Þjóðviljinn - 17.11.1971, Page 5

Þjóðviljinn - 17.11.1971, Page 5
Miðviíkuidagiur 17. nóvemiber 1971 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA JJ bækur Nína Björk Árnadóttir skrifar um: Barna og unglingabækur Stúfur tryggðatröll Höfundur: Anne Cath. Vestly. ÞýöLng: Stefán Sigurðsson. Teikningar eftir Johan Vestly. Prentun: Edda. Útgef- andi: Iðunn 1971. Þessi vandaða bók um litla bróður og Sitúf er önnur bók- in um ævintýri þeirra félaga. Böm á aldrinum 5 til lo, ára munu hiafa góða skemmtun af a® kynmast hugmyndiafluigi litla bróður og höfundiurinn hefur djúpan skilning á bams- eðiinu, sem ’gerir þesea bók hollan lestur yngri bömum. Þráður söigunnar er eðlilegur og hæfileg spenna fyrir böm um og innan 10 ára aldurs. Pabbi litla bróður er sölumað- ur og er, þegar sagan byrjar, að fara burtu í söluferðalag. Stóri bróðir hans, Filippus er í skóla og mamma hans vinn- ur úti. Litli bróðir er því oft- ast einn. en hann á vin sem heitir Stúfur og þeir tala og leika saman. Pabbi kemur heim áður en hátíðisdagur einn rennur upp, þá fá þau sér öll hjól nema litíi bróðir. Hann langar mjög að eignast þríhjól sem er til í búðinni, þar sem mamma hans vinnur. Vinur þeirra smíðar fyrir þau bús utan um hjól Filippusar og mömmu og pabba og líka lítið hús utan um hjólið sem litli bróðir á ekki ennþá. Að lok- um gedrur kaupmaðurinn Utla bróður hjólið, sem hann hafði lengi langað til að eignast og, horft á í búðarglugganum. Myndirnar í bókinni eru vand- aðar og fara vel við efnið. Þatta er bók, sem unnt er að mæila með. Halastjarnan Höfundur: Tove Jans- son. Þýðandi: Steinunn Briem og vísur Loftur Guðmundsson. Skreyt- ingar eftir höfundinn. Prentun og setning: Viðey og G. Benedikts- son. Útgefandi: Bókaút- gáfan Örn og Örlygur h.f — 1971. Þetta er fjórða bókin um hina snjöllu múmiálfia. Eiris og áður hefur Steinunn Briem þýtt þessa bók af mikilli orð- leikni og er þetta svo spenn- andi lesning að aUir geta haft skemmtun af lestrinum Það er von á halastjömum til jarð- afinnar og sumir tala um heimsendi. Á hsesta tindi Ein- manafjalla búa vísindiamenn, sem allt vita um stjömur og halastjömúr. Múmiísnáðinn og Snabbi leggj,a af stað til vís- indamannanna að leita hjá þeim ráða. Á leiðinni gerist margt skemmtilegt. 'Þeir hjtta snorksystkinin og kynnast Snúð með tjaldið sitt og gaml- an grænan hatt og munn- hörpu Með snarræði bjargar Múmísnáðinn Ufi snorkstelp- unnar sem hefur lent í klóm eitraðs runna. Hafi'ð þomar upp. Risakoilkrabbi gerir árás á Múmísnáðann en hiann slepp- ur naiumiega. Það gerist margt spennandi í þessari bók, hiver atburðurinn öðrum dularfyllri og magnaðri Við skulum ekki Ijóstra upp sögulokunum, en vona að allt fari vel hjá Múmisnáðanum og Snabba og vinum þeirra. Eins og um aðr- ar bækur þessa forlags er frá- gangur vandaður og fáar sem engar prentviUur í bókinni. Prinsessan sem átti 365 kjóla Höfundur: Mariette Vauhalewiju. Þýðing: Örnólfur Thorlacius. Myndir eftir Jaklien Moermann. Bókin er unnin og prentuð í Hol- landi. Filmusetning: Lithoprent. Útgefandi: Iðunn — 1971. Þessi ævintýrabók er fyrir yngstu bömin Hún er sérstak- lega fallega útgefin og prýdd stórum og fallegum litprent- uðum teikningum. Söguþráður- inn er við hæfi jmgstu bam- anna: Penelópa prinsessa fær á degi hverjum nýjian og fín- an kjól. Dag nokkum skipar kóngurinn faðir bennar svo fyrir að nú skuli því hætt og hún fái aðeins nokkra kjóla á ári. Við þetrta leggst Pene- lopa prinsessa í óhuggandi sorg og grætur bálfan dag. Fátæk stúlka kemur til henn- ar og hiuggar hana með því að lána henni snjáða kjólinn sinn, en fær í sta'ðinn einn af -<S> Helgi á Hnfnkelsstöðum bregðar sér nú / bókarkki Bókaútgáfan Örn og Örlyg- ur hefur sent frá sér bók sem nefnist ENGUM ER HELGI LÍKUR og ber undirtitilinn — Bóndinn á Hrafnkelsstöðum segir sína meiningu — Ind- riði G. Þorsteinsson, rithöf- undur, fylgir Helga úr hlaði að fornrum sið og segir m.a.: „Þegar Helgi Haraldisson tí- undar Hreppamenn sem fræg- ir hafa orðið í sögunni nefn- ir hann gjiaroan þá Kára Söl- mundarson. Gissur Þorvalds- son og Fjalla-Eyvind. Sj álfan sig nefnir hann ekki, en í samtímanum hefur bann varp- að nokkrum ljóma á Hreppa- menn, bæði sem bóndi og lær- dómsmaður á formar sö.guir ís- lenzkiar. Hefur eflaust enginn, utan hinir sérmenntuðu, eins tiltæk orð og aithöfn úr ísiendLngasögum og höfundur þeirrar bókar, sem hór kemur fyrir sjónir manna, og er þó birt aðeins fátt eitt af því sem höfundurinn veit og kann og veltir fyrir sér af hvað mestri íþrótt og orðgnótt með- al vina sinna og kunningja. .. Nú á tíma efaröksemda og útúrsnúninga þykir fátt eitt geta staðizt af því. sem allt frarn til loka nítjándu aldar voru ámóita staðreyndir og festing landsins Svo er um sannleiksgildd íslendingaisaigna. BÓK GUÐM. FINNBOGA- SONAR UM ÍSLENDINGA -4> Fyrir fiáum árum var hafin útgáfa á Bókasafni AB í þvi augnamiði að gera mönnum til- tæk þau merkisrit íslenzk frá gömlum og nýjum tíma, sem ætla mætti til þess fallin að verða almenningi í senn til varanlegrar. ánægju og nyt- semdax. Hafa alls komið átta bækur í safninu fram til þessa, og nú hefur hin níunda bætzt við en það eru fslendingar, eftir dr. Guðmund Finnboga- son. Bók þesisi, sem hefur að geyma „nokkur drög að þjóðar- lýsingu“ eins og segir í undir- titli hennar, var fyrst gefin út 1933 á vegum Bókadeildar Menningarsjóðs. Varð hún strax mjöig vinsæl og hefur lengi verið ófáanleg. Að þessu sinni hefur sonur höfiundarins, dr. Finnbogi Guðmundsson landis- bókavörður séð um útgáfuna, stytt hana noklcuð og ritað for- mála. Einnig eru greind í bók- inni helztu æviatriði og verk Guðmundar Finnibogasonar, en hann lézt 71 árs að aldri sum- arið 1944 og hafði þá um ára- tugaskeið vérið einn af merk- ustu forustumönnum í menn- in.garlífi þjóðar sinnar. Rit þetta, fslendingar, skiptist í ellefu kafla, sem fjalla m.a. um uppruna Islendinga, lífs- skoðun þeirra og trú draum- skyggni og fyrirboða, listir og íþróttir, sambúð manns og dýrs. og er þá fátt eitt talið. Um Framhald á 9. síðu. Helgi Haraldsson. Helgi Haraldfison er framar- lega í þeirri fylkingu manna, sem snúast hiklaust gegn hverjum þeim, sem vill beita vísindalegum afsönnunum við hina kæru erfð. Þessi bók Helga Haraldsson- ar er, auk viðtala við hann, safn greina, siem hann hefur skrifað á undianfömum ára- tugum um hin sundurleitustu efni. Hann ræðir hér af hvað mesti leikni um margan algild- an sannleika, sem hæigt er að draga af viðskiptum fomkiappa. og beinir þannig ‘geiri sónum að samtímanum. Það finnst á, að fslendingasögur eru honium bækur um staðreyndir. Hann færir rök að þeirri vissu sinni, og vægir hvergi þeim. sem telur að hallað hafi réttu máli varöandi gildi þeirra og inn- tak. Þá blandar hann sér ó- trauður í umræður visindia- manna um höfund Njálu. og færir hvorki minni né lakari rök fyrir þeirri skoðun sinni að Snorri Sturluson h-afi skráð hana.“ Bókin er prentuð í prent- saniðjunni Viðey og bundin hjá Bókbindaranum h.f Kápu- teikningu gerði Hilmar Helga- son. Litróf gerði prentmótin. hinum mörgu silkikjólum prinses.su. Síðan koma ýmsir við sögu, þ.á.m. prinsinn, sem heimsækir höllina. Þetta er snotur saga, sem litil börn haf,a gaman af, og sjálf er bók- in hreinasta augnayndi og því jafnvel hentug handa þeárn bömum, sem lítið eða ekki eru orðin læs. Áróra og pabbi Höfundur: Anne Cath. Vestly. Þýðandi: Stefán Sigurðsson. Teikningar: Jóhan Vestly. Prentun: Edda h.f Útgefandi Ið- unn — 1971. Höfiundur bókarinnar er meðai þefcktuistu og viður- kenndustu barnabókalhöfunda á Nor'ðurlöndum og vel kunn- ur hérlendis fyrir bækumar um Óla Alexander FíM-bomm- bomm-bomm og fleiri. Þetta er „Árómbók“, önnur í röð- inni frá útgefandanum. Iðunni. Áróra á heima í hinni afmörk- uðu veröld fjölbýlishússins. Mamma hennar vinnur úti en pabbi hennar er heima að lesa undir doktorspróf í mannkyns- söigu og passar Áróru og Sókra- tes litla. Pabbd veikist allt í einu að næturlagi og er flutt- ur á spítala með botnlanga- kast. Erfitt reynist að fá heim- ilishjálp en „Brandur frændi“, sem er skemmtileg persóna í bókinni. kemur til skjalanna og hjólpar þeim við heimilis- störfin. Brandur er rithöfund- ur og eru lýsingar af bonum við eldhúsverkin í tilheyrandi búningi með kappa mjöig skemmtilegar. Áróm er boðið í bamaafmæli, þar liggur við að illa fari, en pabbi hennar kemur og bjargar málunum. Síðaist fær Áróra góða gjöf frá ömmu sinni. einmitt það sem hana hafði lengi langað í Sagan er vel þýdd. Hún er gædd þokka og töfrum, sem er einkennandi fyrir bækur þessa höfundar. Þetta ’ er kjörin bók fyrir aldursflokkinn 6-11 ára. Kötturinn með höttinn Höfundur: Ðr. Seuss. Þýðing: Loftur Guð- mundsson. Preutun unniu í Englandi. Setn- ing: Edda h:f. Útgfff- andi: Bókaútgáfan Örn og Örlygur Þetta er afibragðs bók fyrir byrjendur í lestri. Letur er stórt og skýrt. Lifandi myndir á hverri opnu og textinn kem- ur vel yfir í þýðingunni. At- burðarásin í þessari bók skal ekki raikin hér, en hún er mjög lífleg og af hiöfiundar- ins hálfu eru texti og myndir prýðilega tengdir saman. Auk þess að vera fallega útgeíin er þessi bók líka ljómandi skemmtileg þeim sem eiga nokkuð í land með lestrar- kunnáttuna. Jólavörurnar komnar Mikið úrval jallegra og listrœnna muna, tilvaldra til jólagjafa. Einnig reykelsi og reykélsisker. Kjörnar jólagjafir í JASMIN Snorrabraut 22. MUNIÐ fimm vikna áskrifendasöfnunina Skólaúlpur — Skólabuxur — Skóla- skyrtur — og margt fleira fyrir skóla- æskuna. — Póstsendum. O.L. Laugavegi 71 — Sími 20141 FÉLAG ÍSLHVZKRA HLJlLIST/\RM/W útvegar yður hljóðfœraleikara °S hljómsveitir við hverskonar lœkifari Vinsamlcgast hringið í 20255 tnilli kl. 14-17 Sólun HJÖLBARÐAVIÐGERÐIR ánjómunstur veitir góða spyrnu í snjó og hólku. Onnumst allar viðgerðir hjólbarða með fullkomnum tækjum. Snjóneglum hjólbarða. GÓÐ ÞJÖNUSTA. — VANIR MENN. BARÐINN HF. Ármúla 7. — Sími 30501. — Reykjavík. *

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.