Þjóðviljinn - 18.11.1971, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.11.1971, Blaðsíða 3
íT.ngTíifnriinrrriCTTTa FimmMda-gnr 1S. tnóvemlber 1971 — ÞvtöÐVIIJINN — SÍÐA J AF ERLENDUM VETTVANGI AÐ BREIÐA ÚT L YGAR T>rsten Bhirenmark frétta- ritari sænska stórblaðsins Dagens Nyheter í Belfast, segir frá því í grein sem birtist í blaðinu á sunnudag- inn var, að það gerist æ erfiðara að afla sér hiutlægra upplýsinga um atburði borg- arastyrjaldarinnar á Norður- Iriandi. Brezki herinn skiptir sér æ meir af ferðum blaða- manna. Og bæði brezkir og írskir sósíalistar hafa að und- anfömu borið fram rökstudd- ar kvartanir um að herinn komi fölskum upplýsingum að í brezkum blöðum. Þessar „upplýsingar“ eiga allar að kioma heim og saman vid myndina Etf hinum engilihreina brezka her og þeim djöfullegu hermdárverkamönnum írska lýðveldishersins, IRA, sem lögð er svo mikil áherzla á að breiða út. Brezka blaðið Private Eye skýrir t.d. frá máli Mo Allisters nokkurs sem eftir nokkurra daga fangabúðavist og yfirheyrslur hjá brezka hernum var fluttur yíir til 'Irska lýðveldisins í Ardee- sjúkahúsið. Þar er fyrir brezkmenntaður geðiæknir, dr. Wilson, sem dregur taum Englands í yfirstandandi á- tökum. Hann tók því mjög iila þegar lýðveldissinnar (þ.e.a.s. IRA-menn) lögðu Mc- 'Allister inn hjá honum. Fyrst vildi hann ekki taka við sjúk- iingnum en lét svo undan, þegar hann sé að maðurinn váf 'i alvarlegu ásigkomulagi. Fréttamaður frá Sunday Times fékk upplýsingar um málið hjá' dr. Wilson. Sam- kvæmt þeim hafði McAllister sturiazt svo óbætanlegt er talið eftir nokkurra daga yfir- heyrslur hjá brezka hernum, en aðferðir hans beinast nú að því að rugla á skömmum tíma fórnariambið gjörsam- lega að því er varðar tíma, rúm, jafnVægi, ljós, há- vaða, hita og kulda. Hér er um útsmognar sálrænar pynt- ingar að ræða. Sunday Times spurði her- inn um mál þetta, en féíök dræm svör. Upplýsingaþjón- usta hersins hafði þannig hvorki játað né neitað, þegar Daily Express kom út laugardaginn 23. okt. — daginn áður en Sunday Times kom út með sína grein. I Daily Express var stór grein á forsíðu und- ir fyrirsögninni: „Ákæru um misþyrmingar bak við gadda- vír neitað“. Þetta blað hólt því fram, að IRA hefði mis- þyrmt McAIlister eftir að honum var sl'eppt frá Holy- wood-fangabúðunum fyrir ut- an Belfast, og síðan hefði hann verið fluttur á sjúkrahús í írska lýðveldinu af vinum sínum, sem lygju því upp, að honum hefði verið misþyrmt í fangelsi. Ekki var gefið upp hvaðan Daily Express hefði þessar upplýsingar. En það er ljóst, að blaðadeild hersins hafði komið þeim fyrir þar til að varpa rýrð á þá grein sem átti að birtast í Sunday Times daglnn eftir. Gallinn var 'bara sá, að blaðadeiid hersins vissi ekki hvað hafði komið fyrb McAllister meðan hann vat í fangabúðum. Hún hefur, líklega af reynslu. gert ráð fyrir því, að hér væri um venjuilega misþyrmingasögu að ræða og hagað sinni upplýs- ingaþjónustu eftitr því. En í reynd bar McAllister engin roerki um líkamleg meiðsli. heldur var hann niðurbrotinn maður andlega. Daily Mirror birti þann samá 23. okt. forsíðufrétt, „Tékkneskur morðingi skot- inn í Ulster“, þar sem haft var eftir liðsforingja á Norð- ur-lriandi, að menn hans hefðu skotið svartMædda leyniskyttu með tékkneska byssu. En lík „Tékkans“ fannst ekki. Engin rann- sókn var gerð á málinu. Tals- menn hersins neituðu að ræða málið. „Bezta ráðið til að breiða út lygi er að koma henni í blað og neita síðan að gera athugasemd við hana“ segir Privaíte Eye. Áður hefði verið skrifað um innrás . „rauðliða“ í Belfast. 1 júlí 1970 skrifaði Mirror, að öo'ggislögregla hefði skotið tvítugan Pólverja frá Lond- on, brezkan ríkisborgara, Ug- lik að nafni. Hefði hann laum- azt yfir húsaþök með byssu, svartmálaður í framan. I raun og veru var Uglik fréttaljós- myndari í frístundum, sem skotinn var á Falls Road, þegar hann reyndi að kom- ast heim á hótel sitt að ná í myndavél. þrátt fyrir út- göngubann. Herinn hélt því aldrei flram, að Ugllik hefði verið vopnað- ur, og kollegar hans sáu hann helsærðen allsendis ómálaö- an í framan. Engu að síðrr var hann látinn vera sönn- unargagn um það á forsíðu Daily Mirror aöausturevrópsk- ir komimúnistar hefðu komið sér fýrir í rööu-m IRA." ★ Irski sósíalistiinn Eamonn McCamn hefur sfcrifað bækling, þar sem mörg dæmi eru urn einhliða ftrétta- memnsku frá N-írlandi, með eða ám íþlutunar brezkð hers- ins. Menn hljóta að fallast á margar röfcsemdir hans fyrir því, að margt sem IRA er kennt um er í reynd sök hersins eða öfgasinnaðra mót- mælenda. Nefnum t.d. McKavanagh, sem skctinn var til ba-na í á- tökum um bakarí eitt í Bel- flast 11. ágúst s.l. öll Lund- únablöð sögðu frá bví, að hermdarverkamaðurinn Mc- Kavanagh hefði verið skotinn í bakaríinu af hermönnum. Það var bkyiadeild hersins sem gaf blöðum þessar upp- lýsingar. En blaðamaður frá Irish Times rannsakaði miálið upp á eigiin spýtur og komst að svoifelldri niðurstöðu: Mc- Kvanagh var á heimileið með bióður sínum og frænku, beg- ar skothríðin hófst við bak- aríið. Hann var með sjóstíg- vél og sokka, sem hann hafði stolið í búð, sem óreiðuifólk hafði rænt. 150 m. frá bakarí- inu skipað'i hermaður honum að nema staðar. Hann var hræddur urn að þýfið yrði tek- ið af honum oa hlýddi ekki. Hermaðurinn skaut hann til bana og hermenn lömdu frænda hans og frænku bar til þau hnigu í ómegin. Irski blaðamaðurinn skýrði blaða- deild hersins frá þessu — og hún sagði að hann færi alveg rétt með. En ekkert einasta brezkt bl að birti þessa leiðréttingu, segir McCann. Hann tilfærir mörg dæmi ö-nnur um það, að fólk, sem verður fýrir kúlum hersins er eftir á saigt vera úr JRA, eða hafa haft á sér benzínsp-rengj- ur eða sfcotvopn . . . (Endursagf eftir DN) DoktorsritgerS Jóhanns Póls Amasonar komia út í Þýzkal. Nýlega kom út hjá bóka- útgáfunni Luchterhand í Vest- ur-Þýzkalandi heimspekirit eft- ir ungan íslenzkan fræðimann, Jóhann Pál Árnason. Bókin nefnist á þýzku „Von Marcuse zu Marx‘‘ eða „Frá Marcuse til Marx“, og er hér um að ræða doktorsritgerð sem Jó- hann varði við háskólann í Frankfurt am Main fyrirrúmn ári. Upphaflegt heiti ritgerðar- innar var „Anthropólógískar hliðar krítísku kenningarinn- ar“. Dr. Jóhann Páll Árnason hefur tekið virkan þátt í kapp- ræðu um vandamál sósíalisma hér heima. Hann er lesendum Þjóðviijans vei kunnur fýrir Jóhann Páll Árnason. skeleggar greinar gegn innrás- inná í Téklkóslóvakíu og afleið- ingum hennar, og hann hefur einnig skrifað margt um vanda- mák sósíalískra breyfinga á Vesturiöndum. 1 fyrra ga£ Mál og menning út bók hans „Þætt- ir úr sögu sósíalismains“. Doktor Jóhann Páll Árnason fæddist á Dalvík við Eyjafjörð 1. júnd 1940 og ólst hann þai upp. Poreldrar hans eru Árni Lárusson verkamaður og kona' hans Jóna Jóhannsdóttir. Jó- hann laiuk stúdentsprófi með ágætiseinkun frá Menntaskól- anum á Atoureyri 1958. Ári síð- ar fór hann til Tékkóslóvakíu til að leggja þar stund á heim- speki og sagnfræði. Hann lauk prófi frá Karishéskólanum i Prag árið 1966. 1 viðkenningar- skyni fyxir frábæra lokaprófs- ritgerð, „Ontológískur grund- vöHur marxísks húmanisma“ var honum gefinn kostur á að verja hana til doktarsgráðu, og stóðst Jóhann þá raun. Vetur- inn 1966/67 var Jóhann við framhaldsnám við Gramsci- stofnunina í Rómaborg, en næsta vetur kenndi hann þýzku við Menntaskólann á Akureyri, Haustið 1968 fór hann enn til framhaldsnáms og þá til Prank- furt í Vestur-Þýzkalandi, þar sem hann hefur að mestu divalizt síðan. Meðal kennara hans þar hefur verið hinn kunni heimspekingur próf. Júr. gen Habermas og undir hand- leiðslu hans reit Jóhann dokt- orsritgerð sína um „krítísku kenninguna“ sem nú er komin út í bókarformi. Á síðast liðnu háskólaári stundaði Jóhann frekari rannsóknir í fræðigrein sinni við háskólana í Frank- •furt og París, og naut hann til þess styrks frá þýzku Hum boldt-stofnuninni. Jóhann held- ur í vetur áfram fræðistörfum sínum í Franfcfurt á þýztoum vísindastyrk. Bókin „Von Marcuse zu Merx“ er númer 54 í pappír- kiljuflokknum „Samlunig Lu- ehterhan,d“ og merkt mánuðin- um nóvember 1971. 1 þessum bókaflokki ber mest á gagn- rýnum nútíma ritum um þjóð* 1- félagsfræði. Er það mikil við- urkenning fyrir áður ó/þekiktaii höfund að £á gefina út bók í slíkum sölubókaflokki hjá einu af virðuleguistu fariögum Vest- ur.Þýzkalands. Bók Jóhanns er 250 lesmálssíður, og er þar fjallað all ítariega um heim- spekinga ,,frankfúrtarskólans‘‘, svo sem Adorno og Horfcheim- er, en þó fyrst og fremst um Herbert Harcuse. Einn kaflirm í bófcinni fjailar til að mynda um það hvernig Marcuse hefúr endaskipti á Freuid og tengir hann við Marx annar um gagnrýni Marcuses á stalín- ismann, en annar um hið fræga rit Marcuses „Einvíddar- •manninn“. — Þetta er fyrsta verk Jóhanns Páls Ámasonar sem út er gefið eriendis, en hér heima kom árið 1970 út bókin „Þættir úr sögu sósíai- ismans“, sem fyrr segir. Athugasemd frá Efnahagsstofnun Eftirfarandi athugasemd barst blaðinu í gær frá Efna- hagsstofnuninni. 1 tillefni frétta í blaði yðar dagana 14. oig 17. nóv., óskar Efnahagsstofnunin að koima eftirfarandi athugasemdum á framfæri. I fréttum frá þingi Alþýðu- sambands Norðuriands og Verkamannafélagsins Dags- brúnar segir, að því er virðist mieð orðum blaðsins sjálfis, að Bfnalhagsstofnunin hafi nú í fyrsta sinni látið fara frá sér það áilit, að atvinnuvegirnir þoli verulega kauphækfcun. Þess er skemmst að minn- ast, að fyrir ári kom það á- lit fram af opinberri hálfu, að eðlilegt væri, að bættur hag- ur þjóðarbúsins kæmi fram i verulagum kjarabótum laun- þegum til handa.' Því til grundvallar lá tilsvarandi út- tekt stQfinunarinnar á stöðu atvinnuvega og þjóðarbús og nú hefur verið lögð fram. Jafnframt átti stofnunin trún- aðarviðræður við samnings- aðila og veitti þá ýmsar upp- iýsingar, en á síðara stigi s aimn i ngavi ðræðn anna komu fram nánari uplýsingar i formi reilcnin,gsuppgjöra til nota við fisfcverðsákvörðun. Þar sem hinar tölulegu heim- ildir hafa ekki verið birtar, ber i þessu sambandi að -iá þann vamaigla, að eikki muni allir leggja sömu tölulega merkingu í orðið „verulegar“ kjarabætur. Að sjálfsö'gðu helfiur þaðver- ið aðalhlutverk Efinahagsstofin- umarmnar að veita rfkisst.i'órn upplýsingar og álitsgerðir, og það svo verið á hennar valdi, hvort stofnunin veitir samn- ingsaðilum beina þjónustu. Þeirrar þjónustu hefur verið óskað um alllangt tímabil, eða a.m.k. frá júnísan^f.omulaiginu 1964. Á þeim vettvangi hefur stofinunin að sjálfsögðu komið flram sem fræðastofnun, sem veitir hlufilægar upplýsingar og reikniþjónustu. Varðar miklu, að sá trúnaður, sem komizt hefur á í því starfi spillist ekki. Virðinigariyllstj Efnahagsstofnunin Bjarmi B. Jónsson. FIMM VIKNA SÖFNUNIN □ Annar hver nýr áskrifandi í fimm vikna söfn. uninni fær jólabók að söfnuninni lokinni og sama gildir um alla þá sem afla blaðinu þriggja nýrra áskrifenda. ☆ ☆ ☆ v é H Meðal bóka sem dregið verður um eru Bókmenntagrein- ar eftir Bjarna Benediktsson frá Hofteigi, Við sagna- brunninn í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Gunnar og Kjartan eftir Véstein Lúðvíksson, en allar eru bessar bækur frá Máli og menningu. H Utan frá sjó I og II bindi eftir Guðrúnu frá Lundi, Vestur-Skaftfellingar III eftir Bjama Magnússon próf- essor og Áratog eftjr Bergsvein Skúlason. Þessar bækur eru m.a. frá Leiftri. H Barnabækur frá Prentverki Odds Bjömssonar svo sem Falinn fjársjóður og' Týnda flugvélin eftir Ármann Kr. Einarsson Tvær Öddubækur eftir Jennu og Heiðar og bðkin Hættuleg aðferð eftir Slaugther. H Ævislóð og mannaminni eftir Halldór Stefánsson fyrr- verandi albingismann, Sigurinn eftir Morris West og Morð í Mesópótamíu eftir Asröthu Christie. Þessar bækur eru frá Prentsmiðju Jóns Helgasonar. H Ýmsar fle’íri bækur eru að s-iálfsögðu á boðstólum og verður nánar skýrt frá þei’m síðar. ☆ ☆ ☆ □ Öflum blaðinu fleiri fasfra áskrifenda — eflum blaðið sem berst fyrir rétti vinnandi fólks. í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.