Þjóðviljinn - 14.06.1972, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 14. júni 1972. — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
Svart: Skákfélag Akureyrar:
Hreinn Hrafnsson
Guðmundur Búason
ABCDEFGH
ABCDEFGH
Hvitt: Taflfélag Reykjavikur:
Bragi Halldórsson
28. - Hd?
Útihljómleikar
Kolbotn-Garden, gönguhljóm-
sveit stúlkna frá Osló, leikur á
Hagatorgi kl. 18.30 i dag þriðju-
dag 13. júni.
Ljans-skólahljómsveitin leikur
kl. 19.—20 i Háskólabiói sama
dag, eða rúmum klukkutima áður
en einsöngur John Shirley-Quirk
hefst með undirleik Ashkenazys i
Háskólabiói.______________
Loftárásir
Framhald af bls. 1.
Norður-Vietnam og bjóðfrelsis-
fylkingarinnar þess i fimmta sinn
siðan i maibyrjun að Bandarikja-
menn kæmu aftur til samninga-
funda, en ekkert liggur fyrir um
það hvort þeir ætla nú að hætta að
hunza friðarviðræðurnar.
Iðnskólinn
í Reykjavík
Verklegt nám i bifvélavirkjun.
Ráðgert er að hefja kennslu i bifvéla-
virkjun á næsta skólaári með þriggja
mánaða verklegu námskeiði, sem
væntanlega hefst fyrst i september n.k.
Námskeiðið er ætlað nemendum, sem
ekki eru á námssamningi en hafa lokið
námi i málmiðnadeild Verknámsskóla
iðnaðarins og hyggja á iðnnám i bifvéla
virkjun og einnig þeim, sem lokið hafa 2.
bekk iðnskóla og eru þegar á náms-
samningi.
Umsóknir um námið ber að leggja inn
hjá yfirkennara dagana 15. og 16. þ.m.,
stofu 312, þar sem nánari upplýsingar
verða gefnar.
Skólastjóri
P Yfirlæknir
Staða yfirlæknis i orkulækningum við
Borgarspitalann er laus til umsóknar.
Umsækjandi skal vera sérfræðingur i
\orkulækningum eða hafa verulega starfs-
reynslu á sviði endurhæfingar, enda er
yfirlækninum ætlað að stjórna allri starf-
semi á þvi sviði á sjúkrastofnunum borg-
arinnar, jafnframt þvi að vera yfirlæknir
á Grensásdeild Borgarspltalans, sem er i
byggingu.
Staðan veitist frá 1. okt n.k., eða siðar eftir
samkomulagi. Laun samkv. samningi
Læknafélags Reykjavikur við Reykjavik-
urborg. Nánari upplýsingar veitir borgar-
læknir. Umsóknir, ásamt upplýsingum
um nám og fyrri störf, sendist landlækni
fyrir 1. ágúst n.k.
Reykjavik, 12.6.1972.
Heilbr igðismálar áð Rey k ja vikurborgar.
Læknisstaða
Staða aðstoðarlæknis við
Rannsóknarstofu Háskólans er laus til
umsóknar. Laun samkv. kjarasamning-
um Læknafélags Reykjavikur og stjórnar-
nefndar rikisspitalanna.
Umsóknir ásamt upplýsingum um ald-
ur, námsferil og fyrri störf sendist
stjórnarnefnd rikisspitalanna, Eiríksgötu
5, fyrir 14. júli n.k.
Reykjavik, 13. júni 1972.
Skrifstofa rikisspitalanna
Jöklaflug
Framhald af bls. 2.
gáfu aðeins til kynna, að hann
væri einhvers staðar á 30 km
löngu belti á jöklinum, og var það
allt of ónákvæm staðsetning fyrir
gönguflokkinn að norðan.
Nokkrum árum áður hafði Ein-
ar unnið að mælingum með Stein-
þóri Sigurðssyni mag. og var þess
vegna manna kunnugastur á
Vatnajökli, en ég var fenginn til
þessara staðarmælinga, sem ein-
hvers konar umboðsmaður þeirra
Akureyringanna.
Þegar við höfðum fundið flakið
af Geysi úr Vestfirðingi, var flog-
ið út fyrir jökulröndina. Aðferð til
staðsetningar var t.d. að ég haföi
tvær skeiðklukkur, en flogið var
frá krikanum vestan Rjúpna-
brekkujökuls — yfir Geysisflakið
— að Grimsfjalli; flogið var alla
leiö með sama hraða, en skeið-
klukkurnar setti ég báðar i gang
þegar við flugum inn yfir jökul-
inn, en ég stöðvaði aðra yfir
Geysisflakinu, og hina yfir
Grimsfjalli, og var þá auðvelt að
finna á landabréfi hvar á þessari
linu flakið var.
Vegna þess, að mér var falið að
lesa fyrir orðsendingar til
björgunarleiðangurs frá Akur-
eyri, var ég einnig i Vestfirðingi
daginn eftir, þegar bandariska
björgunarskóðavélin, sem kom
frá Grænlandi, lenti við Geysis-
flakið.
Hún renndi sér niður á jökulinn
og stöðvaðist rétt hjá flakinu. Á
jöklinum var allmikill laus snjór.
1 Vestfirðingi sat skammt frá
mér Agnar Kofoed-Hansen flug-
málastjóri. Hann sagði um leið og
flugvélin stöðvaðist: „Þessir
kjánar fara nú ekki upp af jöklin-
um aftur.” Spurt var hvers
vegna, og hann svaraði þvi til, að
þeir hefðu gleymt að gera sér
braut, en hún hefði þurft aö vera
einsog átta i lögun, þ.e. flugbraut
með tveim viðsnúningslykkjum á
endanum.
Þetta reyndust orð að sönnu hjá
flugmálastjóranum, þvi af jöklin-
um hóf vélin sig ekki til flugs.
Þessi bandariska björgunarvél
var seinna dregin af jaröýtum út
af jöklinum. Þar voru að starfi
ungir og hraustir Loftleiðamenn.
Eins og ég sagði i upphafi, hef-
ur verið beðið eftir þessari lend-
ingu i 20 ár. Mér er ekki grunlaust
um að mistökin með bandarisku
skiða- og björgunarvélina, hafi
dregið kjark úr mönnum, — og
hafi þeir þökk fyrir, sem nú hafa
árætt jökulflug og heppnazt með
giftu. —
— úþ.
íþróttir
Framhald af bls. 10
Við þetta virtist Valur alger-
lega fara úr sambandi og gleymdi
á lita á klukkuna þar til fyrri hálf-
leikur var orðinn 9-12 minútum of
langur, en þá höfðu Keflvikingar
bætt öðru marki við, marki sem
Jón Ólafur skoraði mjög glæsi-
lega.
Þótt KR-ingar væru bara 10
allan siðari hálfleikinn, áttu þeir
sizt minna i leiknum en Keflvik-
ingar. Attu þeir af og til ágæt
marktækifæri sem misfórust.
Keflvikingar bættu svo 3ja mark-
inu við á 37. minútu siðari hálf-
leiks, en KR-ingar skoruðu sitt
mark á 39. minútu og gerði það
Þórður Jónsson, en mark ÍBK
Steinar Jóhannsson.
Nánar verður sagt frá þessum
leik hér i blaðinu á morgun og
hinni hörmulegu frammistöðu
dómarans Vals Benediktssonar,
sem þótti fyrir löngu vera búinn
að fylla mælinn, en nú flóði svo
sannarlega útúr.
—S.dór.
Sumarferð
Alþýðubandalagsins
Skráning þátttakenda i sumar-
ferð Alþýðubandalagsins fer
fram á skrifstofunni Grettisgötu
3, simar 18081 og 19835.
Verð hvers farmiða fyrir full-
orðna er kr. 375,- en 200,- fyrir
börn yngri en 12 ára.
FRAM-
KVÆMDA-
STJÓRI
Starf framkvæmdastjóra við útgerðar-
félagið Þormóð ramma h/f Siglufirði er
laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til
30. júní n.k.
Umsókn ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf skulu send til formanns
félagsins Ragnars Jóhannessonar, Hliðar-
vegi 35, Siglufirði.
Þormóður rammi h/f
Siglufirði
HFR Frá Æskulýðsráði Reykjavíkur
SUMARSTARF ’72
1. Dagsferðir í Saltvik
20. júni til 1. ágúst.
Yngri hópur, 8—10 ára, mánudaga og miövikudaga.
Eldri hópur, 11—14 ára, þriðjudaga og fimmtudaga.
Lagt af stað frá Frikirkjuvegi 11 kl. 9dag hvern
Viðkomustaðir Tónabær, Hótel Esja, Sundlaugar,
Sunnutorg, gatnamót Langholtsvegur/Súðurlandsbraut,
Bústaðavegur/Réttarholtsvegur, miðstöö SVR viö Arnar-
bakka (börn úr Breiðholti III gangi niöur á Arnarbakka)
og gatnamót Rofabæjar/Glæsibæjar i Arbæjarhverfi.
Ætluð heimkoma (sömu viðkomustaöir) kl. 5—7.
Börnin hafi meö sér dagsnesti og séu klædd með tilliti til
veðurs. Innritunargjald kr. 200,00. Fargjald hvern dag kr.
70,00.
2. Reiðskóli í Saltvik
(Æ.R.—Fákur).
19. —30. júni, sfðara námskeið.
Aldur: 9—14 ára.
Fyrri hópur.frá Reykjavik kl. 8, til Reykjavikur kl. 11,30.
Siðari hópur.frá Reykjavik kl. 12,30, til Reykjavikur kl.
17,30.
Lagt af stað frá Frikirkjuvegi 11, og viökomustaðir
ákveðnir með tilliti til heimkynna þátttakenda.
Námskeiðsgjald kr. 1800,00. Hámarksfjöldi 75 börn.
(Æ.R.-r- Samband sunnlónzkra kvenna).
20. —22. júni.
Aldur: 10—12 ára.
3. Kynnisferðir í Sveit
Þriggja daga dvöl á sveitaheimilum á Skeiðum og i Gnúp-
verjahreppi. Heimilin bjóða gestinum án gjalds, en hann
skal aftur gera ráð fyrir þvi, að vera gestgjafi barns, sem
kemur i kynnisferð til Reykjavfkur síðar, af sama heimili
eða úr sömu sveit.
Farið verður frá Frikirkjuvegi 11, 20.júnikl.9.00f.h.
Komið aftur á sama staö kl. 19—20 þ. 22. júni.
Fargjald alls kr. 300.00. Hámarksfjöldi 40 börn.
Innritun f ofangreinda starfsþætti fer fram f skrifstofu
Æskulýðsráðs, Frikirkjuvegi 11, kl. 9—4. Upplýsingar i
sima 15937.