Þjóðviljinn - 22.08.1971, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.08.1971, Blaðsíða 5
Sunmidagnr' 22. ágúsrt 1971 — PJÓÐVTLJrNN — SlÐA 5 □ Þegar talið berst að þeim stefnumálum nýrrar rikis- stjórnar, að færa út fisk- veiðiiögsíjfruna í 50 mílur og koma bandariska hernum á brott, þá heyrist víða látið að þvi liggja, að þetta meg- um við ekki gera, af því að við höfum engin efni á þvi. □ Þá er átt við, að þau erlend riki, sem telja mundu geng- ið á hagsmuni sína við framkvæmd þessara stefnu- mála, muni beita ísland efnahagslegum refsiaðgerð- um. □ \ú er auðvitað erfitt að spá neinu um þá hluti á þessu stigi málsins. En í þessu samhengi er forvitnilegt að blaða í bók sem Gunnar Adler-Karlsson hefur sett saman og nefnist „EFNA- HAGSLEGUR STRÍÐS- REKSTUK VESTURVELD- ANNA“. Hún fjallar fyrst og fremst til tilraunir Vest- urveldanna og þá sér í Iagi Bandaríkjanna, til að valda Sovétríkjunum og áhrifasvæði þeirra tjóni með einskonar verzlunar- höftum en auk þess er í for- mála og eftirmála vikið að öðrum efnahagslegum refsi- aðgerðum. □ Það scm er einna forvitni- legast nú og hér við athug- un þessa er, að flest ber að þeim sama brunni: Enda þótt vúðskiptabönn og ann- ar efnahagslegur stríðsrekst- ur geti valdið nokkrum erf- iðleikum, fer oftast svo að slikar aðgerðir snúast fyrst og fremst gegn upphafs- mönnum sínum. Þeir sem refsa átti eða hræða finna jafnan nýjar leiðir, refsiað- gerðir efla gjarna samstöðu fólks innan viðkomandi landa, neyða menn til nýs frumkvæðis. Við Islending- ar getum reyndar minnzt þess, að löndunarbann það sem sett var á íslenzkan ís- fisk í Bretlandi eftir fyrstu útfærslu landhelginnar 1952 hafði mjög örvandi áhrif á frystiiðnað innanlands og þar með aukna «verðmæta- sköpun í sjávarútvegi. □ Hér verður nú rakið að nokkru efni áðurnefndrar bókar — sem er um leið fróðlegt dæmi um þá end- urskoðun á kalda stríðinu, sem margir góðir menn hafa unnið að á. síðari árum. Árni Bergmann tók saman. Eru efnahagslegar refsiaðgerðir hættulegar? í Leipzig var haldið áfram að verzla, þrátt fyrir allt. Það mátti ekki milli sjá hvort Vestur- eða Austur-Evrópa tapaði meira á viðskiptabanni. Ef þú vilt styðja andstæðing jjinn þá skaltu setja hann í viðskiptabann Efnahagslegar refsiaðgerðir auka stuðning almennings við þá stjórn sem reynt er að steypa. __ Myndin er tekin á Kúbu þegar fjandskapur Bandarikjanna var í hámarki. Gunnar Adler-Karlsson kveðst í bók sinni vilja reyna að komast að almennum niður- stöðum um áihrif viðskipta- banna, en hafi valið það sem Bandaríkin eifldu til gegn Sov- étríkjunum og Austur-Evrópu- rikjum vegna þess hve stór- fellt það var. Ekki er tími til þess að rekja nema í stuttu máli gang þessa stríðs, sem náði hámarki um 1950 og hefur staðið til þessa dags. Forsendur þess voru þær, að í lok stríðsins höfðu Banda- ríkin mikla yfirburði bæði að framleiðslumætti og hernaðar- lega; þau réðú ein fyrir at- ómvopnum. Ráðamenn þar í landi komust að þeirri niður- stöðu, að það væri mikið þjóð- ráð til að koma í veg fyrir það að Sovétríkin og lönd á þeirra áhrifasvæði styrktust, ef skorin væru niður sem mest viðskipti við þau Því var í áföngum sett útflutningsbann á allar þær vörur. bæði hráefni og tæki, sem talin voru geta komið sovézkum að haldi við að taka skjótum framförum í tækni og þá sérstaklega hem- aðartækni. 1 reynd varð listinn yfir þær vörur og þjónustu, sem bannað var að láta austurblökkinni í té mjög langur. Þegar lengst gekk, voru t.d. plastvörur hvers- kyns á bannlista, og það var reynt að koma í veg fyrir að Sovétríkin gætu leigt skip til flutninga hvað bá keypt skip. Gunnar Adler-Karlsson kemst að þeirri niðurstöðu, að um tíma hafi bannlistinn náð til allt að þvi helmings allra vörutegunda, sém fvrir koma í heimsverzl- uhinni. ★ I TVTú hlaut útflutningsbann að 11 hafa litla þýðingu ef það næði til Bandaríkjanna einna sem höfðu hvort eð var tak- mörkuð viðskipti við austur- blökkina Því var lögð mikil áherzla á það, að fá „þjóðir hins frjálsa heims“ með í að viðurkenna í reynd bannlista Bandaríkjanna Þetta tókst að veruiegu leyti. með bví að kom- ið var inn ákvæðum í lög um aðstoð við erlend ríki og þá sérstaklega inn í lög um Mar- sjallaðstoð. sem gerðu ráð fyr- ir að slíkri aðstoð væri bætt við þau ríki sem verzluðu við Austur-Evnópulönd. eða þá Kína. með einhver.jum þeim hætt.i sem Randaríkiunuin lík- aði ekki. Svo fór bví nð lokum að alls dróeust utn lönd inn i betta viösikintastríð við aust- u^Wftkkina. Vestur-Evrópuríki voru miklu tregari til en bandarísk stór- fyrirtæki að hlýða . þessum pólitísku ráðstöfunum — vegna þess að þótt ráðamenn þar hefðu ef til vill hug á að skaða efnahagslíf austurhluta álfunn- ar. þá vissu þeir einnig, að þeirra eigin lönd mundu missá af heifðbundnum viðskiptum sem þeim voru hagkvæm (pólsk kol, sovézkt timbur, matvæli o. fl.). Hér við bættist, að Banda- ríkjamenn fóru víða mjög þjösnalega að. Fulltrúar þeirra fóru í reynd fram á það við Vestur-Evrópuríki, að þeir riftu gerðum viðskiptasamning- um við A-Evrópu. Bandaríska verzlunarráðuneytið bjó til svartan lista yfir þau fyrir- tæki, sem höfðu brotið gegn vilja þess. Bandarískir ræðis- menn heimsóttu hafnarborgir í Evrópu og fóru fram á að fá að fara í bókhaldið hjá fyrir- tækjum, sem grunuð voru um græzku — og ef ekki var hlýtt, þá vofðj svarti listinn yfir ★ Til að fylgja eftir því, að farið væri eftir bannhstum Bandaríkjamanna var komið á fót sérstakri nefnd árið 1949 sem kölluð hefur verið COCOM (Samræmingarnefndin) og áttu öll Natóríki aðild að henni (nema ísland — enda mun fisk- ur aldrei hafa komizt á dag- skrá í þessu stríði). Og enda þótt bannlistinn hafi þrengzt mjög á árunum 1954-58 að því er verðar verzlun við Austur- Evrópu, og litlar samræmdar hömlur gildi nú inn á þau viðskipti þá er þessi stofnun samt enn við lýði. Þegar Banda- ríkin þurftu svo að glíma við hlutlaus ríki eins og Svíþjóð og Sviss, sem ekki fengu neina aðstoð frá þeim. þá var grip- ið til þess ráðs, að ef t. d. sænsk yfirvöld höfðu gert við- skiptasamning við t. d, Tékkó- slóvakíu um söiu á vörum sem voru á bandaríska bannlista.n- ingum að vestan — og bar þetta alloft árangur ★ Vestur-Evrópuríki neyddust til að fallast á þennan stríðs- rekstur segir Adler-Kerlsson. vegna þess, að bandarískir dollarar voru þeim meira virði en viðskipti í austurátt. Því fór svo. að á árunum 1948-1954 fór verzlun milli austur og vesturs úr 4% af heimsverzluninni í 2% og viðskipti Bandaríkja- manna hurfu því nær alveg. Verzlun vestur á bóginn nam 60% af milliríkjaviðsikiptum allrar austurblakikarinnar 1948 en fór niður í 20% 1954. Það voru samt Vestur-Evr- ópuríki, sem komu í áföngum bannlistakeríi þessu fyrir katt- arnef að verulegu leyti Þau reyndu frá upphafi vega að finna ýmsar smugur á fyrir- rnælurn Bandaríkjamanna, og þar vom stundaðar faktúrufais- anir og aðrar bókhaldsíþróttir í alistórum stíl. Þau reyndu og að fá bannlistanum breytt strax og þau höfðu bolmagn til og ástand í alþjóðamálum breytt- ist eftir dauða Stalíns. og hefur tekizt það allvel. Hinsvegar hafa Bandarfkin í reynd hunz- að að mestu viðskipti við Aust- ur-Evrópu, þau hafa allt til bessa árs haildið uppi viðskipta- banni á Kína, og algjört við- skiptabann þeirra á Kúbu er enn í gildi fþað stóð fyrir nokkr- um árum meira að segja til að refsa Leyland-verksmiðjun- um brezku fyrir að selja 500 strætisvagna til Kúbu) ★ En sú spurning sem Gunnar Adler-Karlsson veltir fyrir sér fyrst og fremst er þessi: Tókst þetta viðskiptabann. og getur slíkt viðskiptabann tek- izt yfirleitt? 1 því máli, sem hann einkum rannsakar, kemur fram, að Bandaríkjamenn hafi ekki haft þótt þeir haifi fyrir bragðið orð- ið að búa til sjálfir ýrnsa tækni sem þeir hefðu annars getað fengið keypta, þá eru þœr taf- ir ekki taldar umtalsverðar (talað er um sex mánáða tafir á sovézkrj efnahagsþróun á ár- unum 1950-60). En eins og Gunnar Myrdal bendir á í forroála umræddrar bókar reyndist viðskiptabannið hafa pólitísk áhrif þveröfug við það sem Bandaríkjamenn bjugg- ust við Það magnaði ekki ó- ánægju og sundrung innan, Austur-Evrópu, heldur þvert á móti. — Það var higkvæmt til- efni til að samfyöija þeim ríkj- um. „Viðskiptabannið mátti nota sem sönnun fyrir því, að þessi ríki yrðu að treysta hvort á annað og á Sovétríkin í efna- hagsþróun sinni. Margt sem gerðist á þessum árum ber þvi vitni að Stalín vildi halda í lágmarki efnahagslegum og öðrum samböndum þessara ríkja við Vesturblökkina, og frá þessu sjónarmiði kom viðskiptabann- ið eins og guðs gjöf til styrktar hans pólitík11. Niðurstaðan af öllu saman var því sú ein, að Austurblökk- in efldist, bún „neyddist" til að efla eigið frumkvæði í fram- sæknum greinum taekni, sem ekki fékkst keypt, og varð i reynd enn óháðari Vesturblökk- inni en áður. Þegar svo Bandaríkin tóku síðar að snúa við blaðinu, kom upp þveröfug kenning: að Vest- urveldin eigi að efla sem mest viðskipti, einkum við lönd eins og Pólland Tékkóslóvakíu og Rúmeníu, í því skyni að efla klofning eða þjóðernishy^gju í Austurblökkinni Hér er mál- um snúið við en grunntónninn sá sami: að verzlunarpólitík sé fyrst og fremst pólitiskt vopn Það er ekki síst fróðlegt að fylgjast með þessu vegna þess, að Bandaríkin hafa allt frá upphafi vega sakað Sovétríkin um slíkan hugsunarhátt. (Bók- arhöfundur telur reyndar að Austurblökkin hafi lítil ráð á slíkum hugsunarhætti, nema í srnáum stíl, og að sérfræðing- um beri saman um að efnahags- leg hagkvæmni ráði langmestu um verzlun hennar vest.ur á bóginn. Ifróðlegum lokakafla minnir Gunnar Adler-Karlsson á það. að á síðari árum hafi við- skiptabann verið reynt víða og í misjafnlega aerlegum tilgani. Hugsjónamenn hafa reyt að koma á viðskiptabanni við Portúgal og Suður-Afríku. Sovétríkin hafa reynt að hafa áhrif á stefnu Albanfu með efnahagslegum ráðstöfunum. Áður er getið um viðskiptabann á Kína og Kúbu. Framhald á 13 siðu. um, þá sneru bandarískir full- erindi sem erfiði. Þeim tókst trúar sér beint til fyrirtækja með þessum aðgerðum ekki að þeirra sem framleiddu vöruna, koma í veg fyrir að Sovét- og hótuðu þeim viðskiptarefs- menn eignuðust kjarnavopn, "g

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.