Þjóðviljinn - 16.01.1971, Side 10

Þjóðviljinn - 16.01.1971, Side 10
|0 SlBA — ÞJÓBVILiJTISnxr Ija«garda;g«r jg. janfiaa? tSZL Harper Lee: Ab granda söngfugli 66 voru staðnir upp. Beggja vegna við okikur meðfram báðum veggjum voru svertingjamir að rísa á fætur eða stóðu begar. Og svo heyrði ég rödd séra Sykes sem var alveg eins fjarlæg og stökk og rödd Taylors dómara þegar hann sagði: —. Stattu upp, ungfrú Jean Louise. Faðir þinn er á leið út úr salnum. 22 Nú var röðin komin að Jemma að gráta. Andlit hans var rákótt af beiskum tárum þegar við tróðumst út gegnum mannþröng- ina. — Þetta er óréttlátt! tautaði harm hvað eftir annað þegar við vorum komin út fyTÍr og röltum dauðuppgefin í áttina að dófn- húshominu, þar sem ég kom auga á Atticus sem stóð og beið. Hann stóð þarna undir götuljós- inu eins og ekkert heifði í skor- izt: vestið hans var kneppt, flibbinn og slifsið fóru óaðfinn- anlega, það glitti í úrfestina í bjairmanum frá götuljósinu og hann virtist öldungis ósnortinn af því sem hafði gerzt. — Þetta er ekki réttlátt, Atti- cus! sagði Jemmi enn einu sinni. cffyogae lW efni SMAVORUR 1 TÍZKUHNAPPAR ! HARGREIÐSLAN í---------------------- ! Hárgreiðsln- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav 18 HL hæð (lyfta) Sími 24-6-16 Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-9-68 VIPPU - BllSKÚRSHURÐIN LagerstærSlr miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm - 210 - x - 270 sm Aðrar sUerðir.smíðaðar eftir beiðni. GLUGGAS MIÐJAN Síðamúia 12 - Srmi 38220 — Nei, drengur minn, það er það ekki. Svo fórum við heim. Alexandra frænka var enn á fótum. Hún var klædd sloppi og ég hefði getað svarið að hún var í lífstykkinu innanundir honum. — Mig tekur -þetta sárt þín vegna, Atticus, tautaði hún lág- um rómi. Rödd hennar var furðulega mild og ég stalst til að líta á Jernma en hann virtist ekki hafa hlustað á hana. Hann einblíndi fyrst á Atticus og síðan niður í gólfið og ég fór að velta fyrir mér, hvort honum fyndist það ef til vill Atticusi að kenna að Tom Robinson skyldi hafa verið dæmdur. — Hvemig er hann á sig kom- inn? spurði frænka og benti á Jemma. — Tja, þetta var víst full hranalegt fyrir hann, sagði Atti- cus. — En hann jafnar sig fljót- lega. Svo andvarpaði hann og hélt áfram: — Nú fer ég í rúm- ið. Og ef ég vakna ekki sjálf- krafa í fyrramálið, eigið þið ekki að vekja mig. Þá fór Alexandra frænka að líkjast sjálfri sér: — Ég sagði alltaf að það næði engri átt að láta þau . . . — Þau eiga hér heima, systir góð, sagði Atticus. — Við höf- um sjálf átt okkar þátt í að gera bæinn og landið eins og þau eru; þetta er heimili bam- anna hér á jörð og þau verða að læra að aðlagast. — En þau ættu ekki að þurfa að velta sér uppúr því sem gerist í réttarsalnum ... '* — Það er eins mikill hluti af Maycombsýslu og trúboðste- drykkjan . . . — Já, en Atticus . . . Alex- andra frænka var komin með áhyggjusvip: — Ég hefði haldið að þú myndir síðastur allra fyll- ast beiskju yfir því sem gerzt hefur. — Ég er ekki bedskur, aðeins þreyttur. Og nú fer ég í rúmið eins og ég sagði. — Atticus . . . sagði Jemmi lágt og mjóróma. Attieus sneri sér við í dyr- unum: — Já? — Hvernig gátu þeir gert þetta — hvernig gátu þeir það? — Ég veit það ekki, drengur minn — en þeir gerðu það. Þeir hafa gert það fyrr og þeir gerðu það í kvöld og þeir eiga eftir að gera það oftar, og þegar þeir •gera það ... þá virðast það aðeins vera börnin sem gráta yf- ir því. Góða rótt. En á morgnana virðist bjart- ara jrfir öllu. Atticus fór á fæt- ur á sama ókristilega tímanum og var þegar setztur í dagstof- una bakvið Mobile Fréttablaðið þegar við röitum svefndruk'kin inn fyrir. Syfjulegt morgunand- litið á Jemma lýsti þeirri spurn sem varjr hans voru off mátt- lausar tiíl að forma með orð- um. — Það er ástæðulaust að gefa allt upp á bátinn enn, sagði Atticus róandi þegar við vorum á leið inn í borðstofuna. — Við erum ekki búin að gefast upp. Þé gettrr reátt þig é að ég æöa að áfrýja . . . Já, esn, herra minn trúr, Kalla, hvað í ósköp- unum er nú þetta? Hann starði á morgunverðar- bakkann, og Calpuimia sagði: — Það var faðir Torns Robin- sons sem sendi þessa hænu í morgun, svo að ég steikti hana. — Skilaðu kveðju til hans og segðu að ég sé hreykinn af því að hann skuli hafa álitið mig þess verðan að taka við henni — ég þori að veðja að þeir fá ekki einu sinni fiðurfé í morg- unverð í Hvíta húsinu! Og hvað er svo þetta? — Heimabakaðar bollur, sagði Calpumia. — Hún Estella á hótelinu sendi þær. Atticus ledt vandræðalega á hana, og hún sagði: — Það er vist réttast að þér komið ffram í eldhús og lítið á það sem þar er, herra Finch. Við eitum að sjálfsögðu. Eld- húsborðið var hlaðið matvöru, sem hefði getað kálað stærri fjölskyldu en okkar: Þama voru stór stykki af söltuðu og reyktu svínakjöti, tómatar, baunir, lít- il, sæt vínber. Atticus hló dátt þegar hann kom aufea á krukku með söltuðum grísatám i hlaupi og hann sagði: — Skyldi nú frænka gefa mér leyfi til að borða þær við mat- borðið? Calpumia sagði: — Þetta var aillt saman hjá bakdyrunum þeg- ar ég kt*m í morgun. Þeir . . . þeir eru þakklátir fyrir það sem þér hafið gert, herra Finch. Þetta er þó ekki . . . er þó ekki frekja af þeim, herra Finch? A^t í einu sá ég að augun í Atticus voru full af tárum. Það leið nokkur stund áður en hann kom upp orði, en svo sagði hann: — Skilaðu kveðju til þeirra allra og segðu að ég sé innilega þakklátur. Skilaðu kveðju og segðu að þeir . . . megi aldrei gera þetta aftur. Þetta eru alltof erffiðir tímar . . . Hann fór síðan út úr eld- húsinu, gekk inn i borðstofuna, bað Alexöndru frænku að hafa sig afsakaðan, þreif hattinn sinn og gek'k inn í bæinn. Um leið heyrðum við fótatak Dills ffraimmi í anddyrinu, svo að Calpurnia lét ósnertan morg- unverð Atticusar standa á borð- inu. Á milli munnbitanna sagði Dill ckkur frá viðbrögðum ung- I frú Rakelar kvöldið áður og þau I voru eftirfarandi: Ef maður eins j og Atticus Finch fann hiá sér hvöt til að berja höffðinu' við stein, þá hann um það; það var hans eirið höfuð. — Ég ætlaði að segja henni frá öllu saman, umlaði Dill ó- greinilega meðan hann nagaði hænuilæri, — en hún vildi ekki hlusta á mig; hún sagði bara að hún hefði setið og vakað hálfa nóttina og velt fyrir sér hvað hefði komið fyrir mig, og hún hefði ætlað að senda lög- reglustjórann að leita að mér, en hann hefði verið í dómhús- inu. — Það er vissara fyrir þig að segja henni hvert þú ferð, Dill, sagði Jemmi. — /ynnars verður hún bara fúl. Dill andvarpaði þolinmóðlega og sagði; — Ég sagði henni það svo oft að ég var farinn að blána í •framan — hún er ruigluð í koll- inum. Ég þori að veðja að þessi kvenmaður slokar í sig , fulla flösku af whiský á hverjum morgni — og ég veit að minnsta kpsti að hún sporðrennir tveim fleytifullum glösum. Það heí ég sjálfur séð hana gera! — Svona nú, Dill, ekki meira af svo góðu, sagði Alexandra frænka. — Það sæmir ékki barni að tala svona. Það er kaldrana- legt! — Það er ekki vitund kald- ranalegt, ungfrú Alexandra. Það er ekkert kaldranalegt að segja sannleikann, eða hvað? — Þegar hann er sagður eins og þú gerir! Jemmi horfði á hana logandi auigium, en stiTlti sig og sagði þess í stað við Dill: — Við skulum koma. þú get- ur takið lærið með þér. Þegar við komium út á ver- öndina ífyrir framan húsið var ungffrú Steifanía Crawford í óða önn að skrafa við ungfrú Maudie Atkinson og herra Avery. Þau gutu augunum til okkar, en héldu annars slúðrinu áfram. Jemmi hnussaði. og ég óskaði þess ákaft að ég hefði kastvopn við höndina. — Ég þoli ekki þegar fuill- orðið fólk er að glápa á mann, sagði DHl. — Það er alltaf eins og maður hafi gert eitthvað af sér. Ungfrú Maudie kallaði: — Jemmi Finoh, komdu hingað snöggvast. Jemmi andvarpaði og mjakaði sér niður úr rólunni. — Við komum líka, sagði Dill. Npfið á ungfrú Stefaníu titraði næstum af hnýsni. Núþurftihún að fá að vita hver í ósköpunum hefði leyft þeim að fara í dóm- húsið — ekki svo að skilja að hún hefði sjálf séð þau, en allur bærinn vissi að við höfð- um setið á svölunum hjá svert- ingjunum. Hafði Atticus kannski komið okfcur fyrir þar eins og nokkurs konar . . . ? Var ekki hræðilegt óloft þama uppi hjá öllum þessum . . . ? Skjáta hafði þó vonandi ekki skil- ið . . . ? Var ekki hræðilegt að horfa á föður sinn tekinn til bæna? — Heldurðu að þú ættir nú ekki að hætta skothríðinni, Stefanía, sagði ungfrú Maudie með ískaldri ró. — Ég get ekki staðið allan morguninn ogslúðr- að hér á veröndinni. Sjáðu til, Jemmi litli Finch, ég kallaði þig hingað til að spyrja hvort þú og litlu félagamir þínirvild- uð bragða á köku. Ég fór á fæt- ur klukkan fimm i morgun til að baka hana, svo að það er eins gott að þú þiggir borðið.. . Og ef þú vilt hafa okkur af- sökuð, Stefanía . . . Sælir, herra Avery. Það var ein stór kaka og tvær litlar; þær stóðu allar á eld- húsborðinu hjá ungfrú Maudie. Það hefðu eiginlega átt að vera þrjár lit1ar._Það var ekki líkt ungfrú Maudie að gleyma Dill og hún hlýtur að hatfa getað lesið hugsanir okkar af svip- brigðunum. En svo sfcildum við allt í einu hvað hún var að fara, þegar hún skar stórt styfcki af stóru kökunni og rétti Jemrna. Meðan við tuggðum varð okkur ljóst að þetta var aðferð ungfrú SINNUM LENGRI LVSING neOex 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framieiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsaia Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sími 16995 Þvoið hárið íar LOXEXE-^hampoo — ©g flasan fer LÆKKIÐ ÚTSVÖRIN! PLASTSEKKIR í grindom , ryðja sorptunnum og pappírspokum hvarvetna úr vegi, vegna þess að PLASTSEKKIR gera sama gagn og eru ÓDÝRARI. Sorphreinsun kostar sveitarfélög ) og útsvarsgreiðendur stórfé. Hvers vegna ekki að Iækka þó upphæð? PLASTPRENTh.f. GRENSÁSVEGI 7 Skyrtur í miklu og fallegu úrvali. PÓSTSENDUM. Ó.L. Laugavegi 71. Sími 20141. •jTJ I BILASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 MOTORSTILLINGAR HJÖLASTILLINCAR L JÚSASTILLINGAR LátiS stilla í tima. <f Fljót og örugg þjónusta; I 13-10 0 Auglýsingasími Þjóðviljans er 17 500 GLERTÆKNl H.F. Ingólfsstræti 4 Framleiðum tvöfalt einangrunargler og sjáum um ísetningu á öllu gleri. Höfum einnig allar þykktir af gleri. — ■ LEITIÐ TILBOÐA. Símar: 26395 og 38569 h. Rös óskast til hafa hjól kur sendill innheimtustarfa. — Þarf að PIOOVIlllNli /

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.