Þjóðviljinn - 10.11.1970, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 10.11.1970, Qupperneq 10
10 SlBA — ÞJÓÐVTLJlNTí — Þnðjudagur 10. nóvamlber 1970. Harper Lee: Að granda söngfugli 13 blettinum hennar, borðað vínber- in hennar, ef við klifruðum ekki upp stuðningsgrindumar, og látið edns og við vildum í bakgarðin- um — og allt var þetta svo hag- stætt og þægilegt að það kom varla fyrir að við töluðum orð við hana, svo áköf vorum við 1 að halda réttu jafnvægi. En nú ráku Jemmi og Dill mig í fangið á henni. Maudie hataði húsið siftt: Það var einfaldlega sóun á tíma að dveljast innan dyra. Hún var ekkja, undarleg kona með kamel- ljónseiginleika sem var sífellt að nostra í blómabeðunum sínum klædd samfestingi og með gaml- an stráhatt, en eítir baðið kluikk- an fimm á daginn birtist hún á veröndinni og setti svip sinn á götuna með fegurð og myndug- leik. Hún elskaði allt sem spratt og greri í guðs góðu mold, jafnvel arfann. En þó var ein undan- tekning: ef hún fann aðeins minnsta vísi af jarðhnetuplöntu, fiylgdd því atriði sem minnti á orustuna við Mame; hún kast- aði sér yfir óvdninn, vopnuð jámröri sem hún rak niður í HARGREIÐSLAN Bárgreiðslu. og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 188 HI. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðastræti 21. SÍMI 33-9-68 moldina undir plöntunni og fyllti með eitri sem hún sagði að væri nógu sterkt til að bana okkur öllum ef við héldum okkur ekki í hæfilegri fjarlægð — Af hverju rífurðu hana bara ekki upp? spurði ég eftir að hafa horft á langvarandi hernaðaraðgerðir gegn smáspíru sem naumast var tíu sentimetrar. — Ríf hana burt, elsku barn? Ríf hana burt? Hún dró við- kvæma plöntuna varlega upp úr moldinni og kreisti hana milli þumals og vísifinguirs. Aragrúi af örsmáum fræjum kom í ljós. — Hamingjan góða, ein einasta jarðhnetuplanta getur eyðilagt heila landareign. Sjáðu nú til: þegar haustið kemur þoma fræin og golan feykir þeim yfir alla Maycomþ-sýslu Bftir andlitssvipnum á Maudie að dæma var það ólán sem jafn- aðist á við plágumar í Bgypta- landi. Máifar hennar var mjög snyrti- legt á Maycombvísu. Hún kall- aði okkur ævinlega öllum okkar nöfnum, og þegar hún brosti til okkar gátum við séð tvo mjóa gullþræði á auigntönnum hennar. Þegar ég lét eitt sinn í ljós að- dáun mína á þessu fyrirbrigði og sagði að svona ætlaði ég ein- hvern tíma að fá mér, þá svaraði hún aðeins: — Líttu nú á, vina mín — og með því að hreyfa tunguna lítið eitt ýttd hún brúnni fram milli varanna, og þetta varð til þess að styrkja vináttu okkar og~ gera hana órjúfandi. Hlýlegt viðmót Maudie náði einnig til Jemma og Dills, og þegar þeir höfðu ekki öðrum hnöppum að hneppa, nutum við öll þrjú góðs af hæfileikum sem Maudie hafði til þessa haldið leyndum fyrir okkur: Hún bak- aði beztu kökur í öllu hverfinu. Þegar hún hafði fyrir alvöru öðlazt trúnað okkar, fór hún í hvert skipti sem hún hitaði ofn- inn að baka eina stóra köku og þrjár litlar, og svo kallaði hún þvert yfir götuna: Jem Fineh, Jean Louise Fineh, Ðharles Baker Harris — komið hingað! Við tókum ævinlega á rás og launin létu ekki á sór standa. UN6LMAR OSKAST til sendiferða hálfan eða allan daginn. Þurfa að hafa hjól. Vofkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi BRETTI — HURÐIR — VÉLAIOK og GEYMSLULOK á Volkswagen i allflestum litum. — Skiptum á eimim degi með dagsfiyaárwaira fjrár átoveðið verð. — REYNIÐ VIÐSKIPTIN. Bílasprautun Garðars Siginundssonar, Skipholti 25 — Sími 19099 og 20988. Á sumrin voru rökfcurstund- irnar langar og friðsælar. Það kom oft fyrir að við Maudie sátum þögular á veröndinni hennar og sáum litinn á himnin- um breytast úr gulu yfir í gló- andi rautt meðan sólin hneig til viðar og hópar af svölum flögr- uðu yfir garðana eða hurfú bak við bakið á skólahúsinu. — Ungfrú Maude, sagði ég eitt kvöldið: — Heldurðu að Boo Radley sé ennþá lifandi? — Hann heitir Arthur og auð- vitað er hann lifandi, sagði hún; hún var að rugga sér fram og aftur í stóra, gamla eikarstóln- um — Finnurðu ilminn af mí- mósunni minni? Hann er eins og andblær frá englum i kvöld. — Já, ungfrú Maudie. En hvernig veiztu bað? — Hvernig veit ég hvað, telpa mín? — Að B .. . herra Arthur sé ennþá lifandi? — Þetta var furðuleg spurning. En tilefnið er svo sem furðulegt lika. Sjáðu til, Jean Louise litla, ég veit að hann er lifandi. því að ég hef ekki séð hann borinn burt. — En kannski er bann dauð- ur og þau hafa troðið honuan upp í strompinn? — Hvaðan í ósköpunum hefi- urðu fengið þá hugmynd? — Jemmi sagðist kannsld halda þetta. — Hamingjan sanna! þessi drengur verður lfkari Jack Finch með hverjum degi sem líður. « Maudie hafði þekkt Jack Finch frænda, bróður Atticusar, síðan þau voru börn. Þau voru næst- wn jafnaldrar og höfðu alizt upp saman á Finchs Landing. Maudie var dóttir nágranna sem hét Frank Buford læknir. Bu,- ford var læknir að atvinnu, en gróður jaröar var aðalóhugamál hans, Og því var það að hann var alla sína ævi fátætour mað- ur. Áhugi Jaoks frænda á gróðri jarðar náði ekki út fyrir svala- kassana hans í Nashville, oghann varð ríkur Við sáum Jack frænda á hverjum jólum, og á hverjum. jólum æpti hann þvert yfir götuna til ungfrú Maudie að hún ætti að skella sér í það að giftast honum. Og þá kallaði Maudie á móti: Kallaðu ögn hærra, Jaok Finch, svo að þeir heyri til þín á pósthúsinu — ég er að minnsta kosti ekki enn farin að heyra hvað þú segir! Okkur, Jemma fannst þetta nú undarleg aðferð við að biðla til konu, en Jack frændi var auð- vitað eikki eins og fólk flest. Hann sagðist í fjörtíu ár hafa reynt árangurslaust að stríða Maudie svo að hún umihverfðist alveg; að Maudie myndi etoki gifitast honum þótt hann væri eini karlmaðurinn i heiminum, en á hinn bóginn væri hann sá sem hún fyndi fyrst upp á að stríða, og eina vörnin gegn henni væri skelegg árás, og auð- viitað skildum við það öli fuil- komilega. — Arfihur Radley heldur sig einfaldlega innan dyra og það er ekki meira um það að tala, sagði Maudie. — Mynduð þið ekki gera sMkt hið sama ef ykkiur langaði ekkert til að fara út? — Jú, tmgfirú Maudie — en oktour langar til að fara út. Af hverju langair hann ekki til þess? Maudie kipraði aftur augun þegar hún sagði: — Þú þekikir þá sögu alveg eins vei og ég. — Já, en ég veit ekki hvers vegna, það hefur aidrei neinn sagt mér hvers vegna. Maudie hagræddi brúnni betur uppi í sér — Sjáðu nú tii, gamli herra Radley var ednn af fótaþvottar endurstoírendum ... — En það ert þú líka, er það ekki? — Svp einbeitt er ég ekki telpa mín Ég er svo sem bara endurskirandi í allri hógværð. — Trúirðu þó ek'ki ó fóta- þvott? — Jú, svo sannarlega — þeg- ar hann er framkvæmdur heima í eigin baðkeri. Fótaþvottar- mennirnir ólíta hins vegar að sérhver gleði á þessari jörð sé syndsamleg. Veiztu það að nokkrir þeirra komu röltandi hingað tiil mín á laugardegi og sögðu að bæði ég og blómin mín myndu enda í helvíti — Blórnin þín líka? — Já, telpa mín. Þau átfcu að stikna þar niðri ásamt mér. Þessir náungar líta svo á að ég verji of miklu af tíma mínum undir berum himni Drottins og alltof litlum innan dyra við að lesa biblíuna Traust mitt á það, sem predikað var úr stólnum mdnnkaði dólít- ið við tilhugsunina um að Maud- ie ætti um alla eilífð að stikna í helvítiseldi hinna ýmsu mót- mælendatrúfélaga. Að vísu var hún dálítið tanrthvöss og hún var ekki á eilífum flækingi um nágrennið að gera góðverk eins og ungfrú Stefanía Crawford, en þótt enginn maður með fullu viti treysti ungfrú Stefaníu, þá bárum við Jemmi fyllsta traust til Maudie. Hún klagaði okkur aldnei, hafði aldrei leikið sér að Okkur eins og köttur að mús, og hafði engan óhuga á einka- lffi ok'kar Hún var einfaldlega vinkona okkar og það var ofar mínum skilningi að svo skyn- söm manneskja skyldi eiga það á hættu að verða ofurseld eilíf- um kvölum. — En það er ekkert vit í þessu, Maudie, þú ert bezta kon- an sam ég bekki. Maudie brosti dálítið þurrlega og sagði: — Þakka þér fyrir hólið, telpa mín. En sjáðu til, sannleikurinn er sá að þessir fótaþvottarmenn eru þeiirar skoðunar að konan sé fædd syndug. Þeir taka bibl- íuna alltof bókstafilega. — Er bað þess vegna sem herra Arthur heldur sig innan dyra — til að forðast okkur kvenfólkið, á ég við? — Það hef ég enga huigmynd um — Ég botna ekkert í þessu. Ég hefði haldið að ef herra Arthur þráir himnaríki svona óskaplega, þá myndi hann að minnsta kosti koma út og tylla sér á veröndina. Attious segir að Guð elski mennina eins og mennimir sjálfir elska ... Ruggustóllinn hennar Maudie hætti snögglega að rugga og rödd hennar varð hvassari. 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveít & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sími 16995 Indversk undraveröld Frá Austurlöndum fjær, úrval h'and- unninna skrautmuna úr margvísieg- um efnivið m.a. útskorin borð, flóka- teppi, heklaðir dúkar, kamfóruviðar- kistur, uppstoppaðir villikettir, Bali- styttur, kertastjakar, ávaxta- og kon- fektsikálar, blómavasar, könnur, ösku- bakkar, borðbjöllur, vindla- og sígar- ettukassar, ódýrir, indverskir skart- gripir og margt fleira. Einnig margar tegundir af reykelsi. Fallegar og sérkennilegar gjafir, sem veita varanlega ánæg'ju, fáið þér á SNORRABRAUT 22. Tilkynnlng til eigenda íasteigna í Hafnarfirði og Gullbringu- og Kjósarsýslu. Með tilvísun til laga nr. 49/1951 u'm sölu lögveða. er hér með skorað á alla þá er skulda álögð og gjaldfallin skipulagsgjöld sbr. 35. gr. 1. nr. 19/1964. að greiða gjöld þessi hið fyrsta, eða 1 síðasta lagi 10. desember n.k. Hafi gjöldin eigi verið greidd fyrir þann tíma verð- ur án tafar óskað uppþoðs á eignunum. Hafnarfirði, 9.11. 1970. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. EINAR INGIMUNDARSON. Fundur ábyrgðurmunnu Sparisjóðs alþýðu verður haldinn í Félagsbeimili múrara og rafvirkja að Freyjugötu 27 fimmtudag- inn 12. nóvember n.k. kl. 8,30 e.h. FUNDAREFNI: Tillaga stjómar sparis'jóðsins um stofnun Alþýðubankans h.f. Stjómin. FYRIR SKÓLAFÓLKIÐ: Buxur, skyrtur peysur, úlpur nærföt sokkaT og margt fleira — Fjölbreytt og fallegt úrval. PÓSTSENDUM. * — Laugavegi 71 — sími 20141 Tökum að okkur breytingar, viðgerðir og húsbyggingar. ROBINSON'S ORANGE SQIJASH má blanda 7 sfnnum með vatnf Vönduð vinnu Upplýsingar í síma 18892.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.