Þjóðviljinn - 21.08.1971, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.08.1971, Blaðsíða 1
Laugardagur 21. ágúst 1971 — 36. árgangur — 187. tölublað. Neyðarástandi lýst yfir eftir óeirðir í Santa Cruz Uppreisnartilraun var reynd í Bólivíu í gær Sovézkt rann- sóknaskip er Sovézkt rannsóknaskip, — sem kennt er við hinn þekkta kjarnorkufræðing Kúrtsjatof, kom til Reykja- víkur í gær. Skipið fæst við rannsóknir samkvæmt alþjóðlegri áætlun á vegum UNESCO og hafa lciðang- ursmcnn m.a. boðið ís- lenzkum vísindamanni til þátttöku í starfi þessu. — Ekki er þó víst, hvort af þessu verður. — Sjá nánar frétt á baksíðu. Friðrik er enn efstur Leikiar fóru þannig á Norður- landiameistaramótinu i gærkvöld, að Seijerblom vann Allan Jen- sen, Priðrik og Freysteinn gerð-u jafntefli, Kenneth Josefsson vann Jón Kristinsson. Skákir þeirra Gundersens og Ákvist fóru í bið. einnig skák þeirra Nykopps og Bjöms Þorsteinssonar. Ivar- son vann Barda. Friðrik er þá efstur með 4 V2 vánning, Freysteinn er með 3 Ví> og biðskák og næstir koma þeir Jón Kristinsson, Seijerblom og Ivarsson með þrjá hver islendingar svara Bretum og Sovétmönnum Við en ge samstarf ekki beðið «LA PAZ 20/8 — Hin vinstri- sinnaða rikisstjóm Bólivíu lýsti á fimmtuagskvöld yfir neyðar- ástandi í landinu eftir óeirðir, sem urðu í borginni Santa Cruz. Það var innanrikisráðherrann, Jorge Gallardo, sem tilkjmnti þetta og sagði, að hægrisinnuð öfl hefðu staðið á bak við upp- þotin. Santa Cruz er ein mesta olíuborg Bólivíu. Innanríkisráðherrann sagði þó, að ríkisstjóm' Juans Torrez hefði fulla stjórn mála. Áður hafði verið frá þvi skýrt, að einn j maður hefði beðið bana og tveir særzt, er lögreglan dreifði hópi ; stjómarandstæðinga, sem ráðizt 1 höfðu á útvarpsstöðina í Santa í Cruz. Þrjátíu manns voru hand- i teknir. Fjórlán > þeirra var síðar sleppt úr haldi. en fyrrverandi , skólastjóri herskólans í La Paz var fluttur til höfuðborgarinn- ar og hinir fimmtán sitja í fang- elsum í Santa Cruz ákærðir fyr- ir neðanjarðarstafsemi gegn stjórninni. Santa Cruz er þriðja stærsta borg Bólivíu. Stjóm Juans Torr- ez hefur ekki þótt sem föstust í sessi; hægrisinnaðir stjómar- sinnar segjast hafa allt a'ð helm- ing landsins á valdi sínu. Veðrið um helgina Um miðnætti í nótt spáðiVeð- urstofan því, að alltivöss suð- austanátt yrði í nótt, en siæmi- lega hlýtt yrði fram eftir degi, þótt búast mætti við skúraleið- ingum. Á fundi Hafsbotnsráðstefnunnar í Genf hafa fulltrúar^ tveggja stórvelda, Bretlands og Sovétríkjanna. gagnrýnt I fyrirætlanir íslendinga í landhelgismálum. Á fimmtudag flutti Hans G. Andersen þjóðréttarfræðingur, svar íslenzku j ríkisstjórnarinnar við þessari gagnrýni, og var því sérstak- i lega beint gegn ásökunum um að íslend'ingar færu ekki | að alþjóðalögum og torvelduðu alþjóðlegt samstarf um 1 vernd fiskistofna. Áframhaidandi rannsóknir á ungfiski á hverju ári -4> Einar Ágústsson í Bonn í gær: Ræddi við W. Scheei um íslenzk sjónarmið ■ Utanrfkisráðherra átti í gær viðræður við utanríkisráð- herra Vestur-Þýzkalands Walter Scheel um landhelgis- málið; Einnig ræddi hann við ráðuneytisstjóra um land- helgismálið og þýðingu útfærslu f'iskveiðilögsögunnar fyrir íslendinga. Ráðherrann er væntanlegur hei'm í kvöld. Hains G. Andarsen vék í ræðu I sinni, að þeirri staðlhæfingu full- trúa stórveldanna, að Islending- j ar færu eiktoi að lögum í áform- un> sínum og að aðgerðir þeirra urndu akkd stuðla að alþjóð- gri samvinnu á þessu sviði. Hann benti á, að ræður ýmissa i sendinefnda bentu til þess, svoog j greinargerð frá FAO (Matvæla- j stofnum S.Þ.), að fjöldi rí'lcja Framhald á 7. síðu. Rannsóknum á útbreiðslu og magni ungfisks í hafinu ura- hverfis lslands og milli Islands og Grænlands, lauk með fundi norskra og íslenzkra haf- og fiskifræðinga á Akureyri. Rann- sóknir af þessu tagi hófust hér við land á s.I. ári og er ætlunin að halda þeim áfram árlega um ófyrirsjáanlega framtíð. MegSntilgawgiuirinn er að kanna hvemig klak hinna ýmsu fisiki- tegunda hefur heppnazt og hvers afraksturs megi vænta af hverj- Einar Ágústsson utanríkisráð- herra hefur nú lokið mikilvægri Brynjélfur fsnnst í Vaglaskégi Brynjólfur Brynjólfsson. maðurinn, sem hvarf. að heiman frá sér um helgina, fannst á miiðvikudagsikvöld í Vaglaskógi heill á húfi og kom til Reykjavíkiuir á f immtu dagsmorgun. Hann fór með Norður- leiðum til Akureyrar á mánudag og fréttist þá til hans á hóteli þar. En hann fór með leiguWl út í Vagla- skóg áður en löigreglan á Akureyri gœti náð tali af honum. kynningarferð til Bretlands og Vestur-Þýzkalands. Er ráðherr- ann ' væntanlegur heim frá Frankfurt í kvöld og mun vænt- anlega skýra ríkisstjórninni og síðan fjölmiðlum frá árangri íararinnar eftir helgi. Ljóst er af skrifum brezkra blaða að för- in og viðræ'ðurnar í London hafia borið góðan árangur. Kemur skýrt í ljós, að mikil nauðsyn hefur verið að kynna málstað íslendinga i landhelgismálinu rækilega og hafa sjónarmið okk- ar loks verið túlkuð í fjölmiðl- um erlendis. Ráðherrann hóf viðræður við ráðuneytisstjóra utanríkisráðu- neytising í Bonn í gærmorgun. Um bádegið ræddi hann við Walter Scheel utanríkisráðherra og að því loknu sat íslenzka sendinefndin hádegisverð'arboð ráðuneytisins Siðdegis í gær átti utainríkisráðherra fund með rá’ðuneytisstjóra sjávarútvegs- málaráðuneytisins, en í gærkvöld hélt íslenzki sendiherrann í Bonn Fraimihald á 7. síðu. Fíármálará&herrarnir gátu ekki komizt að niðurstöðu BRUSSEL 20/8 — Snemma á föstudagsmorgun lauk sextáh klukkustunda fundi fjármálaráðherra EBE-landanna án þess að nokkurt samlkomulag næðist um stefnuna í gjald- eyris’málunum. Haft er eftir góðum heimildum, að raun- veruleg orsök þess, að fundurinn fór út um þúfur. hafi verið sú, að Frakkar bafi bverlega neitað að fallast á mála- miðlunartillögu, sem haft hefði í för. með sér, að genigi frankans gagnvart dollair hefði hækkað. Fjármáilaráðiherrarnir . urðu sammála um það að koma aftur til fundar þann 13. september, en annars ber fréttum saman um það, að eins og nú horfi geti bvert EBE-land gert það, sem því sýnist, í gjaldeyrismiálunum,. Þau lönd, sem vilja lóta gengið ráðast, vera „fljótand'i“, eins og það hefur verið nefnt, eru frjáls að því. Stefna Fralktoa er hins vegair sú, að hafa tvöfalt gengi, eitt fyrir venjuleg vöruskiipti, en annað fyrir þau viðskipti sem meira eru í ætt við spákaup- mennsku. Japönum léttir Nokikrir þeirra, sem sátufuná fjármálaráðheirranna, létu svo um mselt, áð fundi loknum, að þes'si málalok eða öllu heldur málalokaleysa, væri mesta ó- gæfa. Jaipanska stjómin lýsti hins vegar yfir, að henni væri það miikill léttir, að engin nið- urstaða hefði náðst í Briissel, því að með því væru nú möguleikar um :rgan,gi. Rannsóknirnarbyggj- ast að mestu á notkun fiskileit- artækja og annarra skyldra tækja. Ennfremur eru notaðar mjög smériðnar flotvörpur. Þorsks varð vart á svæðinu frá Reykjanesi vestur um, að Sléttu ,og er útbreiðsla þorsks svipuð miðað við fyrra ár. Fyrir Suðuriandi varð tclsvert vartvið ýsu og á svæðinu frá Reykja- nesi og að Sléttu var ýsa í svipuðu magni og í fyrra. Karfi Framhald á 7. síðu. m Hi í DAG Jesúbylting ihúpis*1 . - — - -- á, að Japanir slyppu við að haekka gengi yensins. Lítill árangur Þrátt fyrir margendurteknar yfirlýsingar þess efnis, að EBS neyðist til þess, bæði af stjóm- málalegum og efnaihagslegum á- stæðum, að koma sér niður á sameiginleg viðbrögð við gijald- eyrisaðgerðum Bandaríkjanna — tókst ráðherrunum að verða sammála um það eitt, að hittast aifitur, að opna gjaldeyrismarkað- inn á mánudag og að hvert EBE- ríki fyrir sdg skuli ráða gjald- eyrisstefhu sinmi sjálft. Það var einróma álit frétfamanna í Brússel í dag, að fundur fjár- málairáðherrainna hefð'i verið einstakt tækifæri til þess aðtaka forystu í þvi að korna á nýju alþjóðlegu gjaldeyriskerfi; það tækifeeri hefði með1 öllu glatazt — að minnsta kosti fyrst um Framihald á 7. síðu. Jón í Möðrudai er jarðsettur í dag. Ljóð eftir Þorstein Valdimarsson á 2. sí’ðu. Orðin tóm? Fræðslustarf verkalýðs- hreyfingarinnar er tekið til athugunar á 3. síðu og þar er líka grein um Pakist- an. Moggagleymska í Skuggsjá á 4 síðu er fjallað um það, þegar Morgunbla'ðið gleymdi 100 ára afmæli Þjóðfundarins. eða Jesútízka heitir grein á 5. síðu. þar er líka kjall- aragrein eftir Árna Berg- Jóhann Hafstein og félag- ar hans sömdu af sér svo nam miljörðum í raforku- samningnum við álverið — um þetta mál er fjall- að m.a. í forustugrein Þjóð- viljans í dag. -rís >1, Verziunarbönn Fjallað er um pólitísk verzlunarbönn. Skattamál eru til umræðu í Bæjar- póstinum. Atvinnuleysi um hábjargræðistímann er enn á vestanverðu Norður- landi. Önnur vopn heitir grein um samskipti Kína og Bandarikjanna. Vestfirðir viðtöl og fleira efni frá Vestfjörðum er á fjórum síðum í bLaðinu. Með fólki á engum aldri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.