Þjóðviljinn - 11.12.1970, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.12.1970, Blaðsíða 5
Föstudagur 11. desamiber 1970 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA g EB í körfuknattleik: Legia - KR 99-67 Algerir yfirburðir Pólverjanna Spurningin var aðeins hvort þeim tækist að skora 100 stig eða ekki □ Svo algerir voru yfirburðir pólska liðsins Legia yfir KR í Evrópubikarkeppninni í körfu- knattleik, er liðin mættust í fyrri leiknum sl. miðvikudagskvöld, að spumingin var aldrei hvort liðið sigraði, heldur hvort Pólverjunum tækist að skora 100 stig eður ei. Þeim tókst það raunar ekki, en það munaði ekki nema einu stigi því að leiknum lauk 99:67 Legia í vil. Það var raunar sama á hvaða sviði var, hvort heldur var 1 vörn eða sókn, vítaköstum eða langskotum, í öliu þessu báru Pólverjarnir af, svo að sigur þeirra hlaut að verða stór. Rétt í byrjun leit allvel út fyrir KR og komust KR-ingar þá í 10:4 Peysur í úrvali fyrir alla fjölskylduna PEYSAN Bolholti 6. Sími 37713. GLERTÆKNI H.F. Ingólfsstræti 4 Framleiðum tvöfalt einangrunargler og sjáum um á öllu gleri' Höfum einnig allar þykktir af gleri. — LEITIÐ TILBOÐA. Símar: 26395 og 38369 h. BÓTAGREIÐSLUR almannatrygginganna í Reykjavík. Laugardaginn 12. desember verður af- greiðslan opin til kl. 5 síðdegis og verða þá greiddar allar tegundir bóta. Bótagreiðslum lýkur á þessu ári á hádegi 24. þ.m. — og hefjast ekki aftur fyrr en á venjulegum greiðslutíma bóta í janúar. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Laugavegi 114. ' og voru þá liðnar rúmar 5 mínútur. Virtist KR-liðið finna sig vel þessar fyrstu mínútur leiksins, en þá fékk pólski þjálfarinn það sem körfuknatt- leiksmenn kalla „tíma“ og virt- ist þetta stopp duga til að draga allan mátt úr KR-liðinu, því að eftir þetta gekk mun verr en áður. Pólverjarnir jöfnuðu nú fljót- lega og sigldu fram úr hægt og rólega unz staðan í leikhléi var orðin 50:27 Legia í hag. Pólverjarnir léku síðari hluta fyrri hálfleiks leikaðferðina „maður á mann“ og hvernig j, sem á því stóð, áttu KR-ingar ekkert svar við þessari leikað- ferð Pólverjanna, sem skoruðu hverja körfuna á fætur annarri, án þess að KR-ingum tækist að svara fyrir sig. I síðari hálfleik hættu Pól- verjarnir að leika þessa leikað- ferð og gekk þá betur hjá KR- ingunum og tókst þeim að minnka bilið niður í 18 stig. 60:42. Svo þegar síðari hálfleik- ur var rúmlega hálfnaður meiddist einn bezti leikmaður KR-liðins, Koibeinn Pálsson, og við það dró af KR-liðinu og 32ja stiga munur 99:67 varð eikki umflúinn. 1 KR-liðinu bar einn leik- maður alf en það var Bjarni Jóhannsson, aðeins 17 ára gamall leikmaður, og var hann stigahæstur KR-inga með 24 stig. Kolbeinn Pálsson skoraði 12 stig, Einar Bollason 11, Davíð Janis 2, Magnús Þórðarson 6, Sófus Guðjónsson 8, Birgir Guðbjömsson 2 og Guðjón Steingrímsson 2. I póJska liðinu eru margir af- burða leikmenn, en einn þó Júgóslavar uniu íslendinga, 24:15 Fréttir hiafa loks borizt af úrsildtum fyrstu leikjanna í hand- knattleikskeppni þeirrí, sem ís- lenzka landsliðið teikur núþátt í í Tiblis í Sovétríkjnuum. Úr- siitin urðu þau í fyrstu um- ferð, að Júgóslavar unnu Is- iendinga með 24 mörkum gegn 15 og Sovétmenn unnu Austur- Þjóðverja með 19 mörkum gegn 15. Enigar nánari fregnir hafa borizt af þessum leikjum, sem fóru fram í fyrrakvöld. sýnu beztur og heitir sá Jan Dolczwiski, eini landsliðsmaður- inn í ildðinu. Hann hafði slíka yfirburði yfir aðra leikmenn á vellinum að fátítt er að sjá slíka yfirburði. Hann var lang stigahæstur Pólverjanna með 25 i stig. Dómarar vom Sviinn Dennart Eriksson og T. R. Johnston frá Skotlandi. Sá síðarnefndi var greinilega að fá gott orð hjá Pólverjunum, því að sjaldgæft er að sjá aðra eíns hlutdrægni og þessi Skoti sýndi í leiknum. — S.dór. Benfica vann Evrópuliðið 3:2 Portúgalska liðið Benfica vann „Evrópuúrvalið“ 3:2 í kveðjuleik er þessir aðilar háðu í Lissabon sl. þriðju- dag, fyrir hinn kunna portúgalska leikmann Col- una, sem flestir Islendingar kannast við eftir að hann kom þingað til lands með j liði sínu Benfica, er það lék gegn Val í Evrópubik- arkeppninni forðum daga. ^ Benfica komgt í 2:0 og t þannig var staðan í leik- ’ hjéi en.-í,síðgri hálfleiknum. y\ ■ fór „Evrópuliðið" loks í t j gang og náði að jafna, 2:2, t j en sigurmark Beníica ’ skoraði Artur Jorge á 76. S ’ mínútu leiksins. Fyrir Evr-_ í ópu skoruðu Þjóðverjinn í Seeler og Spánverjinn Jose / Garate. S Enn tapar Feijenoord Hoiienzkia liðið Feijenoord, núverandi heimsmeistari fé- lagsiiða, tapaði fyrir spánska liðinu Barcelona 2:3 sl. þriðju- dag og var hér um vináttuleik að ræða. Feijenoord hefur gengið mjög illa í haust eftir að liðið vann HM félagsliða í úrslitaleik við argentínsku „stúdentana" snemma í haust. Danir unnu Svía 17:16 Sólun (Jj) HJÓLBARÐAVIÐGERÐIR snjómunstur veitir góða spyrnu í snjó og hólku. Onnumst allar viðgerðir hjólbarða með fullkomnum tækjum. Snjóneglum hjólbarða. GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN. BARÐINN HF. Ármúla 7. — Sími 30501.—Reykjavík.. Danir og Svíar háðu lands- leik í handknattleifc (unglinga) og unnu Danir 17:16. Leikurinn fór fram í Halmstad í Svíþjóð. Þessi sigur Dana kemur mjög á óvart, þar sem Svíar hafa löngum áttbezta unglingalands- lið á Norðuríöndum eðá aliltþar til á sl. vetri að Islendingar urðu Norðurlandameistarar. ítalía vann 3:0 Italía sigraði Irland 3:0 i Evrópumeistarakeppni landsliða í knattspyrnu, og fór leikurinn fram í Fireczs á Italíu sL þriðjudagskvöld. Tvo af þeztu mönnum Itala vantaði í liðið, þá Lugi Riva, sem er fótbrot- inn, og Gianne Rova, sem er meiddur £ hné. Þrátt fyrir rign- ingu og kulda komu S2 þús. manns til að horfa á leikinn. Þetta er Evrópumeistarinn í þungavigt í hnefaleikum, Henry Cooper. Cooper, sem er Englendingur, var um síðustu helgi valinn íþróttamaður ársins á Bretiandseyjum. Henry Cooper er mjög sérstæður hnefaleikari að því leyti, að hann hefur tvívegis hætt sem Evrópumeistari og afsalað sér titlinum, en síðan keppt um hann aftur einu eða tveimur árum síðar og unuið hann þeg- ar hann hefur reynt. VARAN, SEM VERÐBÓLGAN GLEYMDI Allir þekkja ÓÐAVERÐBÓLGUNA. Hún þekkir einnig alla, nema okkur. Frá árinu 1963 hefur heimilis-p rra annu nerur heimilis-plastpokiimm hsekkað um tæp 10% á sama tíma, sem vísitala vöru og þjónustu hefur hækkaö um 163%. PLASTPRENT h.f. GRENSÁSVEGI 7 t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.