Þjóðviljinn - 12.09.1971, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.09.1971, Blaðsíða 9
Sumnud'agur 12. septemiber 1971 — ÞJÓÐVIUINN — SlÐA Q ftgiSíSS ssssssss (««««■ • Nn ÉllHlIi! .. • • . 4 ) . £fl$ u ...... ■ „í»að getur verið betra en nokkur fjárfesting í landi að geyma fiskinn í sjónum í tvö til þrjú ár“ Þessi mynd er tekin af rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni fiskistofna við strendur slands — Já, það er nauðsynlegt. — En hvað mega veiðarnar vera miklar til þess að við glötum ekld. bcinliínis okkar til- verumöguleikum í þossu landi sem fisfcveiðiþjóð? — Þetta er áfcaflega stór spurning og svarið erfitt og það yrði tæplega samhljóða írá öll- um aðilum í hópi vísinda- manna. Þetta fer til dæmis eftir þvtf hver er endurnýjunargeta fisktegundanna. Til dæmis er endumýjunargeta þorsksins miklu meiri en síldar vegna þess að hrognafjöldi þorsksins er miklu meiri. Með grófu dæmi má segja að hver hrygna á jafnmörg egg í miljónum tal- ið og hún er í kílóum að þyngd. Þorskihrygna sem er 5 kíló hrygnir 5 -miljónum eggja, en egg síldarinnar eru aðeinis noktour hundruð þúsund og þess vegtna er hún miblu viðkvæm- ari en þorskurinn og veiðiregl- ur vcrða þvtf að vera breyti- legar eftir tegundum fiskanna. Óskapleg afföll — Hvað kemst upp af fimm miljónum eggja þorsksins? — Það verða afskaplega mikil aflföll. Ef við huigsum oklcur fisk sem hrygnir einu sinni. til dæmis lax, þá stæði stofninn í stað ef hængur og hrygna gæfu af sór tvo fiska sem héldu lifi. En þau þurfa að gefa af sér miklu fleiri einstaklinga vegna þess hve afföllin eru mikil. Þvi helfur verið haldið fram að stofnstærð fislca fari ekki endilega eftir stærð hrygningarstafnsins. heldur fari hún fremur eftir þeim lífs- skiiyrðum sem eggin og seáðin eiga við að búa Þannlg getur flskstofn miljón fiska gefið af sór færri einstakilinga en fisk- stofn sem telur 300 þúsund einstaklinga. Þessi kenning var * allsráðandi áður, en menn eru nú dáiítið að hverfa frá henni og núorðið vilja menn taka meira tillit til stærðar hrygn- ingarstofnsins en áður var gert. En hvað sem því líður er það staðreynd, að stærð stafnsins fer mikið eftir því hvernig hrygningin tekst og hver veirða afdritf seiðanna, Það er margt sem hefur á- hrif á þetta. en þrátt fyxir allt má segja að ungseiðadauð- inn sé meira og minna fast hlutfall og hafi verið allt frá því að Ingólfur kom hér. — Vel á minnzt. Hvemig var það þá í þann sæla tíma þegar Ingólfur kom hér? Þá hlýtur allt að hafa verið tÐullt af fiskl — eða hefur jafnvægi náttúr- unnar séð fyrir því að svipað magn var af fiski í sjónum og síðar eftir að hinar miklu veiðar komu til sögunnar? — Um fisk eru furðu litlar heimildir í elztu bókum okikar. Sjálfsagt hetfur verið mikið um íisk. En það er athyglisvert að hvergi í fomum bókum íslend- iraga er minnzt á síld. og eJdd nema eitt ömefni í landinu er tengt sild; Sfldarmanna- brekkur í Hvatfirði. En það er enginn vafi á því að áðuir hefur almennt verið meira magn af fiski en nú er — þarf ókki að fara lengra en 30-40 ár aftur í tímann til samjöfnunar. Sums staðar ann- ars staðar hefur fiskurinn bók- stafflega verið uppurinn, þ.e. á ákveðnum miðum. og sýnir það betur en annað hver álhirif of- veiði getur haft. Þannig er það til dæmis á Georgsbanka við austurströnd Bandaríkjanna, en þar voru mikil og góð ýsu- mið. Þegar góður ángangur kom var sótt í stofninn af er- lendum veiðiskipum, skuttogur- um með móðurskipum og á ndklkruim árum hvarf ýsustoifn- inn þar gjörsanalega og þar fæst varla ýsa eins og er og mé þetta vera skýrt dæmi um það hvað ofvoiði hefur í för með sér. Ofveiði á ýsu Haunar var það eins með ýs- una hér við land. Afdrif skar- kolans og ýsunnar hér við land voru notuð sem skóladæmi í fiskifræði þegar ég var við nám —• dæmi um orfveiði, nefnt I kennslubókum. Ýsan var otfveidd hér við iand allt þar til landlhelgin var færð út 1952. en þá jókst ýsu- stafninn hór við land. tJtfaansl- an og friðun Paxafflóa höföu þau áhrif að ýsustofninn tók að aukast á ný og hafðd þá m. a. þau áhrilf að ýsan varð í öðru sæti í afflamagni íslendinga. Með ýsuna var þetta þannig, að á fyrri striðsárun- um fétok hún mikla hvíld hér við land. Á árunum eftir stríðið var góð ýsuveiði við landið. Meðaldagsveiði enskra togara var þá 1000 kíló en síð- an fór veiðin niður í 250 kiló að meðaltali á dag, þrátt fyr- ir stóraukna sókn. Ýsuveiðin minnkaði frá 1927 úr 67 þús- und tonnum á ari í 28 þús- und tonn 1937. Ýsuafli íslend- inga dnóst á sama tíma sam- an úr 11 þúsund tonnum niður í 4 þúsund tonn. Þannig gekk sú auking sem varð á ýsu- stofninum á striðsárununi fyrri skjótt til þurröar. 1937 var svo fcomið, að ýsustofndnn við Is- land var einn sá aumasti sem sögur fóru af. Á stríðsárunum 1939-1945 Maut stafninn hvíld á ný og var ársafli Islendinga þegar orðinn 33 þúsund tonn 1946. 1949 varð ýsuafii Islend- inga 76 þúsund tonn. Sóknin fór síðan stöðugt vaxandi og afflinn fór niður í 46 þúsund tonn árið 1952. Þá — 1952 — var eins og ég gat um áðan lokað mikilvægum uppeldis- stöðvum og þá þregður svo við að heildaiýsuafli Islendinga fer h.raðvaxandi næstu 10 árin og nær hámarki 1962 og er þá 120 þúsund tonn, og þar mcð tvö- falt það aflamagn sem náðist milll heimsstyrjaldanna. Þetta þakfca menn útfærslu land- hólgiranar og stærri möskvum í veiðarfeerum sem komu til sögunnar um sama leyti. Síðan hefur ýsuafflinn dregizt saman og fór niður í 47 þúsund tonn. Ástæðan fyrir þessum sam- drætti á síðustu árum er sú að ýsustafmnn hoöjr verið í mikiM lægð í Norður-Atlanz- hafi basði við Island og við Noreg etoki síður. Bezta fjárfestingin Vert er að benda á að út- færslumar 1952 og 1958 höfðu það í flör með sér að ýsustafn- inn gat vaxið tveimur tilþrem- ur árum leragur en fyrr var. Það hefur mikið að segja því að ýsan er svo fijót að vaxa. 30 sentimetra ýsa vegur eitt- hvað um 240 grömm, en ef við leyfum henni að vera í sjónum þangað til hún er 10 sentimetrum lengri er hún orð- irun 650 grömm. Þarinig getfur þetta betri arð en nokkur önn- ur fjárfesting. Þetta sýnir bet- ur en annað hvað nauðsynilegt er að vemda flskinn þangað til hann hefur náð þeirrilengd, sem við viljum hafa hann í. Við getum kallað það kjör- lengd eða hvað við viljum hafa það. _— Hvað þarf ýsan langan tíma til þess að bæta svo mil^lu við sig? — Það þarf til ein þrjú ár. Þetta dæmi sem ég nefndihlýt- ur að hafa mikil áihrif á ís- lenzkan efnahag — þ.e. að taka fiskinn á réttum aldri. Það get- ur verið betra en nokkur fjár- festing á landi að geyma fisk- inn í sjónum í tvö til þrjú ár. Útfærslu ráðstafan irnar ‘52 og ‘58 höfðu það í för með sér að ýsan gat vaxið tveimur til þremur árum lcngur en áður. Dæmið sem ég nefndi áöan sýnir að einn sjötti hluti fjöru- tíusentimetra langrar ýsu gef- ur jafnmikinn fjölda í tonnum og 30 sm ýsa, en samt sem áður drepum við færri fiska og dánairtalan er mun lægri. Þetta er gífurlega sláand4 FnamihaiLd á næstu síðu. Eftir að rannsóknarskipin fengust liefur aðstaða Hafvannsóknarstofnunarinnar gjörbreytzt. Mynd: —• Rannsóknarskipið Árni Friðriksson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.