Þjóðviljinn - 27.07.1971, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.07.1971, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — MÓÐVMINN ~ Þriðjudagur 27. júli 1971. — Málgagn sósíalisma, verklýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Utgefandl: Otgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Sigurður Guðmundsson. Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson (áb). Fréttastjórl: Slgurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Helmir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust 19. Siml 17500 (5 linur)..— Áskriftarverð kr. 195,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12.00. Sjalfstœð utanríkisstefna það hefur vakið óskipta athygli, að íslenzk ríkis- stjórn skuli nú hafa birt yfirlýsingu um u’tan- ríkismál, þar sem sjalfstæð og einbeitt stefna í al- þjóðamálum er boðuð, en vikið frá undirlægju- hætti fráfarandi ríkisstjómar. Engan undrar held- ur, að þessi athygli erlendra fjölmiðla komi illa við málgagn hersetu á íslandi, Morgunblaðið. Á- mátlegt ofstæki leppanna á Morgunblaðinu lýsir vel hugarástandi þeirra manna er aðhyllast þá kenningu að smáríki eigi að kaupa sér vernd með því að gerast fylgiríki stórveldis. Hins vegar er hin nýja utanríkisstefna bezt til þess fallin að skapa smáríki virðingu og athygli á alþjóðavett- vangi, vegna sjálfstæðs mats og mótunar stefnu, er samrýmist þjóðlegri reisn. | málefnasamningnum er því lýst yfir, að haft skuli fullt samráð við utanríkisnefnd Alþingis um imótun utanríkisstefnu landsins. M-eð þeirri yf- irlýsingu er horfið frá hinum ólýðræðislegu vinnu- brögðum fráfarandi utanríkisráðherra, en þing- ræði.sleg vinnubrögð tekin upp og utanríkisnefnd falið á ný ábyrgðarmikið hlutverk. í samningn- um er því lýst yfir, að íslandi beri að styðja fá- tækar þjóðir til sjálfsbjargar og að ríkisstjómin muni á vettvangi Sameinuðu þjóðanna beita sér fyrir jöfnum rétti allra þjóða. í því sambandi hafa ákvæðin um aðild Kína og beggja þýzku ríkjanna vakið mesta athygli. Einar Ágústsson utanríkis- ráðherra lét svo ummælt við Þjóðviljann „að það væri ekki hægt að láta eins og fjölmennasta ríki heims væri ekki til og ekki heldur Austur-Þýzka- land, seim hefur þegar haldið upp á tvítugsafmæli sitt“. Þessi stefnubreyting íslenzkra stjómvalda felur aðeins í sér viðurkenningu á þeim raunveru- leika er við blasir í alþjóðamálum, en viðreisnar- stjómin afneitaði til að þóknast blindu lögmáli fylgisspektarinnar við Bandaríkjastjórn. Og nú er svo komið að jafnvel Nixon Bandaríkjaforseti þorir að horfast í augu við þann raunveruleika, sem fjöl- mennasta ríki heims er. yinstri stjómin hefur lýst þvi yfir að hún for- dæmi hvarvetna valdbeitingu stórvélda gegn smáþjóðum og að hún telji að friði milli þjóða verði bezt borgið, án hemaðarbandalaga. Staðfest- ur er ágreiningur um aðildina að Nato, en því hins vegar lýst yfir að stefnt skuli að brottför banda- rísks herliðs af íslandi í áföngum á kjörtímabil- inu. Þó fjölmargir andstæðingar hersetu og hernað- arbandalaga hefðu kosið að skeleggari afs'faða hefði verið tekin, fagna þeir, sem berjast fyrir ís- lenzku þjóðfrelsi, að loks skuli tekin upp sjálfstæð utanríkisstefna er hefur að markmiði að tryggja efnahagslegt og stjómarfarslegt sjálfstæði lands- ins. — ó.r. SKUGGSJÁ Dæmið um einstaklinginn Ymsu eru menn vanir um ósannindi í Moreunblaðinu og kannski er ástæðulaust að kippa sér lengur upp við það, ekki sízt vegna þess að það blað verður nú stöðugt á- hrifaminna og einangraðra í aíturhaldsmálflutningi sínum. En það dæmi um ósannindi sem hér skal nú nefnt er til umraeðu vegna þess að hverjum og einum er hollt að vita hver er hin hliðih á stærsta blaði landsins og velta 'fyTÍr sér af hverju hún kemur þannig í ljós þegar svikablæjunni hefur verið svipt af henni. 1 síðustu viku ákvað ríkis- cstjómin að gera sérstakar ráð- stafanir til þess að bæta kjör sjómanna í landinu. Morgun- blaðið segir um þesisa ráðstöf- un ríkisstjómarinnar: „Þessi ráðstöfun er svipuð því, ef einstaklingur, sem aurað hef- ur saman t.d. 100,000 krónum til þess að rhæta áföllum, sem hann kynni að verða fyrir, tæki þegar veJ' árar að ganga á þessar eignir sínar og segði við sjálfan sig, að með þeim hætti baetti hann kjör sín og aðstöðu. Ekki væri sá maður talinn mikill fjármálaspeking- ur.“ En Eyjólfur Konráð þyk- ist vera mikill fjármálaspek- ingur og Þjóöviljinn skorar á hann að finna þessum arðum sínum — í Reykjavíkurbréfi á sunnudaginn — stað. Sam- kvæmt þeim lætur ríkiisstjórn- in ganga á Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins til þess að hækka kaup sjómanna. Það gerir ríkisstjómin alls ekki, en það er þetta sem gerist: Ríkisstjómin dregur úr greiðslum í Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins vegna þess að þessar greiðslur voru að svelta í hel útgerð. fiskvinnslu og umfram allt sjómenn á Is- landi. Sjómenn höfðu of lágan hlut og kusu þvf margir að flýjá í land, útgerðarmenn fengu t.d. nærri tvöfalt meira fyrir fiskinn í Færeyjum en á íslanði og kusu því frékar að gera út erlendis og þetta tvennt orsakaði svo minni af- köst fiskiðnaðarins í landinu- Dæmi það sem tekið var úr Reykjavíkurbréfi hér áðan er því ósannindi, en engu að síð- ur skal skorað á Eyjólf Kon- ráð Jónsson að finna orðum sínum stað. Annað dæmi um einstaklinginn En til • þess að gera Eyjólfi ljóst hvað hér er á ferðinni er bent: á éftirfarandi: Einstak- lingurinn á 100,000 krónur á banka sem hann ætlar til mögm áránna. Þessar 100,000 krónur hefur hann lagt fyrir á sfðustu 20 mánuðum, þ.e. 5.000 krónur á mánuði. I upp- hatfi tímabilsins átti einstak- lingurinn erfitt með að leggja svo mikið fyrir en gerði samt og neitaði sér um marg- vísleg „lífsþægindi“ fyrir vik- ið, sehnilega öll „lífsþæg- indi“. En eftir því sem lengra leið á tímann varð þetta erf- iðara og að lokum sýndu læknar einstaklingnum frarn á að hann liði kválir af nær- ingarskorti — hann yrði þvi að leyfa sér þann „munað“ að borða a.m.k. tvisvar á dag eða að sofa í upphituðu her- bergi. Þess vegna ákvað hann nú að leggja aðeins til hlið- ar 2.000 krónur á mánuði. Með bví gengur hann ekki á. 100,000 króna sjóðinn í bank- anum, hann bætir við hann, en ef' einstaklingurinn hefði haldið uppteiknum hætti f trássi við lækna sína hefði hann ef til vill orðið að leggjast inn á spítala og bar með hefði ekkert fengizt í sjóðinn. ■ J\ Strax á morgun Það var einmitt þetta sém ríkisstjómin vildi gera með síðustu ráðstöfunum sínum í. sjávarútvegi. Hún vildi forða sjávarúiveginum frá aigjöru öngþveiti. En sarnt skál enn skorað á , Eyjólf að finna dæmi sínu stað. Vonandi verður það strax í Mogganum á morgun. Fjalar. m Þab sem mér dettur í hug 1 morgun þegar ég gekk yfir Landakotshæðina á leið niður í bæinn var ég að hugsa um hvað yndislegt það er að eiga heima í Vesturbænum, þar er alltaf betra veður en í öðrum bæjarhlutum — jafnvel þessa daga’’r'þegkr rstöríafið érr svóría' bjart, hlýtt og stillt nær blíðan sérlegu hámarki í Vesturbænum. Túngatan er virðuleg og falleg gata. þar er gaman að ganga og á svona morgni sýnist kaþólska kirkjan grá og elli- mild á svipinn — á veturna er hún kolsvört og hörkuleg eins og myrkfælnin sjálf. Fcrnleifafræðingarnir vom að vinna í Uppsalagrunninum, ég sá ekki betur en að þeir væm komnir niður á eitthvað, sem líkist byrjun á bæjargöngum eða fjósflór. Steinamir liggja þarna í skipuilagðri röð þol- inmóðir og kannski dálítið hissa. Á tröppum Hcrkastalans situr fuilur maður, hann er ekki búihn að raka sig og er sýni- lega bæði þreyttur og þyrst- ur. Ég héld hann sé blankur. A Austurvelli voru nokkrir miðaldra túristar á strigaskóm með stráhatta og fínar mynda-^ vélar með aðdráttarlinsu á maganum, þeir gengu í kring- um Jón Sigurðsson og tóku myndir af honum frá ýmsum sjónarhomum. Þeir em allt- af að taka myndir af hon- um. Merkur útlendingur sem hef- ur dvalið hér langdvöl- um segir að Jón Sig- urðsson sé frámunalega liiilaus þjóðhetja, embættismaður á fullum launum hjá kúgurun- um, hafði aldrei verið í fang- elsi og til að kóróna allt saman dó hann á sóttarsæng í stað þess að falla fyrir vopnum og deyja píslarvætt- isdauða. Það var engin biðröð á Lands- bankatröppunum, kannski nýja ríkisstjómin hafi opnað biðstofu í andyri bankans, það væri þarft verk. Einu sinni í vetur sá ég konu falla í yfirlið í miðri þvögunni á tröppunum. það komu menn í sjúkrabíl til að sækja hana, þeir settu hana í sjúkrakörfu. Það var ausandi rigning, kon- an var berhent og þeir settu veskið hennar ofaná magann á henni. Ég hef oft verið að velta þvi fyrir mér hvort víxillinn hennar hafi fallið. Það var fátt fólk á ferli í Austurstræti nokkrir snar- borulegir en þungbúnir biss- ríessmenn eiga erindi á póst- húsið, þeir em ekki hressir yfir stjómraskiptunum. Það ér von, þessir djöfuls komm- 1 ar eru bandvitlausir og vilja alltaf vera að eyðileggja einkaframtakið. Á Hressingarskálanum sitja nokkrir menn við gluggann, þeir drekka mikið kaffi, þeir vita allt sem skeður í bæn- um og þeir kjafta þvi öllu í hvern annan á hverjum morgni. Þetta eru skemmti-^. legir menn og sumir þeirra ráða krossgátur meðan þeir segja brandara. Það em eng- ar leggjalangar, sætar stelpur á gangi í Austurstræti þessa stundina svo þeir verða að láta sér nægja að horfa á starfsfólk Silla & Valda pússa gluggana á verzluninni. Hvemig stendur á því að klulkkan á torginu er alltaf vitlaus síöan hún var sett í viðgerð? Danakonungur og Hannes Haf- stein em komndr ofar í Stjómarráðstúnið. Fyrst varið var að flytjá þá á annað borð hefði verið gaman að snúa þeim dálítið í leiðinni, mig langár til áð sjá þá Hörfast í augu. það er eitt- hvað svo lítið samband á milli þeirra. Á túnimi fyrir framan Gimli liggja nokkrir síðhærðir ungl- ingar með svéfnpoka og fleira dót, það er nú meira hvað þau em dugleg að ferðast þessir krakkar, þau fara út um allan heim á þumalputt- anum. Þau eru ósköp frið- samleg á svipinn. Skyldu þau hafa prufað hass? Bankastræti er á fótinn og ég fer að hugsa um, gamla’ . kdrkjugarðiun; þangað'.héf ég- ekki 'koniið í sumar. Það er ekkert sumar nema maður fari á Þingvöll og í gamla kirkju'garðdríli",'ég'’iætla'>' að biðja hann Sverri Krist- * jánsson að koma með mér • í gamla kirkjuigarðiríh' — -bríað-^ 'um. .........'■'V:'<'íVr; Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi BRETTI — HURÐIR — VÉLALOK og GÉYMSLULOK á Volksrvagen í allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. — REYNIÐ VIÐSKIPTIN. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25. — Sími 19099 og 20988. Dagstofu-húsgögn Borðsfofu-húsgögn Svefnherbergishúsgöa* Góð greiðslukiör og verð mjög hagstætt húsgagnaverzlun, HNOTAN Þórsgötu 1. Sími 20820.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.