Þjóðviljinn - 06.01.1971, Síða 6
0 SlÐA — ÞJÓÐVHjJiNN — Miðvi'buxlagttr 6. janúar 1971.
wmmmám
Indjánahátíð
í Ecuador
Á hverju hausti er hald- ^
in í Andesfjöllum mikil 1
uppskeruhátíð, sem í £cu-
ador er kölluð Yamor. 1
Safnast þá saman í borg- t
inni Otavalo mikiU fjöldi ^
manna, bæði Indíána og h
hvítra manna, svo ogferða- ^
fólks sem kemur langt að, h
enda má þá sjá og njóta "
margra sérkennUegra og fe
fornra siða.
1. mynd. — Frá skrúð- J
göngum um götur Ota- g
valo á síðustu Yamor-há- "
tíð.
2. mynd. — Þessir sér- t
kennilegu búningar eru t
síðan löngu fyrir komu
Spánverja til þessara k
slóða. |
3. mynd. — „E1 coraza“ |[
heitir þessi kappi, sem er h
í brennipúnkti hátíðahald- ^
anna. Hann er höfðingi yf- fe
ir mörgum ættbálkum. og Jl
þótt honum séu sungnir B
lofsöngvar á hátíðinni er J
hann hinn þöglasti og lyft- Ð
ir ekki frá andlitinu sjald- jj*
gæfu skrauti sem gert er N
af gulli og silfri. v
Skák 20 ára
Skák, desemberiiefti 1970, er
nýkiomið út og hefur ritið þar
fneð lokið 20. árgangi sínum.
Meginefni þessa heftis er frá
millisvæðamótinu á Mallorka,
skáMr þaðan og grein um mót-
ið og yfirburðasigur Fischers
þar. Margar fleiri skákir og
skákfréttir eru í hcítinu svo og
fleira efni.
Tómas Guðmundsson sjötugur
Ein er sú buggun sem lífið
veitir gömlum mönnum, að
þedr muna skýrar það sem
borið hfifur við í fjanska hins
liðna. Ég minntiist þess til að
mynda hér á dögunuin hve-
nær óg kynntist skáldinu
Tómasi Guðmiundssyni fyrst.
Ég kanmaðist vel við hann frá
skólaárum minum, sá hann oft
á gangi um götur miðbæjiarins
ljúfmannlegan á svip, stundum
dálitið hugsandi. Á sitootspónum
heyrði ég, að hann væri allra
manna glaðastur í kunningja-
hópd, en sjálfur hafði ég þá
ekkert af þvi að segja og ég
minnist þess ekki að hafa talað
við hann áður en ég sigldi til
Hafnar. En stuttu fyrir árslok
1933 fékk ég boð frá frænku
minni búsettri i Kaupmanna-
höfn að ég aetti hjá sér bók,
sem móðir mín hefði sent mér.
Þetta var Fagra veröld. Eitt-
hvað rámaði mig í það að Tóm-
as Guðmundisson væri kenndur
við sikáldsfcap, hefði jafnvel
kornungur maður gefið út
Ijóðabók, en ég vissi ekki einu
sinni heiti hennar hvað þá
heldiur að ég hefði lesdð hana
né neitt annað eftir Tómas
Guðmundsson, enda sjálfur
enginn Ijóðmælasjóður.
Við fyrstu sýn varð mér dá-
lítið starsýnt á heitj ljóöanna:
Fagra veröld. Ég var á þeim
buxurom og árunum ekki i
þeim hug, að mér þætti ver-
öldin fögur: þetta voru misseri
heimskreppu og rísandi naz-
isrna. hitt öllu heldur, að mér
þaetti veröldin ill og leið og
ljót, og hefur síðan sízt farið
batnandi. En hér var þá upp
risið skáld, sem þótti þessi ver-
öld fögur. Og hann orti svo
vel, að þeir sem á þeirn dög-
um skörtuðu ekki nema svörtu,
svartsýnir menn og bölsýnir,
féllu fyrir töfrum hans og
trúðu — um stund að minnsta
kosti, — að veröldin væri í
raun og veru býsna fögur.
Ég held það hafi verið Byron
sem sagði um sjálfan siig: Ég
vaknaði einn morgun — og
var frægur. Tómas Guðmunds-
son gat sannarlega tekið sér í
munn þessi sitoltu orð hins
brezka skálds. Fagra veröld
varð metsölubók á sömu stundu
og þornuð var prentsvertan.
Þeir sem fyrstir fögnuðu henni
voru að sjálfsögðu íbúar höf-
uðstaðarins. Tómas var ekki
Reykvikingur, hvað þá heldur
af Vesturbæjaraðlinum, fótur
hans hafði í bernsku haft
mýkiri jörð undir il en malbik
og harðtroðnar götur Reykja-
vikur, en þó hafðj ekkert ís-
lenzkt skáld tjáð henni ást sína
af slíku látleysj hjartans os
hann. Til voru nokkur rass-
mildl hátíðaljóð um höfuðstað-
inn. meira ort af skyldu en
tilfinningu, en að öðru leyti
bafði Reykjavík oftasf baft
hálfgext óorö á sér í ísienzkium
bókmenntum En þessi Gríms-
nesingur hafði fellrt ástarbug
til nesjabæjarins og ort um
hann svo fagurlega, að jafnvel
innfæddir fengu sýn. Tómas
Guðmundsson hlaut þá þegar
heitið borgarskáld og sú nafn-
gift festist við bann og hefur
fylgt honum allt til þessia
daigs.
Bæjarstjóm Reykjavikur sýndj
þá af sér rausn og gaf Tómasi
nokkurt fé að kvæðislaunum,
svo sem var fom siður nor-
rænn Fyrir mörgum árum var
mér sögð saga af bæjarstjóm-
arfundinum þegar samþykkt
voru kvæðisLaunin. Kona ein í
bæj'arstjóm var dálítið tvíl-
ráð um hvemig hún aetti að
greiða afkvæði í málinu og lét
í Ijós nokkra áhyggju út af
því, að skáldið lyti oftar en
ekki að þeim veigum, sem teld-
ust ekki haUustusamar lang-
lífi manna. Þá stóð upp Stefán
Jóhann Stefánsson. fuUfaúi Al-
þýðuflokksins, og lýsti því yf-
ir að gefnu tilefni, að slíkur
orðrómiur hlyti að vera í meira
lagi ýktur. hins vegar játaði
bann að skálddð tæki dálítið
í nefi’ð! Að þeim orðum tökið-
um var engium mótmælum
hreyft við skáldalaunum Tóm-
asar Guðmundssonar, Og segi
menn svo, að borgarstjóm
Reykjavikur sé húmorlaus.
Svo að ég víki aftur að því
sem ég sagði í upphafi þessa
spjalls þá þurfti ég að fara
æði langan veg að sækja bók
Tómasar og fór að skara upp
úr henni í sporvagninum á
heimleiðinni og ég varð svo
heillaður að ég las hana aJla
nóttdna, ekki einu sinni held-
ur þrisvar. Slikt hafði aldrei
komið fyrir mig áður og raiun-
ar minnist ég ekki að svo hafi
orðið síðar. Ég býst ekki við
aS vdðhrögð hinnar ljóðelsku
þjóðar bafi orðið með öðrum
hætti. Ekki svo að skilja, að
skáldið hefði færzt i fang ný
og nýstárleg yrkisefni. Ekki
svo að sfcilja, að hann hefði
kannað einhver óiþekfct djúp
mannlegs lífs og eru þó fslend-
ingar sérstaklega veikir fyrir
því sem þeir kall.a ,,dýpt“ í
sfcáldiskap, og því meir sem
þeir botna minna í dýptinni.
Nei, Tómas Guðmundsson orti
um ósköp einföld og almannleg
efni: ástina, æsfcuástina, voriS,
sólina. En allt var þetta gert
með svo óvenjulegu hand-
bragði. svo ísmeygilegri íþrótt.
að manni fannst þetta ekki að-
eins fögur veröld, beMur ný
veröld svo sem hún leit út
græn og góð í morgunsári
sköpunarinnar. Hagmælskan —
sit venia verbo! — það þykir
nú ekki fínt orð á vorum dög-
um, hagmælskan var víða með
ólíkindum og hæg^ var að leysa
upp ljóðlínumar svo að prósánn
dansaði léttistígiur fyrir aug-
um lesandans. í þessum ljóð-
um var mikið um sjarmerandi
léttúð, en á næsta leiti bar
jafnan við augum iífstregann,
og jaðraði við heimsharm,
boðskapur ljóðanna enginn
nema lifið sj álft, gleðin yfir
þvi að lifa, anda, — enda var
mengunin í veröldinni á út-
gáfuári bókarinnar ekki orðin
slík, að hugmyndaríkum ís-
lendingum dytti í hiug að gera
öræfaloft föðurlandsins a@ út-
flutningsvöru banda hinum
stóra stóra miljóinamaxkaði, sem
nú er orðinn fyrirheitna landr-
ið .þjóðarinnar.
Ég minntist héx á prósa.
Þegar þeir Magnús Ásigeirsson
EYaimlhald á 9. slðiu.