Þjóðviljinn - 22.08.1971, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.08.1971, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVTUTNN — Sunnudlagiur 22. ágúst 1971. — Málgagn sósíalisma, verklýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Utgefandi: Utgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjórl: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, SigurSur Guðmundsson. Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson (áb). Fréttastjóri: Slgurður V. Friðþjófsson. Auglýstngastjórl: Heimir ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 195,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12.00. Aðgerða er þörf ^llt frá því ríkisstjórnin tók við völdum í síð- asta mánuði, hafa blöð stjórnarandstöðunnar sífellt reynt að telja lesendum sínum trú um, að hin nýja stjórn hafi setzt að gildu búi og sé nú byrjuð að sóa hinum gildu sjóðum. Að hætti sölumanna hafa þau þó þagað um hinar dökku hlið- ar. Eitt af einkennum neyzluþjóðfélags okkar tíma er að það vanrækir hinn félagslega geira, stofn- anir sem ekki skila arði, en nauðsynlegar eru í hverju samfélagi, eru ekki reistar fyrr en ófremd- arástand hefur skapazt. Hins vegar sér neyzluþjóð- félagið fyrir því að viðskiptahallir rísa ört af grunni. Sinnuleysi stjórnvalda á síðustu árum um málefni þeirra er minna mega sín í hinni hörðu samkeppni segir nú víða til sín. Skemmst er að minnast þess er viðreisnarliðið á Alþingi felldi allar tillögur um hækkun fjárveitinga til Klepps- spítalans. Tómas Helgason prófessor lýsti 1 við- tali í vor „að þróunin í byggingu geðsjúkrahúsa á íslandi á þessari öld hefði verið með endem- um“ ög „sinnuleysi stjórnvalda sé ótrúlegt í því að bæta úr sjúkrarúmaskortinum.“ En það er ekki aðéins í málefnum geðsjúkra, sem ófremdarástand ríkir. Margra ára sinnuleysi um málefni drykkju- sjúkra, vangefinna, fatlaðra o.fi. segir til sín og sést bezt á þeim mikla skorti á hælisrými og öðr- um félagslegum stofnunum fyrir þessa aðila. Rík- ið hefur lengi getað skotið sér undan að gera stórátak fyrir þessa þjóðfélagsþegna, vegna þess að einstaklingar og félagasamtök hafa með ötulu og fórnfúsu starfi lyft grettistökuim og leyst brýn- asta vandann. En það er skylda þeirra er hafa ó- skerta starfsorku og þá um leið stjórnvalda að veita þeim er minna mega sín þá samfélagsað- stoð er öryrkjar þarfnast. þaa er einkenni þeirra flokka sem standa að núverandi ríkisstjórn, að þeir láta félagsleg við- horf sitja í fyrirrúmi við lausn vandamála, en sér- hagsmunastefna þeirra aðila er að Sjálfstæðis- flokknum standa hefur orðið að víkja frá stjóm- araðstöðu. í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar var birt sú viljayfirlýsing að ráðin skuli „bót á ófremdarástandi í málefnum geðsjúkra og drykkjusjúkra.“ Það er í anda hinna sósíalisku viðhorfa, að núverandi stjórn sýnir skilning á nauðsyn félagslegrar aðstoðar við þá er minna mega sín í samfélaginu. Það hefur komið í hlut annars ráðherra Alþýðubandalagsins, að fjalla um málefni þess fólks. Magnús Kjartansson heilbrigð- ismálaráðherra sagði í viðtali fyrir nökkru að hann teldi brýna nauðsyn að flýta öllum áformum um byggingu geðdeildar við Landspítalann og taka sem fyrst ákvörðun um byggingu hennar. Þá hef- ur ráðherrann skipað nefnd til að gera tillögur og annas't undirbúning að. byggingu lokaðs hælis fyrir drykkjusjúklinga. Þetta gefur fyrirheit um að markvissar aðgerðir leysi loks sinnuleysið af hólmi. — óre. — Skattheimta — ýmislegt týnist í skattakerfinu - synlegt að fá löggiltan endursko ðanda til aðstoðar ? er nauð- Síííi ÍÖ£ Hver kostar fram- færslu skólanema? Þótt 'þaö sé auð'vitað engin sanngimd að setLast til þess að þú getir leyst úr öllum spum- ingum, sean íávísum lesanda kann að detta í bug að demiba yfir þig, þá langar mig til að spyrjast fyrir um noíkkur at- riði varðandi skattheimtu. Nú er það svo, að sextán ára unglingar eru ekkj taidir vera á framfæri foreldra sinna, og þá væntanlega gert ráð fyrir, að þeir séu á sínu eigin fram- færi. Yfirleitt eru þessir ung- lingar í skólum 8—9 mánuðd á ári, og hafa því 3—4 mánuði til að virrna fyrir ársviðurværi sínu. Öllum er kunnugt, hve drengilega stjómarvöld hafa á undanfömum árum hlutazt til um að einhver atvinna væri fyrir hendi fyrir skóla- fólk; það hefur nánast verið algert happdrætti, hvort það hefur fengið sæmilega vinnu eða ekki. Og ef svo vei tekst til, að unglingamir komist í vinnu og fái tíu til tólf þús- und krónur á mánuði, þá er skattheimtan óðar komin með hramminn í hýruna og hirðir 25—30% af fyrstu útborgun þeirra, þ.e. af segjum tólf þúsund krótna mánaðankaupi fæir viðfcomiandi útborgaðar 8-9 þúsund krónur. (Það má skattheimtan sem sé eiga, oð hún er svo hugulsöm að skipta tryggitngaigjaldinu í tvenilt, en innhedmtir það ekki allt í einu lagi). Síðian koma við- komandi stéttarféiög og hirða félagsgjöld og lífeyrissjóðs- gjöld af hým ungjinganna. Ég get vel fallizt á, aö stétt- arfélögum sé gert heimilt að innheimta þannig félagsgjöld, eða hluta af þeim, en hins vegar nær engri átt, að ung: lingur, sem vinnur stuttan tíma í einhverri íhlaupavinnu, borgi lífeyrissjóðsgjald til viðkomandi félags. Nú hljóta aíllir, sem einhverje nasasjón hafa af því, hvað það kostar að Ufa á Islandi í dag, að sjá að framfærsla þessara ung- lingia lendir auðvitað að lang- mestu leyti á foreldrum þeirra eða forráðamönnum; 301—40 þúsund króna sumarfcaup (hjá þeim sem fá saamilega borg- aða vinnu) hrekkur skammt upp í ársuppihald otg kostnað við skólagöngiu. Nú vil ég spyrja: 1. Hvar kemur persónufrá- dráttur þessara uniglinga frapi í skattakerfinu? Eiga þeir ekki rétt á 58 þúsund toróna persónufrádrætti sem sjálfstæðir framtel.iendur? 2. Hviar og hvemig kemur skólafrádráttur unglinga fram í slkattáketrfinu? 3. Hvaðan gerir skattakerfið ráð fyrir að það £é komi, sem á vantar til að sumar- kaup ungiinganna hrökkvi fyrir ársframfærsiu þeirra? Það er alkunnugt, að ung- lingar á þessum aldri geta orðið fyrir margvíslegum út- gjöldum. Ég nefni rétt sem dæmi tannviðgerðir Það er fljótt að koma í hvem þúsund- kallinn hjá þeim, sem þurfa á tannviðigerðum að halda. Þetta var nú um unglingana og viðhorf skattheimtunnar til þeirra. — Þá kem ég að skatt- heimtunni hjá fullorðnum. Kunningi minn sagði mér eft- irfarandi: Hann sjálfur (við skulum kaila hann A), og vin- ur hans, (sem við skulum kalla B) vinna báðir hjá opin- beru fyrirtæki og hafa svipuð laun, en auk þess vinnur kona B úti hluta úr degi. A heifur þrjú börn á framfæri sínu, B tvö. Við álagmdngu úisvars og skatta í sumar var þeim báð- um gert að greiða tæpar 80 þúsund krónur í allt. Báðir kærðu til framtalsnefndar. B fékk nokkra lækkun. A fékk enga lækkun. B taldj að þetta lægi i því, að hann fékk löggiltan end- urskoðanda til að sjá um sína kæru, en A stílaði sína sjálf- ur. — •' Nú spyr ég: Getur það skipt einhverju máli. hver gerir skattskýrslu eða semur kæru? Er skýrslam ekki annaðhvort í lagi eða ekki, hver sem gerir hana? Og er framtalsnefndum ekki skylt að taka kæru til at- hugunar án tillits til þess, hver hafi samið þær? Nú má öllum vera ljóst, að þótt tveir menn hafi svipaðar tekjur, geta aðstæður þeirra að öðru leyti verið gerólíkar. Og ég hélt satt að segja. að það vasri ekki hvað sízt hlutverk laun- aðra framtalsnefnda að vega og meta mismunandi aðstæður manna. en ednblína ekid ein-" göngu á hinn óraunhæfa og rangláta skattstiga og útdeila gjöldum samkvæmt honum. Manni virðist það talsvert stór ábyrgðarhluti hjá framtals- nefndum að skikka skattgreið- endur, án minrista tillits til ástæðna þeirra. til að greiða svo há gjöld. að engar skyn- samlegar líkur séu til að þeir geti innt þau af hendi. án þess að heimili þeirra beinlínis líði við það að meira eða minna leyti. Skattþegn. Hjálmar R. Bárðarson, siglingamálastjóri: '!“u ™sr[ _ M ® f nunqpv/no Strand Caesars og sjavarmengun 1 Skuggsjá' Þjóðviljans láúg- ardaginn 7. ágúst sl. er rætt um strand brezka togarans Cafesars við Amames, í tilefni yfirlits- greinar minnar í Morgunblað- inu um málið. Þar er þess getið að hið furðulegasta við allt þetta Vceri, að ekki skyldu gérðar viðeigandi ráðstaifanir meðan skipið lá í ísafjarðarhöfn til þess að ná olíunni úr tönkum skipsins, og sagt er að fjarstæða sé að fullyrða að slíkt sé ó- framkvæmanlegt. Þess skal strax getið að ég veit ekki til að ég hafi nokk- urn tímann talið. að ófram- kvæmanlegt værj að ná olíunni úr tönkum skipsins. Ég benti á að það væri erfiðleikum háð sérstaklega á strandstað. þar sem tankop væru að verulegu leyti undir sjó, og koma þyrfti fyrir gufukatli og hitaspirölum auk dælubúnaðar og olíuflutn- ingaskips ásamt leiðslum í það. Eftir að togarinn var kominn í höfn á ísafirði var auðveld- ara að komast að tönkunum, en samt hefði þurft gufúketil, hitunarbúnað tengdan við hita- spírala í tönkunum og dæluút- búnað til að ná olíunni úr sldpinu, Eins og áður hefur komið fram, þá er brennslu- olían í tönkum Caesars mjög þykk. 1500 " redwood viscosity við 100° F. Til samanburðar má geta þess, að þykkasta brennsluolía, sem undanfarið hefur verið flutt inn frá Rúss- landi er aðeins 147 redwood viscosity við 100° F, en sam- kvæmt samningum, má þykkt þessarar olíu fara upp í 700 redwood viscosity. í olíutönk- um í birgðastöðvum á ísafirði eru engir hitaspíralar, og þar var því ekki hægt að taka við þesari þykku ohú í geyma á landi, nema gera sérstakar ráðstafanir. setja í þá hitaspír- ala og tengja við gufulœtil, sem heldur ekki var til á ísafirði. Til að taka við olíunni hefði þó mátt senda olíuflutningaskip til ísafjarðar, fara með olíuna suður, og þynna hana með dieselolíu til að hún væri við- ráðanleg hér. Fyrst skipinu hafði verið lyft, og leyft hafði verið að þétta það á fsafirði til að hægt væri að draga það til Englands eða að minnsta kosti út fyrir 100 mílna íslenzka ohúmeng- unarlögsögu, þá varð að telja það viðunandi lausn eftir því sem á stóð, þótt óneitanlega sé óæskilegt að sökkva olíu í skipi, þótt lítið magn sé og þótt langt sé frá landi. Enginn gait væntanlega þá látið sér koma til hugar að skipið sykki 39 mílur frá ströndinni, eins og naun varð á. Síðari fyrirspumin, sem beint er til mín í Skuggsjá Þjóð* viljans 7. ágúst s.l er: „Af hverju skrifar hann sem opin- ber embættismaður grein í eitt blaðanna af fimm um þetta mál? Telur hann að Morgun- blaðið eigi eitt að sitja að þvi efni sem kemur frá opinberum skrifstofum, eins og embætti si gli n gamála s tj óra ? Af hverju sendir siglingamálastjóri eíkki skrif sín á öll blöðin þannig að bvert og eitt þeirra geti unnið úr þeim að vild. Morg- unblaðið er nefnilega ekkert blað fyrir opinber tíðindi — einskonar stjórnartíðindi —. eins og margir aðrir embættismenn ríkisins virðast halda“. — Því hefi ég tekið þennan kafla hér upp orðrétt að ég er að mörgu lpyti sammála þeim sjónarmiðum sem hér koma fram. Þó vil ég biðja menn jafn- framt að líta á málið svolítið frá öðrum sjónarhóli en sam-; keppni blaðanna um efni, i þeirri von, að skýrt megi verða, að mál þetta hefur tvær hliðar.s Fréttatilkynningar hetfi rg& i Frambald á. 11. sjðÚ-fO FRÁ HÚ SGAGN AVERZLUN REYKJAVÍKUR i Svefnsófasett, eins og tveggja manna svefnsófar, svefn- bekkir, skrifborð og Skrifborðsstólar. KAUPIÐ HÚSGÖGN HJÁ Hásgagnaverzlun Reykjavíkur Braularholti 2 — Sími 11940. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.