Þjóðviljinn - 07.05.1972, Síða 2

Þjóðviljinn - 07.05.1972, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÖÐVXUWN — Suminudagur 7. mai 1072. Kveðja til Junior Chamber á ísafirði Því verr gefast heimskra manna ráð, sem fleiri koma saman í dag, miðvikudaginn 3. maí, barst tíl blaðsins athugasemd frá félögum í Junior Chambers á ísafirði, vegna viðtals, sem und- irritaður átti við nokkra þeirra um boðsferð til kynningar á störf- um „vamarliðsins" í Miðnesheiði og birtist hér í blaðinu 20. apríl. í athugasemdum þeirra félaga segir meðal annars: Þar eð í viðtali því, sem við áttum við hann, er gróflega hallað réttu máli í birtingu Þjóðviljans þykir okkur rétt að taka fram eftirfarandi: 1. Það er ekki rétt eftir okkur haft og bar aldrei á góma i viðræðum okkar við fulltrúa varnarliðsins, að ,Jcosmaðar- samt væri að halda uppi vörn- um hér og slíkur fjáraustur til landvarna væri ekki á færi fá- mennrar þjóðar". 2. Það er algjör uppspuni og kom hvergi fram, að Jögð hafi verið áherzla á mikilvægi björgunar- og hjáiparstarfa, sem varnarliðið gæti innt af höndum með veru sinn! hér." Ofangreind túlkun blaða- MINNING: WMM Ásta María Sigurðardóttir Fædd 12. febrúar 1967, dáin 29. april 1972 Lítil stúlka hlær móti sólar- geislanum, ó að vera þriggja ára að vori, blómin, andvarinn og stóra sólin á himninum og svo náttúrlega hin börnin, börnin sem hlæja og leika sér. Og svo einn dag verður hún veik, mamma og pabbi verða hrygg ,sólin sézt bara gegnum glugga, blómin anga ekki lengur og þá er Iítil stúlka ótrúlega létt í skapi þrátt fyrir allt, svona er erfitt að buga þá sem fæðast með lífsgleðina í hjartanu. Hvílíkur kjarkur sem býr í litlu brjósti og hún heldur áfram að brosa þar til yfirlýkur. Stutt varð hennar saga en allir sem kynntust þessu barni vissu að í henni bjó dýrmætur kjarni til að verða að manneskju hefði henni auðnast líf og því bera þeir nú sorg í hjarta. Hún hét Ásta María, dóttir hjónanna Svöfu Svavarsdóttur og Sigurðar Vilhjálmssonar og lézt að heimili þeirra 29. apríl s.l. Ásta María verður jarðsett 8. maí næstkomandi, en bros hennar gleymist seint. Aðalsteinn ]ochumsson. Ásta María Sigurðardóttvr UHUMQQia a srnmm aajaiffiraa m ía Við bjóðum yður velkomin á Aðalskrifstofu okkar í Ármúla 3. Starfsfóikið þar er reiðubúið til að ganga frá nauð- synlegum tryggingum fyrir yður og gera áætlun um heildartryggingaþörf yðar persónulega eða fyrirtækis yðar. Skoðunarmenn tjóna eru sérmenntaðir á sínu sviði og leggja kapp á að hraða uppgjöri hvers konar tjóna og láta sanngirni ráða við ákvörðun tjónbóta. Eftirlitsmenn á sviði eldvarna og tjónavarna veita yður leiðbeiningar um varnir gegn slysum á vinnustöðum og eldsvoða hjá atv'mnufyrirtækjum. Við erum reiðubúin að leysa hvers konar vandamál yðar á sviði trygginga, tjóna og tjónavarna. Þér eruð velkomin í Ármúla 3. SÍMI 38500 SAMMNNUTRYGGINGAR , mannsins á þeim upplýsing- um okkar, að við hefðum fengið að skoða björgunar- þyrlu varnarliðsins og ræða við flugmenn hennar, er að okkar dómi blaðamennska á mjög lágu stigi. 3. Það er einnig rangtúlkun, að „þeir hafi rætt nokkuð um þær hömlur, sem á þá væru lagðar innan girðingar." Tals- maður varnarliðsins svaraði einungis framkominni fyrir- spurn um klæðnað varnaliðs- manna utan Vallarins." Að ég hafi í einhverju hallað rétm máli, eða sagt á annan veg frá lunmælum þeirra um her- stöðvaferðina hér í blaðinu en þeim sagðist sjálfum frá eru raka- laus ósannindi. Bréf þeirra félaga er nokkuð lengra, en það af því sem hér hef- ur verið birt, og í fáu eða engu farið réttar með en í sýnishorn- inu hér að framan, og því ekki eltar ólar við. Aðeins skal hér þó drepið á orðalag í lok athugasemdar þeirra. Þar segir svo: „Blaðamað- urinn gerir heldur lítið úr heil- brigðri dómgreind landa sinna Það sem mér befur helzt orðið a varðandi viðtal þetta er að gera of mikið úr dómgreind ísfirzkra athafnamanna með því að hafa orðrétt eftir þeim, og of mikið úr skynsemi þeirra með því að hafa trúað því, að þeir hefðu manndóm til þess að standa við töluð orð. Að lokum þetta. Þegar ég hafði viðtalið við ís- firðingana voru yfirleitt fjórir til fimm þeirra viðstaddir, en mest átta. Fjórir þeirra voru viðstaddir allan tímann sem viðtalið fór fram. Annað viðtal hafði ég svo síð- ar þennan sama dag við einn þeirra félaga og var enginn annar úr Junior Chamber hreyfingunni viðstaddur það viðtal. Þrátt fyrir þetta votta 17 félag- ar úr hreyfingunni að í viðtalinu sé gróflega hallað réttu máli, og sannast því enn hið fornkveðna að því verr gefast heimskra manna ráð, \em fleiri koma sam- an. Úlfar Þormóðsson. Vilja veita mannúðaraðstoð DAR ES SAALEM 5/5 Cappel- en utanríkisráðherra Noregs, sem nú er í heimsókn í Tainza- níu, ræddi í dag við Julius Nyerere forseta landsins og aðra ráðamenn, svo og íull- trúa Einingarsamt^ka Afríku- rikja og fulltrúa Frelimo, þeirra samtaka sem berjast fyrir þjóðfrelsi í portúgölslku nýlendunni Mósambík. Var bar- átta Frelimos eitt aðalumræðu- efnið, en samtökm ráða nú þegar mikllu landi í Mósam- bík þar sem búa um ein miljóin manina. Cappelen kvað norsku stjórnina reiðuibúna til aðveita aðstoð til frelsishreyfitnigarinnar í samræmi við ákvörðun stór- þingsimis, en hún yrði að vera buindin mannúðartilgangi. Mætti þar nefina hlutdeild í því að byggja sjúkralhús og skóla á hinum frelsuðu svæð- um. Radíófónn hinnci vandlátu Yfir 20 misiminandi gerðir á verÖi viö alfra hæfi. Komiö og skoÖiÖ úrvaliÖ í stærstu viötækjaverzlun landsins. x TiJfi'a ryzrrr B Ú B f ÍNT Klapparstíg 26, sími 19800 © BÍLASKOÐUN & STILLING Skúíagötu 32 MOTORSTILLINGAR HJOLflSTILLINGAB IJjlSASTILLINGAfl ... Sirnj. Látið sfilla i tima. 1 O 1 fl f| Fljót og örugg þjónusta. 1 O ™ I VCjLr5' Q L O » eMavélcsr Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgnm stærðum og gerðum — einkum hackvæmar fvriT sveita bæi sumarbústaði no báta % — Varahlutaþjónusta. — Viljum sérstaklega benda á nýja eerð einhólfa eldavéla fyrir smærri báta no iitia snmobhiritaði ELDAVÉLA.VERKSTÆÐ1 JÓIIANNS FR. KRISTJÁNSSONAR fl.F KLEPPSVEGI 62 - SÍMI 33069 Auglýsingasími Þjóðviljans er 17500 f

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.