Þjóðviljinn - 20.10.1970, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.10.1970, Blaðsíða 10
•■'V ’U.f,'1 í-.u.lrV-' -'í ** 1 10 SÍÐA — ÞjÓÐVIUI'NN — jÞriðjudaigur 20. október 1970. 46 — Herra minn trúr, hrópaði ég. — í>að væri álíka viturlegt og eí einhver reyndj að £á Os- wald Mosley, nazistaforingjann enska, til að koma á sambandi við Harry Pollitt, formann kammúnistaflokksins. — Ég þekkj ekki þá fugla. En ef ég held áfram me0 sög- una, þá fékk þessi . Pfaus loks samband við Twomey, Russell og nokkra aðra öfgasinna hjá I.R.A. — I þeim tilgangi að fá I.R.A. til að koma af stað svo mikilli ólgu í NorðuT-írlandi, þegar Hitler byrjar styrjöld sína, að mikiU brezkur herstyrkur verði bundinn þar? — Eitthvað í þá áttina, herra Eyre. — Og bróðir minn var flæktur í þessa vitleysu? spurði Flurry. — Bæði já og nei. Hugmynd- ir hans voru háfleygari. Mað- urinn sem herra Eyre heyrði hann tala við — leyniþjónust- unni tókst loks að hafa upp á honam — er náungj að nafni Geogehan. Hann og bróðir yðar eru leynilegir umboðsmenn öfga- hóps innan I.R.A. Þessj hóp- ur var með ráðagerðir um það að sölsa undir sig póUtísk völd í öUu landinu í stað þess að reýria að binda nokkrar deildir úr enska hernum í Norður-ír- landi. * —^Þettg er fur’ðulegt, sagði ég. — Það gerist ýmislegt í þessu landi, sem þér gætuð aldrei látið yður dreyma um. Kevin Leeson er Iri með það sem hann mj. i/ EFNI / SMÁVÖRUR TÍZKUHNAPPAR HARGREIÐSLAN Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Aiangav. 188 III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. Perma Hárgreiðslfu- og snyrtistofa Garðastræti 21 SÍMI 33-9-68. og kumpánar hans kaUa „nýjar hugmyndir“. Hamingjan hjólpi okkur. Hann er duglegur skipu- leggjandi, slyngur kaupsýslumað- ur — og viU komast til valda. Á ferðum sínum um landið hefur hann eignazt talsverðan hóp áihangenda, bæði í stjórnmála- samtökum og meðal kaupsýslu- manna. — En vopnuðu ’ sveitimar myndu aldrei snúast á sveif með honum, sagði Flurry. — Vopnuðu sveitirnar em oft í vasanum á stjórnmálamönnum, jafnvel írski herinn. — En haldið þér í alvöru að hann hafi verið með ráðabrugg um að koma á eins konar ein- ræði? spurði ég. — Já. Hann og Geogehan og nokkrir aðrir. Með þýzkum stuðningi. Við emm búnir að ná þeim öllum núna. Deyniþjónustan hefur verið á hælunum á þeim síðast liðinn mánuð eða svo. Það var ekki auðvelt verk og við urðum að þeita ýtrustu var- færni. Við vildum ekki grípa suma þeirra og eiga á hættu að aðrir slyppu frá okkur. Þess vegna hófumst við handa um allt land á sama tíma nú í morgun og tryggðum okkur alla kippuna. Við sátum stundarkorn án þess að tala. Concannon neri þreytu- leg augun með hnúunum. — Þá hafðirðu rétt fyrir þér, sagði ég við, Flurry,. — Þessar árásir á mig vt>ru skipulagðar af bróður þínurn til að hræða mig úr landi og fá mig til að þegja þegar ég kæmi til Eng- lands. — Kevin skipulagði þessa óskemmtilegu ferð yðar niður á ströndina, sagði Concannon. — Geogehan, Haggerty og einn í viðbót sáu um framkvæmdir. öðru máli gegnir um eldsvoðann í kofanum hennar Joyce. Það getur verið að Kevin hafi einnig staðið á bak við hann, við höfum bara engar sannanir fyrir því. — En það var örugglega til- raun til að drepa mig; það var ekki aðeins verið að hræða mig til að flýja land. — Satt er það. Um þær mundir var Kevin alveg að missa móð- inn. Ég gekk hart að honum í sambandi við morðið á frú Lee- son. — Þér hafið þá grunað hann um að haifa framið það? — Það datt mér aldrei í hug. Ég var bara að reyna að koma honum úr jafnvægi í þeirri von að hann tæki upp á einhverri heimsku til að leyna stjórnmála- samsærinu. Og það var einmitt það sem hann gerði. — Hvernig þá? Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi BRETTl — HURÐIR — VÉLALOK og GEYMSLULOK á Volkswagen 1 allflestum litum. — Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð — REYNIÐ VIÐSKIPTIN. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25 — Sími 19099 og 20988 — Hann brá fyrir sig lygi og varð margsaga þegar við spurð- um hann í þaula um ökuferðina frá Galway. Við vissum að hann hafði ekið til Oughterard til að ræða við einn af samsærismönn- unum — honum var veitt eftir- för, en hann slapp frá okfcur. Sjáið þér til, hann gat eldki skýrt frá tilganginum með ferðinni til Galway; en af því að hann hélt að við grunuðum hann um morð- ið, var hann eins og lús milli tveggja nagla. Það var tírninn sem felldi hann. Ég get ekki farið nánar út í þá sálma núna. En hann gat aðeins blekkt okkur í sambandi við ferðina til Galway ef hann viðurkenndi að hann hefði verið í nónd við morðstað- inn þegar (frú Leeson var myrt eða öfugt, skiljið þér. — Og síðan reyndi hann að leysa þann vanda með því að brenna mig inni i kofa mínum og skrifa falsaða játningu? — Eitthvað í þá áttina, já. Hann þorði elcki að skýra frá stjómmálasamsærinu. Geogehan er ofsafenginn í skapi og hefði gengið af honum dauðum. Og Kevin varð ringlaður þegar við fórum að yfirheyra hann um morðið og fyrir bragðið sást hon- um jrfir það, að við höfðum hann grunaðan um allt aðrat sakir. — Þetta var aflt einfaldara hér á árunum; við þurftum að- eins að hafa áhyggjur af einu vandamáli, hinu eina sem máli skiptir, sagði Flurry og í augna- ráðinu brá fyrir angurværð. Hann fór að raula: — Þetta dýr- lega land er svo dapurlegt — Ég greip fram í samtalið og sagði hvössum rómi: — Þér hafið sem sé verið svo önnum kaflnn við allar þessar reyfarasögur, að þér haíið lítinn tíma haft til að rannsaka morðmálið? — Við höfum sannarlega gefið okkur tíma til þess, herra Eyre. — Einmitt það? En hvað um túnann minn; fæ ég ekki bróð- um leyfi til að halda heimleiðis? Ég get ekki legið upp á Flurry til eilífðarnóns. — Þér er velkomið að vera eins lengi og þú vilt, sagði Flurry viðutan eins og hann hefði alls ekki heyrt hvað við vorum að tala um. — Þá erum það trúlega við sem taugastríðið beinist að næst, eða hvað? — Við? Concannon leit þreytu- legum augunum í áttina til mín. — Flurry. Ég sjálfur. Og — Ég vildi ekki segja meira. — Og? — Og þeir aðrir sem þér hafið grunaða. Ég vildi ekki nefna nafn Maires. Ég gat ekki fengið mig til að orða þær grunsemdir sem fylltu mig kvíða í hvert sinn sem ég hugsaði um það sem hún hafðd sagt mér. Það var að minnsta kosti nóg af írsku blóði í mér til þess að ég vildi ekki leika hlutverk kjaftaskúmsins. Ég hafði valdið öðrum nógu mik- iili sorg og harmi nú þegar. — Ég er búinn að fá kafara til að koma hingað frá Cork á morgun, sagði Concannon. — Jæja? Flurry virtist ekki sérlega áhugasamur, en ég tók eftir því að augu hans urðu vökul. — Til að leita að hnífnum? spurði ég. — Hér eru ótal hnífar. Flurry benti kæruleysislega í kringum sig í veiðiherberginu. — Og hér eru hnífarnir sem ég tók með mér, sagði Concannon og fór að tæma vasa sína. — Það er búið að rannsaka þá. Ár- angurinn var neikvæður. — Þér ætlið sem sé að reyna að finna hníf morðingjans á botni fljótsins og nota hann sem sönnun þess að hann skuli festur upp. Er það ætlunin? — Fyrst finnum við hnífinn og síðan kemur á daginn hvað gert verður. Concannon einblíndi á Flurry. — Auðvitað verður ekki blóð á honum lengur. — Lögreglu- fulltrúinn sagði þetta svo hrana- lega að það lét næstum í eyrum eins og ásökun; þessi óvænti fruntaskapur var liður í tækni hans og mér féll hann ekki. — En ég held samt að full ástæða sé til að leita að honum. Flurry virtist engar áhyggjur hafa af þessari hótun, svo að Concannon bætti við: — Hafið þér engan áhuiga á, að ég komist að því hver myrti konuna yðar? — Jú, auðvitað haf ég áhuga á því. Flurry otaði fingri að Coneannon. — En má ég vekja athygli yðar á einu, góði maður — það er tímasóun að hafa mann á verði hjá Lissawn-ánni þangað til kafarinn yðar kemur. Lögreglufulltrúinn vissi ekki hvað hann átti að segja. — Um hvað eruð þér að tala? — Þér vitið það vel, urraði Flurry. — Vatnið er nú átta feta djúpt þarna í kvíslinni og það hækkar stöðugt. Ég er skelfi- lega slakur sundmaður. Ef þér haldið að ég fari í nótt að stökkva út í vatnið til að leita að hnifnum og fela hann annars staðar, þá eruð þér „eðjót“ edns Og fólkið segir á þessum slóðum. Concannon neyddi sjálfan sig til að brosa hranalega. — Það er samt vissara fyrir mig að hafa einn af mönnum mínum hérna. Annars gætum við átt á hæfcfcu að þér diukknuðuð. Mennámir tveir voru orðnir óvinir — verðugir andstæðingar væri ef til vill meira réttnefni — mér fannst emhvern veginn sem leyndur skilningur væri á milli þeirra þrátt fyrir allt, að þair bæru virðingu hvor fyrir öðruim. Concannon er útsmogni ratokinn, hugsaði ég, sem ræðst geltandd á björninn úr öllum átt- um unz honum tekst að þreyta hann — stóru hrammarnir á Flurry voru búnir till bardaga, endaþótt hann léti þá hanga slyttislega niður með síðunum og auigu hans glömpuðu. Samt varð ég allt í einu handviss um, að það yxði Concannon sem bæri sigur af hólmi. — Ef þér haldið að Flurry hafi drepið Harriet, þá er það hræðilegasta skyssa sem þér ger- ið á lífsleiðinni. — Þakika þér fyrir að gefa mér þessa hvatningu óbeðinn, drengur minn. — Þetta er ósköp hjartnæmt, sagði Concannon. — Ég efast etoki um að Flurry myndi segja það sama um yður. SINNUM LENGRI LVSING neOex 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásaia Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sími 16995 Látíð ekkl skemmdar kartöflur koma yður f vont skap. IVoíið f OOIAVS-kaHiií!u«!uSt EUROPRIJS 1969 MÁLVERKA- SÝNING MATTHEU JÓNSDÓTTUR í Bogasal Þjóðminiasafns- ins er opin daglega frá klukkan 14 til 22 til og með sunnudeginum 18. október n.k. Viðgerðir á silfurborðbúnaði Gerum við borðbúnað yðar og gyllum jólaskeið- amar. Tökum einnig til silfurhúðunar. Móttaka frá kl. 5-6 alla daga nema laugardaga frá kl. 10-12, Laugavegi 27. — Sími 23593. Vantar húshjálp strax Vantar húshjálp strax. Verkefnið felst í umsjón með heimili frá hádegi fram undir kvöld. Kona með barn kemur til greina.— Upplýsingar í síma 1 88 98 eftir kl. 18. FYRIR SKOLAFOLKIÐ: Buxur, skyrtur. peysur, úlpur. nærföt, sokkar og margt fleira. — Fjölbreytt og fallegt úrval. PÓSTSENDUM. Ó.L. Laugavegi 71 — sími 20141. Tökum að okkur breytingar, viðgerðir og húsbyggingar. Vönduð vinna Upplýsingar í sima 18892. Hver býður betur? Það er hjá okkur sem þið getið fengið AXMINSTER teppi með aðeins 10% útborgun. AXMINSTER — annað ekkL Grensásvegi 8 — sími 30676 Laugavegi 45 B — sími 26280.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.