Þjóðviljinn - 30.12.1971, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.12.1971, Blaðsíða 1
Verður mannekla á báta- fíotanum á næstu vertíð? • Frá J)ví á þorláksmessu hefur yfirnefnd fjallað um nýtt fiskverð fyrir næstu vertíð og leggur ef til vill síðustu hönd á verðlagn- ingu í dag, eins og vinnu- brögðum hefur verifl háttað síðustu daga • l»á eru haldnir samninga- fundir undir handleiðslu sáttasemjara um bátakjör- in dag eftir dag Er aðal- krafa bátasjómanna að hækka kauptryggingu á vertíðinni úr 22 þúsund kr. í 35 þúsund kr. á mánuði. Hafa bátasjómenn talið þessa hækkun kauptrygg- ingar nauðsynlega til þess að gera starfið eftirsóknar- vert í gær fór blaðamaður Þjóð- viljans niður á Granda og hitti fyrir þrjá bátasjómenn um borð í Kópanesdnu frá Reykjavík. Er þetta nýr báit- ur af 105 tonna stærðinni og sjósettur síðastliðið vor úr skipasmíðastöðinni Stálvík í Garðaihreppi. Þeir félagar eru að undir- búa bátinn undir netavertíð og kváðust ætla að róa frá Grindavík í vetur. Hafa þeir verið á trolli í sumar og í haust og gengið sæmilega. Skipstjórinn á bátnum heit- ir Hörður ívarsson og stýri- maður er hálfdanskur Tómas Hassen að nafni og hásetinn Rasmus Rasmussen er fær- eyskur að uppruna, en hefur startfað lengi sem sjómaður á íslenzkum bátum. Skipstjórinn kvað þá verða tólf á bátnum á næstu ver- tíð og vantaði ennþá fimm menn á bátinn. Hann vék tai- inu að sikuttogaraikaupum og lét í ljósi efasemdiir um að hægt væri að munna ytfir 30 S'kuttogara. Ef sjómenn sækja á þessa skuttogara Hvaðan korna þeir menn nerna af báit- unum? Verður þeim þá ekki lagt vegna manneklu? Það er nógu ertfitt að fá sjómenn á bátana fyrir næslu yertið að óbreyttu. Svona er hljóðið í bátasjó- mönnunum. Verður ekki að gera þetta startf eftirsóknar- verðara? Er krafa bátasjó- manna til hærri kauptrygg- ingu ekki sjálfisagt réttindia- mál þeim til handa um leið og hún eflir þjóðarhag? Svari hver fyrir sig. Um borð í fleiri bátum voru sjómenn að vinn,a að hreingemingu og lagtfæringu á hinu og öðru fyrir næstu vertíð Þarf ekki fiskverð að vera Hér eru þeir.Hörður Ivarsson, skipstjóri, JKasmus Kasmussen og Tómas Hassen um borð í Kópanesinu í gær. komið fyrir áramót? spurðum við Hörð á Kópanesinu. Verulegur þrýstingur skap- ast ekki fyrr en netavertíð byrjar um miðjan febrúar. Illviðrasamt er oft í jamúar og við erum orðnir vanir þvi að verðákvörðun dragist fram í janúar á undiantfömum ár- um. Hins vegar er aiUtaf gott að hlutimir liggi ljóst fyrir um áramót eins og fiskverðið og vitaskuld þartf að ganga fró bátakj arasamningum. Fimmtudagur 30. desember 1971 — 36. árganguT — 287. tölublað. Mótmælaalda í Bandaríkjunum: Ekkert lát á loftárásunum Saigon og Washington 29/12. Enn í dag gerðii bandarískar sprengjuþotur loftárásir á Norð- ur-Víetnam, fjórða daginn í röð, og fulltrúar herstjórnarinnar í Saigon kváðu árásunum myndi haldið áfram á morgun Banda- Á sólbjörtum sumardögum öfunda þeir sem inni starfa stundum byggingariðnaðarmennina af vinnustað þeirra. En í umhleypinga- samri tíð og frosthörkum að vetri til getur ljóminn horfið al þessum vinnustað. Þá er a.m.k. betra að hafa upphitaðan og snyrti- legan kaffiskúr j grenndinni. Iðnaðarmenn vilja semja um: Betri vinnus byrjunartíma að morgni i - óbreyttan □ Hjá Trésmiðafélagi Reykjavíkur og félögunum í byggingariðnaði eru samningar hafnir um vinnu- tímann og sérkröfur félaganna. Voru fundir með viðsemjendum þessarra félaga bæði á mánudag og þriðjudag. Veigamestiu atriðin í þessum saminingum, firé sjónarhóli tré- smiða, eru um aðbúnað á viinnu- stöðum. 1 mörgum tilvikum or hér um að ræða laigfærinigiar, sem hafa sárailítinn kostnað í för með sér fyrir atvinnuretkendann. Það eru þessvegna . ekki fyrst og fremst fjárútlátim, heldur miklu fremur skilningsskortur og skeyt- ingarleysi, sem voldur því hve aðbúnaði og umgengni á bygg- ingairvinnustöðum er víða áfátt. Varðandi vinntitímastyttiniguna haía samningamenn meistaramina nú, eiins og raunar otft áður, sótt iþað allfast að breyta byrjunar- tímanum að morgmi. í byggingar- iðnaði er algengt að vinna hetfj- ist kl. 7.20, en meistarar vilja nú að virnna hefjist kl. 8. Meðal tré- smiiða ríkir einhugur um að breyta ekiki byrjunartímanum að miorgni, heldur ljúka vinnu fyrr aö deginum. Félag jámiðnaðarmanJia og ön,nur tfélög í málmdðraaði hófu fyrir jól viðræður við atvinnu- rekendur um þau atrdði fejaira- samniinigannai. sena ekiki vargeng- ið frá í heildiarsamninguim veríka- lýðstfélaganna. 1 gær héldu þessir aðilar fund þar sem einkum var reett um framkvæmd vinnutímiastyttimigjar- innar og tilhögun kaffitíma, en samningum um þessi atriði þarf að vera lokið nú fyrir áramótin. Eins og hjá öðrum tfélögum, sem hafa mismunandi fýrirkamiulag á vinnutímia, eru samningar um þessd miál talsvert umfánigsmiiklir. Etftir áramlótin munu má'lmiðn- aðairtfélöigin ljúka samningum um sérikiröfur sínar, seom m.a. lúta að aðbúnaði og örygis og hollustu- háttum á vinnustöðunum., Iðja félag verksmiðjufólks hetf- ur lokið sínum samningum og verður sagt tfríá þeim í blaðinu á mongun. risku þotumar vörpuðu sprengj- um sínum úr mikilli hæð, til að forðast loftvamaskothríð og MIG-orrustuþotur Norður-Víet- nama. Þar með fellur sú lygi Bandaríkjastjómar um sjálfa sig, að ekki sé varpað sprengjum á almenna borgara, því að flugvél- arnar geta alls ekki hæft mark sitt með nokkurri nákvæmni úr mikilli hæð. Síðan árásimar hófust, haifa Norður-Víetnamar skotið niður sjö bandarískar vélar, flestar af gerðinni Phantom, og öllum hetf- ur þeim verið grandað með skot- hríð atf jörðu niðri. Útvarpið i Hanoi og sendinetflnd Norður-Ví- etnama á friðarþinginu í París, hafa skýrt.frá því að ffjöldi skóla, sjúkralhúsa og íbúðahve'rfa hafi orðið fyrir sprenigjum,, og mairm- tión orðið mikið meðal almemn- ings. Uofftárásimar hafa orðiðtilhess að mótmiæli gegn styrjöldinni hafa blossað upp í Bandaríkjun- nm, bæði á binginu. sem og með- al hópa óbreyttra borgara. I dag réðst lögregluliðið til atlögu við hóp umigira Bandaríkjamanna., sem barizt hölfðu i Víetnam. Þedr hötfðu gengið. fýlktu liði að hvíta húsinu og varpað plastpok- urrt, fullum af sínu eigin bléði, á gangstéttina í mótmaélaskym við árásirnar og stríðið í Imd'ó- kína. Prá hvita húsinu héldu þeir til minnismerkisins um Abraham Linooln. Þar réðst lögreglam á þá. og hamdtók um 100 þeirra. FA'rr um daginn hötfðu sextán félaigar þeirra yfirgefið frelsis- stj’tuma á friðsamllegan hátt, en þeir haffa hafzt við inni í henni í nokkrai daga, til að veikja at- hygli á hryðjuverkum Banda- ríkjaihers í Víetnam. Alríikdsdóm stóll lýsti aðgerðir þeirra ólög- legar, og ekki er talið ósennilegt að þeir verði leiddir fyrir rétt. vegma setu sinnar í þessu höffuð- tákni ffriðar, frelsis og réttlætis. Vopnin virðast haíá snúiðzt í höndum Nixons forseta. Hvar- vetna um Bandaríkin hafa loft- árásismar orðið til að fólk rumsk- aði við. og fór afftuT að giefa gaium að stríði, sem næstum því ver gleymt. Mikill meiríhhiti þjóðarinnar hefur fyrir l'öngu lýst sig andvígan áframhaldandi styrjöld, em loforð Nixóns um brottflutning bandarísks herliðs frá Imdtókína hafa slegið ryki í augu manna. Nú er sýnt, að frið- aríhjal hans er ekki nema orðin tóm, og stjórn hans er staðráð- in í að halda áfram þjóðarmiorð- inu á fbúum Suðaustur Asfu. Rösklega fjörutíu þingmenn hatfa þegar sent Nixon harðorð mót- mæli, og framlbióðendur. Demó- kratafltokksins til næstu forseta- kosndnga hafa lýst yfir reiði siniraj og fyrirldtraingu vegna ámás- anna, þeirra á meðal öldunigai- deildaþingmaðurinn Muskie, sem talinn er einna sigurstranglegast- ur, svo og þeir Lindsey borgar- stjóri í New York, Mac Govern, ölduragadeildarþingmaður, og Hu- bert Humprey, fyrrum va.rafór- seti i stjórnartíð Lyndon John- sons. Þeir taka allir í sama streng, að stefna Nixons í Víet- nam sé búin að syngja sitt sfð- asta, og að ákvörðunin um lofft- árásirnar stappi brjálæði næst. Fyrirlestur um kortagerð í daig fimmtudag flytur Har- aldur Sigurðsson bókavörður fyr- irlestur um kortagerð Magnúsar Arasonar í Pélaigstheimili stúd- enta við Gamla Stúdentagarðirm og hefst fyrirlesturinn kl. 5 e.h. Það er Sögufélagið sem ffengið hefur Harald til að flytja þennan ftrrirlestur, en jafnfiramt verður haldinn aðalfiundur félagsins í samtoandi við fyrírlesturínn. Har- aldur hefur sem kunnugt er ný- lega sent frá sér merka bók um kortasögu íslands. Iðgjaldahækkunin Beiðni tryggjragarfélaganna um hækkuin iðgjalda ábyrgðarfcrygg- inga bdtfreiða var til umræðu á ríkissitjómarfundi i gær, en rfik- isstjómin mun taka ákvörðun um að hve miklu leyti sikrjli geragið að fcröfum félaganna. Af fundi stjómarinnar er það að frétta, eftir þvi sem Þjóðvilj- inn hetfur komizt næst, að á- kvörðun um málið haíSi ekki ver- ið tekiin í igær. Fulltrúar í stjórn Laxárvirkjunar Iðnaðarráðherra skipaði 1’4- des. sem fulltrúá ríkisstjómiar- innar í stjóm Laxárvirkjunar frá 1. desember 1971 til sex ára etftirtalda menn: Bialdvin Baldursson, bónda, Rangá, Ljósavatnshr., S.-Þirag., sem aðalmann. Varamaður hans hetfur verið skipaður: Guðmund- ur G. Þórarinssion verkfræðing- ur, Langholtsvegi 167, Rvík. Heiga Guðmundsson, ritstjóra, Helgam agrastræti 15. Akureyri, sem aðalmann. Varamaður hans hefur verið skipaður: Sigurjón Rist, vatnamælingam., Skriðu- stekk 4, Reyikjaivik. 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.