Þjóðviljinn - 11.12.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.12.1970, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVIU'INN — Föefcudagur 11. desemiber 1970. — Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis • Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstj.fuiitrúi: Svavar Gestsson. Fréttastjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Augiýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Bitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 195.00 á mánuðl. — Lausasöluverð kr. 12.00. Aldraðir settír hjá jjjóðfélag íslendinga hefur efni á því að stórbæta lífskjör aldraðs fólks frá því sem nú er. Á þessa staðreynd lögðu þingmenn Alþýðubandalagsins þunga áherzlu í fjárlagaumræðunum undanfarna daga, og með tillöguflutningi á Alþingi. Geir Gunnarsson, fulltrúi Alþýðubandalagsins í fjár- veitinganefnd, beindi verulegum hluta ræðu sinn- ar um fjárlögin að þessu viðfangsefni. Hann sagði þar meðai annars: „Hagur þeirra sem ekki hafa annað en ellilaun og örorkubætiur að lifa af hefur verið látinn sitja á hakanum á tímum aukinnar þjóðarframleiðslu, og hvaðeina ann- að látið sitja fyrir á fjárlögum ríkisins. Á þessu þarf að verða gagnger breýting. Þjóðfélag sem framleiðir jafnmikil verðmæti á hvern íbúa og Íslendingar má ekki una því lengur að láta þá þjóðfélagsþegna sem komnir eru á elliár búa við svo skarðan hlut sem nú. Lífskjör þeirra sem hafa einungis elli- eða örorkulífeyri sér til lífsfraimfærís er í svo hróplegu ósamræmi við lífskjör þeirra sem fulla starfsorku hafa, að það er siðferðileg skylda þjóðar sem hækkar fjárlög sín um þrjá miljarða á einu ári að hækka þennan lífeýri svo um munar. Það er furðuleg lítiíþægni hjá Alþýðublaðinu þessa dagana að blása sig út af sjálfsánægju vegna þess að bætur almanna- trygginganna eigi frá næstu áramótum að hækka um 8,2%, svo þær ekki beinlínis lækki að kaup- gildi vegna verðlagsbrey'tinga sem orðið hafa frá 1. júlí sl. Ef vel á að vera þarf ellilífejmir að tvö- faldast frá því sem hann er nú. Til þessa hafa all- ar aðrar framkvæmdir og ráðstafanir verið látn- ar sitja í fyrirrúmi og þá fyrst er athugað hvort eitthvað er eftir til úrbóta í tryggingamálujm. Þessu þarf að snúa við. Það verður að láta aðra hlu'ti í þjóðfélaginu aðlaga sig þeirri ákvörðun, að elli- og örorkulífeyrir nægi sómasamlega til að greiða eðlilegan framfærslukostnað“. Jjingmenn Alþýðubandalagsins lögðu fram við þessa 2. umræðu fjárlaganna breytingartillögu um 40% hækkun framlags ellilífeyris og örorku- bóta og annarra skyldra bóta almannatrygging- anna. Lúðvík Jósepsson, formaður þingflokks Al- þýðubandalagsins, mælti fyrir tillögunni og sýndi fram á hvemig lífeyrir aldraðs fólks og öryrkja hefði orðið útundan í þeim gífurlegu hæfckunum sem orðið hafa á fjárlögunum síðustu árin. Hann taldi að útgjöld ríkisins vegna brey’tingatillögu Alþýðubandalagsins gætu orðið um 200 miljón- ir, en benti á eins og Geir Gunnarsson að ríkis- stjómin og flokkar hennar ætlast nú til að fjár- lögin á næsta ári, 1971, verði 3100 miljónum hærri en gildandi fjárlög. 1970! Þjóðfélag sem telur sig geta hækkað fjárlög sín um meir en þrjá milj- arða á einu ári, hefur efni á og ber siðferðileg skylda til að b^ta hag aldraðs fólks og öryrkja frá þeim smánarkjömm sem það fólk býr nú við, hafi hað ekki annað fyrir sig að leggja en trygg- ingarféð. — s. Aðalheiður Óhisdóttir Nokkur minningar- og kveðjuorð Lítum mannsaldur til baka, afifcur til áxsins 1896. Það er á- liðdð sumars og dagur að kiveídi kominn, löngum vinnu- degi óhairðnaðra ungilinganna er að ljúka. Þrjú ellztu systkinin í Sogni, ednum fjaMabæjanna í ölfusd, eru á leið heim af Am- arhælisengju.m niðri undir ölf- usórósi. Þau hafa staðið við heyskap þama á votlendinu og reitt heyið heim þessa löngu leið allan þann dag, eins og svo marga undangengna sumardaga. Tvær systur, 10 og 11 ára, og bróðir þedrra 13 ára gama/11. Þó að ung séu að árum eru þau þegar farin að tatoa til hendinni við heimilis- og bústörf !.n úti og inni. En þetta sumar er brýnni þörf á því en noktoru sdnni fyrr að hver og einn á hinu stóra heimili, sem eitthvað getur unn- ið, leggi sig fram við dagleg störf; faðir systkinanna þriggja og fimm yngri bama og fyrir- vinna heimilisins heflur misst hedlsuna fyrr á árinu, á bezta aildri er þessi mitoli dugnaðar- maður altekinn alvarlegum sjúkdómi og orðinn óvinnuf.ær sjúkildngur, löngum bundinn við rúmdð. Þessi langd v'nnudaigur, þeg- ar sysitkmin þrjú.koma af engj- unum seint á ágústkvöldi, varð þeim löngum minnisstæður öðr- um dögum fremur, vegna þess að þau voru vairt komin heim í Sogn, þegaæ harður land- skjálftafcippur fannst, svo harð- ur að hús hrundu víða á Suður- landi, í Sogn' m.a, útihús, en skemimdir urðu þar á baðstofu. Óhug slö að vonum á heimilis- fólk, ekki þótti treystandi að baðstofan héldist uppi, af fram- hald yrði á jarðihræringum, og var það ráð tekdð að búa um fólk-ð útd í heygarðinum að húsaibafci. Næstu vikumar sváfu menn offcast undir berum haust- himninum. Þetta er ein af mörgum myndum, sem upp í hugann koma nú, þegar þau öll þrjú eru iliátin systkinin sem komu vinnu- lúin he!m úr síðustu engjaferð umirætt kvöld fyrir 74 árum, í upphafi landsk.iálftanna mikflu á Suðuirlandi. Tvö systkin-anna Öiafiía Ólafsdóttir og Guðmund- ur Rósant, eru látin fyrir ára- tugum, en hið þriðja, Aðalheið- ur, lézt í 'hárri elli að morgni miðvikudagsins 2. désemher sl. Útför hennar verður gerð frá Fosstvogskirkju í daig, föstudag- inn 11. desember, kl. 1.30 e.h. Aðalheiður Ólafsdöttir var fædd á Gljúfri í ÖMusi 14. apr- fl 1885 og var næsteflzt 8 bama hiónanna Ragnheiðar Símonar- dóttur finá Hallstúni í Holtum og Ó3a& Guðmundssonar firá Hvammi í Ölfus!, Ólafssonar, Ásbjömssonar. Móðir Ólafs var Þéranna Rósa, dóttir Vatns- enda-Rósu. Þau hjónin Ólafiur og Raignheiður filytjast að Sogni, næsta bæ við Gljútfur, þegar Aðalheiður <3k5rtrtir þeirra er á fyrsta ári og sonurinn Guð- mundur háflfu öðru ári efldri, og þar búa þau næsta áratuginn, aílllt þar til leysa verður heim- ilið upp vegna veikinda hús- bóndans sem fiyrr var saigt. Ólafur bóndi í Sogni og Ragnheiður kona lians héfu bú- skap af vanefnum, e!ns og svo mörg ung hjón á þeim árum, og aldrai urðu þau rík að ver- aldaraoði í stfnttm búskap, en búnaðist þó sæmilega á þeirra tfma mælikvarða mieð sinn stóra bamahóp, enda voru þau ein- staklega samhent, bæði mieð af- brigðum vinnusöm, verkflag!n og útsjónarsöm, svo vel nýttist það sem tifl féll hverju sinni. Ól- afur starfaði ekki eingöngu að sínu búi, heldur vann þessi annáflaði haglei ksmaður mörg verktfn fyrir aðra, stfna ná- eranna, og margar vertfðir reri hann sem formaður í Þorláks- höfn; þótti hann farsæll slkip- stiómarmaður og séttust menn eftir skiprúmr. hjé honum. Bömin í Sogni urðu átta sem áður segir og komust öill til fúllorðinsiára. Elztur var Guð- mundur Rósant, síðar bóndi í Stóra-Saurbæ í ölfusi; hann dó fyrir um það bdl aldarfjórðungi. Hans kona var Jóhanna Sfgur- jónsdóttir sem lézt fyrr á þessu ári. Næst í aldursröðinni var Aðalheiður, sem jarðsungin er í dag, þá Ólafiía ljósmóðir og hjúkrunarkona, er dó árið 1925, 30 ára gömul; hún giftist ekk'. önnur systkin í Sogni: Hall- grímur, sem len.gi var bóndi að Dagverðará á Snæfallsnesi, kvæntur Helgu Halldórsdóttur; Kristín búsett í Noregi, gift Arne Stokke bakarameistara í Lillehammer sem látinn er fyr- ir allmörgum árum; Sigurpéll sem andaðist árið 1914, 21 árs, ókvæntur, mikill efnismaður: Sigrún búsett í Reykjavík, kona Amórs Guðna Kristinsisonar, og Ingveldur búsett í Reykjavík, ekkja séra Kjartans Kjartans- sonar sem, síðast var prestur á Staðarstað. Ólafur bóndi og formaður Guðmundsson missti heilsuna á árinu 1896, e!.ns og áður var minnzt á, og var löngum síð- an rúmfastur og lenigst af í sjúkrahúsii í Reykjavík, þar sem hann lézt seint á árinu 1912. Ra.gnheiður kona hans (dáin 1920) fór í húsmennsku með yngstu bömin, þegar heimilið leystist upp vegna veikinda bóndans, en eldri börnin urðu að ráðest til vistar og vinnu á bæjum í' srveitinni eöa ná- grannahreppum. Aðaflheiður Ól- afsdóttir var í þeirra hópi; efll- efu ára gömul fór hún að vinna fyrir sér hjá vandiallausum, fyrst í ölfusinu, síðar í Holtum og Graffningi, og átti afar misjafna ævi; sums staðar leið henni vel, annars staðar var vistin s'æra eða verra en það, en alls staðar var þess kraflzt að unglingur- inn, á viðkvæmu vaxtar- og þroskaskeiði, slkilaði húsibænd- um sínum fullri vinnu. Mikil vinna, vosbúð oft á tíðum og misjafn viðurgjömingur og að- búnaður að öðm leyti á þesisum árurn og stfðar á lífsfleiðinni áttu eftir að segja til sín og setja mark sitt á líkamsheiilsu henn- ar, þegar á ævina tók að líða, en móta jafnframt fólagsleg viðhorff hennar til manna og málefna. Ágæt greind, gott upp- la'g og sikynsamlegt. uppeldi á bernskuheimilinu, ásamt þe'.rri Hfsreynslu sem fæsit með því að vinna hörðum höndum, allt betta átti vaifialaust sinn ríka þátt. í Því að móta heilbrigð við- horf Aðalheiðar heitinnar til flestra máfla, hún var jafnan svo einstaklega fordómaflaus, hrein og bein í stfnum skoðunum. Tímamót verða í lífi Aðal- heiðar vorið 1906. Þá fer hún að Stóra-HáTsi í Grafningi, tll Jóns Ivarssonar, er þá hafði búið þar fáein ár; hann var fæddur að Þurá í öflfusi og síð- ar heimilisffastur í Reykjafcoti en við ýmis störf á sjó og landi frá unglingsárum. Þau hefja búskap, búa fyrst f 5 ár á Stóra- Hálsi og síðar 4 ár á næstu jörð, Litla-Hállsi. Báðar voru þessar kotjarðir rýrar, afraksturinn af þeim lítiill og afikoman bág. Hedmilið stækkiar með árunum og ýrnis samcffin atvik verða þess valdandi að búi er brugð- ið 1915 og filutt tnfl Reykjaivflkur þá um haustið. Þar var heimili þeirra Aðalheiðar og Jéns æ síðan; hann stundaði daglauna.- og verfcamannavinnu, lengst af erffiðisvinnu í grjótnámi bæjar- ins, en þau drýgðu bœði litlar tdkjur heimilisins með ýmsum hætti, leigðu til að mynda í 14 ár litla kjailarafbúð í Gróðrar- stöðinni við Laufásiveg og preiddu húsale!guna með vinnu- framlagi: hirtu kýmar í garð- yrkjustöðinni aílTa vetur. Os mörg voru þau sumrin sem Að- aTheiður fór tiT kaupaivinnu í sveit, jafnan með 2-3 bamanná með sér, eða vann við heyskap á þæjartúnunum svonefndu hér í Reykjavík. Meðan þau hjónin Aðalhe!ður og Jón bjuggu í Grafningi eágn- uðust þau fjánar dætur, en þrjá syni eftir komuna til Reykja- víkur. Dætur þeirra eru: Mar- grét, gift Magnúsi Ólafssyni, búsett í Reykjavík; Ragnheið- ur, gift Jón! Lútherssyni, býr í Staðarsveit á Snæfellsnesi; Ól- aiflía, gift Sigurði Júlíussyni, bú- sett á Akranesd; og Guðmunda Rósa, búsett í Reykjavík, en maður hennar, Aage Kristinn Pedersen, er látinn fyrir níu árum. Synirnir, allir búsettir í Reykjavík, eru: Sigurpáll, kvæntur Steinunni Maríu Stein- dórsdóttur; Ragnar, kvæntur Magnúsínu Bjamadóttur; og Iv- ar Haukur, kvæntur Ragnhildi Rósu Þórarinsdóttur. Við ævi- lok Aðalihedðar Ólafsdlóttur eru aflkomendur hennar og Jóns Iv- arssonar hálít hundrað talsins; auk baimanna sjö: 21 bama- bam, jafnmörg bamabamaiböm og eitt langalangömmubarn. Stór hópur afikomenda, sem all- ir eru á flífd. Aðalheiður ólafsdóttir gat í lok langrar ævi litið yfir stór- an niðjahóp og séð í honum á- vöxt starfs sins sem húsmóður á bammörgu alþýðuiheimili. Innan veggja heimilisins var hennar starfsvettvangur og þeir sem til þekktu vissu að þar var af dugnaði imnið, eliu og ár- vekni. Góðar gáfur og eðlis- kostir hefðu þó vaffaiítið gert henni fært að takast ó við ýmis þau verkefni á öðrum vettvangi, sem nú á dögum er í tízku að telja eftirsóknarverðari en hús- móðurstörff og uppefldd barna, og menntuð var hún í bezta skiln- ingi þess orðs. þótt ekki fengi hún aðra tilsögn í námi utan heimilis en yfirheyrslu farkenn- ara á þriggja vikna skölagöngu, þegar hún var á ellefta eða tóflfta aldursári. Hedmili hélt hún firam á vor 1953, en þá var Jón Ivarsson látinn fyrir rúmu misseri og lokið löngu námi yngsta somarins, sem kveðst afldre; fá aö fullu þakkað eða metið það mikila framlag for- eldra sinna er því var samfara. í nær 18 ár dvaldist Aðalheiður Ólafsdóttir á heimili Résu, yngstu dóttur sinnar, og manns hennar, meðan hans naut við, og varð þar aðnjótandi þeirrar umönnunar og hlýju sem henni var ómetanleg á löngu ævi- kvöfldi. Veit sá fcm þessar lín- ur skrifar, að á útfarardegi hinnar látnu er þatoklæti tifl þessarar dóttur ofar öðru f hugtum hinna nánustu, jafn- framt bjartri minningunni um Ijúfa méður, eflskulega systur og ömmu I dag verður Aðalheiður Ól- afsdóttir lögð til hinztu hvílu við hlið lífsförunauitar síns, Jóns Ivarssonar. Blessuð sé minning þeirra. Vinur. Kjör GRIPUR Nýja PFAFF saumavélin er kjörgripur. — Góð fjárfesting — góð jólagjöf. VERZLUNIN PFAFF Skólavörðustíg 1-3.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.