Þjóðviljinn - 15.12.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.12.1970, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVUjJIMN — Þxiðjudaiguir 15. diesiemibeir 1970. — Málgagn sósíalisma, verkalýSshreyfingar og þjóSfrelsis — Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviijans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. lónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Fréttastjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastjórl: Heimir Ingimarsson. Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavðrðust. 19. Simi 17500 (5 linur). — Áskriftarverð kr. 195.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12.00. Þurrkví / Reykjavík Jþegar atvinnuleysi hefur verið hvað naergöngul- ast við landsmenn síðustu árin, hefur komið í Ijós að því fer mjög fjarri að atvinnuöryggi sé meira í Reykjavík en annarstaðar á landinu. Ollu heldur hefur mönnum orðið ljós sú staðreynd að atvinnuvegir höfuðborgarinnar hafa þróazt á mjög óeðlilégan hátt um skeið, þjónusta þanizt út án eðlilegs samhengis við undirstöðugreinar í fram- leiðslu. Þar sem svo er ástatt geta hagsveiflur valdið snöggu hruni, ekki sízt í þjónustugreinum þetm sem algerlega eru háðar kaupgetu. Því er mikil nauðsyn að styrkja undirstöður atvinnu- lífsins í Reykjavík ekki síður en annarstaðar, og hagnýta í því sambandi sérstaklega gott árferði eins og iandsmenn njóta nú. J^yrir alþingi liggur nú frumvarp um stórfram- kvæmd af þessu tagi í þágu Reykjayikur og landsins alls. Þingmenn Alþýðubandalagsins í Reykjavík hafa lagt til að ríkið og Reykjavíkur- bórg bindist samtokum, ásamt þeim einstakling- um sem áhuga kunna að hafa, um það stórvirki að koma upp þurrkví. Þurrkví mundi auka til mikilla muna öryggi í siglingum til landsins, spara veru- legan gjaldeyri og verða traustur hornsteinn máimiðnaðar og skipasmíða hérlendis, en þar er um að ræða einhverja mikilvægustu iðngrein ís- lendinga, nátengda fiskveiðum og siglingum. Ó- bein áhrif slíks fyrirtækis yrðu einnig mjög mik- ilvæg og mundu stuðla verulega að auknu atvinnu- öryggi. Allt þetta hefur verið ljóst áratugum sam- an og ýmsir góðir imenn hafa beitt sér fyrir fram- kvæmdum. En því miður hefur allt til þessa setið við athuganir og almennt umtal. Ein ástæðan fyrir því framtaksleysi hefur síðustu árin íví- mælalaust verið sú skammsýna afstaða stjómar- valda að einblína á erlent f jármagn og erlend stór- fyrirtæki en líta smáum augum á getu og framtak landsmanna sjálfra. 'jpillaga Alþýðubandalagsimanna um þurrkví í Reykjavík hefur fengið góðar undirtektir. Geir Hallgrímsson borgarstjóri í Reykjavík lýsti efnis- legu fylgi við hana í umræðum á þingi og Morg- unblaðið hefur tekið í sama streng. Því er ástæða til að allir þeir sem áhuga hafa á þessu stórmáli fylgi því fast eftir að teknar verði endanlegar á- kvarðanir þegar í vetur. Á næsta sumri eru þing- kosningar og þegar svo er ástatt eru ráðamenn venjulega viðræðubetri og framtakssamari en endranær. Líði veturinn hins vegar svo að hug- myndin um þurrkví drukkni j einu saman umtali og svokölluðum athugunum, er hætt við að næsta kjörtímabil þætist við þann umþóttunartíma sem þegar er orðinn allt of langur. — m. ! Að þessu sinni fjalla bréf- ritarar otokar um smjömeyzlu og útgáfu á verikum ungra skálda. Smjöræta skrifar: Mikið er honum prófessor Sigurði Samúelssyni illa við að við borðum smjör. Ætli það sé af því að hann eigi eiitthvað í juriasmjöriíkisgerðinni? Eftir því, sem dagblaðið Vísir segir frá þann 10. þ. m., er ekiki annað að sjá en aurinn sé allt hans líf. Ég er kominn á áttræðisald- ur og hef alla tíð etið smjör ofan á brauð og haft það eins þykkt og brauðið sjálft. Þó hefur ekkert gengið að mér um dagana, alltaf hraustur, og það hef ég þákkað smjörinu. Jurtasmjörlíki hef ég aldrei látið inn fyrir mínar varir. Smjörætá. Ég sá mig tilneyddan til að ■stytta bréfið þitt dáiítið Smjöræta góð. Við verðum að gæta þess að kveða ekki of fast ,að orði. Aldrei hef ég heyrt að prófessorinn eigi hlut i smjörlíkisgerð, og sú fullyrð- ing hans að smjör í óhófi sé ekiki holt er ekki hans einka- skoðun, heidur hefur þvi sama verið haldið fram af öðrum læknum og vísindamönnium. En ég er sammála þér í því, að smjör er óhkt bragðbetra en smjörliki. Bæjarpósturinn. ★ Kæri bæjarpóstur. Ég las um daginn viðtal í Vísi við einn af kunnustu frumherjum nútímaljóðsins á Islandi, þar sem hann nefndi sem dæmi um grósku íslenzkr- ar ljóðlistar, að á þessu ári væru gefin út fleiri ljóðasöfn eftir komunga höfunda en nokkru sinni fyrr. Þetta er töluleg staðreynd, sem mér dettur ekki í hug að neita, né heldur ályktuninni, sem af henni var dregin: að ungt fólk yrki mikið nú á dögum og undantekningarlaust í hinum nýja stíl. Hinu hef óg verið að velta fyrir mér, hvort það sé velgerningur við hina bam- ungu höfunda að gefa ófull- burða æfingar þeirra út í bók, skilja þá síðan eftir eina úti í næðingnum og láta guð og lukkuna ráða, hvernig þeim famast. Það er einna líkast því að útgefendur sóu með slæma samvizku gagnvart Smjör eða smjörlíki. í listinni. þeim brautryðjendum nýju ljóðlistarinnar, sem í raun og sannleika höfðu nýjan boð- skáp að fllytja og hafa sannað, að í þeim var sá töggur, sem ekki var hægt að drepa, og samvizkubitið brjótist út í því að gefa út hvaða byrjandaverk sem er til að sanna frjálslyndi sitt og ábyrgðartilfinningu gagnvart skáldunum. Auðvitað getur skáld verið svo bráðgert, að fyilsta ástséða sé til að veita því brautar- gengi strax á fyrstu æskuár- um, og sum þeirra hafa ekki beðið af því varanlegt tjón, jafnvel vaxið við hverja raun og náð hinum hæsta þroska (sbr. Halldór Laxness). En fleiri munu þau þó dæmin um, að ofdékur við óþroskaða hæfileika hafi orðið til að hefta þá — stöðva þann gróð- .ur, sem vel hefði getað borið ríkulegan avöxt, hefði hann fengið að vaxa í kyrrð og spekt. Fyrir einum 15 árum birti Magnús Ásgeirsson í Ljóðum ungra skálda æsku- verk lítillar stúlku, sem hann kallaði „undrabarn'*, og vissu- lega voru ljóðin hennar falleg. En síðan hefur ekkert til hennar spurzt, Nokkrum árum síðar birti Helgafell tvö kver sama árið eftir aðra ung- lingsstúlku. Af nýlegu viðtali — Undraböm ^ Brjóstumkennanlegastir eru þó J þeir, sem- eftir of bráðan æsku- ■ frama á listabrautinni fara J með réttu eða röngu sjálfir að B líta á sig sem misheppnuð k. skáld og leita sér einhvers konar uppbótar með setu í Frumsamin Ijóð og þýðingar: 3 nýjar Ijóðabækur frá AB Fyrir tveimutr árum hóf Al- menna bókafélagjð að gefa út sérstakan flokk nýrra ljóða- bóka. Var tilgangur félagsins Ezra Pound að hj álpa með þessum hætti ungum höfundum til þess að „ná tali“ af þjóð sdnni, enda þótt ekki þætti tiltækjlegt að bindia flokkinn við verk þeirra einna. Geri var ráð fyrir þremur til fjórum bókum ár- lega, og með því að bafa þæir samsitæðar að ytrj gerð og Xáita þær fylgj'ast að hverju sinni, stóðu vonir til að unnt reynd- ist að halda veriði þeirra í sikeíjnm, án þess að slíkur spamaður bitnaði í einu eða neinu á frágangi þeirra. Virð- ist þess tilraiun hafa heppnazt, og hefur flokknum í heild ver- ið vel tekið. Eru bæikumiar alls orðnar sjö á tveimur árum, og þesisa dagana bætast þrjár nýj- ar við, en þær eru sem hér segir: Nóvember eftir Lárus Má Þorsiteinsson. Hann er yngsti höfundurinn að þessu sinni, fæddnr í Reykjaivík 9. okt. 1952. Hann stundar nám í menntaskóla og hefur ekki fyrr birt skáldskap sinn á prenti. Ljóðagerð hans hefur á sér svipmót hinnar yngsitu skáMa- kynsilóðar, en er þó n&umast bundin jafnþröngu tónsviöi og þair befur tíðkazt. f mörgum bvæðunum kennir skemmitl- legrar huigkvæmni, og þar sem höfundiuirinn beitir sér við knappan stíl, nær hann stund- um markverðum árangrj. Þytur á þekju eftir Jón Jó- hannesson. Hann er fæddur í Skáleyjum á Breiðafirði árið 1903, en hefur frá tvítugsaldri átt heima í Reykjavík, þar sem hann var um langt skeið hjúkr- unarmaður, en síðan árum sam- an birgðavörður á Hótel Borg. Hann hefur aflað sér góðrar menntunar af sjálfsnámi, en er mianna hlédrægastur og heí- ur a'ðeins gefjð út tvenn ljóða- úthlutunarnefnd listamanna- launa eða sem ritdómarar. Dæmi hins síðastnefnda má nær daglega sjá á síðum u Morgunblaðsins: piltur sem á a unglingsárum gaf út snoturt 1 Ijóðakver var fyrirvaralítið J leiddur til öndvegis meðal jjj Birtingsmanna, en valt fljót- B lega úr sessi vegna getuleysis ; Dg leggur síðan í það sína B litlu oriku að níða fyrri vel- ? gerðarmenn sína. Það er vissulega mikið æv- k intýri, þegar sönn listagáfa |j skýtur upp kollinum með lít- k illi þjóð. En aðgát skal höfð \ i nærveru sálar — og því meir ■ k sem hún er fágætari kiostum " búin. Útgefendur ættu að hafa fe sér til hægri handar þroskaða J bókmenntamenn og góðviljaða, B sem væru ungum efnismönn- j um til ráðuneytis um útgáfu- ■ mál. Sjálfsagt kæmi sjálfbirg- v ingum það að litlu haldi, en q öðrum gætj það bednt frá L skerjum, sem margur hefur ^ brotið á prúða duiggu. Þ. E. kver til þessa, í föln grasi 1953 og Gangstéttavisur 1967, hið sáðaira á einkaforlagi. Eirihver fyrstu kvæði sín birti bann fyr- ir um það bdl 30 árum í Helga- felli, og aflia tíð síðan hefur hann varið í góðum meturn meðal vandfýsinna ljóðvina. Kvæði hans eiga sér jafnt ræt- ur í gömlum tíma og nýjum, eru mörg síkemmtileg afleátr- ar og hafa yfir sér huigþékkan brag. * Þriðja bókin og hin stæmsitia er Kvæði eftir Ezra Pound í þýöingu Krisitins Bjömssonar fyrrv. yfirlæknis. Ezra Pound er fæddur í Biandaríkjunum 1885, dytaldi í Bretlandj frá 1908 til 1921, en hefur síðan átt lengstaf heima í Ítalíu. Öt- Framihaid á 9 síðu. Mennirnir í brúnni — þættir af starfandi skipstjórum Út er komið annað bindi bókanna Mennimir í brúnni — þættir af starfandi skipstjórum. Ægisútgáfan gefur út, en höf- undar þáttanna eru Ásgeir Jakobsson, Guðmundur Jakobs- son og Þorsteinn Matthíasson. 1 bók þeirri sem nú kemur út eru sjö þættir af þessum skipstjórum: Arinbjöm Sigurðsson, Ég geri eins og ég get — læt guð og lukfcuna on afganginn. — Björgvin Gunnarsson, Þetta hefur allt verið ævintýri. — Finnbogi Magnússon, Hef oft elt grátt silfur við sjóræningja. — Halldór Haildórsson, Kannski eirihverskonár dulskynjun. — Sigurður Kristjónsson, Hef orð- ið að finna minn fisk sjálfur. — Þórður Guðjónsson, Byrja aldrei að róa á mánudögum. — Þorvaldur Ámasion, Fimmtíu mílur f Bjarg — Fimmtíu mílur í Jökul. Um útgáfuna segir á kápu að bókin sé „samanskrifuð fyrir þá, sem viilja lesa um og kynn- ast mönnum, sem sækja sjóinn, færa björg í bú. og hafa skapað Island nútímans". — Bókin er 154 bls. með mörgum myndum. Þorpið eflir Jón úr Vör komið út Ljóðabók Jóns úr Vör: Þorp- ið, er komin á bókamarkaðinn að nýju. Er það Bókaskcmm- Jón úr Vör an, útgáfa höfundar, er að út- gáfunni stcndur að þessu sinni, en um hana segir svo á kápu- síðú: „Þetta er útgáfan frá 1956. Upplag var eitt þúsund. Aðeins helmingur þess var þá búinn til sölu. Bókin hefiur ekki verið á markaði í mörg ár. Nú héfur loks verið gengið frá síðari hluta upplagsins og bókin sett í bókaverzlanir“. 1 eftirmála við útgáfuna 1956, sem var 2. útgófa, gefin út af Hel-gafelli, segir höfundur svo um efni og gerð bókarinnar: „Bók þessi fjallar um upp- vaxtarár mín og æsku, líflð óg lilfsbaráttuna í þoarpinu, vega- vinnusumar fj arrj átthögum, um venzlafólk mitt og aðra, sem voru mér á einhvem hátt ná- komnir. Mágur minn, sem nú er látinn, gaf mér efnið í sum sjómennskuljóðin frá stríðsár- unum. AIls staðar er farið frjálslega með staöreyndir, enda þótt hvergi sé í aðalatriðum hvikað frá hinu rétta. Fyrri útgáfa kom út haustið 1946, sett saman í Svíþjóð vet- urinn á undan Hér eru orða- breytingar á stöku stað og nokkur ljóð felld burt. Viðbótin er ort í Stokkhólmi veturinn 1946—’47 og prentuð í bókirini Með ö-rvarlausum boga. Þetta er hin endanlega gerð Þorpsins"

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.