Þjóðviljinn - 16.01.1971, Side 4

Þjóðviljinn - 16.01.1971, Side 4
^ SlÐA — ÞOTÓÐVIIaJINN — liaugardagur 16. jantóar 1071. — Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóSfrelsis — Útgefandi: Otgáfufélag Þjóðvll|ans. Framkv.stjórls Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. lónsson (áb.), Magnús Kjartansson, SigurSur Guðmundsson. Ritstj.fulltrúl: Svavar Gestsson. Fréttastjórl: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust 19. Siml 17500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 195.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12.00. Samningar hafnir að nýju gjómennimir á bátaflotanum hafa nú hafið samn- inga á nýjan leik og munu nú almennt vænta þess að aðalkrafan sem Sjómannaráðstefnan sam- þykkti í haust og lýst var í byrjun samninganna sem aðalviðfangsefni þeirra týnist ekki í meðför- um nýupptekinna samninga. Sú krafa var, að létt yrði af ranglæ'ti þvingunarlaganna frá 1968, bæ'tt fyrir óþokkaárás þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins á sjómannshlutinn. Ráðherra Alþýðuflokksins Eggert G. Þorsteinsson, sem hafði forgöngu um þá lagase'tningu játaði að vegna framkvæmdar hennar hefði verið tekið af sjó- mannshlutnum á einu ári,1969, fyrsta heila ár- inu sem lögin voru í gildi, hvorki meira né minna en um 400 miljónir af sjómannshlutnum. Tölur hafa ekki verið birtar fyrir sl. ár, 1970, en þær imunu ekki minni, þótt lítilsháttar leiðrétting fengist á þvingunarákvæði laganna í sjómanna- samningum í fyrra. Sjómenn telja að engin leið sé að setja í stað kröfunnar um leiðréttingu þvingunarlaganna einhvers konar loforð um „með- alverð“ á fiski. Fiskverðsákvörðun er á valdi verð- lagsráðs sjávarútvegsins, sem ákveður verðið eft- ir tilteknum lagaákvæðum og reglum, eða á að gera það. í lögunum um þessa stofnun, verðlags- ráðið, sem Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokk- urinn settu, er ákvæði um bindandi gerðardóm sem þýðir að ríkisstjórnin í samvinnu við eigend- ur fiskvinnslustöðva getur alltaf skammtað sjó- mönnum fiskverð. Auk þess er auðvelt að möndla með hugtakið „meðalverð“ á fiski á þann hátt, að sjómenn fái lítið út úr því, eða að minnsta kos'ti mjög misjafnan ágóða, að setla að miða kjör sín við slíkt „imeðalverð“. ^jjómenn bölva oft hressilega þegar rætt er um frammistöðu forystumanna sjómannafélaga í samningum, og skal ekki úr því dregið að þeir viti þar viti sínu og þekki sína heimamenn. Hitt er nær óskiljanlegt, að sjómenn skuli ekki frekar en þeir gera taka málin í eigin hendur, m.a. með því að kappsækja fundina í sjómannafélögunum sem f jalla um samningamálin. Þar er raunar eng- in afsökun til, nema fjarvis't á sjónum. Og um mikilvægustu málin væri eðlilegt, vegna sérstöðu sjómanna í starfi, að atkvæði væru greidd um borð í hverju skipi svo meiri líkur væru fyrir því að það sem sjómannafélag saimþykkir sé vilji starfandi sjómanna. Með þeiim möguleikum sem eru á fjarskiptum við skip hlýfur að mega finna leið til þess. Með lifandi og virku trúnaðarmanna- kerfi á skipunum gætu félagsstjómir í landi og starfsmenn haft náið samband við skipshafnir jafnt fiskiskipa og farskipa. Jafnframt þyrfti að gera skipaeigendum og stjórnum skipafélaga ljóst, að það er einnig skipum þeirra fyrir beztu, ef rétt er skilið, að vökull trúnaðarmaður sjómannafé- lags sé um borð, og fylgist vél með framkvæmd samninga, öryggisbúnaði og öðru sem til hans starfs heyrir. — s. Guðmundur Sveinbjömsson Minningarorð 1 dag verður til moldarbor- inn frá Akraneskirkju Gud- mundur Sveinbjömsson var for- honum er genginn einn mesti leiðtogi islenzkra knattspymu- manna uim áratuiga skeið. Guð- mundur Sveinbjömsson var for- maður Iþróttabandalags Akra- ness um ára raðir og einnig tók hann virkan þátt í starfi Knattspymusambands Islands og átti sæti í stjóm þess í mörg ár og var varaformaður þess um skeið. Ég kynntist Guðmundi Svein- bjömssyni sem unglingur upp á Akranesi, og þá sem leið- toga íþróttamanna þess bæjar. Síðar kynntist ég Guðmundi betur og fann þá glöggt hinn mikla og óþreytandi áhuga hans á íþróttum og þó sérstaklega^ knattspymunni, en þessari í- þróttagrein fórnaði hann medri tíma en nokkru því félags- málastarfi, er hann gegndi á lifsleiðinni, en þau störf voru bajðd mörg og margvísleg. Nú þegar Guðmundur Svein- bjömsson er allur, þykir ef- laust íþróttafólki Akranesþæj- ar skarð fyrir skildi og víst er um það, að skarð Guðmund- ar, sem hins ótvíræða leiðtoga íþróttafólksdns á Akranesi, verður vandfyllt. Menn á borð við Guðmund Sveinbjörnsson, sem hvenær sem var var þess albúinn að fóma sínum tíma fyrir íþróttirnar, eru vand- fundnir nú til dags og hinn frábæri árangur knattspymu- manna á Akranesi um 20 ára skeii) segir meira um verk Guðmundair Sveinbj ömsson ar en nokkur orð. Þessi fá- tæklegu crð áttu ekki að vera mörg, þau áttu aöeins að vera kveðja til manns er ég mat mikils og tel mig lánsaman að hafa kynnzt. Sigurdór Sigurdórsson. KVEÐJA FRA KNATT- SPYRNUSAMBANDI ÍSLANDS Guðmundur Svfeinbjömsson fyrrverandi bæjarfulitrúi og íþróttafrömuður andaðist laug- ardaginn 9. janúar í Sjúkra- húsi Akraness, langt um aldur fram aðeins 59 ára að aldri. Guðmundur var mikilhæfur forystumaður og foringi í fé- lagsmálum bæði í innanbæjar- málum Akraness, sem og í- þróttahreyfingunni, fyrst og fremst í heimabyggð sinni, Akranesi, en einnig í heildar- samitökum íþróttamanns. Við stofnun Knattspyrnusam- þands lslands 26. marz 1947 var hann kjörinn í stjóm sam- þandsins og átti sæti þar í samfleytt 20 ár eöa þar tiil að hann baðst undan endurkosn- ingu á Knattspyrnuþinginu sem haldið var 19. febrúar 1966. Voru/Guðmundi þá fæið- ar þakkir fyrir frábær störf og hylltur af þingheimi fyrir skélegga og langa baráttu að framgangi knattspymuíþróttar- innar, sem og öðrum greinum innan íþróttahreyfingarinnar. Sérsta'kar þakkir hlaut hann fyrir sína löngu og farsælu setu í stjóm sambandsins, en þar sótti hann fundi með ein- dæmum vei, ailla tíð, enda þótt um langan veg yrði hann að fara til að sækja þá oftast nær og síðan heim aftur til Akra- ness, stundum í slæmri færð og veðri. A þessum 20 árum sótti Guðmundur alls 428'fundi og má af því marka hve mikl- um tíma hann eyddi, aðeins í þágu Knattspyrnusambarids- ins, fyrir utan allan þar.n tíma, sem fómað var fyrir heima- byggðina í félögum, ráðum, nefndum og bandalagi. Með Guðmundi er genginn einn þeirra forystumanna ís- lenzks íþróttalífs, sem af ást og áhuga hafa fómað ótrú- lega miklum hluta ævi sinnar, fyrir málefni íþróttahreyfingar- innar, fyrir æsku Islands og heilbrigði þjóðarinnar. Þáttur Guðmundar í sögu í- þróttanna er mikil og merkur og ber góðum dreng fagurt vitni um fómfúst starf áhuga- mannsdns. Fyrir það drúpum við höfðum í dag í þakklátri minningu um mikið starf og góðan horfinn vin og samstarfs- mann. Guðmundur var mikill fund- armaður, ræðumaður í bezta lagi, rökfastur og tillögugóður. Harður málafylgjumaður, en hóg vær og drengur góður í öllum samskiptum sínum á fundum, sem utan þeirra. Fyrir störf sín í þágu íþrótta- hreyfingarinnar var Guðmund- ur að verðleikum sæmdur æðsta heiðursmerki Knatt- spyrnusambandsins og æðsta heiðursmerki íþróttasambands- ins. Guðmimdur bjó sér fagurt heimili með sinni ágætu eigin- konu, Halldóru. Þangað var gaman að koma og blanda geði við þau hjón, þá var gleði í ranni og veitt af rausn. Hús- freyjan veitandi, bhð og bros- mild, húsbóndinn ræðinn og skemmtilegur, en síðan hefur sól brugðið sumri, því í dag er kær vinur kvaddur hinztu kveðju. Knattspymusambandið þakk- ar Guðmundi og kveður hann í dag með söknuði og trega. Við sendum þér, kæra Hall- dóra, okkar innilegustu sam- úðaxkveðjur, vitandi að drott- inn leggur ávallt Mkn með þraut. Blessuð veri minning Guð- mundar Sveinbjömssonar, frið- ur veri með sálu hans. Alyktun Félags gagnfræða- skólakennara í Reykjavík Félag gagnfræðaskólakennara í Reykjavfk hélt fund mánu- daginn 11. janúar, þar sem ræddir vom samningar milli ríkis og ríkisstarfsmanna. Eft- irfarandi ályktun var einróma samþykkt á fúndinum: „Fundur haldin í Félagi gagn- fræðaskólakennara í Reykja- vík mánudaginn 11. janúar 1971 harmar það, að ekki skuii öllum gagnfræðaskólakennur- um gert jalfn hátt undir höfði í kjarasamningi þeim, sem ný- gerður er milli BSRB og ríkis- sjóðs. Slcorar fundurinn á stjórn Landssambands framhalds- skólakennara að vinna mark- visst að því að eyða þeim mun, sem á er, svo að endan- laga verði tryggt jafnrétti þedrra framihaldsskólakennara, sem nú em í föstu starfi, og jafnframt tryggður gmndvöllurinn að rökréttri kröfugerð samtakanna um menntun kennara, svo og einarðlegri eftirfylgju þess máls. Að öðm leyti fagnar fund- urinn því, að samningar skyldu nást milli aðila, í stað' þess að laun opinþerra starfsmanna yrðu enn ákveðin með dóms- úrskurði, eins og tíðkazt helf- ^ ur. Pundurinn hvetur stjórn ' félagsins til að fylgjast náið með framkvæmd samningsins. Verði þess vart, að hægt sé fyrir tiltekna starfshópa eða einstakliniga að hafa áhrif til bheytinga á einhver ákvæði hans, minnir fundurinn félags- stjómina á og gefúr henni fullt innboð til að gæta hagsmuna félagsmanna sinna til hins ýtr- asta. Jafnframt sendir þessi (fund- ur Félags gagnfræðaskólakenn- ara í ReykjavJk þá orðsend- ingu til stjómar Landssambands framhaldsskólakennara, að 'þuxfi hún á stuðningi félags- ins að halda, vegna réttmætra aðgerða til að tryggja fram- Jcvæmd samningsins, beri henni að skoða slíkan stuðning sem vísan. Bókaeign Landsbókasafnsins 1969: 278.543bindi afprentuðum hékum, 12.153 skráð handrit 1 árslok 1969 var bókaeign Landsbókasafna samtals 278.543 bindi prentaðra bóka og hafi hún vaxið á árinu um 6.168 bindi. Tala skráðra handrita í eigu safnsins var á sama tíma 12.153 cn allmörg bandrit biðu þá skráningar. Framangreindar upplýsingar koma fram í skýrslu lands- bókavarðar í nýlega útkominni árbðk safnsins fyrir árið 1969. Þar kemur einnig fram, að lánuð voru til lestrar samtals 18.147 bindi prentaðra bóka Og 4.193 handrit til 13.118 lesenda ------------------------------<s> Flugfélagið flýgur til Þingeyrar Flugfélag íslands hefur ákveð- ið að fljúga til Þingeyrar einu sinni i viku á næstunni. Verða þessar ferðir í sambandd við flug til Patreksfjarðar. Ekki hef- ur verið tekin ákvörðun um íramhald flugs til Þingeyrar um- fram nokkrar næstu vikur og mun reynsla skera úr um hvort því verður haldið áfram næsta vetur. Flugferðimar til Þlngéyxar verða á föstudcgum, fyrsta ferð- in 15. janúao: n.k. á safninu á árinu 1969. Þávoru lánuð út 1247 þindi til 225 lán- takanda. Árbókin er að þessiu sinni rit upp á 212 bdaðsíður og að venju er megin efni hennar þrjár bókasikrár, er Asgeir Hjartarson hefur tekdð saman. Eru það skrámar: Islenzk rit 1968, Islenzk rit 1944-1967, við- bætir og leiðréttingar, og Rit á erlendum tungum ðftir ís- lenzka menn eða um íslenzkt efni. Er öllum þessum sfcrám ómetanlegur fengur fyrirbóka- menn. En Arbófcin er eTiki eintómar þurrar bókaskrár. Hún flytur einnig þrjár alllangar greinar: Úr fórum Benedikts frá Auðn- um eftir Nönnu ÖTafsdóttur, Handritið Germ. quart. 2065 eftir Svein Bergsveinsscn og Frá HaTIgrími Scheving eftir Finnboga Guðmundsson. Einn- ig er í ritinu stutt grein eftir Magnús Má Lárusson um upp- drátt af Víðimýrar- og GTaum- bæjarsóknurp og birt eru Tög um Landsbókasafn Islands. Þetta er 26. árgangur Árbók- ar Landsbókasafns íslands og er í bví ritsa'fni öllu fólginn afarmikill bókfræðifróðleikur auk margs annars fróðleiks. Arbókin enn ölT fáanleg hjá Landsbókasafninu. Samvinna Frakka og Sovétmanna í Fyrir áramótin var undir- rituð í París sameáginleg yfir- lýsing stjórnarvalda í Sovét- ríkjunum og Frakklandi um samvirmu á sviði málmiðnað- ar. Gert er ráð fyrir því, að sameiiginlegt sawékit-franskt málmiðjuver verði reist í Fos- sur-Mare í FrakkTandi, um 50 Ikm. frá borginni MarseilTes. Árleg flramleiðsTa í þessu fful1- komna málmiðjuveri á að verða 7-8 milj. tonn af stáli. Fyrri áfangi verksmiðjunnnr, sem mun framleiða 3 milj,! tonn á ári er áíormað að taka í notlkun á árunum 1973-74. Mánudagsmymi í Háskólabíó A mánudaginn kemur sýnir HáskóTaibóó tvær heimsfrægar kvikmyndir. önruur er „Hin ódauðlega saga“, byggð á sögu Karenar BTixen, en leikstjóri og aðalTeikandinn er Orson wánes. Hin myndin er „Sí- mon í eyðimörkinnd“, leikstjóri Luis Bunuel, sem einnig samdi kvikmyndahandritið. — Báðar þykja myndir þessar einstakar í sinni röð. ■yjar gasnámur fundc- ar í Síberíu Nýjar gasnámur hafa fundht í 90 km. fjarlægð frá borg- inni Mímí í Jakútíu í Síberíu Og streyma þaðan á hverjum' sólarhring um eða yfir 100 þúsund rúmmetrar. I

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.