Þjóðviljinn - 05.03.1971, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 05.03.1971, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÖÐVKjJINN — Fösitudaígur 5. mascz 1971. — Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Otgefandi: (Jtgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: EiSur Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. iónsson (ðb.), Magnús Kjartansson, Sigurður GuSmundsson. .. B,tst|.fulltrúi! Svavar Gestssoa Fréttastjóri: SlgurSur V FriSþjófsson. Auglýslngastjórl: Heimlr Ingimarssoa Ritstjóm, afgrelðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Siml 17500 (5 linur). — AskriftarverS kr. 195.00 ó mánuSl. — LausasöluverS kr. 12.00. / fíúoreitrí |Jm síðustu helgi var haldin í höfuðborginni ráð- stefna um mengun á vegum Landvemdar og fleiri aðila. Þar voru fluttir meira en tveir tugir erinda um mengun á flestum sviðum athafnalífs okkar, og kom þar fram margvíslegur og gagn- legur fróðleikur. Einnig var rætt um nauðsynleg- ar ráðstafanir af fslendinga hálfu til þess að tak- marka mengun og var á það bent að löggjöf á þessu sviði væri mjög í molum og rannsóknarað- staða ísl. vísindamanna engan veginn fullnægjandi. JJáðstafanir gegn mengun hér á landi eru þeim mun mikilvægari sem íslendingar eru nú að búa sig undir iðnvæðingu, og hún mun móta þró- un atvinnumála næstu áratugi. Það land sem við þekkjum nú, og er þrátt fyrir allt sæmilega hreint í samanburði við önnur lönd í nágrenni okkar, kann að taka miklum stakkaskiptum, og verði ekki að gert' kiann óhroði stóriðjumengunar að grúfa sig yfir suma landshluta eftir skamma stund. Dæmin blasa nú þegar við hverjum manni. Á mengunarráðstefnunni Var á það bent að Áburð- arverksmiðjan dreifir árlega um 500 tonnum af eiturgufum yfir umhverfi sitt, ög er sú mengun talsvert fyrir ofan þau imörk sem heimil eru tal- in í nágrannalöndum okkar. Nú er verið að stækka Áburðarverksmiðjuna og er þess að vænta að þá verði komið upp hreinsitækjum. Þar eiga að vera hæg heimatökin vegna þess að Áburðarverk- smiðjan er ríkiseign; íslendingar þurfa aðeins að semja við sjálfa sig um nauðsynlegan þrifnað. jjitt dæmið er álbræðslan í Straumi. Þar losna við framleiðsluna á áli háfct í 200 kg. af flúor- á hverri klukkust. allan ársins hring, og verulegur hluti þess anagns dreifist um umhverfið sem flúor- vetni og hefur nú þegar sannað hin virku eitur- áhrif sín með spjöllum á trjágróðri. Verksmiðja af þessu tagi án hreinsitækja er algert einsdæmi hvort sem litið er til Evrópu eða Ameríku. Meng- unin frá álbræðslunni er háskalegur sóðaskapur, og það er íslenzkum stjómarvöldum til mikillar minnkunar að leyft skyldi í upphafi að reisa þessa verksmiðju án hreinsitækja. Hitt er þó enn furðu- legra að ennþá skuli reynt með vífillengjum og svokölluðum fræðileguim skýrslum, borguðum af álbræðslunni, að færa rök að því að fólk og dýr og gróður í umhverfi álbræðslunnajr hafi aðeins gott af því að lífa í flúoreitri. jjjengunarráðstefnan var afar gagnleg vegna þess að orðin eru til alls fyrst. Hins vegar hættir íslendingum oft við að láta sitja við orðin tóm. Átökin um lágmarksþrifnað við álbræðsluna skera hins vegar úr um það hver hugur fylgir máli hjá valdhöfunum. Verði ekki teknar upp þær hreinlætisreglur sem tíðkast í öðrum löndum, þarf ekki mikið hugarflug til að gera sér grein fyrir því hvemig ástatt verður á íslandi, þegar rætzt hefur drauimur Eyjólfs Konráðs Jónssonar um tuttugu álbræðslur. — m. Fátækrahverfi í skugga nýtízku íbúðarblokka Til vinstri: Við enda strætis sem ber nafnið „Frelsisstræti“ er minnismerki um dýrðartíma þess Portúgals, sem eignaðist mikl- ar nýlendur í þrem heimsálfum. — Til hægri: Konur gera inn- kaup í verzlunum við höfnina. í þessu ríkisfangelsi sitja fjöimargir andstæðingar hins fasíska stjómarfars. LISSABON HÖFUÐBORG NÝLENDUSTRÍÐA □ Höfuðborg „frænda“ okkar í NATO, Lissa- bon. Héðan er stjómað mannfreku, grimmu og dýru nýlendustríði Portúgala í Afríku — en heima fyrir hrannast upp óleyst félagsleg vanda- mál. VönáuB vinna Tökum að okkur breytingar, viðgerðir og húsbyggingar. Upplýsingar í síma 18892. FL UGFELJKGiJVU Skrifstofustarf Flugfélag íslands h.f. óskar eftir að ráða mann nú þegar til starfa við bók- haldsdeild félagsins í Reykjavík. Verzlunarskólapróf eða hliðstæð menntun æskileg. Umsóknareyðublöðum, sem fást á skrifstofum félagsins, sé skilað til starfsmannahalds fyrir 12. marz n.k. Sölunwður óskust Viljum ráða sölumann 1 hjólbarðasölu. Æskileg menntun, Samvinnuskóla eða Verzlunarskóla próf. Starfsmannahald S.Í.S. LAUS STAÐA Starf deildarstjóra starfsmannadeildar (launadeildar) fjármálaráðuneytisins er laust til umsóknar. ^ Til þess að gegna starfinu er að jafríáði talið, að starfsimaður þurfi menntun er jafngildi háskólanámi' a.m.k. í 4V2 ár1 og fimm ára þjálfun við stjórnunarstörf. Umsóknarfrestur til og með 1. apríl n.k. Fj ármálaráðuney tið, 3. marz 1971. LAUS STADA Starf skrifstofu’onanns í launadeild fjármálaráðu- neytisins er laus til umsóknar. Mánaðarlaun á ár- iniu 1971 verða á bilinu 20.500,00 kr. — 25.500,00 kr. og ákvarðast nánar í samræmi við starfsþjálf- un og starfsaldur væntanlegs starfsmanns. Til þeás að gegna starfinu er að jafnaði talið, að starfsmaður þurfi menntun, er jafngildi stúdents- prófi svo og þriggja ára þjálfun við akrifstofu- störf. Umsóknir sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 1. apríl 1971. Fjármálaráðuneytið, 3.,marz 1971. AÐALFUNDUR Verkakvennafélagsins FRAMSÓKNAR verður næstkomandi sunnudag kl. 14.30 í Iðnó. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. elagskonur fjölmennið og sýnið skirteini við nnganginn. Stjómin.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.