Þjóðviljinn - 17.04.1971, Qupperneq 4
4 SteA — ÞJÖÐVELJTNW — Lausardtagor 17» acxtfi lan.
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis <—
Otgefandl: Otgáfufélag ÞjóSviljans.
Framkv.stjórl: Eiður Bergmana
Ritstjórar: Ivar H. lónsson (áb.), Magnús Kjartansson,
Slgurður Guðmundsson.
Ritstj.fulltrúl: Svavar Gestssoa
Fréttastjórl: Slgurður V. Friðþjófsson.
Auglýslngastjórt: Helmlr Ingimarsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: SkólavðrðusL 19. Siml 17500
(5 línur). — Askrlftarverð kr 195.00 á mánuðl. — Lausasöluverð kr. 12.00.
Staðreyndir viðurkenndar?
yíst væri það ánægj-ulegt að sjá ríkisstjómarblöð-
in Alþýðublaðið og Morgunblaðið vera að byrja
að vitkast í jafnmikilvægu máli á alþjóðavett-
vangi og viðurkenningu á aðild Alþýðuveldisins
Kína að Sameinuðu þjóðunum — ef (og það er
nokkuð stórt ef) það væri ekki vegna þess að svo
hefur nú verið þjarmað að Bandaríkjastjóm, m.
a. á allsherjarþinginu í haust að hún þorir varla
lengur að fylgja þeirri stefnu að neita að viður-
kenna tilvist Alþýðuveldisins Kína, reyna af alefli
að einangra það, útiloka það frá samskiptujm við
aðrar þjóðir. Þá fyrst þegar þessi einangrunar- og
kúgunarstefna Bandaríkjanna er að bíða skipbrot
svo algjört, að annað eins hefur Bandaríkjastjóm
vart áður beðið í alþjóðamálum, ranka blöð ís-
lenzku stjórnarflokkanna loks við sér, og taka að
sjá skímu í málinu. í tvo áratugi hafa stjórnmála-
menn Natóflokkanna tuggið upp bandarískan
delluáróður um stjóm Sjang Kajséks á Taivan, og
varið það fáránlega ástánd að sú bandaríska lepp-
stjóm færi með umboð Kína hrjá Sameinuðu
þjóðunum, ætti fast stórveldissæti í öryggisráði
með tilheyrandi neitunarvaldi. Þingmenn og blöð
Sósíalistaflokksins áður og síðar Alþýðubandalags-
ins hafa frá öndverðu talið sjálfsagt að viður-
kenna staðreyndina um tilveru Alþýðuveldisins
Kína, og lagt 'til utan þings og innan að ísland
tæki upp eðlilegt stjómmálasamband og viðskipta-
samband við Kína, líkt og hinar Norðurlandáþjóð-
imar gerðu þegar á fyrstu árunum eftir sigur
kommúnista 1949. Nú síðast í vetur lá fyrir Al-
þingi tillaga, sem Magnús Kjartansson og Sigur-
vin Einarsson flu'ttu, um breytta stefnu íslands
í utanríkismálum, og var þar eitt atríði að breyft
skyldi um stefnuna gagnvart Kína, en ísland hef-
ur dindlazt með Bandaríkjunum á allsherjarþing-
inu í þessu máli þjóðinni til skaða og skammar.
Tillaga Magnúsar og Sigurvins fékkst ekki einu
sinni rædd á Alþingi, og beittu stjómarflokkamir
til J)ess forsetavaldi sírru.
Nú virðast hins vegar Alþýðublaðið og Morgun-
blaðið orðin smeyk uim að þau kunni að sitja
uppi með gömlu bandarísku afstöðuna eftir að
Bandaríkin sjálf hefðu skilið, að sú stefna — ein-
angrun Alþýðuveldisins Kína — hefur beðið al-
gert skipbrot. Fleiri og fleiri ríki hafa komið á
stjómmálasamböndum við Kína, þeirra á meðal
Ameríkuríkin Kanada, Kúba og Chile, og Atlanz-
hafsbandalagsríkin Frakkland og Ítalía. Hug-
myndir íslenzkra valdamanna um skylduþjónustu
íslands við Bandaríkin hafa hins vegar hindrað að
ríkisstjóm íslands beitti heilbrigðri skynseimi og
jdðurkenndi staðreyndir. — s.
„Máfurinn " eftir Tjekof á sviiinu / ISnó
Á myndinni sjást þau Pétur Einarsson og Valgerður Dan í hlutverkum sínum í leiksýningu Leikfélags Reykjavikur á „Máfinum“
eftir rússneska leikskáldið Anton Tjekof. Eins og getið hefur verið í fréttum blaðsins verður leikritið frumsýnt í Iðnó á þriðju-
dagskvöldið. Leikstjóri er Jón Sigurbjörnsson, þýðinguna gerði Pétur Thorsteinsson ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu og leik-
myndir og búninga teiknaði Ivan Törok.
Alþingiskosningarnar 13. juní 1971
Yfirlit yfir kjósendur á kjörskrá f
sýslum, kaupstöðum og kjördæmum
□ Þjóðviljinn hefur áður greint frá fjölda
kjósenda á kjörskrá í einstökum kjördæimum á-
samt samanburði við fjölda kjósenda í kosning-
unum 1967. Hér fara á eftir í heild tölur um
fjölda á kjörskrá í öllum lögsagnamimdæmum
landsins, kaupstöðum og sýslum, ásamt skýring-
um Hagstofu íslands á tölunum.
Sey@isfjörður 402 484
Neskaupstaður 021 816
Vestmannaieyjar 2.907 2.690
Tala kjósendia í Reykjavák
1071 er samtovaamt kjörskrá
Manntalssikrifstofu Reyikjavík-
ur eins og hiún er nú, en kjós-
endatalan þar á eftir að hækkia
eitthwað. Meðtaldir eru einstak-
lingar, sem ná kosningaaldri
eftir kjördiag 1971. — Fyrir öll
önwur umdaani er hins vegar
tilgreind tala einstaklinga 20
ára og eMri á þessu ári. í>ar
eru með öðrum orðum meðtald-
ir útlendingiar og aðrir sem
hafia ekki kosningarétt, þótt
þeir bafi náð 20 ára aldri. Þótt
-------------------------------------<S>
Geðvemdarfélag
íslands
Aðaifiundiir Geðvemdar-
félagsins f. árin 1069 og
’70 verður baldinn í
Hagaskóla v/Hagatorg
laugardaginn 17. apríl
1071 kL 6 síðdegis.
Venjuleg aðalfundarstörf.
STJÓRN GEÐVERNDAR.
FÉLAGSINS.
svo sé, ætti hér ekfci að imma
mikl-u frá því, sem verður í
raun.
Tala kjósenda á kjörskrá við
aiþingiskosningarnar 11. júní
1967 er tilgreind til samanburð-
ar, en þar eru ekki meðtaldir
þeir, sem urðu 21 árs eftir
kjördiag, Tekið skal fram, að
með stjómskipunarlögum, nr.
9/1068, um breyting á stjóm-
arskránni, var lágmarksaldiurf-
kosningaréttar lækkaður úr 21
ári í 20 ár.
Skammstafianir: Nú = tala
einstaklinga á kosningaaldri
1971 samkvæmt ofangreindiu.
1967 = tala kjósenda á kjör-
skrá við alþingiskosningar
1967.
KAUPSTAÐIR Nú 1967
Reykjavík 51.069 45.419
Kópavogur 5.885 4.656
Hafnarfjörður 5.583 4.413
KefLavík 3.097 2.648
Akranes 2.383 2.1(19
ísafjörður 1.606 1.429
Sauðárkrókur 960 792
Siglufjörður 1.349 1.349
Ólafsfjörður 618 579
Akureyri 6.369 5.393
Húsavík 1.121 939
Kaupstaóir alls 84.450 73.726
Gullbringusýsla
Kjóearsýsila
Borgarfjarðars.
Mýrasýslia
Snæfelitenessýsla
Dalasýsla
A-Barðastr.s.
V-Barðastr.s.
V-fsaíjarðarsýsla
N-ísafjarðarsýsia 1.045
Strandasýsilia 758
V-Húnavatnssýsla 835
A-Húnavatnss. 1.417
Skagafjarðars. 1.436
Eyjafj'arðars. 2.191
SÝSLUR
Nú
4.271
1.970
846
1.331
2.303
692
286
1.003
971
1967
3.404
1.605
787
1.195
2.131
669
292
1.037
894
988
747
772
1.293
1.432
2.115
S-Þingeyjars. 1.652 1.506
N-Þingeyjars. 1.037 1.024
N-Múlasýsla 1.323 1.342
S-Múlasýsla 2.003 2.559
A-Skaftafellss. 961 832
V -Skaf tafeUssýSila 879 821
Rangárv!alil£isýsla 1.873 1.745
Ámessýsila 4.782 4,095
Sýslur alls 36.855 33.375
KJÖRDÆMI
Nú 1967
Reykjavík 51.069 45.419
Reykjeneskjörd. 20.806 16.726
Vésturl.kjörd. 7.555 6.901
Vestfjarðákjörd. 5.759 5.387
Norðurl.kjörd.-v. 5.997 5.638
Norðurl.kjördl.-e. 12.988 11.646
Aiusturl.kjörd. 6.600 6.033
Suðurl.kjörd. 10,531 9.351
Allt landið 121.305 107.101
ENDVERSK UNDRAVERÍYLD
INDVERSK UNDRAVERÖLD
Mikið úrval af sérkennilegum handunn-jm
munum til fermingar- og tækifærisgjafa. M.a.
Iramfóruviðarkistur og borð, gólfvasar, altaris-
stjakar. vegg- og gólfmottur silkislæður leð-
ur-tðskur og margskonar skrautmunir einnig
Tbai-silki. Nýkomið mikið úrval af reykelsi og
reykelsiskerum. Gjötína sem veitir varanlega
ánægju fáið þér i JASMIN Snorrabraut 22.