagði hann. — Ég er viss um að Seamus hefur að minnstia kosti verið dáliítið agn- dofa? Ég andmælti fyrir hönd Flur- rys. — Það gat ég ekki séð, svar- aði ég. — Flurry elskaði hana nefnilega. Á því er ekki nokkur vafi. Til hvers er að gagnrýna hann, þótt bann sýni sorg sína á sérstæðan hátrt? Concannon virtist ekki hirif- inn af þessari vamairræðu. Hann tók aftur til við að spyrja spuminga. Loks sagði bann: — Þér getið sem sé ekki verið alveg öruggur um að Flurry hafi ekki laumazt út úr húsdnu eft- ir að þér voruð háttaður í gær- kvöldli? — Hamingjan góða. Yður dett- ur þó ekki í hug að haldia að hann hafi kveikt í kofanum? Hvers vegna í ósköpunum æititi hann að gera það? — Til að koma sökinni á bróð- Uir sinn. — Þér getjð ekki verið með réttu ráði, lögreglufulltrúi. — Seamu-s var ekki við j-arð- arförina. Hann hef’ði getað skrifað „játningiu” yðar á rit- vélina og sent mér hana í pósti. Hann myndi gera hv.að sem væri fyrir Flurry. — Já en — — Ég sá einu sinni teikni- mynd, sagði hann kumpánlega. — Hún var um þorpara sem laumaðist á eftir manni með hníf í hendinni. Og án þess að bann vissi var annar þrjótuir á hælunum á honum, líka með hníf í hendinhi. — Þetta var spennandi saga, krakkar. sagði móðir mín vana- legg þegar hún heyrði eitthvað þesSJ líkt. — Fluirry gerði allt sem hann gat til að koma mér til að halda a6 bróðir hans hefðj gert þetta — og hann hefði gert það til að sanna að þér væruð morð- inginn. Hvað nú ef Flunry léti ævinlega fylgjast með því hvað Kevin hefðist að og reyndi síðan að láta líta ú-t fyrir að hann h-efði skipulagt allt sama-n — eldsvoðann og „játninguna?” Þannig gæti han-n komið okkur til að h-alda, að þetta væri ör- þrifaráð af Kevins hálfu til að bægja frá þeim g-run að hann hefði drepið frú Leeson. — Þetta er svo flókið og þvælulegt að ég hef aldrej — — Tókuð þér ekki eftir því að Flurry var re.iðubúinn með skýringu á eldsupptökunum? — Flurry drap ekki konjna sína. Það veit ég. — Og hvemig geti6 þér vitað það? Concannon horfði á mi-g og augnaráð hans gerði mér órótt. — Ég veirt það bara. — Hann hafði ærið tilefni og ágætt tækifæri tjl þess. — Það sannar ekkert. — Alveg dæmalaust hvað þið verjið hvor annan eins og vot- an sekk. — Ég yrði ekki hissa, þótt þér segðuð næst að við tveir í sameiningu hefðum skipulagt morðið á Ha-rriet. — Ég er ekki að segja að afbrýðisemin hafii verið eina tilefnið. Hún va-r eyðslusöm -r- — Það va-rð ég aldrei var við. — ... og Flur-ry áfcti næstum aldrei handbært fé. Hafið þér nokk-ra hugmynd um hve miklia peninga hann skuld-ar bróður gínu-m? Ef Kevin yrðj hen-gdur fyrir mörðið, væ-ru fjárhagsörð- ugleikar Flu-nrys úr sögunni. — Já, en — — Kevin hefuir ánafnað Flu-rry háa upphæð í erfðaskrá sinni. Hann er auðu-gur maöu-r. Mai-re Leeson fær auðvifcað bró’ðu-r- partinn. — Og þess vegna verðum við auðvitað lík-a að gruna Maire, sa-gði ég báðsku-r. SINNUM LENGRI LÝSING neOex 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sími 16995 CHERRY BLOSSOM-skóáburður: Glansar b<*íur. endist betiir Frá Raznoexport, U.S.S.R. MarsTraðing Gompanyftf Aog B gæðaflokkar Laugaveg 103 sími 1 73 73 Hver býður betur? Það er hjá okkur sem þið getið fengið AXMINSTER teppi með aðeins 10% útborgun. AXMTNSTER — annað ekkL mimm ANNAÐ EKKI Grensásvegi 8 — sími 30676. Laugavegi 45 B — sími 26280. Húsruðendur! Geri við heita og kalda krana, WC og WC-kassa, leka á ofnum og hitaveituleiðs-lum. STILLI HITAVEITUKERFI. HILMAR J. H. LÚTHERSSON pípulagningameistari - - -——— Sími 17041 — til kl. 22 e.h. liiiíiiiiíiiiíiiiiíiiíiiiiíiiííííiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiíiiiiiíiiiiiiiiiíiíiiiiiiwíiiiíiiíiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiíiiiiiUiiiiiiiiiiiim HEFUR TEPPIN SEM HENTA YÐUR TEPPAHUSIÐ * SUÐURLANDS BRAUT 10 *■ SÍMI 83570 Auglýsingasími Þjóðviljans er 17500

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.