Þjóðviljinn - 29.11.1970, Page 4

Þjóðviljinn - 29.11.1970, Page 4
1 SlÐA — ÞaÓÐVILJINN — Sttnrtudagur' 29. móMemlber 1970. — Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: Otgáfufélag ÞjóSviljans. Framkv.stjóri: EiSur Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður GuSmundsson. Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Fréttastjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 195.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12.00. Kjarasamningar ógiidir jpundur sambandsstjórnar Alþýðusambands Is- lands, haldinn í Reykjavík 1 vikunni, lýsti sig samþykkan ályktun sem miðstjóm samtakanna gerði um árás stjórnarflokkanna á kjarasamning- ana frá síðastliðnu sumri. í samþykkt sambands- stjómar segir m.a.: , ,Sambandsstjórn Alþýðu- sambands íslands lýsir samþykki sínu við álykt- un miðstjórnar sambandsins frá 10. nóvember s.l. um „frumvarp til laga um ráðstafanir til stöð- ugs verðlags og atvinnuöryggis" sem Alþingi hef- ur nú samþykkt og afgreitt sem lög. Sambands- stjórnin ítrekar það meginefni ályktunarinnar, að með samþykkt laga þessara sé grundvelli samn- inganna frá 19. júní og síðar kipp.t brott og þeir því úr gildi fallnir, hvað öll kaupgjaldsákvæði áhrærir. Sambandsstjórn samþykkir að fela mið- stjórn að hafa forgöngu um anyndun sameigin- legrar nefndar sem falið verði það hlutverk að krefjast nýma kjarasamninga með þá lágmarks- kröfu að atvinnurekendur bæti að fullu í launum þá beinu skerðingu sem launafólk verður fyrir vegna hinna lögþvinguðu breytinga á grundvelli kaupgjaldsvísitölunnar, breytingu á viðmiðunar- tíma verðlagsbóta og lögheimilaðri niðurfellingu tveggja vísitölustiga. Nefndin verði skipuð fulltrú- um landssambandanna, stærstu aðildarfélaganna og fjórðungssambandanna eftir tilnefningu þeirra“. ^lþýðusambandsstjórnin, sem skipuð er mönnuan úr öllum stjómmálaflokkum, hefur með þessu samþykkt ályktun miðstjórnarinnar samhljóða, og þannig kveðið upp þann dóim um atferli stjórnar- flokkanna, að þvingunarlöggjöfin kippi grundvelii undan öllum kjarasamningum í landinu. Stjómar- flokkarnir, íhaldið og Alþýðuflokkurinn, gengu ekki að því gruflandi 'þegar þeir settu þvingunar- lögin að alþýðusamtök landsins vildu ekki una slíkri árás á frjálsa kjarasamninga, og hlytu að gera sínar ráðstafanir itil að hnekkja svo ósæmi- legri löggjöf. Ályktun miðstj. Alþýðusambandsins kom fram meðan málið var enn 1 meðferð Alþing- is, og fordæmi em fyrir því að frumvarp um þvingunarlög gegn verkalýðshreyfingunni hafi verið stöðvað, þegar ljóst varð af mótmælum al- þýðusamtakanna að þau myndu hafa þá löggjöf að engu. Ósvífni ráðherranna Gylfa Þ. Gíslasonar, Emils Jónssonar, Eggerts G. Þorsteinssonar, Jó- hanns Hafsteins, Magnúar Jónssonar, Ingólfs Jóns- sonar og Auðar Auðuns, og allra þingmanna Al- þýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins, er þeim mun meiri, að þeir höfðu jafneindregna viðvömn miðstjórnar Alþýðusambandsins að engu, og sam- þykktu allir sem einn þvingunarlöggjöf, seim stjóm heildarsamtaka verkalýðsfélaganna og ým- is öflugustu verkalýðsfélög landsins höfðu lýst yfir að jafngilti ógildingu kjarasamninga. Að sjálfsögðu reynir á það innan skamms tíma, hvort ríkisstjóm íhaldsins og Alþýðuflokksins helzt uppi slík ósvinna gagnvart samtökum sem gæta hags- muna mikils meirihluta þjóðarinnar. Sambands- stjóm Alþýðusambandsins hefur einróma saim- þykkt að svo skuli ekki verða. — s. Áttræður á morgun Stígur Sæíand Átifirœðm- verður á morgttn, mánuidiaginn 30. nóvembor, Stígur Sælanid, fv. lögreglu- þjónn, Hverfisgötu 22 í Hafn- aanfirði. Stígiux er Hafnfirðingur að æbt oig uppruna, fæddiur í Gestsihúsum í Hafnairfirðj 30. nóvembar 1890, sonur hjónanna Vigdísar Jónsidóttur og Sveins Auðunssonar sjómanns og bæjarfuiltirúa, sem var einn aðalforgöngumaður að stofnun verkiamannafél. Hláfar 1907, og sjálfur gefck Stígiur í Hlíf að- eins 17 ára gamáli og varð fé- lagsmaður nr. 17. Hann gekk éinnig uiigur í Alþýðufiofckinn og var fulltrúi á AlþýðufloikkB- þingum, sem í þé daga svaraði til Alþýðusambandsþinga nú, þau ár sem hann stundaði sjó- mennsfcu og verkamannavjnnu eða firam til 1920 að hann gerð- ist lö'gregluþjónn og fianga- vörður. Stígiur kvænitist 1916 SigráÖi Sæland Ijósmóður, sem lézt í október si. Eignuðuist þau hjón- in þrjú börn og fósturbaæn. Stígiur hefiur aliia tíð látið slysaivarnamál mjkið til sán tafca og unnið i siysavaæna- deildinnj í Hafnarfirði og set- ið á siysaivamaþingum eem fuiltrúi þaðan. Er hann hedð- ursfélagi í Slysavaænadedld Hafnarfjiarðar og í Siysavamia- félagj íslands. Þá hefur hann ekiki sáður unnið ötullega í bindindisisamtökunum, gefck í stúku bam að aidrj' og hefur starfa® í G ó ð t emplar areglun n i síðan. Hann var fiulltrúi á stór- stúkuiþingi árum saman, ára- tuigi í stjórn GT hnissáns í Hafharfdrði og er nú heiðurs- félagi í Daníelsher, umdæmis- stúku nr. 1, og í Stórstúku íslands. KÉ5 MMsÉ&UM í® :'v-) -» 1 í® ■xS) ■í® Ag) í® m j® “j® BAÐSTOFAN I Baðstofunni fáið þér vandaðar gjafir I Baðstofunni fáið þér handunnar íslenzkar gjafir í Baðstofunni fáið þér allt fyrsta flokks I Baðstofunni fáið þér gjöfina sem þér leitið að. Handprjónaðar íslenzkar peysur. Fjölbreyttar gerðir í sauða- litunum ÍSLENZKA LOPAPEYSAN ER GÖÐ JÖLAGJÖF. BAÐSTOFAN Hafnarstræti 23. Æðardúns- sængur VEGLEG, NYTSÖM JÓLAGJÖF Gæsadúnssængur, gæsa- dúnn, hálfdúnn og fiður. Dralon-sængur, fiður- og dralon-koddar. Hólfuð dúnheld sængur. ver, fiðurhelt léreft. Patons-ullargfarnið nýkomið, 5 grófleikar, lit- ekta, hleypur ekki. Heimsfræg gæðavara fyrir vélprjón og hand- prjón. 5 prjónar — 2 prjón- ar og hringprjónar. Drengjaskyrtur kr. 150,00. — Drengja- sokkar í úrvali. Buxnaterylene — grátt, blátt, svart og rautt. Drengjajakkar (Terylene). Ungversku molskinnsjakkarnir, bláir. gulir, frá kr. 650,00. Drengjakuldaúlpur Opið til kl. 4 á laugardag. Nonni Vesturgötu 12. Sími 13570. úr og skartgripir ^KORNEUUS JÚNSSON sfaúlavördustig 8 Fást í skóverzlunum um GrÓÖ kaup í Iðunnar skóxxi ;ll V

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.