Þjóðviljinn - 21.01.1971, Blaðsíða 10
15 SlÐA — WÓÐ'VIEJTN'N — Rwwnfasaagay «. $arftaa>' ffifSk
Harper Lee:
Að granda
söngfugli
70
— Látfcu nú ekki eins og kjáni,
Jean litla Louise, sagðd Alex-
andra frænka. — Sannleikurinn
er einfaldlega sá, að þú getur
skrubbað og skúrað hann Walter
litla Cunningham, (þangað til’ hainn
skín eins og nýslegninn tú-
skildingur, þú getur fært hann
í nýja skó og splunkuný föt, og
samt sem áður getur hann aldrei
orðið eins og Jemmi. Auk þess
er drykkjuhneigð í þessari ætt!
Finch-folkið hefur ekki áhuga á
þesskwiar fólkL
— Já, en frænka, sagði Jemmi.
— Hún er ekki orðin níu ára
enn!
— Það er eins gott að hún
læri þetta í tíma, sagði frænka
hörkulega.
Og frænka hafði Ég
mundi greinilega eftir . þegar
hún ha'fði síðast sýnt klæmar.
Ég hef enga hugmynd um hvers
vegna hún gerði það. Það var
þegar ég var með ótal áætlanir
á prjónunum um að heimsækja
Caipumiu á heimili hennar. Ég
var forvitin og haldin ósvikn-
um áhuga. Mig langaði til að
vera gestur hennar og sjá hvem-
ig heimili hennar var, hverjir
vom vinir hennar og kunningj-
ar; en ég hefði eins getað haft
áhuga á að sjá bakhliðina á
tunglinu. Þá var aðferðin önnur,
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugav 18 HL haeð (lyfta)
Simi 24-6-16
Perma
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsen<ia 21. SÍMI 33-9-68
VIPPU - BÍfcSKÚRSHURÐlN
X fcWUK
Lagerstærðir miðað við múrop:
Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm
- 210 - x - 270 sm
Aðrar stærðir.smíðaðar eftir beiðni.
GLUGGAS MIÐJAN
Síðumúja 12 - Sími 38220
en tilgangur Alexöndm frænku
var hinn sami. Ef til vill var
það þess vegna sem hún hafði
flutzt heim til okkar — til þess
að hjálpa okkur að velja okkur
vini. En ég vildi veita mót-
spyrnu í lengstu lög og sagði:
— En fyrst þetta er bezta
fólk, aif hverju má ég þá ekki
vera góð við Walter?
— Ég sagði ekki orð um að
þú ættir ekki að vera góð við
hann. Þú mátt vera eins góð
við hann og þú vilt, já, þú átt
að vera það — það áttu að
vera við alla, telpa mín. En
þú þarft ekki endilega að bjóða
hönum hingað heim.
— En ef hann væri nú skyldur
okkur, frænka?
— Hann er ekki skyldur okkur
— og þótt hann væri það, yrði
svar mitt nákvæmlega hið sama.
— Frænka, sagði Jemmi og
lagði nú orð í belg. — Atticus
segir að maður geti valið sér
vini, en það sé ekki hægt að
velja sér ættingja, og þeir séu
skyldir manni, hvort sem manni
líkar það betur eða verr.
— Þetta er eftir honum föð-
ur ykíkar, sagði Alexandra
frænka. — En hvað sem því
líður, þá getur Jean Louise ekki
boðið Walter litla Cunningham
hingað heim. Jafnvel þótt hann
væri tengdur ykkur blóðbönd-
um, væri ekki tekið á móti
honum á þessu heimili, nema
því aðeins að hann kasmi til
að ræða við Atticus um við-
skiptamál. Og það þarf ekki
að ræða það frekar.
Samt sem áður reyndi ég að
fá hana til að rökstyðja þetta.
— En ef mig nú langar til
að leika mér við Walter, firænka,
aif hverju má ég það þá ekki?
Hún tók af sér gflerauigun og
horfði hvasst á mig:
— Það sikal ég segja þér, ef
þú vilt endilega fá að vita það,
sagði hún. — Hann er af því
fólki sem við köllum „hvítt
pakk“ og það er ástæðan til
þess að þú gefcur ekki leikið
þér við hann. Ég vil ekki a,ð
þú lærir af honum strákapör
og Guð má vita hvað meira!
Þú ert honum föður þínum
nægilegt vandamál eins og er!
Ég veit ekki hvað ég hefði
eiginlega gert, ef Jemmi hefði
ekki haldið mér fastri. Hann
þreif utanum mig með báðum
handleggjum og síðan leiddi
hann mig vinsamlega en með
festu upp í herbergið miitt.
Atticus hlaut að hafa heyrt til
okkar, því að hann rak allt í
einu höfuðið inn um gættina.
— Þetta er allt í lagi, pabbi,
sagði Jemmi stuttur í spuna.
— Þetta er ekkert sem máli
skiptir.
Orðin virtust róa Atticus, því
að hann dró sig aftur í hlé.
— Hana, fáðu þér bita, Skjáta,-
sagði Jemmi, sem hafði dregið
súkkulaðibita uppúr vasa sínum.
Svo sat ég og japlaði dálítið
og róaðist smám saman. Jemmi
stóð hjá kommóðunni sinni og
færði til munina sem þar voru.
Hárið á honum var strítt í
hnakkanum og toppur hékk
niður á ennið, og ég fór að
velta fyrir mér hvort það myndi
nokkurn tíma verða eins og á
«g--........ ................-.....
Mkxrðmuim marmi — ef til viH
þyiriftí hann að ralka það alllt
a£ og byrja upp á nýtt? Hlárin
í augnabrúnum hans voru að
verða lenigri og stinnari og ég
tók lika eftir því að hann var
eitthvað að breytast í laginiu.
Þegar hann sneri sér við, hef-
ur hann trúlega haldið, að ég
væri að því komin að fara
aftur að gráta, því að hann
sagði i skyndi:
— Ég skal sýna þér dálítið,
ef þú lofar að segja það engum.
Ég spurði hvað það væri. Og
hann hneppti skyrtunni frá sér
og brosti feimnislega.
— Hvað? sagði ég affcur.
— Geturðu ekki séð það?
— Nei.
— Það er hér.
— Hvar?
— Þama. Einmitt þama!
Hann hafði verið að hjálpa
mér og hugga , mig, svo að ég
sagði að það væri svei mér
flott, en ég gat nú ekki séð
neitt.
— Já, þetta er gaman Jemmi.
— Líka undir höndunum, sagði
hann. — Næsta ár ætti ég að
geta komizt í fótboltaliðið. Og
heyrðu, Skjáta, þú mátt ekki
láta hana frænku koma þér úr
jafnvægi.
Mér fannst ekki lengra síðan
en í gær að hann hafði sagt
við mig að ég mætti ekki angra
frænku.
— Hún er ekki vön stelpum,
skilurðu, sagði Jemmi. — Að
minnsta kosti ekki stelpum eins
og þér. Hún er bara að reyna
að gera þig að dömu. Gætirðu
ekki byrjað að sauma eða eitt-
hvað svoleiðis?
— Nei, fjandinn fjarri mér,
sagði ég og tók- upp gamla ó-
vanann. — Henni geðjast bara
ekki að mér og svo er ekki
meira með það. En mér stendur
| alveg á sama. Það var það sem
hún sagði um Walter Cunning-
ham sem gerði mig svona fok-
reiða, Jemmi, en ekki það að
ég væri Atticusi vandamál. Við
erum búin að afgreiða það fyrir
löngu. Ég spurði hann sjálf bvort
ég/væri vandamál, og hann sagði
að ég væri að minnsta kosti
ekki óleysanlegt vandamál og
hanri gæti hæglega ráðið við
bað og ég skyldi ekki hafa
fneiri áhyggjur af því, En það
var Walter — Walter er ekki
ruslaralýður, Jemmi; hann er
ekki eins og Ewellsfóilkið.
Jemmd sparkaði af sér skón-
um og sveiflaði fótunum upp á
rúmið. Hann hagræddi kodda
við bakið og kveikti á leslamp-
anuim.
— Heyrðu, Skjáta, veiztu
hvað? Ég er búinn að reikna
þetta allt saman út; ég er búinn
að hugsa mikið um það upp
á síðkastið. og nú er ég kominn
að niðurstöðu: Það er til ferns-
konar fólk í heiminum — venju-
legt fólk eins og við og nágrann-
amir; fólk eins og Cunningham-
amir úti í skógi; fólk eins og
Ewellsfjölskyldan á sorphaugun-
um og svo negrarnir.
— En hvað þá um kfnverj-
ana? Og Cajun-indíána í Bald-
win-sýslu?
— Ég er auðvitað að taia um
Maycomb sýslu. Og mergurinn
máLsins er sá að fólk af okkar
tagi lítur niður á Cunninglham-
ana og Cunninghamarnir líta
niður á Ewellana og Ewellarnir
hata og fyrirlíta negrana.
Þá spurði ég Jemma, hvers
vegna kviðdómendur Toms, sem
vora eintómir Cunningiiamar,
sýknuðn ekki Tom tíl þess eins
að sfcríða Ewellunum?
Jemimi bandaði Srá sér eins
og spuming mín væri bama-
leig.
— Og veizfcu nú hvað, sagðd
hann. Ég hef sjálfur séð Atfci-
cus sdtja og slá taktinn með
fætinum þegar verið er að leika
dansmúsik á fiðlu í útvarpinu,
og ég hef aldrei kynnzt nein-
um sem þykir eins gott heima-
brugg...
— Þá erum við alveg eins
og Cunninghamarnir, sagði ég.
— Ég get svei mér ekki skilið
hvers vegna frænka...
— Leyfðu mér að ljúka við
setninguna, sagði Jemmi óþol-
inmóðlega. — Við erum nefni-
lega öðru vísi þrátt fyrir þetta.
Atticus sagði einu sinni, að
frænku væri svona umhugað um
ættina, vegna þess að fína ætt-
’ernið væri það eina sem við
ættum og ekki grænan eyri.
— Tja, ég veit nú ekki,
Jemmi ... Attieus hefur sjálfur
sagt við mig að allt þetta tal
um gamlar ættir sé ekki annað
e eintóm fásinna, því allar ætt-
ir væru jafngamlar. Ég spurði
hann hvort það ætti Mka við
um svertingjana og Englending-
ana • og hann sagði já.
— En það er dálítið annað
að vera tiginn en að vera gam-
all, sagði Jemmi. — Ég býst
við, að miðað sé við það hve
lengi fcrfeður manns hafa kunn-
að að lesa og skrifa. Ég hef
svo sannariega brotið heilann
um þetta Skjáta, og þetta er
eina ástæðan sem ég get fundið.
Einu sinni fyrir langalöngu, þeg-
ar Fineh-ættin var á Egypta-
landi, hlýtur einhver af. henni
að hafa láert ögn i híróglýfi og
látið þá þekkingu sína ganga
til sonar síns... Jemmi hló og
sagði: — Að hugsa sér að frænka
skuli vera montin af því að
langafi hennar kunni að lesa
og skrifa — það eru furðulegustu
hlutir sem kvenifólk tekur upp
á að gorta af.
NErtEX
2500 klukkustunda lýsing
við eðlilegar aðstæður
(Einu venjulegu perurnar
framleiddar fyrir svo
langan lýsingartíma)
NORSK ÚRVALS
HÖNNUN
Heildsala Smásala
Einar Farestveit & Co Hf
BergstaSastr. 10A Sími 16995
FÉLAG mim IIL.KIMIISI \lí\1\\\\
útvegar yÖur hljóðfœraleikara
ýP og hjóms'véitir við hverskonar tœkifœri
Vinsamlegast hringið í Z0255 milli kl. 14-17
Þvoið hárið iír LOXEIVE-Shanipoo - og flasan fer
LÆKKIÐ
ÚTSVÖRIN!
PLASTSEKKIR i grindum
ryðja sorptunnum
og pappírspokum hvarvetna
úr vegi, vegna þess aS
PLASTSEKKIR
gera sama gagn
og eru ÓDTRARI.
Sorphreinsun kostar
sveitarfélög
| og útsvarsgreiðendur
* stórfé.
Hvers vegna ekki
að lækka þá upphæð?
PLASTPRENTh.f.
GRENSÁSVEGI 7
Auglýsingasími Þjóðviljans er 17500
CLCRTÆKNIHJ.
Ingolfsstræti 4
Framleiðum tvöfalt einangrunargler og sjáum um
ísetningu á öllu gleri.
Höfum einnig allar þykktir af gleri. — LEITIÐ
TILBOÐA.
Símar: 26395 og 38569 h.
Röskur sendill
óskas't til innheimtustarfa. — Þarf að
hafa hjól.