Þjóðviljinn - 28.11.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.11.1970, Blaðsíða 4
4 SlfiA — ÞJÓÐVILJIOTSI — Laiuigardagur 28. nóveimiber 1970. — Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Bitstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Bitstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Fréttastjóri: Sigurður V. Friöþjófsson. Augiýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Bitstjórn, afgreiðsla, auglýsingat, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 195.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12.00. Á eldi óðaverðbá/gunnar |Jndanfama daga hafa miklar umræður orðið á þingi um þá tillögu Alþýðubandalagsmanna að skipuð verði rannsóknamefnd, samkvæmt á- kvæðum 39du greinar stjórnarskrárinnar, til þess að kanna aðdraganda verðstöðvunar, óðaverð- bólguskriðuna í sumar og í því sambandi sér- staklega afleiðingamar af því háttalagi Jóhanns Hafsteins forsætisráðherra að boða verðstöðvun- ina í sjónvarpi með 18 daga fyrirvara, en það er eitthvert furðulegasta, hneyksli sem gerz't hefur í íslenzkri stjómmálasögu. Hafa umræður þessar varpáð skýru Ijósi á alla efnahagsstefnu ríkis- stjómarinnar og tilgang hennar. Jgftir kjarasamningana í vor var það skylda rík- isstjórarinnar að framkvæma verðstöðvunar- stefnu og kama í veg fyrir að kauphækkunum launafólks .væri velt út í verðlagið. .Ríkisstjórnin fór þveröfuga leið. Hún gerði að eigin sögn áætl- un um- ailsherjar verðhækkanir og varin síðan markvisst að framkvæmd hennar. Á aðeins fjór- um mánuðum hækkaði almennt verðlag í land- inu um því sem næst 12%. Sú hlutfallstala jafn- gildir því að neyzluvarningur í landinu hækkaði um 2.000 - 3.000 miljónir króna á ársgrundvelli. Þetta gerðist á rúmum hundrað dógúm, en það jafngildir því að verðhækkanir þær sem dunið hafa yfir neytendur hafa á hverjum degi numið 20-30 miljónum króna á ársgrundvelli. Öll var þessi óðaverðbólgn, skipulögð af ríkisstjóminni og stofnunum hennar, og til þess að kóróna óhæf- una varaði Jóhann Hafstein forsætisráðherra fjár- málamenn við í sjónvarpi; ef þeir vildu hækka yrðu þeir að flýta sér, því að svokölluð verðstöðv- un væri framundan! þessi óðaverðbólguþróun gerir hina svokölluðu verðstöðvun nú að sýndarmennsku; að þvi leyti sem hún er ekki framkvæmd með ósæmileg- um árásum á samninga verklýðsfélaganna koma til hrikalegar niðurgreiðslur sem allir sjá að fá aðeins staðizt skamma stund. Ef ríkisstjómin hefði hins vegar gripið til verðstöðvunar í vor, og þótt hún hefði ekki beitt merkilegri aðferðum en niðurgreiðslum, hefðu horfumar nú verið allt aðrar. Þjóðarbúskapur íslendinga hefur notið ein- staklega hagstæðra ytri aðstæðna á þessu ári. Þjóðarframleiðslan hefur á einu án vaxið um 27% að krónutölu. Viðskiptakjörin hafa batnað mjög stórlega; einar saman verðhækkanirnar á útflutn- ingsvörum okkar hafa fært okkur aukreitis á ann- an miljarð króna á þessu ári. Ef ekki hefði komið til óðaverðbólgan hefðu nú verið full rök fyrir gengishækkun, auknu verðgildi krónunnar og festu í verðlagsmálum. En þessum tækifærum hefur ríkisstjómin brennt á báli óðaverðbólgu sinnar, vegna þess að eina keppikefli hennar var að grafa undan saimningum þeim sem gerðir vom í vor. Á sama tíma og ytri aðstæður bjóða upp á stóraukið öryggi í efnahagsmálum og atvinnumál- um, er stefnt að nýjum kollsteypum. — m. Ný sinfónía Sinfónía nr. 1 op. 12 eftir Proinnsias O’Duinn, sem 1 fyrraikvöld var frumflutt und- ir stjóm höfundarins, ber öll merki góðrar kunnáttu og virðingar fýrir viðfangsefninu. í>að er sannarlega enginn bamaieikur að semja sinfóníu nú á tímum, og hefur raun- lar aldred verið, því þó þetta fórm bjóði uppá næsta óend- anlega möguleika, er það um leið hið erfiðasta sem menn geta tekið • sér fyrir hendur. Aðal gallinn á verki O’Duinns var líka, að stundum bar ein- um um of á erfiðleikunum. Hugmyndimar áttu í stríði við að þróast og byggðist spennan, sem var asði mikil á stundum, frekar á endurtekingu en tii- breytni. Stíllinn á sinfóní- unni er afar venjulegur og minnir talsvert á margt, sem góðir og gegnir Ameríkanar hafa látið frá sér fara (Will- iam Schumann, Peter Mennin o.til.). En innan þess ramma, sem O’Duinn setur sér, má segja að honum hafi vel tek- izt. Oft mátti heyra mjög viðkvaemnislega og þó um leið einbeitta meðferð hljómblae- brígða, og leyndi sér auðvitað hvergi, að tónskáldið þekkir möguleika hljómsveitar út i yztu æsar. Eftlr þvi sem bezt varð heyrt (cg séð) tókst fflutn- ingur verlísins ágaetlega. Hljómsveitin lék óvenju frjálslega og eðlilega, og hljómaði stundum jafnvel eins og allt vaeri í lagi. Á síðari hluta efnisskrárinnar stjómaði O’Duinn Eroica-sin- fóníunni, og þar var nú margt misjafnt á feröinni. Fyrsti leikinn of hratt, heldur svo gáleysislega, að stundum ft bjóst maður við, að dömur J og herrar áheyrendaskarans B hlytu að bjóða hvort öðru . u.pp í einn fjörugan. Skersóið I var hinsvegar ágaett miðað við " n P. O'Duinn þátturinn var að vísu fullur af „karakter“ og hraði hans nokkumveginn að mínu sfcapi, hefði þó mátt vera enn hæg- ari. Þess ber hinsvegar að geta, að flestir stjómendur flytja þennan þátt miklu hraðar, og er oft hræðilegt á að hlýða. Sorgarmarsinn var þvi miður ansi miikið út í hött, og ekki aðedns aðstæður, en því ber ekki að leyna að strengimir okkar k valda ekki því, sem er kraf- M izt í léttleika og spennumjmd- un, og tréblásaramir, voru ekki alltaf alveg í takt hver við annan. Og svo var það lokaþátturinn, sem er að vísu glæsilegasti þáttur Eroica en um leið léttvægastur, og kannski einmitt þess vegna erfiðastur í flutningi. Þar tókst margt með ágætum, en talsvert vantaði þó á að and- stæður hans, sem em gifur- legar, kæmu nógu skýrt í ljós. Það má vel vera að edn- hverjum finnist þetta ailharð- ur dómur um hljómleikana. En ég vil þá bæta þvi við, að þetta var þrátt fyrir allt k bezti flutningur, sem ég hef ® enn heyrt á Eroica sinfóní- B unni hér á landi. Skilji það J svo hver eftir sínu höfði. LÞ. I I Tvö íslenzk smásagnasöfn og tvær skáldsögur frá Skuggsjá SfiVVlWAPV-V j iiiii □ Skuggsjá hefur sent frá sér þrjár nýjar bækur eftir íslenzka höfunda: smiásagnasöfn eftir Jakobínu Sigurð- ardóttur og Jón Helgason ritstjóra og skáldsögu eftir Þor- stein Antonsson. Þá kemur og út enduiútgáfa af Sturlu í Vogurn eftir Guðmund G. Hagalín. Sögur Jakobínu Sigurðar- dóttur nefnast einu nafni „Sjö vindur gráar“ — og eru þær reyndar sjö talsins. Ein þeirra er þó miklu lengst, sag- an af Elíasi Elíassyni, sem legg- ur undir sig nær þríðjung þess- arar 168 bls. bókar. Jakobína Sigurðardóttir. Skiptinemar safna fyrir Pakistan I dag hefst almenn fjársöfnun á vegum skiptinemasamtaka bjóðkirkjunnar, fyrir hjálpar- starfsemi vegna flóðanna í Aust- ur-Pakistan Þess1 (nun er liður í sam- starfi hjálparsaimtaka í Dan- mörku, Þýzkalandi og á íslandi. Þegar miljónir heimila farast, svo ekiki sé minnzt á farsóttir. sem eru fastir förunautar flóða, þarf vart að ítreka nauðsyn hjálparstarfsemi sem þessarar, segir í fréttatilkynningu frá skiptinemasambandinu. Því er hjálparbeiðni nú beint til þeirra, sem látið geta af hendi peninga- upphasð. hver.su smáa sem hún er og sýnt þannig hjálparlund. Leitað verður til almennings næstu daga. Jakolbínu Sigurðardóttur er ó- þarft að kynna lesendum þessa blaðs. Hún er höfundur þefcktra ádeilufcvæða, og smásagnas afn - ið „Punktur á skökkum stað“ staðfpsti í samri svipan góða greind hennar til sagnagerðar. Skáldsagan „Dægurvísa“ var fram horin til verðlauna Nörð- urlandaráðs, en sú bók hennar, sem hefur vafcið hvað mesta abhygli er „Snaran“, stuitt skáldsaga um Island stóriðju og hemáms, þar sem samtíma- ástandi er fylgt eftir til náinn- ar framtíðar aí skarpskyggni og miskunnarleysi. ★ Jón Helgason ritstjóri og rit- höfundur hefur ritað allmargar bækur, frásagnir úr íslenzfcu þjóðlífi. Má þar nefna söfnin Islenzkt mannlíf og Vérlslands börn, sem hafa veríð rituð af meiri hæfni og á meira máli en flest það sem út kemur af þáttum um „íslenzk örlög“. Þá átti hann og drjúgan þátt í hlut að samantekt bókanna um Aldimar — bæði okkar öld og þær sem næstar fóru á undan. Með bókinni „Maðltar í mys- unni“ fei Jón hinsvegar inn á nýjar brautir, hún geymir fyrstu frumsömd-u sögur hans sem^ koma fyrir almenningssjóniir. ^ Bókin geymir níu sögur, og verður vafalaust forvitnilegt að sjá, hvemig þessum duglega höfundi tekst til i nýju hlut- verki, 1 bókarkynningu er þvi lofað, að hér sé um mikilúð- legan skáldskap að ræða og auk þess iétið að því liggja, að í þeim kunni að skína í kunnugleg atvik, sem gætu þótt í nærgöngulla lagi. Maðkar í mysunni er 162 bls. „Innflytjandinn“ nefnist skáldsaga Þorsteins Antonsson- ar, sem þegar hefur kvatt sér hljóðs með einni skáldsögu og einu ljóðasafni. Þetta er framtíðarsaga: hún hefst á þvi að forsætisráðherra íslands og fulltrúi erlends stór-' veldis sitja að leynilegri samn-í* ingsgerð um að koma upp með leynd kafbátastöð í Hval- firði — • og fylgir þessu bralli bagsmunafe, eins og að líkum lætur. Þetta virðist í fljótu bragði skoðað spennand:'* saga, og af upphafinu að dærna kemur það ekki á óvart þótt þar komd við sögu „ótrúleg tæknivæðing og stúdentaóeirð- ri“. Og eins og að líteum læt- ur er reynt að vekja upp þá spumingu, hvort atburðir, sem þeir er lýsit er í bókinni, geti raunverulega gerzt. Innflytjandinn er 165 bls. Saga Guðmundar HagaMns um Sturiu í Vogum kom út 1938 og vafcrti mikla athygli og svo deil- ur. Margir vitnuðu í bókina sem „rammíslenzka hetjusögu“ Framhald á 9. síðu. Jón Helgason. Nóg vinna a Egilsstöðum í vetur Atvinna hefur verið góð á Egilsstöðum í haust og vetur. Er aðallega unnið við byigginga- fraimkvæmdir á staðnum. Þar er verið að byggja læknamið- stöð, skóla og símstöð. Þá er mikið að gera á þremiur tré- smíðaverkstæðum á staðnum. Nóg er að gera hjá prjónastof- imni og skóveriksmiðjunni. Hef- ur skóverksmiðjan nýlega bætt við sig fólki. Nokfcrir vinna við lagningu raflina að Lagarfossi. Útlit er gott með vinnu á Egils- stöðum í vetur. Ný bók frá Grágás um neðan- jarðarhrevfinguna i Noregi Guðmundur G. Hagalín Þrjár þýddar bækur eru ny- komnar út hjá Grágás í Kefla- vík. Skal þar fyrst netfna bók- ina London svarar ekki eftir Sverre Midtskau. Þar segir höf- undur frá neðanjarðarhreyfing- unni í Noregi á stríðsárunum, en hann kom sjálfur allmiikið við sögu hennar. Sverre Midt- skau var starfsmaður við norsku upplýsingaþjónustuna í London á stríðsárunum og var hann sendur á laun til hemum- ins Noregs til að skdpuleggja þar njósnastarfsemi gegn Þjóð- verjum. Lenti hann þar í miklum mannraunum, var m.a. handtekinn, en tókst að flýj. með reyfaralegum hætti. Barnfóstran heitir skáldsag eftir Erling Poulsen. Hún fjall ar um unga stúlku sem strýku frá munaðarleysingjaheimili o ræður sig sem barnfóstru j herragarð nokkum uíidir fölski nafni og lendir í miklum ævin týrum í hinu nýja þlutverki. Skúraskin heitir skáldsag eftir Nettu Muskett. ’Hún segi frá ungum hjónum og hinun ýmsu práfrunuim, sem aftorýði semi og vantraust, sem sprottii er af nýjum kunningjasam böndum beggja, leggjá í göti þedrra. ►

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.