Þjóðviljinn - 21.08.1971, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.08.1971, Blaðsíða 10
Siglið varlega í Eyjahöfninni hámarkshraði 4 mílur á kL st ,,Vélbáturinn Goðasteinn tekinn fyrir of hraða siglingu í gær“. Man nokkur eftir þvi að hafa heyrt slíka frétt? Nei eftár því man varla nokkur maður, þar setn það tíðkast ekki að taka báta, nema þá í landhelgi. I>ó er það til í dæminu, að hámarkshraði gildi á hafinu við ísland. Lítið til dæmis á þessa mynd, sem tekin er í hafnarmynninu í Vestmannaeyjum. Þar gildir hámarkshraðinn 4 mílur. En kemur það fyrir að bátar séu téknir fyrir of hraðan „akst- ur“? Við hringjum í hafnarstjórann í Vestmannaeyjum, Bergstein Jónasson og spyrium um þetta atriði: — Góðan daiginn Bergsteinn, þetta er á Þjóðviljainuini. — Já, góðan dagimn. — Það er gildandi hámarks- hraði á hötfninni í Vestmanna- eyjum, ekki satt? — Ójú, hámarksihraðinn er 4 milur innan hafnarinnar. — Eru brögð að brotuim á því ákvaeði? — Já, bví miður er talsvert uim þau. — Og hvað er gert? Eru skip- stjórar sektaðir, eða hvað? — Nei, ekki hefur það gengið svo langt ennþá. Við reynum að ræða við þá og benda þeim á | hættuna sem er því samfara að siglla oif hratt imnan hafnarinnar. Það gefur góða raun í mörgum tilfellum, en því miður ekki í ölium. — í hverju .er hættan fiólgin? — Hún er til dæmds fólgin í öldukastinu frá bátunum, að öldur sikelli á öðrum bátumseim liggja við bryggju og eru að 'landa. Þeir geta kastazt til me’ð þeim afleiðingum að slys hljót- ist af. Einnig skapast mikil hætta af of hröðu stími bátasem eigia leið um höfnina, eif þeir Mssrgir utan þrátt fyrir veíursældina Farþegafjöldamet hjá Útsýn þcss, að íslendingar séu „komn- ir á bragðið“ mcð að skreppa til Spánar og annarra suðlægra landa og svo getur verið, að margir liafa verið búnir að ráð- gera ferðimar svo löngu fyrir- fram, að ekki hafi verið aftur snúið. En hvað um þaö; ÚTSÝNAR- PERÐIR njóta stöðugt vaxandi vinsælda, að því er Ingólfur Guð- brandsson, forstjóri tjáði biað- inu. Vinsælasti ferðamanna- staðurinn er Gosta del Sol og munu um 300 Isiendingar verða þar að staðaldiri á vegum ÚT- SÝNAR, allt fram í októberlok. Ferðaskrifstofan heldur uppi hópferða til ýmissia staða svo sem Gosta Brava og Ibiza á Spáni, til Italíu, Júgóslavíu og Grikklands. Og nú hefur ÚTSÝN ráðgiert fgrð til Sovétríkijanna, semhefst 4. sept. n.k. Komiið verður til Leningrad, Moskvu, Odessa og Yaáta, þiar sem höfð verðurviku- viðdvöl á hinum fræga baðstað og loks verður kiomið við í Lon- don á heimileiðinni. Þrátt fyrir eindæma veðursæld á fslandi í sumar, hefur þátt- takendum í ferðum fcrðaskrif- stofunnar „Útsýnar“ fjölgað, og hafa þeir aldrei verið fleiri eu nú í sumar. Þetta bendir til Kópavogur Blaðbera vantar á Nýbýlaveg. ÞJÓÐVILJINN sími 17-500. Vesturgata Blaðbera vantar á Vesturgötu. ÞJÓÐVILJINN sími 17-500. Lokað hæli fyrir drykkjusjúklinga mæta öðrum bátum, og fieira mætti telja. — Er mikil umferð um höfn- ina í Eyjum? — Hún má lieita jafnmikil ailt árið. Þó diregur úr henni í kringum Þjóðhátíðina, en um það leyti nota menn tækifærið og tafca báta sfha upp til skver- Um margra ára skeið hafa einstaklingar, félög o.g samtök hamrað á því í ræðu og riti, að brýna nauðsyn beri til þess, að koma á stofn lokuðu hæli fyrir drykkjusjúklinga. Því gladdi það áhugamenn um lausn þessa vandamáls, þegar nýskipuð rík- isstjórn setti um það ákvæði í málefnasamning sinn, að fundin yrði lausn á vandanum. * Nú hefur Magnús Kjartainsson heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra skipað nefnd til að gera tillögur og annast undir- búning að byggingu lokaðs hæl- is fyrir drykikjusjúklinga. í nefndima hafa verið skipuð Adda Bára Siglfúsdóttir, veður- fræðingur foimaður, Sveinn Ragnarsson félaigsmálast.ióri og Þórðu.r Möller yfiriæknir. Sagt er m.a. í fréttaitilkynningu frá Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðucneytinu, að gert sé ráð fyr- ir að hælið verði í nánuim starfstengslum við geðsjúkrahús ríkisins og veröi reist fyrir fé úr gæzluvistarsjóði. Unglingamót í Laugarda! Unglingakeppni Frjálsí- þróttasambands Islands fer fram á Laugardalsvellinum í dag og á morgun. Keppn- in hefst klukkan 2 e.h. báða dagana. Skráðir keppendur eru 91 frá 18 félögum og hér- aðasamböndum. Um a’ðra hclgi fer svo fram Bikar- keppni FRl á Laugardals- vellinum, eða dagana 28. og 29. ágúst. Félögin, sem tilkynnt hafa þátttöku eru þessi: Ármann, ÍR, KR, HSK, HSH, og UMSK. — Forráðamenn þessara fé- laga eru beðnir að senda nú þegar tilkynningu um þátttakendur til skrifstofu FRf. irigar. Rannsóknaskipið Kúrtsjatof í heimsókn Islendingi er boðin þátttaka í sovéikum vísmdaleiðangri Iðja segir upp samningum Á fundi í Verkamamnafélag- inu Iðju á Akureyri, sem hald- inn var í fyrrakvöld, var ein- róma samiþykkt að segja’ uiþpnu- giildamdi samningum félagsins. Hingað' éÝ kofriið sövézka hafrannsóknaskipið Akademík Kúrtsjatof og verður íslenzkum vísindamanni boðið að taka þátt í leiðangri skipsins á haf'inu í grennd við landið. Skipið verður hér í fjóradaga, á morgun, sunnudag, verður það til sýnis almennimgi kl. 3-5. Það liggur í Sumdahöfn. Akadiemík Kúrtsjatof starfar eftir álþjóðlegri rannsiólknaiáætl- un sem samþykkt hefur verið á vettvangi UNESCO. Það stundar rannsókmir á dynamík jarð- skorpunmar. Vísindamenn skiips- ins hafa huig á að ræða við ís- lenzka vísindamenn um bráða- birgðaniðurstöð'ur á aithugumumk sem þeir hafla. þegar gert. á leið- inni hingað. Og sem fyrr segir, bjóða þeir íslenzkum vísinda- manni til þátttöku í leiðangrin- um í svo sem mánaðartíma, Ver- ið getur að vísindamiaður eða menm frá öðrum löndum komi um borð hór í Reykjavík. f>á flytur skipið með sér út- búnað fyrir hóp swézkra jarð- fræðinga, sem stairfa munu hér við jarðfræðilegar og jarðeðlis- fræðilegar athuganir. Blaöið fékk þær upplýsinga.r hjá Rannsóiknarráði í gær, að erfið'lega hefði gengið að fiinna íslemzkain vísindamann, sem kæm.i því við að fara í þennan leið- anguir, væru menn yfirleitt önn- un, kafnir. Og væri það leiðin- iegt ef ekki væri hægt að nýta þetta tækiifæri. Hópur íslenzicra vísimdamanna mun heimsækja kollega sína um borð í skipið á mánudag. Skotárás í Belfast BELFAST 20/8 — Grímuklæddir menn brutust inn í hús eitt í hinum kaþólska hluta Belfast í gærkv'öld og hófu skothríð á þrjá menn, ' sem þar sátu og horfðu á sjónvarp. Tveir þess- ara manna vorj brezkinhermenn. Mennirnir, sem fyrir árásinni urðu, voru fluttir á sjúkrahús, og er líðan þeirra sögð alvar- leg. Nefnd á laggirnar fyrir sveitarfélög Eftirfarandi fréttatilkjmningiu fókk Þjóðviljimi senda frá Fé- lagsmélaráðuneytimu: „Fólagsmálaráðherra, Hannibal Valdimarsson, hefur hinn 16. þ.m. skipað nefnd til að endurskoða gildandi löggjöf um tekjustfifna sveitarfélaga og er nefndinni falið að lokinni þeiiTÍ endur- skoðun, að semja frumvarp til laga um þær endurbætur á tekjuöfllunarkerfi sveitarfélag- anna, sem hún telur rétt og nauðsynlegt að gera. í nefndinni eiga sæti: Ailex- ander Stefánsson, oddviti, Ól- afsvík, Jóhann Hermannsson, bæjarfulltrúi, Húsavík, Steinunn Finnboigadóttir, borgarfulltrúi, Lýðræðið í algleymingi SAIGON 20/8 — Dyong Vanh M.'inh, hershöfðingi, hefur ákveðið að hætta við að bjóða sig fram við ,,forsetakosningamar“ í Suður-Víetnam, og er þá Nguyen Van Thieu, for- seti, eini frambjóðandinn. Minh, sem fyrrum hefur verið ríkisleiðtogi í Suð- uir-Víetnam, hefur skrif- að hæstarétti landsins og segir, að hann hafi fengið það staðfest. að Van Thieu hafi f.yrirfram ákveðið niðurstöður kosninganna og þá að sjálfsögðu sér í hag. Minh kveðst draga sig í hlé. þar eð hann vilji ekki taka þátt í „fyrirlit- legum skrípaleik“. Ekki eru Bandaríkja- rnenn ánægðir með þenn- an árangur lýðræðisvernd- ar sinnar í Suður-Víetnam. Haft var eftir góðum hehnildum í Saigon í dag. að sendiherra Bandaríkj- anna þar í þorg hefði hót- að að svipta stjórn lands- ins hernaðar- og efnahags- aðstoð, ef Thieu yrði einn í framboði. Reykjavfk, Ólafur Jónsson, fram- kvæmd astjóri, Kópavogi, og Hjálmar Vilhjálmsson, ráðuneyt- isstjóri, sem jafnframt er for- maður nefndiarinnar". (Félaigsmálanáðuneytið, 18.8. Vl) Norræn síma- ráðstefna 24.-27.ágúst Eftirfarancli fréttatilkynninff er frá Póst- og símamálastjórninni: „Norræn símaráðstefna verður haldin í Reykjavík dagana 24,- 27. ágúst n.k. Mættir verða full- trúar frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, alls 28manns. Frá íslenzku póst- og símamála- stjórninni mæta 9 fulltrúar. -y- Á ráðstefnunni verða rædd mörg býðingarmdkil mál, sem snerta samvinnu Norðurlandanna svo og mélefni varðandi þátt- töku Norðurlandanna í alþjóöa- samstarfi í símamálum. Nú þeg- ar hafa borizt óskir um 23 mál á da,gskrá. Norræn símaráðstefna er hald- in annað hvert ár, til skiptis á Norðurlöndunum og er þetta 35. Norræna símaráðstefnan“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.