Þjóðviljinn - 03.06.1971, Síða 9
Flmmtudagur 3. júm 1971 — ÞJÓÐVIUINN — SlÐA 9
Ath. frá Baldrí Óskarssyni
Vegna fréttar, sem birtist á
forsíðu Þjóðviljans hinn 29.
miaí s.l. undir fyrirsögninni:
„6 - 7 menn í stjóm SÍS ráða
Framsókn“ og vitnað er til
yfirlýsingar, sem ég bafi ótt
aS gefa á fiundi { Hinu ís-
lenzka prentarafélagi, vil ég
taifca fram eftirfarandi:
Á umræddium fundi kwm
fram fýrirspum til mín á þá
leið hvort það væri ekki
dæmigert um tvískinnung
Framsóknarflokkisins, að í orði
styddi hann kaupkröfur verkia-
fólks, en í verki stæði Vinniu-
málasamband samvinnufélag-
anna með Vinnuveitendasam-
bandi ísiandis í vinnudeilum.
í tilefni þessarar fyrirspumar
og vegna ummæia í sömiu átt
frá Eg'gert G. Þorsteinssyni og
Jóni Snorra Þorleifssyni, sem
voru frummælendnr á fundin-
um ásamt mér, ræddi ég mjög
ýtarlega um Framsóknarflokk-
------------------------------«s>
Rvíkurmótið
Framb. af 5. síðu.
sinni séð. Þeir Sigurður Dags-
son og Helgi Björgvinsson mið-
vörður Vals voru tveir einir
á vítateigslínu og ætluðu sér
báðir boitann, án þess að hvor
kallaði til hins, og úr
þessu varð siíkt samstuð að
báðir duttu og Erlendur Magn-
ússon kom aðvífandi og renndi
boltanum fyrirhafnarlaust í
markið 1:1. Þannig var svo
staðan í leikhléi.
Þegar Fram hafði vindinn
með sér í síðari hálfledknum
má segja að um nær samfelda
sókn af þess hálfu hafi verið
að ræða, með einu og einu
skyndiupphlaupi Valsmanna
inní milli og tvívegis voru þeir
nærri því að skora úr þessum
upphlaupum sínum. Þrátt fyrir
mikla sóknarlotu Fram í síð-
ari hálfleiknum, átti liðið ekki
mörg hættuleg marktækifæri,
en nokkur þó og eitt þeirra,
en þó aills ekki það bezta, kom
tá 30. mfnútu, er Erlendur Magn-
ússon fékk boltann sendanfram
völlinn og tók hann vel á móti
(boltanum og skaut glæsilegu
skoti alls óverjandi fyrir Sig-
urð Dagsson í Vals-markinu
og reyndist þetta sigurmark
Fram. Þetta mark Erlendar var
það eina fallega, sem sást í
þessum lélega leik.
Sennilega hefði jafntefli ver-
ið réttlátustu úrslit leiksins, eða
þófsins eins og réttara væri
að kalla leikinn, en jafntefli
hefði einnig dugað Fram til
sigurs í mótinu, sigurs er það
á fyllilega skilið. Tveir mmn
fundust mér umtalsverðir í
Valsliðinu, en það er bezti
maður liðsins í allt vor Berg-
sveinn Alfonsson, sem alltaf
reynir að spila félaga sína uppi
©g Hélgi Björgvinsson hinn
stórefnilegi miðvörður Vals,
og honum er það mest að
þakka að Valur fékk ekki á
sig fleiri mörk í þessum leik.
Hjá Fram var það sem fyrr
þeir Marteinn Geirsson, Sig-
urþergur Sigsteinsson, Jóhann-
es Atlason og Baldur Sche-
virng er af báru í liðinu, en
eini framlínuleikmaðurinn, sem
kveðið hiefur að hjá Fram í
vor, Ásgeir Eilíasson, hvarf al-
gerlega einhverra hluta vegna.
Elf Fram hefði ekki þessa frá-
bæru vöm, væri það senni-
lega nær botni en toppi i
mótinu jatfnvel þótt þáð hafi
betra úthald en hin liðin.
Dómari í leiknum var Óli
Olsen og dæmdi mjög vel.
— Súér.
EÓP-mótið
Framh. af 5. síðu.
Sig. Sigurðsison UMSK 13,55
Grétar Guðmundsson KR 12,11
Hástökk: m.
; Elías Sveinsson ÍR 1,85
Stefán Hallgrímsson UÍA 1,85
Hatfsteinn Jóhannss. UMSK 1,75
Ámi Þorsteinsson KR 1,75
Þrístökk: m.
Karl Stefánssoin UMSK 14,21
Hermenn á Þingvöllum
inn og samskipti bans við sam-
vinnubreyfinguna frá fyrstu
tíð. Ég rakti þær breytingar,
sem orðið hefðu á eðli Fram-
sóknarflokksins og um leið
stefnu hans við það að verða
næst stærsti Eokikurinn í bæj-
um og kaiuptúnum og æ vax-
andi hópar verkafóiks styddu
Framsóknarflkkinn. Samhliða
gerði ég grein fyrir þeirri þró-
un, sem orðið hefði á félagis-
hreyfingum fólksins, sam-
vinnuhreyfingunni og verka-
lýðshreyfingunni, minni þátt-
töku félagsmanna í þeim og æ
meira vald fáeinna forystu-
manna, þar sem i verkalýðs-
hreyfingunni stjómuðu fáeinir
pólitískir forystumenn, t.d.
hefðu formaður og vanafor-
maður Dagsbrúnar í raun al-
ræðisvald í því félagi. en 1
samvinnuhreyfingunni væri
þetta vald í höndum 6-7 fram-
kvæmdaaðila hreyfingarinniar,
sem tækju æ sjálfstæðari af-
stöður. Þessir mienn mótuðu
afstöðu Vinnumálasambands
samvinnufélaganna í karup-
gjaldsmálum og hefði hún á
undanfömum árum oft verið í
andstöðu við vilja Framsókn-
arflokksins og fjölmagra fé-
lagsmianna í samvinnufélögun-
um.
Þannig hefði Framsóknar-
flokkurinn staðið með verka-
lýðshreyfingunni á undianföm-
um árum bæði í kaupgjalds- og
verðlagsmálum, en veriS í and-
stöðu við viðhorf samvinnu-
félaganna í þessum efnum.
Ég benti ennfremur á það.
að ekki væri óeðlilegt að fram-
kvæmdastjórar Sambandsins og
kaupfélagsstjórar hefðu það
sjónarmi'ð að hugsa fyrst og
fremst um að reyna að tryggja
afkomu þeirra fyrirtækju, sem
þeim er trúað fyrir og þann-
ig í lengstu lög að halda öllum
reksturskostnaði niðri og þá
einnig launagreiðslum. Hlut-
veric samvinnufélaga væri ekki
að berjiast fyrir hækkuðu
kaupi, heldur að láfca í té góða
vöru og þjónusfcu á sem allra
lægstu verði.
Á hinn bóginn ítrekaði ég þá
skoðun mína og Framsóknar-
flokksins, að forráðamenn
Vinnumálasambands samvinnu-
félaganna befðu átt að ganga
fyrr og lengra til móts við
kröfur verkafólks siðustu árin
og ganga til kjarasamninga
sem sjálfstæðir aðilar en ekki
við hiið annarra atvinnurek-
enda, endia væri brýnasta
þj óðmál averkefn i samtímans
að tengja þessar félagshreyf-
ingar fólksins fastari böndum.
Það er því algjör útúrsnún-
ingur að ég bafi s»gt að 6-7
menn í stjóm SÍS réðu Fram-
sóknarflokknum, einnig í ljósi
þess, að i stjóm Sambandsins
era menn með ýmsar stjóm-
málaskoðanir. Annað hivort
hefur héimildarmaður Þjóð-
viljans verið heimskur eða
heymardaufur í meira lagi,
éða þá að biaðið er vísvitandi
að ljúga í von um ávinning í
komandi kosningum.
Baldur Óskargson.
Framh. af 1. síöu.
garðsins er sú. að hinir banda-
ríslku stríðsmenn hafi verið á
samedginlegri björgunaraafir^u
með mönnum úr Flugbjörgunar-
sveitinni og það hafi þeim verið
leyft aö gera af íslenzfcum sfjóm-
vöildum allar götur frá árinu
1953!
Þjóðviljanum er kiunnugt um,
að innan Flugbjörgunarsveitar-
innar hefur verið og er ágrein-
ingur um þessa vansæmandi
„samvinnu" við bandarístoa her-
námsliðið og var því síðast mót-
mælt á undirbúningisifiundi í
Flugbjörgunarsveitinni í Reyfcja-
vík í vetur fyrir þessa æfingu.
Vísir hefur það eifitir Sdgurði
Þorstednssyni hjá Flugbjörgunar-
sveitinni, að hér hafi verið um
að ræða „björgunarsveit hers-
ins“, eins og það er orðað. Sfcað-
reynd málsins er hins vegar sú.
að þarna var um að ræða banda-
riska hermenn af VeMinum, alls
ekki neina sérstaka ..björgunar-
sveit“, enda seigir Vísir sjálfur
— kannski óviljandd — að
„margt hafi verið um stríðslbúna
Bandaríikjamenn í hnauninu auk
ísl. gulstaklca".
Hér skail efcki ráðizt á Flug-
björgunarsveitina fyrir það óvið-
urkvæmilega athæfi að hafa yf-
irleitt „samstarf“ við bandaríska
hermenn um slíkar björgunar-
aafingar sem þama fóm firam.
Það skal látið liggja milli hluta
að sinni.
Hitt er regin hneyksli og
2 umferðarslys
Tvö umferðarslys urðu á
Reykjanesibraut í gaer, annað við
Hafnarfjörð, hitt i Njarðvifcun-
um.
1 gærmorgun var. lítilli Prinz-
bifreið ekið á stálbandriðið utan
með veginum á móts við kirkju-
garðinn í Hafnarfirði og slasað-
ist öfcumaður og var flutur á
slysadeild Borgarspítalans. Bíll-
inn, sem er skrásettur úti á
landi, sfcemmdist mikið.
Um 8 leytið í gærkvöldi varð
j árekstur á mótum Reykjanes-
brautar og Sjávargötu í ýfcrj
Njarðvík og valt önnur bifreiðin
við áreksturinn. Kona i öðrum
bílnum meiddist.
íslenzkum stjórnarvöldum til
háborinnar skammar, að þau
sfculi lána sérstafclega út þjóð-
garðinn á Þingvöllum tU
þcssara nota, en að sögn Sig-
urðar Þorsteinssonar í Vísi er
Almannagjá einkum notuð við
þcssar æfingar. Er ekfci hægt
að finna einhvern stað annan
en ÞingvöU, helgasta stað
þjóðarinnar, tdl æfingaleiks
bandarískum stríðsmönnum á
Islandi? Eða er þáð sameigin-
Iegt áUt allra islenzkra stjóm-
arvalda, sem þarna eiga hlut
að máli. að það bezta hér á
landi sé hernámsliðinu ekki
of gott?
Eiturlyf
Framh. af 12. síðu.
Stanley Resor hewnálaráðherra
sagði frá því eftir heimsókn til
Víetnam nýlega, að milli 10 og
15°/o bandarísku hermannanna
þar neyttu heróíns. Sagðá Nixon,
að stjómin ætlaði að tatea upp
samvinnu við önnur lönd, m. a.
Suður-Víetnam, tU að finna upp-
sprettur eiturdyfjainnai, refsa þeim
sem seldu þau, vedta neytendum
læfcndshjálp og hvað hermönn-
unum viðkæmi, reyna að læfcna
þá áður en þeir yrðu algeriega
háðir lyfjunum. Einnig er fyrir-
huiguð upplýsánigaherferð í
Bandarífcjunum til að gera al-
menningi grein fyrir, hvemig
menn verða eituriyfjaneytendur.
Daníel snýst
Framh. af 1. síðu.
forstjóra meðan lög um SR eru
í endurskoðun. Þessa tillögu
fllutti Daníel Ágústínusson og
var hún sanaþykkt með atkvæði
hans og stjómairliða gegn einu
aitácvæði fuliltrúa Allþýðuibanda-
lagsáns. Hann lagði til að stjórn-
ia samiþyfkíkti að auiglýsa þegar
laust til umsóknar starf fram-
kvæmdastjóra verksmiðjunnar.
Var tillaga HafS-teins Sigur-
björnssonar sama efnis og tiálaga
DsníeOs Ágústínussonar 10. maí
1970.. Þessi fciUaga JHafsteins var
feild meo 4 atkvæðum Daníels og
stjórnarliða gegn einu atkvæði
Hafsteins.
Lýsisverðið
Framhald af 2. sfiðu.
að ekki sé sterkara að1 orði
kveðið.
Framleiðslan hér á landi
nerniur nú um 7 þúsund tonn-
um á ári af lýsi til herzlu og
að aufci 4-5 þús. tonnum af
þorskalýsi, FramleiðsiLa ársins
1971 var að mestu seld fyrir-
fram, meðan verðið var ennþá
hótt. Verðfallið kemur þó nið-
ur á þeim hluta framleiðslunn-
ar, sem var of súr til þess að
hann félli undir þessa samn-
inga. (Félag ísl. fiskimjöls-
framleiðendia).
Kosningahandbók Fjölvíss
fæst í bökabúðxim og sölutumum um allt land.
í bókinni eru allar nauðsynlegar upplýsingar um
framboðslistana ásamt myndum af frambjóðend-
ua, upplýsingar um fyrri kosningar, töflur til að
færa inn á kosnin-gatölur.
Engar auglýsingar
Bókin fer vel í vasa.
VERÐLAUNAGETRAUN.
Aövörun
Samkvæmt heimild í 15. gr. lögreglusam-
þykktair Reykjavíkur verða munir, stem
skildir hafa verið eftir á almannafæri og
valda hættu eða tálmunum fyrir umferð-
ina, svo sem skúrar, byggingaefni, um-
búðir, bifreiðahlutir o.fl., fjarlægðir á
næstunni á kostnað og ábyrgð eigenda án
frekari viðvörunar.
Lögreglustjórinn í Reykjavik.
1. júní 1971.
Forskóli fyrir prentnám
Verklegt forskólanám í prentiðnum hefst í Iðn-
skólanum í Reykjavík, ef næg þátttaka fæst hinn
9. júní n.k.
Forskóli þessi er ætliaður þeim, er hafa hugsað
sér að hefja þrentnám á næstunni og þeim sem
eru komnir að í prentsmiðjutn, en hafa ekki hafið
skólanám.
Umsóknir þurfa að berast skrifstofu skólans í síð-
asta lagi 7. júní n.k. Umsóknareyðublöð og aðrar
upplýsingar verða Íáfcnar í té á sama stað.
Hugsanlegir nemendur, búsettir eða á nómssamn-
ingi utan Reykjaivíkur þurfa að leggja fram skrif-
lega yfirlýsingu frá sínu sveitarfélagi um að það
samþykki greiðslu námsvistargjalds eins og það
kann að verða ákveðið af Menntamálaráðuneytinu,
sbr. 7. grein laga nr. 18/1971 um breytingu á lög-
um nr. 68/1966 um iðnfræðslu.
Skólastjóri.
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
BREIÐAGERÐISSKÓLAHVERFI
Hverfafundiur í Breiðagerðissfcóla verður haldinn fiöstu-
daginn 4. júní að Stóragerði 16, fcl. 20,30.
AKRANES
Kafifisala i Rein alla
anT. ^Mubandala^iJ, |w.
t * «
Munið kosnin,giaisjóðinn.
RE YK J ANESK J ÖRDÆMI
Alþýðubandalagið i Reykjaneskjördæmi heldur kosninga-
hátíð í Skiphól Hafnarfirði, föstudagskvöldið 4. júní nJc.
Ávarp og sfcemmtiatriði. Dans.
Sfcuðningsmenn G-lisfcans eru hvattir til að fjölmenna og
tafca með sér gesti. — Skemmtinefndln.
Innilegar þafckir fyxir aiuðsýndia vináttu viö andiát og
jarðarför
GUÐRÚNAR ÞORVALDSDÓTTUR
Höfða, Vatnsleysuströnd.
Þórarinn Einarsson,
börn, fósturbörn og tengdabörn.
Þöfckrjm innilega aiuðsýndia siamiúð og vinarhug við frá-
fiail og útför
KRISTJÁNS HEIBARS HANNESSONAR,
sem fi&rst mieð M/b Sigurflara, Homafirði.
Lilja Aradóttir
Hannes Kristjánsson
börn og tengdabörn.
Öllium þeiim, sem sýndu mér og mínum vináttu og sam-
úð við andliát og útför eiginfcanu minnar
INGIBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR
þafcka ég innilegia.
Guðmundur Böðvarssou.
Plastpokar í öllum stæröum m * ctddcmt,
- áprentaöir í öllum litumTLASTPRENTh