Þjóðviljinn - 22.10.1971, Page 4

Þjóðviljinn - 22.10.1971, Page 4
4 SfÐA — ÞJOÐVTLimjN — Fosturiagur 22. oítetrilber 1W1. — Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. Sími IT'SsOO (5 línur). — Askriftarverð kr. 195,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12,00. Hrikalegur viðskilnaður j gærkvöld var útvarpað umræðum frá alþingi um fjárlagafrumvarp ríkisstjómarinniar, en í þess- ari umræðu er jafnan fjallað um stjómmál frá almennu sjónarmiði — ræðumenn binda sig yfir- leitt ekki við fjSzlagafrumvarpið eitt. Hagnar Arn- a,lds, formaöuj. þingflokks Alþýðubandailagsins, 'talaði fyrir hönd flofcks síns í þessuim umræðum. Minnti Ragniar í upphafi méls síns á að fjárlaga- frumvarp það sem nú hefur verið lagt fram er að vemlegu leyti fjárlagafrumvarp fyrrverandi rík- isstjómar þar sem núverandi valdhöfum gafst ekki tími til þess fyrr en á miðju ári að fjalla um fmmvarpið. Þá ræddi Ragnar Arnalds um við- skilnað fráfarandi ríkisstjómar í ræðu sinni og komst hann þannig að orði: „Lítum nánar á við- skilnað fráfarandi stjórnar. Á 12 ára valdaskeiði hennar var verðbólga hér á landi meiri en áður hefur þekkzt. Efnahagslífið fór nýja og nýja koll- steypu svo til á hverju ári. Og tvisvar sinnuim tví- vegis var gengið fellt. Verðstöðvunin sem á var sett 7 mánuðum fyrir kosningar, stöðvaði ekki nema á yzta borði verðbólguskriðu, sem ætt hafði áfram með jöfnum hraða allan seinasta áratug. Stórfelldar hækkanir, sem leyfðar vom skömmu fyrir verðstöðvun hafa aftur kallað á nýjar hækkanir. Verðlagningarvandamálin hrúg- ast upp. Afleiðingar hrikalegra gengisfellinga 1967 og 1968 em enn að koma fram með ýmsuim hætti. Verðstöðvun með fáeinum pennastrikum nokkr- um mán. fyrir kosningar án nokkurra frekari mót- aðgerða gegn verðbólgunni hefur því verið lítið annað en gálgafrestur; biðtími, meðan menn neit- uðu að horfast í augu við vandann. Þegar nýja ríkisstjórnin tekur við er enga verðbólgu að sjá. Dýrtíðarflaumnuim hefur öllum verið safnað sam- an í stóra stíflu, sem stöðugt hækkar í. Þetta er eitt af hinum risavöxnu vandamálum sem nýja stjómin tók í arf frá hinni gömlu og olli miklum hrolli hreinskilinna stuðningsmanna hennar. íafnhliða þessu fær svo nýja stjórnin upp í fangið þann mikla vanda, sem fylgir niðurgreiðslu- kerfi fráfarandi stjómar. Samkv. því fjárlaga- frumvarpi sem hér liggur fyrir eru 1600 miljónir króna ætlaðar í niðurgreiðslur. Langmestur hluti af þessum niðurgreiðslum var ákveðinn í tíð frá- farandi stjórnar. En nýja stjómin hefur orðið að bæta því við, sem fylgdi í kjölfar óhjékvæmi- legra leiðréttinga í kaupgjaldsmálum. Hér er um gífurlegt vandamál að ræða, sem enn hafa ekki verið leyst, en þessi mikla upphæð er til marks um hvílík nauðsyn er, að allt kerfið verði tekið til endurskoðunar“. | ræðu sinni nefndi Ragnar mörg önnur dæmi um viðskilnað fráfarandi stjórnarvalda. Viðskiln- aður þeirra var hrikalegur og enn mun langur timi líða áður en öll þau stóru vandamál sem hún skildi eftir sig hafa verið leyst að nokkru marki. — sv. Úr ræðu Ragnars Arnalds við fjárlagaumræðuna í gærkvöldi: Dýrtíðarflaumnum hefur verið safnað saman í stóra stífðu — og það er eitt af stærstu vandamálunum sem núverandi ríkisstjórn hefur tekið í arf frá hinni ■ í fynri hluta ræðu sinnar í útvarpsumræðunum í gær- kvöld fjallaði Ragnar Amalds um fjárlagafrumvarpdð og viðskilnað fráfarandi ríkisstjómar. í síðari hluta ræðu sinnar fjaliaði Ragnar um atvinnumálin — en hér er fyrri hluti ræðunnar birtur. Millifyrirsagnir eru Þjóðviljans. Lítuxn fyrst á tekjuhlið frv. Að sjálfsögðu mótast tekjurnar fyrst og fremst af þeim skattalögum, sem í gildi eru, og nýja stjórnin er bundin við, meðan breyting hefur ekki verið gerð. Endurskoð- un skattalaganna er nú hafin. En þar er um gífurlegt verk að ræða og enn ekki ljóst hvenær því verður lokið. Hin nýja ríkisstjórn hefur engu lofað um, að skattar verði lækkaðir, en því hefur fyrst og fremst verið heitið, að skipta byrðinni með réttlátara hætti. Um útgjöld ríkisins gegnir svipuðu máli og um tekjurnar. Gjöldin mótast af gefnum lof- orðtun, gerðum samningum og setmm lögum. Fáum getur dulizt að nýja ríkisstjórnin tekur við stórfelldum vandamálum, sem hrúgazt hafa upp á seinusm miss- eram, og fráfarandi stjórn hefur skilið eftir sig án þess að gera nokkra tilraun til að Ieysa. Þingfréttir Hannibal Vaildiimarsson mælti fyrir tveim stjómar- frumvörpum í neðri deild Al- þingis í fyrradag. Hið fyrra var frumvarp til laga um teikj- ur sveitarfélaga, samkvæmt gjaldskrám og reglugeröum.' Frumvarpið er þess efnis, að tekjur sveitarfélaga sem mið- ast við fasteignamat, svo sem vatnsskattur, holræsagjöld, gangstéttargjöld, sorphreinsun- argjöld og lóðarleiga skuli vera óbreytt í krónutölu frá því sem nú er, þrátt fyrir gíld- istöku nýs fasteignamats, unz staðfestar hafa verið nýjar gjaldskirár og reglugerðlr um tekjur þessar. 1 athugasemdum við frum- verpið segir. að áikiveðið bafi verið að I. jan. 1972 taki gildi nýtt fasteignamat. Mat þetta sé mjög miklu hærra en núgild- andi fasteignamat og nemi hæiklkiuiniin ca. 15—20 földun. Megi því búast við óhæfilegri hækkun á þessum gjöldum, nema frumvarp þetta verði lögfest. Seinna fruimrvarpið var til laga um sameiningu Borgar- fjarðarhrepps og Loðmundar- fjarðarhrepps í Norður-Múla- sýslu í einn hrepp. Og í at- hugasemdum segir m.a. að síðustu árin hafi byggð að kalla lagst af í Loðmundarfjarðar- hreppi, því að þar hafi aðeins dvalist einn maður, bóndinn að Sævarenda. I efri deild mælti Eggert G. Þorsteinsson fyrir frumvarpi til laga um lcaupábyrgðarsjóð. Tilgangur sjóðsins skuli vera sá að tryggja greiðslu launa, ef atvinnurekandj verður gjald- þrota, kernst í greiðsluþrot eða greiðir ekki laun af öðrum á- stæðum. Frumvarp þetta er svipað því sem Magnús Kjart- ansson flutti í fyrra, auk þess sem í málefnasamningi ríkis- stjórnarinnar nú er kveðið á um slíkan sjóð. VIÐSKILNAÐURINN Lítum nánar á viðskilnað frá- andi stjórnar. Á 12 ára valda- skeiði hennar, var verðbólgan hér á landi meiri en áður hefur þekkzt. Efnahagslífið fór nýja og nýja kollsteypu svo til á hverju ári. Og tvisvar sinnum tvívegis var gengi krónunnar fellt. Verð- stöðvunin, sem á var sett 7 mán. fyrir kosningar, stöðvaði ekki nema á yzta borði þá verðbólgu- skriðu, sem ætt hafði áfram með jöfnum hraða allan seinasta ára- mg. Stórfelldar hækkanir, sem leyfðar voru skömmu fyrir verð- stöðvun hafa aftur kallað á nýj- ar hækkanir. Verðlagningarvanda- málin hafa hrúgast upp. Afleið- ingar hrikalegra gengisfellinga 1967 og 1968 em enn að koma fram með ýmsum hætti. Verð- stöðvun með fáeinum pennastrik- um nokkrum mánuðum fyrir kosningar án nokktirra frekari mótaðgerða gegn verðbólgunni, hefur því verið Iítið annað en gálgafresmr; biðtími, á meðan menn neituðu að horfast í augu við vandann. Þegar nýja ríkis- stjórnin tekur við, er enga verð- bólgu að sjá. Dýrtíðarflaumnum hefur öilum verið safnað saman í stóra stíflu, sem stöðugt hækk- ar í. Þetta er eitt af hinum risa- vöxnu vandamálum sem nýja stjórnin tók í arf frá hinni gömlu, og olli miklum hrolli þegar í fyrravetur meðal hreinskilnustu stuðningsmanna fráfarandi stjórn- ar. DRASLAST FRAM YFIR KOSNINGAR Jafnhliða þessu fær svo nýja stjórnin upp í fangið þann mikla vanda, sem fylgir niðurgreiðslu- kerfi fráfarandi stjórnar. Sam- kvæmt því fjárlagafrumvarpi sem hér liggur fyrir, eru sextán hundr- uð miljónir króna ætlaðar í nið- urgreiðslur. Langmestur hluti af þessum niðurgreiðslum var ákveð- inn í tíð fráfarandi stjórnar. En nýja stjórnin hefur orðið að bæta því við, sem fylgdi í kjölfar óhjá- kvæmilegra leiðréttinga á kaup- gjaldsmálum launþega. Hér er um gífurleg vandamál að ræða, sem enn hafa ekki verið leyst, en þessi mikla upphteð er til marks um hvílík nauðsyn er, að allt kerfið verði nú tekið til endur- skoðunar. Auk alls þessa hefur svo nýja ríkisstjórnin þurft að taka á sig, ýmiskonar meiri háttar útgjöld umfram þau sem fyrir vom, vegna margskonar samninga frá fyrri tíð Þannig er t. d. búið að ákveða hækkanir til opinberra starfsmanna fyrir Iöngu og nema launahækkanir í ýmsu formi um 900 miljónum króna. Mjög háar fjárhasðir hefur einnig þurft til að uppfylla gefin fyrirheit bæði í tryggingarmálum, heilbrigðis- málum og ýmsum framkvasmda- málum. Viðskilnaður fráfarandi stjórn- ar er heldur ljórnr og ber því skýran vott, að lifað hefur verið fyrir líðandi stund og allt látið draslast fram yfir kosningar, meira eða minna stefnulaust. YTRI AÐSTÆÐUR HAGSTÆÐAR Hitt er svo allt annað mál, að ytri aðstæður fyrir þjóðarbúið hafa verið einstaklega góðar nú á seinustu misserum og það hefur vissulega mildu bjargað. Árferði til lands og sjávar hef- ur verið hagstætt, heyskapur mik- ili og aflafengur heldur góður. Aflinn á vetrarvertíð náði að vísu ekki því hámarki, sem hann náði í fyrra, en sumar- og haustaflinn hefur verið ágætur. Úrslitum hef- ur þó ráðið frábærlega gott verð á erlendum mörkuðum, sem á mestan þátt í því, að talið er, að heildartekjur þjóðarinnar muni vaxa á þessu ári um 11%, en sjálf framleiðslan er talin munu aukast um 5—6% á slétm verði. Varla þarf þó að taka fram, að gott árferði og hagstætt markaðs- verð verður hvorki þakkað fráfar- andi né núverandi ríkisstjórn. En vegna þessara óvenjulegu ytri aðstæ-ðna hafa tekjur ríkisins aukizt meira en nokkurn grun- aði, innflutningur hefur verið miklu meiri en áður og þar með öll umsetning, sem aftur hefur haft í för með sér stórauknar tekjur af tollum og söluskatti. Það er eins ótvírætt og verða má fyrir hvern, sem vill kynna sér staðreyndir, að ástandið í pen- ingamálum ríkis og þjóðar hefði verið harla ískyggilegt nú í vetr- arbyrjun, að ekki sé meira sagt, ef ekki hefði komið til hið hag- stæða árferði og háa afurðaverð á erlendum mörkuðum. Þúsundir miljóna hefðu á vantað til að end- ar næðu saman, og þetta ver ein- mitt það sem við blasti, þegar hrollurinn margumræddi fór um hagfræðiprófessorinn Ólaf Björns- son. ÞEIR GLEYMDUST ■ Ég hef rætt hér lítillega um viðskilnað fráfarandi ríkisstjórn- Ragnar Arnalds ' ax. Enn er þó ótalinn sá þátmrinn í viðskilnaði fyrri stjórnar, sem sízt af öllu má gleymast, en það er viðskilnaðurinn við þá ýmsu hópa þjóðfélagsins, sem minhstar tekjurnar hafa. Þannig stóð á, þegar stjórnin fór frá, að þrátt fyrir stórauknax þjóðartekjur og mikla tekjuaukningu hjá ýmsum þjóðfélagshópum, átm flestar láglaunastéttir þjóðfélagsins eftir að fá leiðrértingu sinna mála. Fyrst er eðlilegt að minna á gamla fólkið og öryrkja, sem allra minnst hafa, en átm þó ekki að fá neina leiðréttingu á kjömm sínum, fyrr en á árinu 1972. Það var eitt af fyrsm verkum núver- andi ríkisstjórnar, að láta 20% örorkubóta og ellilauna koma þegar til framkvæmda. Sjómenn á fiskiskipum hafa lengi verið frámunalega illa laun- aðir, þótt starf þeirra sé alit í senn, eitt hið hætralegasta og erf- iðasta sem hugsast getur, og um leið hið allra mikilvægasta frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Þegar í fyrra vemr var farið að bera á því, að skortur vasri á dugandi Frambald á 7. síðu. Tvö írumvörp um skuttumál sjómunnu komin frum á þingi Fram eru komin tvö frum- vörp á Alþingi um skattamál sjómanna. Hið fyrra er frum- varp til laga um breytingar á lögum um tekjuskatt og eigna- skatt flutt af Benedikt Grön- dal og fleirum. Leggja flutn- ingsmenn frumvarpsins til cð aftan við 14. gr. lagamna komi ný málsgrein þess efnis, að sjómenn sem skráðir hafa ver- ið á íslenzk skip ekki skemur en 6 mánuði af skattári skuli vera tekjuskattfrjálsir upp að tilteknu tekjumarki, sem ríkis- stjómin ákveöur. Hitt frumvarpið er einnig til laga um breytingar á lögum um tokjuskatt og eignaskatt er ffliutt af Friðjóni Þórðarsyni og fleirum. Er þar lagt til að 14. gr. laganna verði breytt á þann hátt, að frá tekjum sjómanna skuli draga kostnað vegna hlíföarfata, kr. 800 á mánuði. Að til komi sérstakur frádrátt- ur 5000 kr. fyrir hvern mánuð, auk sérstaks frádráttar fyrir þá sjómenn sem eigi eru lög- skráðir skemmri tíma en 9 mánuði 90.000 kr. á árl

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.