Þjóðviljinn - 10.09.1971, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.09.1971, Blaðsíða 4
4 ®HDA — ÞJÓÐVI'LJ'INN — Pöstudaiguir 10. september 1071, — Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — l'Jtgefandi: Útgáfufélag ÞjóSviljans. Framkv.stjóri: EiSur Bergmann. Ritstjóri: SigurSur GuSmundsson. Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson (áb.). Fréttastjóri: SigurSur V. FriSþjófsson. Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiSsla, auglýsingar, prentsmiSja: SkólavörSustíg 19. Sími 17500 (5 línur). — ÁskriftarverS kr. 195,00 á mánuSi. — LausasöluverS kr. 12,00. Raunhæfar kjarabætur Jjrjár vikur eru þar til samningar verkalýðs- hreyfingarinnar við atvinnurekendur renna út. Ljóst er að nú þegar verður skriður að fara að komast á samningaviðræður þessara aðila. Við- brögð verkalýðssamtakanna við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um kjarabætur eru á einn veg, þau fagna hinni nýju og heillavænlegu stefnu. Að þessu sinni þarf verkalýðshreyfingin ekki að standa í samningaþjarki um þann sjálfsagða rétt að fá kaupið verðtryggt og að umsamdar kjara- bætur verði raunhæfar, en í tíð viðreisnarstjórn- arinnar áttu sér stað stöðugar deilur um vísitölu- greiðslur á laun. Yfirlýsing ríkissíjómarinnar um kaupmáttaraukningu, styttingu vinnuvikunnar, lengingu orlofs og félagslegar aðgerðir er bæta aðstöðu hinna lægst launuðu, eru fyrirætlanir sem auðvelda ættu samningagerð. Hins vegar anunu atvinnurekendur að venju, þrátt fyrir yfirleitt góða stöðu atvinnuveganna, verða tregir til að samþykkja nauðsynlegar launahækkanir. Því er nauðsynlegt að viðræður verkalýðssamtakanna og a tvinnurekenda hefjist áð marki sém fýráít, svo fram komi hve miklar kauphækkanir eru mögu- legar og deilur um það dragist ekki fram á samn- ingslaust tímabil. | viðtali við Þjóðviljann í gær sagði formaður Sambands byggingamanna Benedikt Davíðsson: „Ég er þeirrar skoðunar, að á undanförnuim árum hafi skapazt viss vantrú hjá launamönnum á alla samningagerð, vegn stöðugra aðgerða ríkisvaids- ins, er ógiltu alla samninga, þegar að undirskrift lokinni. Ég hef hins vegar* orðið var við það nú, að yfirlýsing ríkisstjómarinnar um verulega kaup- máttaraukningu hafi skapað trú hjá launamönn- um á þvi, að samningar standist og að um raun- hæfar kjarabætur verði að ræða að þessu sinni. Launamenn leggja ekki eingöngu upp úr því að fá sem flestar krónur í launaumslögin, heldur er mikilvægast í þeirra augum að krónumar hafi gildi.“ Þessi ummæli fulltrúa byggingamanna í viðræðunefnd ASÍ lýsa vel viðhorfum launamanna í dag til væntanlegra samninga um kaup og kjör. — óre. íbúðaverð hækkar prá því hefur verið greint í blöðum að íbúða- verð á aLmennum markaði hafi hækkað veru- lega, jafnvel um 50% á tæpu ári. Hér er um mjög alvarleg tíðindi að ræða á sama tíma og það er yfirlýst stefna stjómarvalda í landinu að viðhalda stöðvun verðlags. Ástæðan til þessara hækkana er að sjálfsögðu sú að kaup og sala á íbúðum er eingöngu á vegum einkabrasksins í Reykjavík og nágrenni. Af fjölmörgum félagslegum ástæðum er nauðsynlegt að stöðva slíka starfsemi, hún er þjóðfélaginu til vanza hvernig sem á er litið og efnahagskerfinu 'til vandræða. Hér er komið að einum hinna ótalmörgu þátta húsnæðismálanna sem verður að athuga og endurbæta. — sv. SKUGGSJÁ Uppsagnir á blöðunum Fyrir nokfcru var sagt upp ödlu stort&fiölfci á ritstjóm og sfcrifstoCuim Þjóöviijans. Ein meginástæðaii til þessara uppsagna var óvissa um rekstrargrundvöll blaðsins, sem á nú í geigvænlegri fjár- hagsþrengingum en löngum fyrr og er þá langit gengiðtil samjöfnjtmar. Þegar stiarfs- fóiliki Þjóðviljans var • sagt upp störfum var það óðar lagt út á þann veg í Morg- unblaðinu, að hér væri um að ræða pólitísfcar „hreinsan- ir“ eáns og það var fcallað. Og síðan hefur verið mjög kliifað á þessum uppsögnum í Morgiunblaðinu, síðast í gær Þjóðviljinn hefur ekfci á- stæðu til þess að kvarta und- an skrifum Morgunþlaðsins, en benda má á að ekki hef- ur Morgunblaðið skrifað um uppsagnir á öðrum blöðum. Oftar en einu sinni hefur öllu starfsfólki Alþýðublaðsins verið sagt upp án þess það teldist til tíðinda á síðum Morgunblaðsins. Þegar blaða- mönnum á Vísd var sagtup p nú á dögunum var ekkert um það skráð í Morgunlblaðið að slíkt væru pólitískar hreins- anir. Þaðan af síður varþess getið £ MorgunMaðinu á fréttasíðum þegar blaða- mönnum þess var sagt upp af pólitískum ástæðum og ef grannt er skoðað hafa allir þeir blaðamenn gefizt upp við Morguniblaðið sem ekki eru þæg peð í höndum Matt- híasar Johannesens. Þannig er fréttamat Morgunblaðsins misjafnt og er greinilegt að með skrifunum um uppsagn- ir á Þ'jóðviljanum er okkur starfsmönnum hans sýndur sérstakur heiður — semsé sá heiður, að Þjóðviljinn er það blað sem Margunblaðinu er minnst um og er það vel. Hverju bjóna slík skrif? Eða hvaða tilgangi þjóna skrif af því tagi sem verið hafa í Morgunblaðinu undan- farna daga til dæmi's um uppsagnir á Þjóðviljanum? Ekki þjóna þau málstað blaðs- ins eða hvað? Þjóna þau heiðarleika í fréttaflutningi? Til hvers eru slifc sfcrif? Sannleikurinn er sá, að skrif af þessu tagi eiga sér emgan tilgang í nútímanum. Morgun- blaðið skrifa blaðamenn sem lifa enn í tírna hdns parsónu- lega skítkasts sem einkenndi svo mjög skrif blaðanna hér á árum áður — fyrir 30 ár- um kannski og abt aiftur til aldamóta. Það er þvl ekki einnngis á sviði stjómmála sem blaðamenn Morgun- blaðsins eru eins og hrópandi fomeskjunnar — i vdnnu- brögðum þeirra öllum koma fram viðhorf sem eiga sér engan samajöfnuð — nema leitað sé áratugi og aldir aft- ur í tímann. Bitlingalýður Fyrir noklkru var Morgun- blaðið að hneykslast á því að iðnaðarráðherra skyldi hafa skipað þrjár nefndir til bess að vinna að ákveðnum verk- efinum. Af því tilefni kornst Morgunblaðið svo smekklega að orði: „Magnús Kjaxtans- son iðnaðarráðherra er einna iðnastur hinna nýju ráðherra við að útdeila bitlingum til langsoltinnar hjarðar sinnar." Svo mörg voru bau orð og hverjir voru svo langsoltnir í bdtlingahjörð Magnúsar Kjartanssonar? Þessa menn má nefna sem dæmi: Þor- varður Alfonsson, fram- kvæmdastjóri, Ha.ukur Bjöms- son framfcvæmd'astjóri Féla-gs íslenzkra iðnrekenda, Jón Sveinsson, formaður Félags, dráttarbrauta og skipasmiðja, Ottó Scopka, framkvæmda- stjóri. Verður því þó varla trúað að þessir menn hafi verið langsoltnir í bitlinga- hjörð því að vel hafði Jóhann Hafstedn ráðherra alið þá sveina oe eru þeir vafalítið vél haldnir og fedtir um hjartaræbur eins og segir í fomium bófcum. En mikið vill meira og þess vegna heimtar Morgunblaðið medra fóður i þá félaga frá nýjum stjóm- arvöldum í landinu. Niðursuðu- iðnaður Annars hefur Morgunblaðið ednfcum hneykslazt á skipan nefndar sem á að „fjalla um vandamál niðursuðuiðnaðar- ins með hliðsjón af málefna- samningi rikisstjómarinnar" Telur Morgunblaðið að iðn- aðarráðherra hefði átt að skipa í þessa nefnd mennsér- fróða um niðursuðuiðnað. Vel má vera að svo sé, en vert er að benda á að eins og orðalag skipunar nefndarinn- ar gefur til kynna er netfind- inni einfcum ætlað að athuga hina efnahagslegu hlið þessa máls. — Fjalar. »3 Hjalti Þórisson Um hersetu og kommúnista Morgunblaðið mun halda sig hafa haildgott vopn í hendi, þar sem valdaigræðgi Sovétstjómar- innar er.-Vopnið 'getur þó oírðið tvíeggjað ef að er gáð. Það er ekki einhlítt að sfcilgredna stefnur á hryðjuverkum. Víst skal ég ekki bera bJak af Sovétþjóðinni, en fólk er víðar „barið niður“ ef það mót- mælir einhverju, en í Savétrífcj- unum, þ.á.m. í „lýðræðislönd- unum“ ekfci sízt í Bandaríkjun- um. Heimsvaldastefnan einkenn- ir bæði' sfórveldin og þjóðfélög þeirra byggja- annairs vegar á kapítalisma og hins vegar á kommúnisma og bæði útiloka andstæðuna. Þannig er lýðræðið eins takmiarkað að þessu leyti hjá báðum. Morgunblaðið verður að giera sér þess grein, að með þvi að skilgreina kommúnismg á hátta- laigi (neikvæðu) Sovétstjómar- innar gefur það leyfi til að skilgreina hægristefnu út frá misgóðu framiferði Bandaríkja- stjómar og þar með hefur vopnið snúizt í höndum blaðs- ins, og það orðið sjálfu sér verst. Allir fordæma mistök Rússa, en Morgunblaðið edtt heldur Kana allgóða. Þetta minnir á söguna um flísina og bjálkann. Morgunblaðiðheldur þvífram, að t.d. íslenzkir kommúnistar séu útsendarar og undirlægj- ur Sovétstjómarinnar. Mikil er þekking mannanna. Þeir sem kynna sér afstöðu sannra kommúnista og sósíal- ista komast að því að Sovét- stjómin er mjög tortryggð og gagnrýnd. Það er því miður staðreynd, að Sovétstjómin er að fremja stórglæp gagnvart mannkyninu og kommúnismanum. eins' og ég lýsti áðan. Þetta viðurkenna allir kommúnistar, sem ekki eru þvingaðir af Varsjárbanda- laginu. Vegna þess ama vilja frjáls- ir kommúnistar ekki hljóta sömu útreið og Tékfcar hlutu með innrásinni og eru því ekW Moskvukcmmar né einræðis- sinnaðir antihúmanistar. Sósíalisminn bvggist á gagn- kvæmu trauisti. En þannig er heimurinn því miður ékki. Menn hrifsa til sín lífsgæðin hver frá öðrum, hinn sterkari, samvizfculausari og kænniræð- ur og ríkir. Meðan merrn hafa ekki lært, að hamingja er ann- að en peningar, og gagnkvæmt trú naöartraust ríkir ekkimanTia á meðal þá er sósíailisminn ó- framkvæmianlegur. Barátta sós- íalista ætti því að vera sið- ferðilegs eðlis og félagslegt and- ólf gegn arðráni. íslenzikir sósíalistar þekkjaaf eigin reynslu hve herfillega krafcar geta brugðizt hugsjónum sínum (vegna sinnar veiku lundar) og vegna þess og kommúnistaáróðurs Morgun- blaðsins hrekjast þeir til meiri ákveðni og róttækni. Ekki veit ég a£ hverju sósí- alistar eru á móti herstöðinni. Þar á ef til vill samleið sú réttlæti sti If i n ning, sem gerir menn að jafnaðarmönnum, sú heilbrigða skynsemi og sjálf- stæðdshvöt, sem gerir menn að hersetuandstæðingum og sú mannúðarást. sem gerir menn að andstæðingum hers. Upphaflega hefur þetta vafa- laust verið af pólitískum á- stæðum hjá sumum þ.e.a.s. trú á Rússlandi, en nú orðið ætla óg að vona. að enginn > ísiend- ingur, sem vill standa undir nafni, geri sig sekan um siík óheilindi. Það er annað stjóm- mál og hermiál, og sá málstað- ur, sem ekki sigrar án hers, er einskis virði. Lýðræðisleg vinnubrögð og heiðarlegur málflutningur eru einu réttu vopnin. Ég skal að vísu viðurkenna, að é2 umber Rússa betur en Morgunblaðið, þjóðarinnar og jafnaðarhuig- sjónarinnar vegna, þó stjómin sé eins og hún er. Ég er jafnt á móti hersetu Rússa og Kana hér eða nokkurs annars og geri efcki upp á milli. Ég vil ekki hóra heita, ölmusu- maður né nokkurs leppur gjör- samlega óháð ahri pólitík. Ég vil biðja Morgunblaðið að skilja, ag ég óska því ekiki norður og niður heldur aðeins, að það flytji heiðarlegri mál- flutning. Mér hefur Stundum fundizt skrifað af sæmilegu viti í blaðið, nema þegar kem- ur að meinlokunni og skil þess vegna ekki að neitt geti stað- ið í vegi fyrir, að blaðið bæti um betur. nema það sé ásetn- ingur þess áð gera það ekki. Svo vil ég skora á Morgun- blaðið að leita svo langt aðsýna fram á með rökum, að þessi grein sé þvæla frá upphafi til enda. Ég vil taka það fram, að ég er ekki kommúnisti t.d. vegna sjálfselsteu. Rök um hersetuna ísland er landfræðilega, stjómmálalega og hemaðarlega milli tveggja elda. Hva<ð á ey- ríkið ísland að gera í slíkri aðstöðu? Sumir segja: Hallast í aðra áttina. aðrir: Sfcanda beinir,' og vonandi engir: Hall- ast í hina. Hallamennirnir hafa ráðið ferðinni hingað til og hvers vegna og hver er tilgang- urinn? Mogginn heldur að þjóðinni einhliða áróðri og hefur unun af að fræða bana á ,,hryðju- verkum kommúnista', heims- valdiastefnu þeirra, uppbygg- ingu Norður-Atlanzhafsflota Rússa °S áætlunum þeirra um innrás í Rínarlönd, og virðist helzt álíta, að heimsstyrjöld sé í vændum. Því láist þó að minnast N.-Atlanzhafsflota Na- tólanda heimsvaldastefnu Kana t.d. í þriðja beiminum. Það skal enginn segja mér, að Kan- ar hleypi Rússum langt hér á Atlanzbafi. Natólönd cru beggja vegna Atlanzhafs og þeim ætti vart að verða skotaskuld úr bví að fylgjast með og bafa í fullu tré við Rússa þar, og dettur blaðinu í hug, að Nató eigi ekki áætlun um innrás austur fyrir jámtjald, ef til styrjaldar kæmi? Þokkalegt „varnarbandalag", sem ekki ætti slíka áætlun! Þannig em „varnarbandalög“. DularfuU hundalogiic að styðja eitt hernaðarbandalag gegn öðm, en þykjast samt vera friðarsinni. Rök Moggans um „vamir Is- lands‘‘ munu þó vera þau að herstöðin hér muni vara Kana við, e£ Rússar geri sig líklega til einhvers og Kanar geti þá komið í stríð, þvi varla verja ICeflavíkurdátamir okkur fyrir Murmansfcflotanum^ ^ljsadwm við vilja kosta því til að stofna sjálfstæði ókkar í hættu, með- .því að bandaríski herinn-kaami. hér með flotastöðvar herflug- velli og óvígan her? Þvi að á þann eina hátt yrði Island var- ið fyrir Rússum, en ekki Kön- um. Það er út í hött, að tala um vamir þessarar eyjar, því að hún verður ekki varin nema • með styrjöld (um hana), sem leggði hana reyndar í eyði. Herstöðin yrði fyrsta skotmarkið og er örugglega útmiðuð þegar. Slíkt er dýrkcypt vöm og hlá- leg. En raunveruleg ástæða fyrir kanadékri Sjálfstæðis- flokksins er þó kannski ékki vamarlegs eðlis heldur efna- hagslegs, eins og ég minntist á fyrr. Séum við nógu fylgi- spakir Könum hljótum við betri viðskiptakjör og jafnvel afslátt. Mogginn þykist skammast sín af vér „svikjum“ hernaðar- stefnu Vésturveldamna og leggj- um efckert til í sjálfheldu kalda stríðsins, en skammast sín þó enn meira, vegna betliskapar síns. sem hann vill eikki viður- kemna (sé ágizkun mín rétt.) Kristján Albertsson skilur elcki a£ hverju Rússar skyidu hafa velviljaðan áhuga á vorri lítilsmegandi þjóðarpersónú, „vegna þess“, að þeir eru milj- ónaþjóð, en væntanlega skilur blessaður maðurinn áhuga Kana. Röfc ópólitískra hernámsand- stæðinga em: Séu Islendinar hvorugum háðir hlutlausir í utanrfkismálum, með andstæðu í innanlandspólitik, væm þeir óhultir, vegna þess. að kæmu Rússamir hingað, þá væri það slík ógnun hemaðarlega og á- róðurslega við Vesturveldin. að þau fæm hiklaust í stríð, og af því gæti leitt gjöreyðing. Á þetta myndu Rússar aldrei hætta. Rússar hafa ekki ybbazt upp á neina á norðurslóðum. Kæmu Natórfldn hingað án samþytekis okfcar, (en til þess væri vissulega engin ástæða) myndi það hafa slfk áhrif á sambúð stórveldamna, að heims- frið væri stefnt í voða. Ef svo færi eða að Kanar hættu við- Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.