Þjóðviljinn - 05.01.1972, Síða 4

Þjóðviljinn - 05.01.1972, Síða 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Miðvilkiudiagiur 5. jaixúair 1072. — Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Otgefandi: IJtgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Sitstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. Simi 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. '195,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12,00. Cóðir sjómannasamningar gamningar hafa staðið yfir um bátakjörin, og stóðu samningafundir linnulaust milli jóla og nýjárs. Nýju bátakjarasamningarnir fela í sér mikilvæg- ar nýjungar og þýðingarmiklar kjarabætur fyrir sjómenn. Sjómenn höfðu gert kröfur um að kaup- tryggingin hækkaði úr 22 þúsundum á mánuði í 35 þúsund á mánuði. Samkomulag náðist um að kauptryggingin yrði 28 þúsund á mánuði, en með vísitöluálagi og fatapeningum nemur kauptrygg- ingin rétt rúmlega 30 þúsund krónum á mánuði. Er því um verulega hækkun að ræða — um 30%. Þá var um það samið í þessum bátakjarasamning- um að vertíð má skipta í tvö tryggingatímabil, en sjónnenn settu þá kröfu mjög á oddinn í kjarabar- áttu sinni. Ýnnis önnur atriði korna fram í kjara- samningum sjómanna, en samningurinn er gerður til tveggja ára sem er afar þýðingarmikið atriði. i;slenzkir sjómenn hafa aflað meiri verðmæta en dæmi eru til um sjómenn annarra þjóða. Hins vegar hefur lönguon mjög á það skort að sjómenn nytu þeirrar viðurkenningar á borði sem þeir hafa hlotið í orði á hátíðis- og tyllidög- um. Þannig var hvað eftir annað vegið að sjó- mannastéttinni í efnhagsaðgerðum síðustu ríkis- stjörnar og var svo komið undir lok síðasta tíma- bils að sífellt varð erfiðara að fá hæfa og dug- lega menn á fiskibátana og togarana Þetta breytt- ist svo strax í sumar þegar sjávarútvegsráðherra breytti reglum um greiðslur í verðjöfnunarsjóð liskiðnaðarins, en enn meiri breyting varð á nú við þessi áramót með nýju kjarasamningunum. Þeir saimningar sem nú hafa tekizt um kiör bátasjó- manna eru þannig spor í rétta átt, og í þeitm felst síðbúin en réttmæt og nauðsynles viðurkenning á þvi að sjómansstarfið er mikils virði í íslenzku þjóðfélagi. ^ valdaskeiði fráfarandi ríkisstjórnar tókst yfir- leitt ekki að ná saníningum um kjör bátasjó- manna án þess að til stórfelldra átaka kæmi. Mátti heita árvisst að vertíðin kæmist ekki í gang fyrr en á miðjum vetri vegna hernaðar stjórnarvalda gegn sjómannasitéttinni. Nú hefur blaðinu verið snúið við og samið til tveggja ára um kjör þess hóps íslenzkra launamanna. sem með starfi sínu leggur grundvöll að lífskjörum flestra annarra. — Af öllum þeim ástæðum sem nú hefur verið greint frá hljóta sjómenn að fagna nýgerðum kjarasamningum og aðrir landsmenn að fagna því að íslenzkir fiskimenn skuli hafa hlotið kjara- samning sem þeir treysta sér til þess að láta standa til langs tíma. Farmannaverkfallið J^ú hefur farmannaverkfallið staðið margar vik- ur og hefur furðu hægt gengið að samja við farmenn. Nú er nauðsynlegt að gera tafarlausar ráðstafanir til þess að farmannaverkfallinu linni og að samningar takist um kaup og kjör farmanna. Biðtíminn er þegar orðinn óhæfilega langur. — sv. ERLENDAR BÆKUR The Hont tor the Czar. Guy Bichards. Peter Dav. ies 1971. Bók þessi koui út í Banda- rfkjxmum í fyrra og vakti tals- verða athygli. Höfundur teiliur að Zarfj ölsiky] d an hafi ekki verið tekin af lífi 1917, heldiur komdrf undan og að Nikulás II hafi látizt í Póllandi 1952 og soour hans sé enn á lífi ásamt dætrum. Samkv. keninánigum höf. á bandairiskur njósnari að hafa smyglað fjölsikyldunni frá Síberíu og jaínframt hafi hiann sviðsett rnorðin. Samsetningur þessi er áltaiíllega fráleátur, vantar bæði haus og hala og er greinilega gerður fyrir banda- rfskan markað, sem sjé má meðal annars á bví. að einn lengsti kafli bótoarinnar er um eignir zarsins, baeði í Rússlandi og erlendis. Zarirun á að hafa komið óhemiju fé f erlenda banka, en hvað sem um Nik- ulás II má segja, bá hugsuðu fyTri tíða bjóðhöfðingjar ekki eins og suðuramerfskir valda- ræning.jar, amieristoir smáborg- arar nútímans eða íslenzkir tötraborgarar. Það er löngu vit- að að aliar sögur um bamkairm- stæður zarsins enu heilaspuni. Rómanoff-ættin hefur orðið fyrir því leiðinda ólláni að eignast þá veiunnara nú á tímurn, sem hún hefði haft lít- inn óhuga á að helkfcja á sinni tfð. bessvegna slfk rit sem l>etta. Titus Alone. Mervyn Peake. Penguin Books 1970. Titus Alone er þriðja og lokabindið í tríólógíunni Gor- menghast. Bókin kom í fyrstu út 1959, en þetta er emdurskoð- uð útgiáfa. breytt að notokru samtovaamt endurskoðun hand- riteins. Þessi satíriska fantasía er skemmtileg lesning. T. L. S. Essays and rev- iews from The Times Lit- erary Supplement 1970. Oxford University Press 1971. Þetta er níunda bindið sem birtist með völdum greinum úr Times Literary Supplement. Út. gefendur velja greinamar í þeim tilgangi að sýna fjöl- breytni blaðsins í efnisvali. Sér. stök áherzla er lögð á tækni og vísindi, bæði bðkadómar og sjálfstæðar greinar eru hér birtar um þau efni. Hér er gerð úttekt á sfcáldsöguafrakstri ársins og getið merkustu béfca í Qestum greinum. One of the Radziwills. Michaél Radziwill. John Murray 1971. Midhael Radziwill prins er afkomandi gamallar og fræ-grar p>ólskrar aðalsættar. í minn- ingum sínum retour hann upp- mna ættarinnar aftur í gráa fomeskju og styðstþar viðþjóð- sögur. Hann ólst upp á setrum ættarinnar, bæði í Póllandi, Rússlandi, Þýzkalandi og Aust. urríki og lýsir nokkuð ætt- mennium sínum og lífinu á þessum árum. Umskiptin urðu snögg við innrás Þjóðverja í Pólland 1. september 1939, hann tók þótt í andspymuhreyfing. unni og lýsing hans á þeirri baráttu er minnisstaað. Síðan komu Rússar og skömmu síðar tókst honum og fjölskyldu hans að fiýja land. Höfundur má muna tímana tvenna, en þó kennir einskis biturleika í skrifuim hans. London in . colour. Illu- strated by 60 colour photographs. With an in- troduction and comrnen. taries by Ridhard Church. B. T. Batsford 1971. Útgaftemdur segja að birtar sextíu myndir, séu vaidar úr þúsumdum mynda ýmissa á- gætra ljósmyndara. Valið er miðað við þá staði og þau mannvirki, sem hvergi gætu verið annars staðar en í Lond- on. „Þegar maður er þreyttrur á London, þá er hann orðinn þreyttur á lífinu“, sagði John- son á sinni fáð og um þá London á bókin að votta og einnlg London eins og hún hefur breytzt frá Joihnsons tíð og er nú. Myndirnar eru prent. aðar í litum og hefur það tek- izt ágeetlega þar sem hófS er gætt í notkun litanna. R. Churcíb skrifar ágætan inngang að bókinni. The Triumph. . Jolhn Kenmetlh Gadlbraith. Pen- guin Books 1970. Gaillbraith er þefcktur sem hagfasrðingur og hefur sett saman bækur um þau efni sem vakið hafa mikla aiihygli. Þetta er sfcáldsaga með pólitisku í- vafi, ádeila á utanríkispólitík Bandaríkjanna. Hér segir frá Martimez einvalda í Puerto Santos. forspilltu fyrirhrfgðt sem á sér jafmvel ekki hlið- stæðu meðal þeirra landstjóm- armanna, sem Bandaríkin styðja við bakið á í ríkjum Suður-Ameríku. Einvaldi þessi hrökklast frá völdum og við tefcur Miro, sem reynir að koma á lágmarksumbótum, en Bandaríkjastjóm bregður við hart og kemur því til leiðar að „byltingin" er kæfð. Martin. ez var dauður begar hér var komið og hafði fengið ,þau eft- irmæli, „að vera sönn frelsis- hetja lands sáns í baráttunni gegn kommúnistum“. Sonur hans er settur til stjómar og þar með hefst ennþá hættu- legra ástand í landinu, hann reynist laumukommi: fram- haldið geta menn lesið í hók- inni. VegabréfaskyMa afnumin á miili Póiiands og A-Þýzkai. Frá og með fyrsta janúar eru vegabréfsáritanir af- numdar miUi Póllands og A- Þýztoaiands, og auk þess mega Austur-Þjóðverjar kaupa edns mikið af pólskum gjaldeyri og þeir vilja Er þetta i fyrsta sinn sem slíkt samkomulag er gert miili ríkja Austur-Evrópu, en þar eru enn í gildi staröng ákvæði um vegabrófaskyldur. Þessu samkomulagi fylgir artnað sem lýtur afj stofnun blándaðra fyrirtækja. Eiga Pól- verjar að útvega vinnuafl og leggja fé til byggingarfram- kvæmda en Austur-Þjóðverjar munu leggja tii vélakost. Auk þess munu Pólverjar senda um 25 þúsund verkamenn í vinnu til Austur-Þ'vzkalands, þar sem mikiilii skortur er á vinnuafli. og rnunu þeir flestir sbarfa innan byggingariðnaðarins. Nú þegar eru 1500 Pólverjar við byggingavinnu í Thúringer Wald. GALLABUXUR 13 oz. ao i ð Kr. 220.00 — 8 - 10 kr 230.00 — 12 14 fcr. 240,00 Fullorðinsstærðír kr 350.00 LITLI SKÓGUR Snorrabraut 22 Sími 25644. Röntgentæknanám Landspítalinn og Boirgarspítalinn starfrækja sam- eiginlega röntgentæknaskóla og hefst námið 25. febrúar nœstkomandi. Markrmð skólans er að mennta töntgentækna til starfa á röntgendeildum. Námstími er 2% ár og lágmarksinntökuskilyrði eru eftirfarandi. sbr. reglugerð um röntgentæknanám, 28. 10. 1971: 1) Umsækjaíndi skal vera fullra 17 ára. 2) Umsækjandi skal hafa lokið landsprófi miðskóla eða gagnfræðaprófi með fyrstu einkunn í stærðfræð'i, eðlisfræði, íslenzku og einu erlendu máli. 3) Umsækjandi. sem lokið hefur stúdents- prófi, hjúkrunarprófi, fra’mhaldsdeild giagn- fræðaskóla eða hefur tilsvarandi menntun, skal að öðru jöfnu ganga fyrir «n skóla- vist. Umsóiknum um skólavist skal fylgja staðfest af- rit af prófskírteinum. meðmæli (vinnuveitanda eða skólastjóra) svo og önnur gögn, ef umsækjandi óskar, og senda yfirlækni Röntgendeildar Borgar- spdtalans fyrir 20. janúar 1972. Skólavist verður ákveðin fyrir 31. janúar. Allar nánari upplýsingar veitir aðalritari Röntgen- deildar Borsurspítalans, Hrefna Þorsteinsdóttir, sími 8 12 00 Stjóm Röntg-entæknaskólans. |jljl A ðstoðarlæknar 2 stöður aðstoðarlækna eru laiusar til umsóknar við Slysadeild Borgarspítalans. Upplýsingar varð- andi stöðumar veitir yfirlæknir deildarinnar. Laun samkvæmt samninigi Læknafélags Reykjavík- ur við Reykjavíkurborg. Stöðumar veitast frá 1. febrúar n.k. eða eftir sam- .iAUsi-AjlJIlJllkilULi - 2 komulagi. — Ráðningartími er 6 eða 12 mánuð'ir. Umsóknir sendist til Heilbrigðismálaráðs Reykja- víkurborgar. fyrir 27. janúar n.k. ®"u" Reyk'javík, 4. 1. 1972 Heilbrigðismálaráð Reykjavíkurborgar. LAUST STARF Starí fulltrúa við embætti skattstjóra Austur- 1 andsumdæmis, Egilsstöðum, er laust til umsóknar. Starfið verður auk venjulegra starfa. sem til falla á skattstofu, fólgið í afgreiðslu og rannsókn fram- tala. og bókhaldsgagna atvinnurekenda o.fl. og fylgja þvi ferðalög um umdæmið. — Menntunar- kröfur a.m.k. verzlunar- eða samvinnuskóli. Umsóknarfrestur er til 25 janúar 1972 og skulu umsóknir sendast undirrituðum. Laun verða skv. binu al’menna launakerfi ríkis- starfsmanna. Egilsstöðum 3. janúar 1972. Skattstjóri Austurlandsumdæmi. HANDB0K UM SÖLUSKATT Út er komin handbók um söluskatt, sem Skattstofa Reykjavíkur hefur tekið saman. í henni er að finna reglugerð nr. 169/1970 um söluskatt með úrskurð- um og leiðbeiningum þar sem fram koma víðtæk- ar upplýsingar varðandi framkvæmd á álagningu söluskatts. og fylgir henni atriðisorðaskrá. Bókin er handhægt heimildarrit fyrir þá er u'm þessi mál fjalJa. Bókin fæst hjá öllum skattstofum landsins og kostar k1- 200,00. Fjármálaráðuneytið, 3. janúar 1972

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.