Þjóðviljinn - 12.09.1971, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.09.1971, Blaðsíða 3
Sunnuidagur 12. september 1971 — ÞJÓÐVTLJINN — SlÐA 2 □ Þann 1. september voru liðin 13 ár frá því, að reglugerðin uim 12 mílna fiskveiðilög- sögu við ísland gekk í gildi. Þá reglugerð und- irritaði Lúðvík Jósepsson sjávarútvegsráðherra 30. júní 1958. Nú stendur fyrir dyrum að alþingi staðfesti uppsögn landhelgissamninganna við Breta og Vestur-Þjóðverja og útfærslu fisk- veiðilögsögunnar eigi síðar en 1. sep't. 1972. Það mun einnig koma í hlut núverandi sjávar- útvegsmálaráðherra að gefa út nýja reglugerð um sitækkun fiskveiðilögsögunnar. í tilefni 13 ára afmælis útfærslu landhelginnar og að 1 ár er þar til næsta skref verður stigið, var þatta viðtal haft við Lúðvík Jósepsson: Samstaða þjóðarinnar tryggir sigur Viðtal við LÚÐVÍK JÓSEPSSON, sjávarútvegsráðherra um landhelgismálið 1958 og 1971 Er ekld svipuð aðstaða í landhelgismálinu nú og- var árið 1958? — Jú. vissulega er margt svipað um landhelgismálið nú og þá. Þá var stækkuninni mótmælt eins og nú og aðal- lega af sömu aðilum. Þá var klifað á ólöglegum aðgerðum eins og nú. Þá var okkur hótað á beinan og ótoein- an hátt edns og nú. Og þá var lagt hart að okkur að bíða eftir ráðstefnu edns og nú. Hefur afstaða annarra þjóða breytzt frá því sem þá var? — Jú, vist hefur afstaða þjóða breytzt til landhelgismálsins á þessum 13 árum. Árið 1958 studdu Rússar 12 mflna landlhelgi, en nú eru þeir á móti stærri landhelgi sem almennri reglu. Flestar þjóðir Bvrópu voru okkur óhagstæðar 1958 og eru það enn í dag Nú eru hinsvegar komin til mörg ný ríki sem styðja okk- ar sjónarmið, og önnur hafa harðari afstöðu í málinu nú en 1958, eins og t.d Kanada. En afstaða okkar íslendíngfa? — Afstaða okfcar íslendinga er í meginatriðum hin sama nú og hún var 1958. Enn er nokk- ur ágredningur með forjrstu- mönnum flokkanna. Sumir vilja bíða, eins og þeir vildu líka 1958. Þeir bera öTIu við, nú eins og þá, en flásf áddrei til þess að taka afgerandi áfcvarð- ?nir. En svo að segja öll þjóð- in er einhuga í málinu, nú eins og þá Og það er það sem máli skiptir. Hvað heldur þú að hafi valdið bví að Brefar sendu hingað herskip? — Ég held að það sé eng- in vafi á því, að Bretar sendu hingað herskip sín og reyndu hér ólöglegar veiðar; í trú á það. að við gæfumst upp og semdum við þá. eins og þeir höfðu reynt að knýja okkur til með öðrum ráðum. Þeir trúðu þvd að þjóðin væri klofin f málinu og að sá klofningur myndi segja til sín þeigar veru- lega reyndi á. Ástæðan til þess að Bretar trúðu því að þjóðin væri kJof- in í málinu, var málflutningur nokkurra úrtölumanna og sér- staklega skrif Morgunblaðsins. Bretar ráku sig hins vegar á að þvi fór viðs fjarri að Sjálf- stæðismenn almennt væru deig- ari en aðrir í landhéLgismél- inu Hvernig tókst Bretum að stunda fiskveiðar undir herskipavemd? - — Tilraun Breta til að halda hér uppi ólöglegum veiðum undir herskipavemd fór algjör- lega út um þúfur. Þeir gjátu að vísu haldið skipum sínum herskipanna. „Samkomulag stjómarflokkanna um upp- sögn samninganna og um útfærslu eigi síð- ar en 1. sept. 1972 stendur í fullu gildi og verður tillaga um uppsögn lögð fyrir Al- þingi strax í þingbyrjun.“ ^ „Engin þjóð getur fallizt á að fulltrúar annarra þjóða felli úrskurð um mál, sem varðar líf eða dauða þjóðarinnar.“ ^ „Við létum ekki mótmæli Brefa aftra okk- ur 1958 og eigum heldur ekki að gera það nú“ ^ „Við höfum sigurinn í okkar höndum. Það eina sem máli skiptir er samstaða þjóð- arinnar.“ innan hinna nýju landhelgis- marka. En þeir fiekuðu lítið sem ékkert. Þeir urðu að hnappa togurum sínum í kring- um herskipin. Frá þeim máttu veiðiskipin ékki fara. Þetta leiddi til þess að mikill meiri- hluti af fiskimiðunum við land- ið var raunverulega friðaður fyrir veidisókn Breta. Það var broslegt að hlusta á tal brezku togaraskipstjóranna sem bundn- ir voru í hnappheldu herskip- anna. Þeir sögðujst ekkert getá fiskað og þeir jétuðu að úti- lokað myndi reynast að fá sjó- menn til þessara starfa áfram. Þú telur, að við íslendingar höfum sigrað í þessari deilu? — Já, vissulega, því þrátt fyrir þennan sérkennilega og niðurlægjandi herskipaleik Breta var öllum ljóst að við íslend- ingar höfðum sigrað í land- helgismálinu á árinu 1958. Enda lýstu flúlltrúar allra stjómmálaflokka því yfir á Al- þingi, að á því vasri enginn vafi. 12 milumar voru orðnar staðreynd, þrátt fyrir alla her- skipatilburði Breta. Nú hefur mikið verið um það rætt, að segja skuli upp landhelgis- samningunum við Breta og Vestur.Þjóðverja. Hvað vilt þú segja um það? — Það er rétt. Afflmikdð hefiur verið um það rætt að segja upp landhélgissainninign- um við Breta og Vestur-Þjóð- verja frá 1961, fyrir 1. septem- bar1 tál þess að þeim vasri þá sagt upp með 12 mánaða fyrirvara. miðað við útfaerslu landhelginnar í 50 mílur 1. sept. 1972. Það er sfcoðun rikisstjómar- innar að samningamir frá 1961 séu raunverulega ekki bindandi fyrir ofckur, m.a. vegna gjör- breyttra aðstæðna. Samningnum verður sagt upp flormlega eigi að síður. Ríkis- stjómin og sérfraaðingar henn- ar telja 6 mánuði fullgildan uppsagnartíma og enga nauð- syn á 12 mánaða fresti. Þar sem Cyrir lá að ekki gat orðið fullkomin samstaða vegna af- stöðu stjómarandstöðunnar, um uppsögnina fyrir 1. sept. þótti ekki ástæða iA þess að það væri gert. Samkomulag stjómarflokkanna um uppsögn samninganna og um útfærslu eigi síðar en 1. sept. 1972 stend- ur þvi í fullu gildi og verður tillaga um uppsögnina lögð fyrir Alþingi strax £ þingbyrj- un. HvaÖ er að segja um Hafréttarráðsfef n una. Telur þú líklesi; að hún verði haldin 1973? — Enn er allt í óvíssu um það hvort hafréttarráðstefnan verður haldin árið 1973 eða ekki. Agreiningur um hafréttar- reglur er mikill og vist gæti svo farið að ráðstetfnunni yrði frestað í nókkur ár. Framhald á næstu sfðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.