Þjóðviljinn - 12.10.1971, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.10.1971, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÖÐVILJIlSrN — Þriðjudagur 12. cfctóber 1971. ÞÉR SPRRIÐ STÓRFÉ MEÐ PVÍ flÐ RflUPfl IGNIS FRYSTIRISTUR HAGKVÆMAR — VANDADAR — ÖRUGGAR 145 LTR. — 190 LTR. — 285 LTR. 385 LTR. — 470 LTR. — 570 LTR UMBOÐSMENN UM LAND ALLT. RAFIÐJAN VESTURGÖTU H SÍMI 19294 RAFTORG V/AUSTURVÖLL SÍMI 2666Ó ALLIANCE FRANCAISE Frönskimámskeiðin hefjast bráðlega. Kennt er í mörgum flokkum. Kennarar eru fransk'i sendikermarinn Jacques HAYMOND og frú Marcelle RAYMOND. Innritun og upplýsingar í Bókaverzlun Snæbjam- ar Jónssonar & Co., Hafnarstræti. Sími 1-19-36. Væntanlegir nemendur ko'mi til viðtals í Háskól- ann (3. kennslustofu, 2. hæð) þriðjudaginn 12. okt. kl. 6,15 síðdegis Húseigendur Sköfum og endumýjum hurðir og útiklæðningar Vinnum allt á staðnum. Sími 23347. Minningar á kveðjustund Guðrún Guðmundsdóttir Fædd 12. apríl 1906, dáin 2. október 1971 „Það syrtir að er sumir kveðja." Þau kveðja nú lífið hvert á fæt- ur öðru gömlu skólasystkinin, gömlu félagarnir. Eftir verða minningarnar — og arfur mann- dófns og hugsjónatryggðar, sem þau skilja eftir handa komandi kynslóðum. Sú, sem nú kveður og eftirlæt- ur þennan arf, er Dadda, — Guð- rún Guðmundsdóttir, ekkja Einars Ástráðssonar læknis, — sem and- aðist 2. október síðastliðinn. Hálfrar aldar minningar úr sameiginlegri hugsjónabaráttu líða fyrir hugskotssjónir. Hin gömlu kynni varpa glampa sínum á löngu liðnar stundir og atburði. o Guðrún var dóttir húsvarðarins í Menntaskólanum, er þá bjó þar. Fædd var hún 12. apríl 1906. Veturinn 1920—21 var hún í fyrsta bekk Menntaskólans (ásamt Bjarna Benediktssyni o. fl.), þegar ég var í sjötta. Við sáum hana auðvitað oft, þennan fjörkálf, svo viðbragðsfljóta og einarða. En sérstaklega minnist ég eins atviks. Ég hafði haldið hneykslanlega ræðu um skólann á sjálfri skóla- hátíðinni, — og þegar við geng- um niður tröppurnar ofan af lofd, stöðvar þessi unga stúlka mig og biður mig að láta sig hafa hand- ritið af ræðunni, hvað ég gerði umsvifalaust. Það var ekki mikið um að ungar stúlkur sýndu þá áhuga á uppreisnarmálum, yfir- leitt lítið um stúlkur í skóla, eng- in til dæmis í okkar bekk. Þessi urðu upphöf okkar kynna. Sósíalisminn kveikti þennan vetur eld í mörgum hjörtum og uppreisn í hugum. Meðal þeirra, er þá gerðust sósíalistar og gengu í Jafnaðarmannafélagið í Reykja- vík, vorum við bekkjarbræðurnir og samstúdentarnir, Einar Ást- ráðsson og ég, Einar las síðan læknisfrseði við háskólann hér. Þau Guðrún felldu hugi saman og gifmst 1926, sama ár og Dadda lauk stúdentsprófi. Einar Iauk háskólaprófi hér 1928 og var síðan eitt ár við fram- haldsnám í Þýzkalandi. Guðrún vann við Hagstofuna er námi hennar var lokið — og átti hún einnig síðarmeir, er Ieiðin lá aftur til Reykjavíkur, athvarf þar til at- vinnu, og var henni ætíð hugð- næm stofnun sú og starfsfólk hennar. Árið 1931 varð Einar héraðs- læknir á Eskifirði (í Reyðarfjarð- ar-Iæknishéraði) og fluttust þau Guðnin þá þangað. o Á Eskifirði bar fundum okkar Guðrúnar næst saman og standa mér þeir endurfundir enn fyrir hugskotssjónum, — í stóra og mikla timburhúsinu, sem manni fannst læknisbústaðurinn þá vera. í þeim bústað voru og sjúkra-stofumar, sem héraðslækn- irinn og kona hans oft líka urðu að annast sjúklingana í. — Það er mikið rætt og réttilega um læknavandræði dreifbýlisins nú. En þegar minnst er fornra tíma, þá má og gjarnan muna hver vandkvæði voru lækna þá. Hinar Iöngu ferðir í því stóra Iæknis- héraði, sem Einar lengst af gegcdi, hinar erfiðu aðstæður, baráttan við berklana, „spítalinn" í heimahúsum, — og allt hvíldi þetta ekki síður á læknisfrúnni, sem auk alls annars varð oft að vera hjúkrunarkona og einskonar aðstoðarlæknir. Og þar ofan á bættist svo hve efnahagur og af- koma almennings var ill lengst af, sérstaklega á kreppuárunum, sem komu alveg sérstaklega illa við al- þyðu Eskifjarðar, sem varð svo hastarlega fyrir barðinu á at- vinnuleysinu. Þeir voru ófáir reikningarnir fyrir læknisþjón- ustu, sem Einar brenndi þá. Það voru ekki ferðir til fjár, sem farnar voru af lækninum þarna. En hlýhug og þakkir fátæks fólks mátu læknishjónin meira en fé. Heimili þeirra Guðrúnar og Einars á Eskifirði var þá orðið mikil miðstöð sósíalistískrar hreyfingar, er fundum okkar bar saman á ný. Einar hafði verið einn af forystumönnum Alþýðu- flokksins þar á staðnum, meðan Kommúnistaflokkurinn starfaði, og undir forystu hans og Arn- finns Jónssonar skólastjóra hins- vegar var einn af fyrsm samfylk- ingarsamningum þessara flokka gerður í árslok 1935, en síðan lágu leiðirnar saman í Sósíalista- flokknum. Á þessu gestrisna heimili Guð- rúnar og Einars dvöldu félagarn- ir, sem á ferð voru fyrir flokkinn og oft keyrðu læknishjónin okkur ferðalangana í bíl sínum til fund- arhaldanna í fjórðungnum. (Bíla- eign var þá ekki orðin eins al- menn og nú). Eiga margir okkar gömlu félaganna góðar endur- minningar frá fundunum með þeim hjónum bæði heima hjá þeim og víðar í Austfirðinga- fjórðungi. Gestrisnin, hlýhugur-<j> inn, áhuginn, — öll fórnfýsin fyrir málstaðinn, — sem gagntók þau Guðrúnu og Einar gleymist ekki þeim, sem reyndu. Það, sem maður nú saknar um seinan, er að samfundirnir voru of fáir, hlý- hugarins notið of sjaldan. o Árði 1956 lét Einar af læknis- störfum þar eystra og eftir stutta læknisþjónustu í Keflavíkurhér- aði, fluttust þau Guðrún til Reykjavíkur. Kröftunum hafði verið slitið í þjónusm þjóðfélags- ins, heilsan var tekin að bila hjá báðum eftir erfitt og þrautseigt starf beggja. Eftirlaun voru þá rýr og því reynt að vinna eftir mætti, Einar við kennslu í Hjúkrunar- kvennaskólanum og hjá land- lækni, en Guðrún á Hagstofunni, er heilsan leyfði. Bjuggu þau hjónin öll þessi síðustu ár í hinu gamla húsi fjölskyldu Einars við Smiðjustíg, þar sem Einar bjó og á skólaárunum. Svo furðuleg er firring manna í borgum, að líkast er því smnd- um, er góðir félagar flytja til Reykjavíkur utan af landi sem gangi þeir í björg. „Nú sjáumst við líklega aldrei framar," sagði vinkona mín ein, ágætur félagi, fyrir norðan, er ég kvaddi þau hjón eitt sitt eftir að hafa gist hjá þeim sem oftar, — „Nú erum við að flytja til Reykjavíkur." Svo miklar sem f jarlægðirnar era milli Eskifjarðar og Reykjavxkur, þá eru þær samt meiri innan Reykja- víkur sjálfrar, þótt af öðrum toga séu spunnar. En þegar það tókst að brjóta þennan vítahring borg- arlífsins og fundum okkar bar saman, — allra þriggja unz Einar dó 1967 — og síðan okkar Guð- rúnar, — það var gott að rifja upp gömlu kynnin og láta liðna tíma öðlast líf á ný. Hreystin, og hispursleysið, ein- beitnin og áhuginn, sem ein- kenndi Guðrúnu allt hennar líf, fylgdi hermi fram til ins hinsta og lýsti af augum hennar, er ég heimsótti hana á spítalánum í síðasta sinn. Hún átti þann kjark, er harkaði af sér allan sársauka, þá aðrir voru nærri. Mynd hennar og minning lifir í hugskoti okkar samferða nannanna, sem í langri kynningu lærðum að meta mann- kosti hennar og sterkan persónu- leika. Börnum hennar, Auðuni, Björk og Ingu eru sendar hugheil- ar samúðarkveðjur á þessari skiln- aðarstund, — eh gott er að hafa átt slíka konu að móður, að fé- laga og vin. Einar Olgeirsson. Þessi kveðjuorð era hvorki mörg né merkileg. Við bekkjar- systur Döddu vildum þó aðeins minnast hennar lítilsháttar á prenti. Hún er sú fyrsta okkar, er leggur upp í langferðina svoköll- uðu — þann veg, sem við verðum nauðugar, viljugar allar að ganga. Dadda okkar var svo fárveik, að við hyggjum hún hafi dáið södd lífdaga. Hún átti raunar við heilsuleysi að stríða öðra hverju áram saman. Það er eins og vill verða, ekki sízt nú á dögum, að fundum okk- ar bar ekki eins oft saman og skyldi — en einatt hefur sinnan verið hin sama milli okkar bekkj- arsystranna, einlæg vinátta. Dadda giftist æskuvini sínum, Einari Ástráðssyni, lækni, — átti með honum tvær dætur og tvö fósturbörn. Við litum í skóla og æ síðar upp til Döddu, hún var snemma andlega þroskuð, afar Ijóðelsk, námsmaður í betra lagi, mjög greind, kát og hress. — Líf henn- ar var þó ekki alla tíð dans á rósum, hún fékk sína reynslu í Iífsins skóla eins og allflestir, en bar sig með afbrigðum vel. Við minnumst hennar í kærleika og kveðjum hana með Ijóði, sem Tómas Guðmundsson orti til hennar ungrar. Ég leitaði blárra blóma að binda þér dálítinn sveig en fölleit kom nóttin og frostið kalt á fegurstu blöðin hneig. Og ég gat ei handááffiað héldur bá hljóma, sem flögraðu um mig. Því það vora alltsaman orðlausir draumar um ástina, vorið og þig. Bekkjarsystur. Trésmiðir óskust GLUGGASMIÐJAN, Síðumúla 20. Hjúkrunurkonur óskast á bamadeild Sankti Jósepsspítala, Landakoti. Upplýsingar gefur forstöðukona spítalans. > SENDILL Sendill óskast hálfan eða allan daginn. — Þarf að hafa vélhjól eða reiðhjól. , Sími 17-500.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.