Þjóðviljinn - 12.02.1972, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 12.02.1972, Blaðsíða 12
• Almennar upplýsingar um læknaþjónustu í borginni eru gefnar í simsvara Lækinafé- lags Reykjavikur, sími 18888. • kvöldvarzla lyfjabúða i Reykjavík. — Vikuna 5. til 11. febrúar: Laugavegsapótek og Holtsapótek. — Næturvarzla lyfjabúða kl. 23.00 til 09.00 Stóriholti 1. Sími 23245. • Slysavarðstofan Borgarspít- alanum er opin allan sólar- hringinn. — Aðeins móttaka slasaðra. — Sími 81812. • Tannlæknavakt Tannlækna- félags Islands í HeÚsuvemd- arstöð Reykj avílcur. síml 22411. er opin aJia laugardaga og sunnudaga kl. 17-18. viðtalið ÍSUMRI 0G SÓL UM ÁRAMÓTIN í»að hefur ekki þótt telj- ast til tiðinda, þótt sjómenn komi ekki heim til sín vik- um og jafnvel mánuðum saman. Þó er það nú svo, að sjaldgæft er orðið að íslenzk- ir farmenn komi ekki til Is- lands í 3 mánuði og ckki heim til sín í fjóra mánuði. Það gerðist nú samt á dög- unum að Skaftafellið kom til Húsavíkur og hafði þá ekki komið til Islands í 3 mánuði. Við höfðum samband við Oddgeir Karlsson loftskeyta- mann á Skaftafellinu, bar sem skipið var á sdglingu tilReyð- arfjarðar, en það er nú á ströndinni og lestar dil'kaikjöt, sem flytja á tll Svfþjóðar. — Jú, það er rétt að við höfum ekfki koanið heim í 3 mánuði, sagði Oddigeir, en hann virtist ekkert banginn yfir því. — Jú, sjáðu til, sagði hann, — þetta er okkar líf, sjómannanna og þótt þaðger- ist nú æ sjaidgæfara en áður að við höfflum langa útivist, þá kippir maður sér efkkert uipp við það að vera að heim- an 1 3 mónuði. — Því er náttúrlega ekki að nedta að til lengdar væri þetita leiðinlegt fyrir kvænta menn að vera svo lengi að heiman. Annairs höfðum við það ósköp gott í þessum túr þvf að við vorum í sumriog sól í Miðjarðarhafinu lenigst af. Um áramiótin vorum við í sólbaði í Napolíflóanum. En lengst af vorum við á Italíu og í AJlsír. — Hvaða flutning voruð þið með þarna? — Við vorum í ávaxta- flutningum. Við sigldum fyrst ftá Danmörku til Lissabon. Hver er munur á hippa og jippa ? Með tilvísun í grein í Þjóðviljanum fyrir skömmu langar mig að vita hver er munur á hippa og jippa. Var þetta bara prentvilla? svo lestuðum við ávexti á Spáni í þremur höfnum, fór- um með það tdl Dover á Eng- landi. Síðan lestuðum við kartöflur í Hollandi til Ital- íu, tðkum svo appelsdnur í Alsír og fluttum til Póllands, og síðan fiórum við heim og komum hér á fjórar haifnir og le^tum kjöt til Svíþjlóiðar og Noregs. — Hvað seglja komumar ykkar yfir svona langri úti- vist? — O, ég veit ekki hvað ég á að segja um það. Þær komu allar til oikdíar til Húsavíkur um leið og við komum þang- að. — Og það haifía auðvitað verið milkilir fagnaðarfundir? — Já, það var mikil gleði, mikil ósköp, þú getur rétt í- myndað þér maður. — Segðu mér annað, Odd- gedr, voru þetta langar sigl- ingar hjá ykkur þama nið- urfrá? — Nei, óg get nú eiginlega ekiki sagt það, þetta voru svona 7 till 10 daga siglingar. Það þykir ekki langt. — Að lokum, Oddigeir, — hvemiig lííkaði ykkur að vera í sumiri og sól um jólim og áramótin? — Blessaður vertu, þetta var stórkostlega gott. — Og' þið hafið ekkert saknað hvítra jóla? — Nei, nei, maður færvíst nóg aif því heima í okikar langa vetri, svo maður sakn- ar þess ekki þótt maður nmissi snjóinn og kuldamn einn vet- ur. En auðvitað saknar mað- ur þess alltaf að vera ekki heima á þessum hátíðum og ég skal játa það, að nokkuð er það þreytandi til lengdar, farmannsdítfið, fyrir fjöl- skyldumenn. — S.dór. Hippar er einskonar óljóst samnefni yfir alla þá hópa ungs fólks sem reyndu að snúa baki við neyzluþjóðfélag- inu á árumum upp úr 1965, og beindu þess í stað athygli sinni einikum að hljómlist, blómum og fiknilyBjum. Grundvallarhugimynd þeirra var sú, að gerlegt væri að stafna „þjóðfélag innan þjóð- félagsins“, sem fengi aðdafna í friði án telljandi fhlutunar yfirvalda, og gætd kiomiðsér upp nýjum og frjáilslegri menningarháttum en tíðkast í vestrænu samfélagi. Þessi hugmynd er í sjálfu sérgóðra gjalda verð, en hins vegar kom fljótlega í ljós að það er hægara sagt en gert að stofna frjálst samfélag innan ramma hálffasísks þjóðskipu- lags. Þetta fóru ýmsir þátttak- endur í „hreyiKngunmi“ e,ö gera sér ljóst um og eftir 1967 og voru stotfiniuð 6- formileg samtöfc „jippa“; það er pólitískm hippa. Nafnið er dregið af Youth Intemational Pairty, — YIP, og nafiið yipp- ies festist smám saman við þá hópa sem mest höfðn sig í frammi á pólitískum vett- vangi. Má þeirra á meðal nefna sjömenndngana, seir. dæmdir voru í Chicagö 1968, fyrir að standa fyrir óeirðum í sambandi við þing Demó- krataflokksins. Ýmsir hópar jippa urðu síðan hreinirbyit- Jerry Rubin, fyrrum eina helzti leiðtogi jippanna. ingarhópar, sem ráðnir voru í að steypa kenfiinu með valdi, og beittu til bess upphiaup- um og sprengjuárásum. Nú hafa þessir hópar hins vegar lært a£ reynslunni, og hafa að mestu leyti lagt sprenigju- tilræði á hiMuna, en þess í stað beina þeir kröftum sín- um að áróðri og pólitískri fræðsilu, sem og þvi að byiggja upp lífvæniegri „neðanjarðar- sarniféilög“ en þau, sem liðu undir lok með dauða blóma- hreyfingarinnar. — G.Æ. Shilling tekinn úr umferð Lundúnabúinn David Shil- ling neyddist nýlega til þess að auglýsa í blaðinu „Even- irtg Posit“, að hann hefði skipt um ættamafn. Þegar brezkum peningum var breytt til sam- ræmis við tugakerfið var „shilling“-mynitin afnumin, og mr. Shilling þoldi ekfci stöð- ug háðsyrði um það að hann hefði verið tekinn úr um- ferð Listin að reykja pípu sem lengst Harold Hanoock var W)7 minútur og 58 sekúndur að reykjia ein,a pípufylli og varnn þannig þúsund sterlingspund í fyrstu verðlaun i brezku pípureykingakeppninni Hann játaði síðan dálitið skömm- ustulegur frammi fyrir forviða skipuleggjendum og áhorí- endum keppninnar að hann kynni ekki að reykja og þess vegna hefði hann verið svona lengi. En rétt er rétt. og verð- laununum var útW.utað hon- um eigi að siður. Stafar verðbólgan af kaupkröfum? AJlir sem hafia lesið Morg- unblaðið nógu vei vita um orsakir verðbólgunniar. Hún stafar af því, að vertoalýður- inn er alitaf að heimta hærra kiaup og í siama hlutfalli verða atvinnurekendur að hækka verðið á vörum sín- um og þjónustu. Þeir sem eru sérstaklega vel að sér í Morgunblaðsfræðum eru alveg handvissir um það að 10% almenn kauphækkun hefur i för með sér 10% hækkun verðlags í landinu. Nú víkur sögunni vestur tij Kanada Þar er maður að nafni Char- les Levinson áður prófessor við háskólann í Toronto nú framkvæmdaistjóri verkalýðs- sambandsins Industrial Fede- ration of Chemical and Ge- neral Worker’s Union. Hann neitar því að stóriðjuböldar í landj sínu hæfeki verðlag vegna hæfckandi launaikostn- aðar. Þeir séu siífeMt að skjóta sér undian launagreiðsl- um og verðlagspólitík þeirra komi kaupgjaldi efckert við. Hann tefcur dæmi af efnaiðn- aðinum, þar sem framleidd eru unddrstöðuefini fyrir fata- gerð úr gerviefnum. Launa- greiðslur við framleiðslu ace- tylens nema 0.03 prósent rekstrarkostnaðar og við framleiðslu vinylkloríðs að eins 0.01%. Setjum svo að vínylklóríðframleiðandinn hafi haft 10 miljarða króna i rekstrarútgjöld á ári. en nú hækki kaupgjald allra starfs- manna hans um 10%. Þá er sá baggi sem hann þarí að velta „út í verðlagið" (ef hann beitir íslenzkum aðferð- um) aðeins uppá litlar eitt hundrað þúsund krónur. Seint mundi fyllast sálin (Morg- un'bliaðs-)prestaninia þar í sveit! Ostarnir og de Gaulle „Ríkið það er ég“ er haft eftir Loðvík fjórtánda Frakka- kóngi „Frakldand, það er ég,“ mun einhvem tíma hafa skroppið út úr de Gaulle. En hann sagði Mfca: „Hvemig á að fiara að því að stjóma landi, þar sem eru til yfir 500 tegundir af ostum“. Ef til vill hefur hann haft það í huga að svo er margt sinnið sem skinnið og erfitt mundi að hemja það í einum manni. En hitt er staðreynd að ost- amir eru hálft þúsund að tölu þótt enn hafi ekki frétzt af þeim matsölusta'S sem bjóði upp á meira en hálft hundrað af þeim. 0 Hryðjuverk - eða hvað? —Nei, þessi höfuð eru föst við bolinn og hér er ekki um nein hryðjuverk að ræða. Mennimir tveir, sem grafn- ir eru í sandinn eru kepp- endur á OL í Sapporo, og svona sandböð kváðu vera af- ar holl og þægileg fyrir lik- amann, enda eru íþróttakapp- arnir sældarlegir á svip. — I i 4 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.