Þjóðviljinn - 21.08.1971, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.08.1971, Blaðsíða 3
Ltaugaindagur 21 v ágúst 1971 — ÞJ ÓÐVTLJINN — SlÐA J Nýlega var haldinn siamnor- rænn fundur Menningar- og f ræðslu.samba nd a alþýðu og sóttu tveir fulltrúar ráðstefn- una fyrir íslands hönd Það voru þeir Helgi Guðmundsson og Sigurður Guðmundisson, sem báði edga sæti í stjóm MFA, en Alþýðusamband fslands hóf starf MFA á ný á síðasta þingi. Hinn síðamefndi hefur ritað nokkrar greinar í Alþýðublaðið um störf sambandanna á hin- um Norðurlöndunum. Hins veg- ar vair hann fóorðiur um starf MFA hér heirna. Hér mun því lítillega drepið á ýmis atriði er varða fræðslumál verkalýðs- hreyfingarinnar og nauðsyn þess að meira verði gert í þaim efnum. Á þingi ASÍ árið 1968 var gengið frá endurreisn MFA og því úthlutað 10% af tekjum sambandsins. Skipuð var fimm manna stjóm. Síðan hefur helzt heyrzt frá MFA að það hefur efnt til tveggja námskeiða á ári í samvinnu við SÍS, en þau hafa einkum verið ætluð for- ystumönnum í verkalýðsfélög- um. Þá hefur stjóm MFA veitt styrki til Lúðrasveitar verka- lýðsins og Tónskóla. Ein bók hefur komið út hjá MFA um sögiu islenzkrar verkalýðshreyf- ingar. Þá hefur veri'ð i verka- hring MFA að annast Lista- safn atþýðu og það hefur efnt til sýninga á listaverkum. Með þessari upptalningu munu af- rek sambandsins talin, nema að talið er að MFA hafi með samstarfi við SÍS um bréfa- skóla að gera Aðgerðarleysi stjómar MFA stingur nokkuð i stúf við hin stóru orð núverandi formanns MFA, sem sagði á síðasta ASÍ- FRÆÐSLUSTARF VERKALÝÐS- HREYFINGARINNAR Mujibur Rahman HvaS hefur MFA gert? þingi: „Hin öra tækni og við- skiptaþróun krefst þess að við kunnum glögg skil á lögmálum atvinnu- og viðskiptalífs, svo við fáum sveigt þau að þörf- um vinnandi fólks á íslandi en látum þau ekki verða að Gróttakvörn blindrar auð- hyggju erlendra og innlendra gróðamanna. Um það verður ekki deilt að á grunni íslenzkr- ar alþýðumenntunar hvíla stoð- ir sjálfstæðrar þjóðmenningar á íslandi. Og ábyrgðin af þró- un hennar og vexti færist æ meir á herðar stéttarsamtaka Ýtuskófla Til sölu er 6 ára gömul ýtuskófla af gerðinni Intemational DT-9. — Nánari upplýsingar gefur aðalverkstjóri Kópavogsbæjar. Tilboðum sé skilað til hans fyrir miðvikudaginn 1. september n.k. Bæjarstjóri Kópavogs. Tæknifræðingar - Mælingamenn Okkur vantar strax tvo 'menn til eftirlits mælingastarfa við hraðbrautaframkvæmdir. MAT S/F Suðurlandsbraut 32 Sími 82600. og fíá BSAB Eigendaskipti eru fyrirhuguð að tveggja herbergja íbúð í 2. bygg'ingafl. félagsins við Álfheima — og fjögurra herbergja íbúð í 4. byggingaflokki fé- lagsins við Kóngsbakka. Félagsmenn, sem neyta vilja forkaupsréttar, hafi samband við skrifstofu B.S.A.B. fyrir 28. ágúst 1971. B.s.f. atvinnubifreiðastjóra, Fellsfnúla 20. — Sími 33509. hins vinnandi fólks. Þess vegna ber okkur skylda til ■ að láta það ekki lengur undir höfuð leggjast að velja menningar- og fræðslumálum alþýðusamtak- anna heildarskipulag og víð- tækan og traustan starfsgrund- vöU“. Þetta eru hin fögru orð um víðtækan og taustan starfs- grundvöll en efndirnar vantar. Allir þeir sem bafa starfað í verkalýðshreyfingunni vita. hve mikil nauðsyn er á víðtæku fræðslustarfi, ekki bara fyrir forystumenn, heldur og hina almennu félaga. Þá er ekki síður þörf á, að samtökin sjálf brjóti ísinn og gefi félagsmönn- um sínum kost á að endurhæfa og auka menntun sína í tækni- þjóðfélagi þar sem hver ein- staklingur þarf að' skipta minnst einu sinni á æviskeið- inu um starfsgrundvöll. Eitt af því sem MFA hefuríy gert með aðstoð Norræna húss- ins, var að fá hingað norskan mann Gjerde að nafni, sem sinnt hafði fræðslumálum norska alþýðusambandsins, til að kynna fræðslustarf þess hér. Þetta mæltist vel fyrir og Norðmaðurinn. : sem nú er ráðherra í norsku . síjpfpinni, hét aðsfoð norska alþýðusam- bandsins. Síðan hefur enn minna heyrzt frá MFA. Þessi lýsing á stai'fi MFA ætti að nægja til að benda mönnum á, að betur verður að standa að bessum málum, en hingað til Vissulega mun stjórn MFA bera við fjárhags- erfiðleikum en slíkt er alls ekki tæmandi afsökun fyrir að- gérðarleysi. Mörg þing ASÍ bafa ályktað um nauðsyn fræðslustarfs svo og þípg sérsambanda. Þá hafa yngri menn í verkalýðshreyf- ingunni farið fram á meiri fræðslu. MFA ætti að vera hvetjandi aðili í þessum efnum, bjóða verkalýðsfélögum nám- skeið og fyrirlestra o.fl.. en frumkvæði stjórnarinnar virð- ist skorta. Nú hefur ríkisstjórnin sett inn í málefnasamning sinn að aðstoð skuli veita til stofnun- ar og rekstrar félagsmálaskóla verkalýðs- og samvinnuheyf- ingar. Er þetta í sam- ræmi við tillöguflutniing þing- manna úr röðum verkalýðsihreyf- ingarinnar á undanfömum þingum. Því er þess að vænta að skriður komi nú á þetta mál. En vonandi þarf fræðslu- starfið í verkalýðshreyfing- unni ekki að bíða þess að slík stofnun komi upp. Æskilegast er að sú stofnun sem fyrir er — Menningar og fæðslusam- band alþýðu — taki við sér. Það er heldur ekki seinna vænna því að kjörtímabil stjórnar MFA fer senn að renna út. Rzaðsokkar skrifa í oktébsr- hefti Samvinn- unnar 1 næsta hefti Samvinnunnar verður greinarflokkur um ís- lenzkt mál og kemur það blað út í september 1 októberblað- inu fara rauðsokkar svo á kost- um. Munu rauðsokkar nú vera að vinna efni fyrir blaðið og verður í því fjallað m.a. um jafnréttindi kynjanna og upp- eldismál. Sigurður A. Magnússon. rit- stjóri Samvinnunnar sagði í ör- stuttu spjalli við blaðið að ætl- unin væri að breyta til frá því formi sem verið hefur Yrðu birtar fleiri stuttar greinar og biaðið lífgað upp m.a. með meira myndaefni. Sýning á Hésmvotlum Nýlega gaf bezki Islandsvin- urinn Mark Watson Þjóðminja- safni Islainds safn stækkaðra ijósimiynda úr för málarans W G. Collingwoods til Islands 1897. Flestar þessar myndir tók Collingwood sjálfur og sýna þær ýmislegt það, sem mesta athygli hans vakti í íslenzku bjóðlífi. Sýning ó myndum þessum ásamt ýmsum vatns- litamyndum Collingwoods, er Mark Watson gaf safninu fyrir nokki-um árum, verður í Boga- sal Þjóðminjasafns Islands dag- ana 17. ágúsí til 5. september og eir opin á sama tíma og safn- ið sjálft, kl. 13.30 til 16.00. Einnig hefur Norræna húsið sett upp sýningu á ýmsum rit- um um íslenzka fornfræði og menningarsögu i sambandi við fund norrænna saifnmanna, sem hér eir haldinn um þeissar mundir Sýningin er í amddyri hússins og stendur til 22. ágúst. (Frá Þjóðminjasafni íslands). Skömmu áður en stríðið brauzt út í Pakistan, lýsti Yahya Khan forseti, leiðtogi Awami-bandalagsins, Mujibur Rahman, sem næsta forsætis- ráðherra landsins. Nú er Muji- bur dreginn fyrir herrétt í Vestur-Pakistan, sakaður um landráð og að hafa „byrjað stríð gegn Pakistan". Hvað- anæva að streyma bænir til Vestur-Pakistanstjórnar um að þyrma lífi hins austur- bengalska leiðtoga, og frétta- skýrendur eru þeirrar skoð- . unar. að líflát Mujiburs — en flokkur hans vann yfir- gnæfandi sigur í fyrstu frjálsu kosningunum í Pakistan í des- ember — muni aðeins valda enn meira hatri milli Beng- ala og Pakistana. — Ef þeir taka Mujibur á,f lífi, er Pakistan endanlega úr sögunni, sagði talsmaður Bengala nýlega i viðtali við bandarískt vikublað En sé þetta rétt. til hveri, þá þessi réttarhöld? Stjórnin í Vestur-Pakistan á ekki um margt að velja. Yfirvöldin hafa lýst Mujibur sém útsend- ara Indverja. Til þess að rétt- læta blóðbaðið í austri verður að dæma Awami-leiðtogann og sýna einhvern lit á þvi að sanna sekt hans. Það verður erfitt en þetta er sá framgangsmáti sem Pakistan- ar virðast hugsa sér. og sem hefur það í för með sér, að Mujibur fær ekki að velja sér verjanda sjálfur og verður leynilega dæmdur. Vera kann. að með þessu takist Pakistön- um að róa almenningsálitið heima fyrir. Vafasamt er, að Mujibur verði líflátinn. eins og margir óttast. Slíkt yrði Pakistanstjórn Happafátf Mujibur yrði þá píslarvottur og myndi það mjög verða til þess að efla sjálfstæðisbar- áttuna í Austur-Pakistan. Kannski halda Pakistanar. að Mujibur sé enn eitt peð á skákborðinu sem beita megi til þess að finna einhvers konar stiórnmálalausn. Vera kann. að aðgerðir Sovétríkj- anna bessa dagana beinist að þvi að reyna að binda endi á deilurnar í landinu og Muiibur sé peð í því tafli. Reynt er að bvinga stiórnina í Vestur-Pakist.an til þess að semia um Muiibur sem vrði bá fyrir sfnn oarta að fallast á málamiðlun. Við þetta er það að athuga. að allt bendir tiT þess. að rangt sé reiknað. Það blóð- bað og þær biáningar. sem yfir Austur-Bengala hafa gengið bann tíma sem Muji- bur hefur setið í fangelsi. hafa sært dýpri sárum en svo, að læknuð verði fyrir milligöngu Awami-leiðtogans. Frelsis- hreyfing Bengala er trúlega reiðubúin til bess að fórna tákni, sem aðeins hafði megin- býðingu í upnhafi átakanna. Mujibur fór fram á vfðtæka heimastiórn Austur-Pakistan. Þeir Bengalir. sem enn berj- ast. vilia fullt sjálfstæði. Mujibur var talsmaður beirra afla í Austur-Pakistan sem kröfðust meira frelsis oe sanngjarnari sk.iptingar þjóð- AF ERLENDUM VETTVANGI Mujibur Rahmau Ali Bhutto, fyrrum utanrík- isráðherra Pakistan. átti mik- inn þátt í því að hrinda af stað þeirri stjórnmálakreppu, sem varð að blóðugri borg- arastyrjöld, sem síðar var líkt við þjóðarmorð. arteknanna í samelnuðu Pak- istan. Sex-liða áætlun hans stefndi ekki að neifmi' skipt-a ingu ríkisins, eins og hann vakti margsinnis athyglj á. En í Vestur-Pakistan gerðu áhrifamikil öfl sér það ljóst, að ef þessi áætlun kæmist í framkvæmd. myndi hún koma hart niður á hagsmun- um Vestur-Pakistans, einkum á sviði efnahagsmála. Þótt ekki væri fyrir annað en það, að meira en 60% a± öllum g jaldey ristek j um sameinaðs Pakistans komu frá Austur- Pakistan En hér kom fleira til. Mik- ilvæg orsök stjórnmála- kreppunnar var afstaða Ali Bhuttos, fyri-um utanrikisráð- herra. Skriðan féll, er hann virti að vettugi fyrsta fund þjóðþingsins í marz. Hann sá sig sviptan þeim völdum. sem hann hafði lengi keppt að. Framkoma Bhuttos leiddi til þess, að Mujibur sýndi vaild sitt með verkföllum um .allt Austur-Paikistan til þess að ná á þann hátt taki á fram- kvæmdavaldinu. Þetta leiddi svo aftur til hernaðaríhlutun- arinnar, sem gerð var undir því yfirskini, að reynt væi-i að rjúfa ríkisheildina. Allt er þetta nú um garð gengið Eftir stendur sú stað- reynd, ad Mujibur er tákn þess, að Pakistan var sann- anlega á leið til þingræðis. Verði hann líflátinn nú, er það enn ein sönnun þess. að það var ekki sú leiðin, sem ráðamenn í Paikistan óskuðu sér. Sönnun til viðbótar öði-um blóði drifnum sönnunargögn- um. ( — ,,Infonnation“). /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.