Þjóðviljinn - 17.04.1971, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 17.04.1971, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVUUKMN — Ijaugandaigia® 17. apnffl, 1971. / Landsleikir í knattspyrnu við Frakka og Norðmenn: Landsliiskjarninn valinn □ Eins og áður hefur verið sagt frá í I»jóð- viljanum leika íslendingar tvo landsleiki í knattspymu á næstunni, þann fyrri við Frakka 12. mai n.k. á Laugardalsvellinum, en hinn gegn Norðmönnum 26. maí í Noregi. Nú hefur Haf- steinn Guðmundsson, „einvaldur“ landsliðsins, valíð 20 leikmenn til lokaundirbúnings þessum leikjum og KSÍ hefur endurráðið Ríkharð Jóns- son sem landsliðsþjálfara. Leikir í MK og LB í dag 1 dag ki. 1S leika Fram og ÍA í Meistarakeppni KSl uppá Akranesi, og er þetta sáðari leik- ur liftanna. Fyrri leiknum lauk með jafntefli. í»á munu Breiða- blik og ÍBK leika í dag í litlu bikarkeppninni og fer leikurinn fram í Keflavík og hefst kl. 15. Þessir tuttugu leikmenn sem valdir hafa verið til lokaundir- búningsins eru: Úr Fram: Þorbergur Atlason Jóihannes Atlason Ásgeir Elíasson Úr KR: Magnús Guðmundsson Baldvin Baldvinsson tJr Val: Jóhannes Eðvaldsson Ingibjöm Albertsson Róbert Eyjóltsson Hermann Gunnarsson t)r Víkingi: Guðgeir Leifsson Úr Völsungi: Halldór Björnsson Úr IBK: Guðni Kjartansson Einar Gunnarsson Úr ÍA: Eyleifur Hafsteinsson Haraldur Sturlaugsson Þröstur Stefánsson Matthías Hallgrímsson Úr lBV: ólafur SiguEvinsson Sævar Tryggvason Úr ÍBA: Skuli Ágíústsson. Þess má einnig geta að Elm- ar Geirsson úr Fram, sem stumdar nám i Þýzkalandi og asfir þar og leikur knattspymu, mun að öllum likindum korna í þann hóp er leifcur 12 mai við Frakka, en sá leikur er sem kunngut liður í Olymp- íukeppninni, og má Hermann Gunnarsson ekki taka þátt í þeim leik sökum þess að hann gerðist atvinnu/maður í Austur- ríki. Og þótt menn deili um það hvort svo hafi raunvem- lega verið, segist stjóm KSl hafa kynnt sér það mál til Framhald á 7. sáðu. ,,Hand- ritin hljóð“ Þau tvö handrit sem hingað fcoma í næstu viku bárust á sínum táma eina og sömiu boðleið til Danmerkur sem gjafir frá Brynjólfi bistoupi Sveinssym til Friðriks 3ja Danakonungs. Flateyjarbók sendi Brynjóifur 1656, en hún er mest allra íslenzkra hand- rita og í hópi hinna merikustu. Konungsbók edduikvæða, sem er frægust og ómetanlegust allra íslenzkra handrita og éin höfuðgersemi germanskra þjóða, sendi hann árið 1662. Brynjólfur gaf þó ekki þessi bandrit og önnur að eigin frumkvæði og naumast með hýrri há. Sjálfur lagði hann kapp á að safna handritum af eljusemi og glöggskyggni í þeirri trú að hann gæti komið upp i Skálholti íslenzku menningar- setri í þágu heimsbyggðarinn- ar. Hann sótti 1647 urn kon- ungsleyfi til þess að koma upp prentsmiðju og láta prenta íslenzk fbrnrit með latneskunn þýðingum handa lærðum mönnum erlendis. En i atað leyfisins fékk biskup bréf frá Friðriki konungi 3ja, þar sem beðið var um fom- rít og sögur í konungsbók- l'Jöðu til glaðnings hátigninni. Slxkri beiðni var ekki unnt að neita. Hins vegar féll BrynjóMur ekki frá þeirri hugmjynd sinni að korna handritunum á prent. Hann skrifaði bókaverði konungs, Villum Lange, merkilegt bréf 1656, og þar hvetur hann til þess að konungur láti prenta forrmt á þann hátt að fmm- textinn standi í öðrum dálki en dönsk þýðing eða latnesk í hinum, og tjái ekki að fela þetta verk öðrum mönnum en íslenzkum. „Að loka handrit- in hljóð inni í erlendum bófca- söfnum þar sem enginn mun notokurnt'íma skilja þau“, segir hann, „það er ekki að varðveita forn fræði heldur að týna þeim“, þvá að á ís- landi muni þekking fomaldar líða undir lok er bækumar hverfi úr landi, nema þær verði prentaðar og haföar þar á boðstólúm. En Brynjólfi varíi ekki að þessari von um sinn; bandritin voru lotouð „hljóð“ inni í sofnum um langt skeið; til að mynda var ekki farið að birta eddukvæðin fyrr en 1787, rúmri öld eftir að handritið barst til Dan- merkur. Það sem ráð- herrarnir gleymdu Samt fór það svo að einmitt þessar röksemdir BrynjólEs biskups Sveinssonar réðu að lokum úrslitum um það að verulegur hfluti þeirra hand- rita sem bárust til Danmerk- ur flyzt nú til ísflands á nýj- an leik. Átökin í Danmörku snerust fyrst og fremst uim það hvort líta œtti á hand- ritin sem safngripi. einskonar uppstoppaða geirfugla, eða hvort þau væru liíandi veru- leiflri, rannsóknarefni, ómet- anlegar heimildir um bók- menntir og menningu Islend- inga. Siðari kenningin sigraði vegna þess að íslenzkir lær- dómsmenn færðu sönnur á hana í veiki. 1 Amasafni í Kauipmannalhöfn hafa hand- Titin ékki verið „hljóðir" sýningargripir, heldur diagleg t viðfangsefni vísindaímanna, nútímaleg verkefni. Islending- ar standa í þakkarskuld við marga landa sína sem þar hafa starfað, aukið þekkingu á þeim fornu fræðum sem Brynjólfur Sveinsson vildi varðveita og gert hana til- tæka alþýðu manna á Islandi. Einn þeira manna sem hæst ber í þeim hópi starfar enn í Ámasafni í Kaupananna- höfn, Jón Helgason. Hann hef- ur á undanfömum áratugum hafið Stofnun Áma Magnús- sonar til mikillar alþjóðlegr- ar virðingar meðal þeirra seim áhuga hafa á norrænum fræðum; hann hefur gert til stofnunarinnar undansláttar- lausar vísindakröfur og totsnn- að öðrum betur að fullnægja þeim; hánn hefur einnig haft á því fullkomnara lag en aðrir að gera þá vásindalégu þeklkingu tilkvaema sæanilega læsum leikmönnum. Það voru vísindastorfin í Ámasafni sem tryggðu íslendinigum full- gildar röksemdir og sigúar í handritamálinu, og skal þó engan vegitm gert lítið úr framlagi annarra. A þessar alkunnu stað- reyndir er minnt vegna þess að ráðherrar gleymdiu henni. Þegar samnmgurinn um aí- bendingu handritanna var undinftaður í Kaupmanna- höfn lsta aþúfl var Jión Helgason ekki í hópi þeinra sem boðið var til athafnar- innar. Nafn hans var ekki heldur að finna meðal þeirra sem upphaflega vair stefnt til gieðskapar í Reykjavík á miðvifcudaginn kemur. Nú er sagt að ráðlherrair hafi tefciö sig á; hitt sfciptir þó meira máli að þeir átti sig á því hvers vegrna sjálfsagt var að cirvmitt Jón Helgason fylgdi handritunum til Islands. Handritin eru ékki nú frekar en fyrr sýningargripir til þess að varpa Ijóma á stórkross- aða tignarmenn, hvorki kon- unga né ráðherra. Þeim fylgja enn þær kvaðir sem Brvni- ólfur biskup Sveinssoii orðaði fyrir rúmum þremur öldum. i / — Austri. Aðsókn að knattspyrnu fer stöðugt minnkandi Þriðju deildar leikmaður í landsliði Halldór Bjömsson, fyrr- um Icikmaður KR, nú- verandi ieikmaður Völs- unga á Húsavík, sem er 3, dcildarlið, hefur verið valinn í landsliðshópinn og ef Halldór ieikur landsleikinn við Frakka verður það í fyrsta sinn í íslenzkri knattspymu- sögu sem 3. deildarleik- maður leikur með Iands- liftinu og það hefur held- ur aldrei gerzt að 3. deildarlcikmaður hafi verið valinn til lokaund- irbúnings fyrir landsleik. Ólafur Erlendsson formaður KRR Aðalfundur Knattspyrnuiráðs Reykjavítour var haldinn sl. miðvikudag. Einar Bjömsson, sem verið heftir formaðuir róð6- ins sl. 10 ár baðst undan end- urkosningu og í sfað hans var Olafur Erlendsson úr Víkingi kjörinn formaður KRR. A fundinum var lögð fram skýrsla stjómarinnar, vel unn- in og hin fróðdegasta. I henni kemur fram mjög hörð gagn- rýní á ýmislegt í störíúm KSl og sumstaðar er hún með þvi hvassasta, sem fram hefiur kom- ið og er þá nokkuð sagt. Nánar mun skýrslunnar getið hér i blaðániu efitir helgina. — S.dór. Reykjavíkur- mótið hefst n. k. fimmtudag Reykjavákurmótið í knaitt- spymu hefst á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 22. apríl. Fyrsti leikurinn verður á millli Fram og Vákinigs, en 25. apríl leika Ármann og Þróttur og 26. apríl leika svo Valur og KR. Á sama tíma og handknatt- leikurinn hér á landi spreng- ir utan af sér allt húsnæði vegna aukinnar aðsóknar, fer aðsókn að knattspyrnukapp- Icikjum stöðugt minnkandi hér á landi. Kemur þetta fram í ársskýrslu KRR, er lögð var fram á aðalfundi ráðsins sl. miðvikudag. Þar segir, að þrátt fyrir mjög aukinn leikjafjölda hér i Reykjavík á síðasta ári, hafi aðsóknln að leikjum aldrei verið eins Iéleg og árið 1970. Arið 1968 fóru fram 75 leik- ir, sem selt var inná, og áhorfendur voru 81.500. Árið 1969 voru leikimir 80 og á- horfendur 75.500, en árið 1970 voru leiltirnir 92 en áhorf- endur ekki nema 76.100. F.f Rvíkurmótið eitt er tekið, þá kemur í ljós að árið 1962 var aðsóknin samtals 11.394 manns, árið 19G3 11.989, árið 1964 11.195 og er þetta um eitt þúsund manns á leik að meðaltali. Síðan hefur að- sóknin ferið jafnt og þétt minnkandi unz árið 1970 komu aðcins 2940 manns á allt Reykjaivíkurmótið, sem þýðir 196 manns á Ieik að meðaltali. Ef leikimir í 1. deildar- keppninni, sem fram fóru hér í Reykjavik, eru athugaðir kemur i Ijós, að árið 1962 vom leiknir i Reykjavik 16 leikir í 1. deild. og meðal- talsaðsókn á leik var 1208, ár- ið 1963 voru leikirnir 15 og meðaltalsaðsókn 1327 manns á leik. 1964 var hún 1140 en leikirnir 21, árið 1965 voru leikimir 16 og mcðaltalsað- sókn 1958 manns, á 17 Ieiki ári siðar komu að meðaltali 1966 manns á leik, en síðan tekur að syrta í álinn unz 1970 að aðsóknin er ekki nema 895 manns á leik, en leikimir orðnir 29. Þetta er óhugnanleg stað- reynd, sem knattspymumenn standa frammi fyrir, en ís- lcnzkir knattspymumenn standa ekki einir uppi með minnkandi aðsókn, sama sag- an er að gerast um allan hcim. Hvaðanæfa berast kvartanir og kvein forustu- manna knattspyrnumála um minnkandi aðsókn og svo rammt kveður að þessu, að v-þýzu 1. deildarliðin, að einu félagi undanskyldu (Herta Berlin) eru gjaldþrota að sögn v-þýzka ritsins Der Spiegel og blaðið segir að vel geti svo farið að engin knattspyroa verði leikin í 1. deild í V-Þýzkalandi næsta ár. Fyrir okkur Islendinga er ástæða til að spyrja hvað veldur hinni miklu aukningu i aðsókn að handknattleik á sama tíma og aðsóknin hrað- minnkar að knattspymunni? Það skyldi þó aldrei vera ( sama skýringin á því og sú er Der Spiegel heldur fram að sé orsök minnkandi að- sóknar í Þýzkalandi, að menn velferðarþjóðfélagsins leggi það ckki á sig að standa eða sitja og horfa á knattspvrnu- kappleik í köldum veðrum; ( þess í stað vilji þeir heldur sitja heima f stofu og horfa á leikina í sjónvarpinu þrátt að þeir viti ef til vffll úrslitin fyrirfram, þar eð leikjum er sjaldnast siónvamað ífyrr en þeim er iokið, þótt i því efni séu undantekningar. Blaðið segir að sennilega verði eina lausnin sú að byggja hús yfir knattspyrniivellina svo menn geti setið í hlýiimni og horft á knattspyrnu svona rétt eins og þeir væru í stof- unni heima hjá sér. — S.dór. Félag'Smálastofnun Reykjavíkurborgar LEIGUÍBÚÐIR Borgairráð Reykj avíkur hefur ákveðið að auglýsa til leigu 80 2 og 3 herbergja íbúðir að Yrsufelli 1 til 15. Áætlaður afhendiugartími er 1. júní tál 1. sept- ember n.k., 20 íbúðir á raánuði/ Við úthlutun íbúðia þessaj-a skal taka sérstaikt til- lit til eftirfarandi atriða: 1. Að öðru jöfnu ganga þeir fyrir utm úthlutun, sem búa í heilsúspillandi húsnæði, er verður út- rýmt. 2. Búseta og lögheimili í Reykjavik s.l. 5 ár er skilyrði fyrir leigu í íbúðum þessum. 3. Lágmark fjölskyldustærðar er sem hér segir: 2. herbergja íbúð 3 manna fjölskylda. 3. herbergja íbúð 5 manna fjölskylda. 4. Eigendur íbúða koma eigi til greina. nema um sé að ræða heilsuspillandi íbúðir, sem verður útrýmt. 5. Tekið skal tillit til heilsufars umsækjanda og fjölskyldu hans. Vottorð læknis skal fylgja um- sófcninni, ef ástæða er talin til þess. 6. Tekið skal tillit til tekna og eigna og fvlgi um- sókn vottorð skattstofu um tekjur V eignir s.l. árs. Leigumáli skal aðeins gerður til 1 árs í senn og endurskoðast árlega en að öðru leyti gilda reglur um leigurétt í leiguhúsnæði Reykjavíkurborgar. Umsóknir skulu hafa borizt húsnæðisfulltrúa Fé- lagsmálastofn\inar Reykjavíkurborgar, Vonar- stræti 4 eigi síðar en mánudag 10. maí n.k.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.