Þjóðviljinn - 17.11.1971, Side 3

Þjóðviljinn - 17.11.1971, Side 3
Miðvifcudagur .33» nótwamiber ÞtJÓíWEtJllsrN —SÍÐA J AF ERLENDUM VETTVANGl K/arnasprengjur og friiarviiræiur Nixon forsetd virðist, eftir gangi SAljT-vidrædnanna að dæma, hafa fullan hug á að koanast að samkomulagi við Sovétstjórnina um gagn- kvæma stöðvun flugskeyta- bapphlaupsins, og vera mjög í mun að geta hampað slík- um samningi, er hann heim- saekir Moskvu í maímánuði næstkomandi. Sovétmenn hafa og greinilega vi’lja til hins sama. enda væri slíkt sam- komulag afar mikilveröur skerfur til ráðstefnunnar um öry'ggismál Evrópu, sem og annarra viðræðna stórveld- anna um afvopnun. Fulltrúar Bandaríkjanna og Sovétrikjanna sitja um þess- ar mundir í Vinarborg og þinga um mglið, og menn þar eru yfirleitt bjartsýnir á að samningar takist, þó að enn séu fjölmargir hernaðarlegir, pólitískir og tæknilegir þætt- ir þess óleystir. í vor ákváðu stjórnir ríkj- anna tveggja, að fulltrúamir skyldu beita sér að takmörk- un á fjölda varnarflugskeyta, jafnframt því að kanna. hvort ekki væri grundvöllur fyrir svipuðum taikmörkunum, hvað snertir flugskeyti til árása. Umræður um síðarnefnda at- riðið gengu betur en búizt hafði verið við, þó að sá tími sem eftir er af árinu, sé ef til vill fuillnaumur til að raunhæfur árangur náist. Samkvæmt þeim skjölum ráðstefnunnar, sem birt hafa verið, vilja báðir aðilar setja reglur um' ' hámarksfjölda vamarflugskeyta, auk ákvæða um að aðeins megi hafa þau um hönd-jjá tilteknum svæð- um. Nokkurs ágreinings hef- ur gætt um það hvar þessi tilteknu svæði eigi að vera. Sovétstjórnin vill takmarka flugskeytastöðvarnar við höf- uðborgirnar Washington og Moskvu og næsita nágrenni þeirra, en Bandaríkjastjóm vill hins vegar fylgja stöðv- urnum utan um skotpalla þeirra flugskeyta, sem ætluð eru til árása. Nú eru tvö ár liðin síðan nefndirnar, undir foryistu Gerard Smiths, ambassadors Bandarikjanna; og Vladimir Semjonovs, aðstoðaimtanríkis- ráðherra Sovétríkjanna hófu SALiT-(strategic arms limita- tions talks)-viðræðurnar í Helsinki. Sá áfangi viðræðn- anna, er nú stendur yfir í Vín, er hinn sjötti í röðinni. Hinum fimmta lauk í septem- ber, og hann markaði tíma- mót í afvopnunarmálum, því að þótt ekkert endanlegt sam- komulag næðist um stórmál, þá varð hann til að brjóta ísinn og mynda grundvöll raunihæfari ákvarðana. Stór- veldin komu sér saman um ráðstafanir til að draga úr hættunni af kjamorkustyrj- öld og gera hvort öðm þeg- ar viðvart, ef í óeifni kæmi fyrir sakir slysni til dæmis ef kjarnasprengja yrði af tilviljun eða ef óþekktár hlut- ir sæjust á radarskermum út- varðstöðva. I>á ættu stjómir ríkjanna og að gera hvor annarri viðvart við tilraunir með flugskeyti, ef ástæða þætti til, og nýju, beinu síma- sambandi var komið upp milli Hvíta hússins og Kremlar, þar sem endurvarp frá gervihnött- um er notað til að tryggja að ekkert færi úrskeiðis. í afvopnunarviðræðunum urðu varnarflugskeytin fyrst á dagskrá, vegna þess að þau em sá þáttur alþjóðlegs hern. aðarbrölts sem stórveldunum er ósárast um, og því þótti vel til fallið að hefja við- ræðumar á samningum um það mál. Næst kemur röðin að árásarflugskeytum (ICBM), kjarnasprengjuflugvélum og kafbátaeldflaugum með kjamaoddum. En tækniþróun vígvéla hef- ur ekki staðið í stað á síð- ustu tveimur ámm. Tilraunir Sovétmanna með kjarna- sprengjur á Novaja Semlja og Bandaríkjamanna á Am- chitka«yjum em til marksum þrotlausa viðleitni hemaðar- sérfræðinga til að fuUkomna morðtól sín, og þessar „fram- farir“ hafa gert viðræðurnar flóknari en ella, því að alltaf bætast ný vopn við. sem taka verður tillit til. Allglöggar upplýsingar em til 'um hlutfallslegan hem- aðarstyrk stórveldanna, og ýmsar stofnanir birta reglu- lega skýrslur um tölu og gerð vígvéla á hverjum tíma. Þann- ig er nú talið, að Banda- ríkjaher ráði yfir 1.054 ICBM- flugskeytum, sem er svipaður fjöldi og verið hefur siðustu árin, en Sovétmenn hafa hins vegar 1.510 flugskeyti til um- ráða, og hafa þeir því þætt sem svarar tvö hundmð slík- um í vopnabúr sitt frá því á sama tíma í fyrra. Banda- ríkjamenn standa þeim þó fýllilega á sporði, og vel það því að þeir hafa margar kjamasprengjur innan í sumum gerðum flugskeyta sinna, auk þess sem þeir geta státað af mun fleiri kjamorkukafbátum en andstæðingamir. Þessar tölur eru ekki bein- línis til þess fallnar að vekja trú almennings á friðarvilja risaveldanna. En jákvæð þró- un SALT-viðræðnanna virð- ist þó benda til þess, að augu forystumanna þeirra séu löks að opnast fyrir tilgangsleysi þrátaflsins í vígfoúnaðarmál- um, nú þegar sérfræðingar þeirra hafa af natni og kost- gasfni komið upp vopnabúri sem nægir margfaldlega til að útrýma öllu lífi á jörðu. (Saman tekið). BLADDREIFING Blaðbera vantar í eftir'talin hverfi: Hjarðarhaga — Kvisthaga —■ Seltjarnarnes ytra — Suðiurlandsbraut. ÞJÖÐVILJINN Sími 17-500. Fréttabréf frá Vopnafirðl: Væntum mikils af stjórninni í óleystum lífshagsmunamálum Gísli Jónsson sendi okkur fyrir skömmu ágætt fréttabréf frá Vopnafirði þar sem hann fjallar um líf og hagi fólksins þar eystra. Kunnum við honum og öðrum bréfriturum beztu þakkir, en fréttabréf af liessu tagi em mikið lesin. Hefst hér bréfið, sem er skrif- að 3. þessa mánaðar: Veiðar og öryggis- mál opinna vélbáta Seg.ja má, að útgerð hafi gengið allvel héðan frá Vopna- firði það sem af er áriruu, þó að handfæraveiðar smábáta hafi orðið heldur endasleppar í ó- gúst og september sökum ó- haigstæðrar veðráttu. Héðan var gerður út einn 10 smálesta delokbátur og aflaði vel þann stutta tíma sem ftsk var að fá á færi. Auik þess að í vor var stunduð á honum grá- sleppuveiði, fékk hann 20 há- karla. Óhætt er að fullyrða að girundvöllur muni vera fcl reksturs smábáta héðan, einda allmikill hugur í mönnum í bví efni, en hingað er nýlega koun- inn 15 smálesta stálbátur, Dav- íð Ólafsson NS-77, eigendur Davíð Vigfússon og fleiri. Er báturinn búinn öllum nýtfzku siglingar- og fislkileitartækjum, 6 rafknúnum færavinidum auk útbúnaðar til línu- og togyeiða. 1 bátnum er 120 hestafla Ka'.v- invél, sem skilaði honum 9,4 sjómílur í reynsluför. Báturinn er frambyggður með skuttog- aralagi, dekkpláss gott og er hann hið fegursta fley. Þ’á eru einnig tveir 12 smá- lesta bátar í smíðum fyrir Vopn- firðinga og eiga að afhendast i vetur, en eigi er mér kunnugt um að fleiri séu hér alvarlega þenkjandi um smíði smábáta eon sem komið er. Trilluútgerð er hér talsVerð og fisikuðu trillurnar vel í júní og júlí, en eins og fyrr segir varð sú útgerð endaslepp vegna dhagstæðs veðurfars. Trillur þær, sem héðan eru gerðair út, eru yfirleitt stórar, eða 5—3 smálestir, enda stundum langt að sækja, eða allt að 5 tíma stím, sé farið að Langanesi, og heldur leiðinleg leið fyrir björg cg yfir Bakkaflóa, liggi hann að m,innsta kosti í suð-aust- iægri átt. Aflahæsta trillan á handfærunum mun hafa aflað yfir 50 tonn, auk þess sem hún fékk 25—30 tunnur af grá- sleppuhrognuim. Þá voru há- karlaveiðar einndg stundaðar á trillunum héðan og fékk sú, sem mest veiddi, 18 hálkarla, en samtaíls munu hafa bofizt hér á land á árinu nær 70 hákarlar. en mijög er það óvisst fé oig fer það eftir verkun háfcairlsins, sem oft vill gianga miisjafnlega í rysjusamri veðráttu, hvað fyr- ir hann fæst. Vart mun hægt að yfirgefa trillulbátaútgerð okkar Vopn- firðingla án þess að minnast á öryggismál opinna vélbáta, en samkvæmt lögum eru bjarg- beltin nær því einu öryggistæk- in, sem nauðsynleg eru í þeim og verð nothæfra gúmfbáta gífurlega hátt. Þá er einokun- artaxti Landsíma Isl. fyrir leigu- talstöðvar til smábáta hreint okur, en það tel ég lágmarks öryggi, að trillukörlum, sem sækja allt að 5 tíma fyrir opnu hafi, sé gert kleift að láta vita af sér og að komast yfir gúmi- báta, og einnig að kornast vfir gúmiibjörgunairbáta, þar sem samkvasmt re,gllum slkipaskoð- unareftirlitsins mun nær ó- kleift að fá trillur okkar dekk- að'ar eftir því sem kunnugir segja. Stærsta hluta þess afla, er hér berst á land hefur togskipið Brettimgiur fært okkur og má segja að hér hafi verið næg atvinna við úrvinnslu afflans og fleira frá því í apríl í vor, unz lokað var frystihúsinu vegna slátrunar sauðfjár íhaust. - Árstíðabundið atvinnuleysi og hug. leiðingar um skuttogarakaup Við Vopnfirðingar höfum lengi búið við árstíðabundið at- vinnuleysi sem hefur hafizt að loikinni sláturtíð og staðið allt fram í apríl—maí á vorin.. Enn hefur þessum drauig ekki verið bœgt frá dyrum ókkar, né neitt raunihæft verið gert til að reyna að kveða hann niður frá þvi Fiskvjnmslan h.f. . var stofnuð 1968. Vopnafjarðarhreppur mun vera stærsti atvinnurekandinn, bæði með beiinum framkvæmd- um svo og með stórum hluta- fjáreignum í helztu atvinn.u- fyrirtækjum innan hreppsins svo sem Tanga h.f. og Fisk- vinnsluminar h.f. Þrátt fyrir það virðast hreppsnefndarmenn sáralítil áhrif geta haft á gang atvinnumálanna, og líkaira, því að hér sé einkaframtak alllsráð- andi, því ekkert er borið uind- ir hreppsneflnd fyrr en í algjört óiefni er kornið. Vonandi bera þeir ágætu for- ráðamenn Tanga n.Sf., sem nú athuga skuttogarakaup, gæfu til að koma fram sem fulltrúar hreppsheildarinnar, en ekkisem einkabraskarar, því það mega <S> þeir vita að í þvi máli erum vlð öll sem ein heild, svo mik- ið lífshagsmunamél sem það er öllum hreppsbúum. Vopnafjarðarhreppur hefur staðið í allmiklum holræsa- framkvæmdum í sumar og haust, auk þess sem slkdpt hef- uir veirið um jarðveg í kafla af aðalgötu þorpsins. I daig er, eins og fyrr segir, hið árstíðabundna atvinnuleysi búið að halda innreið sína í þorpið. Nær 40 manns eru þe.g- ar komin á atvinnuleysisisikrá og margir væntanlegir þar á næstu daga. A meðan veiðir togskio- ið okkar, Brettinigur, fisk til að selja vimium okikar Bretum. Heppnist þau áform okkar, sem nú eru í bígerð, um sfeuttogara- kaup, frystihúsabyggingu og aukna útgerð smábáta héðan frá Vopnafirði má þó fullyrða, að atvinnuleysi muni minnka stórlega, en hvort þær úrbæt- ur einar duga til að útrýma árstíðarbundnu atvinnuleysi mun timinn leiða í ljós, en grun hef ég um að gamla mal- tækið ,.betur má ef duga skat‘ eigi hér enn viö. Misstu allt að 1000 fjár og var það mjög tilfinnanlegt tjón Hér er margt gildra bænda og má segja að búskapur hefði gengið allvel þetta árið, ef ekki hefðd komið til þinn gífurlegi fjárfellir í óveðrinu, sem geys- aði hér í endaðan ágúst. Talíð er að a-m.k. 1000 fjár hafi fennt og drepizt í ám og vötnum í veðri þessu. Mun þar vera um 2—3 miljón króna tjón bænd- anna að ræða og er tjónið mjög tilfinnanlegt hjá þeim sem mest misstu, en þess.munu dasmi að allt að 100 fjár hafi farizt frá einum bæ. Auk þess hef ég vedtt því athygli í sléturhús- réttinni að ófáum ám er lógað af völdum veðursins, þótt 'if- andi slyppu. Heyskapur gekk hér með á- gætum og má fullyrða að bænd- ur hér líta . björtum augum t.l framtíðarinnar , þó óneitanlega hafi ágústveðrið orðið þeim mikdll búknekkir, mörgum hverjum. 1 S'átúrliúsi Kaupfólags Vopn. firðinga var slátrað 11.225 dilk- um, en það er um 2000 dilkum færra en í fyrra. Meðalfall- þungi var 15,48 kg. en 14,7 í fyrra. Lógað var með alfæsta móti af fullorðnu fé. Hvað fækkun sláturfjár viðkemur þá vantaðí mikið af fjalli eins og fyrr greinir, en auk þess er sett á með mesta móti. Reikna með raforku til upphitunar húsa Hér í þorpinu eru í smíðum 4 íbúðarhús og má segja að í íbúðarbyggingum hafi menn farið sér fremur hægt hér síð- ustu árin, þó alltaf sé talsvert byggt. Þeir sem nú eru að byggja hafa allir reiknað með raforku til upphitunar húsanna og vænta þess að okkar nýi reforkumélaráðherra sjái syo um, að þeir fái raforkuna þeg- ar þeir þurfa á sanngjömu vérði, þó Lagarfossinn verði ekki farinn að skila rafmagni suður fyrir Smjörvatnsheiði. Álitið er að stofnkostnaöpr við miðstöðvarlögn, umfram lögn til rafhitunar. sé um 100 þús- und kr. pr. hús, svo hér er um stórt hagsmunamál hlutað- eigandi að ræða. Þá er bóndinn í Fremri- Hlíð að byggja upp bæ sinn, en hann brann á síðasta vetri og er það verk vel á veg kom- ið. Verður hann einnig hitaður upp með raforku. Félagslíf má segja fjörugt að vetrinum til. Hér starfa Lions- og Kiwanis-klúbbar og koma þeir saman hálfs mánaðarlega. Bridgefálag heldur spilakvöld einu sinni í viku, auk þess heldur kvenfélagið hálfe mán- aðarlega vinnufundi yfir vetur. inn. önnur félög halda svo að sjálfsögðu fundi eftir þörfum. Vinstri stjórnin á hér mikl- um vinsældum að fagna og vænta menn mikils af henni í óleystum lífshagsmunamálum byggðarlagsins, en eins og Framhald á 9. síðu. Ný skáldsaga GUNNAR OG KJARTAN eftir VÉSTEIN LÚÐVÍKSSON er komin út. Verð id. kr. 640,00 — ób. kr. 500,00 HEIMSKRINGL 4

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.