Þjóðviljinn - 26.06.1971, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.06.1971, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVTIaJINTJ — Laugardagur 26. júní 1971. Jetta Carleton 26 * I MÁNA- SILFRI — Já, þakk fyrir. Jessica fór að klæða si'g, hún gat varla hneppt að sér. Hún burstaði á sér hárið, batt það saman með nýju bandi, þvoðd andlítið úr köldu vatni og kleip í kinnarnar á sér til að fá í þær dálítinn roða. Enn hafði Mathy ekki gefið henni merki. lÆonie hélt áfram að spila. Jess- ica sat titrandi á rúmstokknum. öðru hverju varð henni litið á myndina af stúlkunni og kross- inum og það fór um hana hroll- ur og hún sneri sér undan. Niðri í eldhúsinu sló klukkan ellefu. Leonie lauk við lagið seim hún hafði verið að spila. Jessica heyrði hana fara út um bak- dyrnar og út í garðinn. Eftir andartak heyrðist hár dynkur, urghljóð og hnafaihögg og reiði- leg óp í Leonie. Hurð var skellt niðri og Mathy kom þjótandi upp stigann. — Komdu. ég er búin að loka hana inni á kamri! — Hún deyr af því, hrópaði Jessica. — Hún brýtur upphurð- ina! — Nei, það gerir hún ekki — ég setti planka upp að henni. Hún kemst ekki út. fyrr en ég opna fyrir hertni. — Ertu viss? — Auðvitað er ég viss. komdu nú, Jessica! Húm tók í höndina á Jessicu og dró hana með sér niður stig- ann. Þær æddu gegnum ávaxta- garðinn og Mathy á u.ndan. — fom? kallaði hún þegar þær voru komnar gegnum garðinn. — Nú eruim við komnar — það er allt í lagi! Tom gægðist framundan tré. — Hæ. sagði hann brosandi. — Þú ert kominn aftur, hróp- aði Jessica. — Já, sagði hann. — Hvernig líður þér, Jessica? — Mér líður vei. — Er allt — í lagi? — Mér líður ágætlega, Tom. Svei mér þá! — Það gleður mig að heyra! Hann hikaði enn með vandræða- brosið á andlitinu. — Mathy sagði að þú vildir tala við mig. — Ég fór og sótti hann sagði Mathy. Jessica sneri sér burt með hægð og bros hennar varð dauf- legra. — Gerðirðu það? — Mér datt í hug að hann væri enn hjá Latlham og svo fór ég að athuga það. Jessica sneri sér aftur að Tom. — Þú ert hér enn? Ég hélt þú æflaðir til Kansas. — Ég ætlaði það líka — ég var bara ekki farinn af stað. — Jæja. — Já, ég er — ég er sannar- lega glaður yfir því að þú skyld- ir senda boð eftir mér. Ég var að hugsa — — Ég sendi ekki boð eftir þér, sagði Jessica hljóðlega. — Ég vissi ekki að Mathy fór. — Hún vissi það ekiki. Tom, sagði Matihy. — Hún sendi mig ekki — ég var búin að segja þér það. Tom hló vandræðalega. — Jæja — það stendur svo sem á sama. Mér þykir afskaplega gaman að sjá þig. — Er það? sagði Jessica. — Já. víst þykir mér það. — Af hverju komstu þá ekki til baka í vikunni sem leið, Tom? — Jú, ég — — Án þess að það þyrfti að sækja þig? — Vá, Jessica. ég var ekiki viss — ég vissi ekki hvort þú heifðir kjark til að stelast út aftur. — Ég helfði komið. — Ég vissi það ekki. Þú mátt ekki vera reið, Jessica. — Ég er ekkert reið, sagði hún og deplaði auigunum til að bæigja burt tárunum. — Æ. hættið þið nú að þrasa um þetta, sagði Mathy. — Það er enginn tími til þess. Flýtið ykkur nú að ákveða það! — Að ákveða hvað? sagði Tom. — Að giftaist. — Giftast? — Já, ætlið þið ekki að giftast? — Hm, jú, ég — hamingjan sanna, svo langt komumst við víst aldrei, var það, Jessica? — Það heid ég ekki. Mathy sagði: — Ykkur þykir vænt hvoru um annað og þess vegna hélt óg — — Ég veit ekki hvemig maður ber sig að með það, sagði Tom. — Þið farið bara til prédikar- ans. sagði Mathy. — Svo auðvelt er það nú víst ekki. — Aí hverju ekki? — Maður verður að hafa eitt- hvað að giftast upp á! — Áttu við peninga? — Já, sagði Tom. — Og vinnu og hús til að búa í. — Uss. til hvers þarf maður hús. — Það tiliheyrir — gift fólk býr í húsum. Maður verður að halfa eitthvert húsnæði. — Getið þið ekki búið hjá fólk- inu þínu? — Mathy, vertu ekki að þessari vitleysu, sagði Jessica. — Við getum ekiki gift cktour — pabbi myndi aldirei leyfa það. — Vertu þá ekkert að spyrja hann, sagði Mathy. — Gerið þið það bara. Stingið af! — Uss, Mathy, hættu þessu! flissaði Jessica. — Þorið þið það ekki? sagði Mathy. — Þorir þú það Tom? — Ég hugsa að ég þori vel, en — — Langar þig þá ekki til aö giftast? — Ég hef eriginlega ekikert hugsað um það. — En það hef ég gert, sagði hún. — Mér myndi þykja ægi- lega gaman að giftast. Ég held að það sé spennandi! — Það mætti segja mér, sagði hann og hló háðslega. — Ég held það líka, sagði Jessica blíðlega. — Tom? Ég gæti farið með þér til Kansas. Ég gæti farið með þér hvert á land sem er og gert það sem þú segir mér — ég myndi ekki verða þér byrði. Tom horfði skelkaður á hana. — Ég á eiginlega enga__ peninga, Jessica. — Það gerir ekkert til. — Og ég hef ekki vinnu eða neitt. — Ég hefði ekkert á móti því að búa hjá fólkinu þínu um tíma — það er víst ágætis fólk. — Já, en herra minn trúr! Ég á ekki einu sinni peninga fyrir farinu. — Þið getið tekið eggjapening- ana, sagði Mathy. — Ég skal ná ‘í þá handa yklcur. — Það er þjófnaður. — Ekki ef þið borgið þá aftur. — Við gætum borgað þá aftur, sagði Jessica. Tom hörfaði og stóð upp við trjábcílinn, sikyrtan hans var vot af svita. — Ég kann alls ekki að ræna stúlku. — Maður 'fer með lest, sagði Mathy. — Jæja? Og hvemig getum við komizt á stöðina? — Á sunnudaginm. kemur — þegar við förum x kirkju — Jess- ica getur laumast burt og hitt þig á stöðinni. — Það get ég vel, sagði Jess- ica. — Við getum farið til fjöl- skyldu þinnar — — Og ef pabbi þinn nær í olckur? sagði Tom. — Það gerir hiamm ekki, sagði Mathy. — Hann er að syngja í kirk j ukómum. — Hann verður fokreiður þegar hann kemst að því. — Hann æpir bara. Ykkur má standa á sama — þið verðið öll á bak og burt. Tom horfði Skiellfdur á Jess- icu. — Getum við gert þetta, Tom? sagði hún. — Vá, ég veit svei mér ekki — — Reynið nú að komast að samkomulagi, sagðd Mathy. — Ég verð að fara að hleypa Leomie út af kamrinum. Tom þurrkaði svitann af enn- inu. — Sveá mér þá, sagði hann. — Æ, gerðu það nú, Tom, sagði Mathy. — Við elskum þig svo mikið! Hann stóð með bakið við trjá- bolinn og horlfði á þessa hrífandi andstæðinga — báðar tvær voru mjúkar og indælar, önnur al- varleg og einbeitt. hin feimin og full tilbeiðslu. báðar tvær voru lífsihættulegar í einbeitni sinni, rétt ei-ns og hlaðnar byss- ur. Smárn saman færðist upp- gjafarbros yfir andlit hans. — Já, sagði hann og leit á Jessicu. — Ég er til í það, ef þú samþykkir. — Ég samþykki það! Ö, Tom — hrópaði hún og þagnaði. — Er þetta alveg, alveg satt, Tom? — Já. — Þú ætlar að hitta mig á brautarstöðinni á sunnudaginn? — Já. — Lofarðu því? Hann kinkaði kolli alvarlegiur í bragði. — Ég lofa því. — Það er fínt. sagði Mathy. — Komdu nú, Jessica, áður en það kemst upp um okkur. 11. Ef Jessica hefði efeki verið svona heilluð af þessari fyrstu ást sinni, ef hún hefði ekki verið þrúguð af sektarkenmd, hefði hún ef til vill aldrei trúað á full- yrðingar MaitJhyar; hún hefði etf til vi-11 aldrei ytfirgefið heimili sitt þennan sunnudagsmorgun með hjartað uppi í hálsi og eggjapeningana í buddunni. Ef skaplyndi Toms hefði ekki verið svona létt og ástúðlegt og umfram allt, ef hann hefði haft aðrair áætlanir, hefði hann ef til vill aldrei hitt hana á brautarstöðinni. En svona va-rhún. og svona var hann. og það var úr, að þau fóru með hádegislestinni. í sömu svifum kom 'fjölskyldan út úr kirkjunni. Mathy gætti þess vandlega að hverfa í fjöldann, þar til hún heyrði leistarblístruna fjarlægjast og þá birtist hún með bréfið sem Jessica hafði skilið HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðsln- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav 18 m hæð (lyfta) Slmi 24-6-16 Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 Simi 33-9-68 Sólun HJÓLBARÐAVIÐGERÐIR |l snjómunstur veitir góða spyrnu W í snjó og hólku. önnumst allar viðgerðir hjólbarða með fullkomnum tækjum. Snjóneglum hjólbarða. GÖÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN. BARÐINN HF. Ármúla 7. — Sími 30501. — Reykjavík. gefur þægílegan ilns í stefima NYLON HJÓLBARÐAR Sólaðir nylon hjólbarðar til sölu á mjög hag- stæðu verði. Ýmsar stærðir á fólksbíla. Stærðin 1100x20 á vörubíla. Full ábyrgð tekin á sólningunni. BARÐINN hf. Ármúla 7. Sími 30501. Reykjavík. FÉLAG ÍSLEMZKRA HLJÍLISIARMAiA #útvegar ybur hljóðfœraleikara og hijomsvdtir við hverskonar tœkifari Vinsamlegast hringið í é!02SS milli kl. 14-17 ló&simp ht Indversk undraveröld Mikið úrval af sérke rmilegum austurlenzk- um handunnum munum til tækilæris- gjaía. — Nýkomið Xhai-silki og Batik- kjólaefni á mjög hagstæðu verði. — Ný sending af mjög faliegum Bali-styttum. Einnig reykelsi og reykelsisker i miklu, úrvali. — Gjöfina sem veitir varanlega ónægju fáið þér i JASMIN Snorrabr. 22. BILASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 MOTORSTILLINGAR ri.ifil ASTILLINGAR LJÚSASTILLINGAR Látiö stilla i tíma. Fljót og örugg þiónusfa. 13-10 0 Byggingaplast Þrjár breiddir. Þrjár þykktir. PLASTPRENT h.f. Grensásvegi 7. Sími 85600. Terylenebuxur a börn. unglinga og fullorðna. Gæði • Úrval • Athugið verðið. Laugavegi 71. Sími 20141

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.