Þjóðviljinn - 14.06.1972, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 14.06.1972, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 14. júni 1972. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13. voru landi og fyrst hún var að tala um spillingn og afbrot minntist hún um leið á innbrot sem gert hafði verið hjá henni meðan hún dvaldist hjá dóttur sinni og jafnaði sig í fætin- um. Og sultaði og sauð niður. Einhverntíma í þessari nýju sulmgerð tókst mér að stöðva orðaflauminn og mér lérti reglulega þegar mér heppnað- ist að leggja tólið á. Ef allir brygðust eins og Linnea And- ersson við auglýsingu minni, þá tylldi ég ekki öllu lengur í borginni. Manneskjan hafði mal- að í heilan klukkutíma til að segja mér að Katrín Kowal- ewski hefði verið góð viðhann. Ég fékk ekki langa hvfld. Síminn hringdi eftir þrjár mín- útur og ég var dauðhrædd um að þar væri Linnea Andersson komin aftur. Það var það reynd- ar ekki. Það var annar sjúk- lingur, eða fyrrverandi sjúk- lingur. Hann hét Lars Berg- bom og var mildu orðfærri og gagnorðari en Linnae hafði verið. Hann hafði orðið þess var að Katrín Kowalewsski hafði mikinn áhuga á sumum sjúklingum. Hún gerði sér mannamun. Hún smjaðraði næst- um fyrir þeim sem einhvers máttu sín. Settist á rúmstolck- inn og rakti úr þeim garniirn- ar. — Það voru ekki allir jafn- hrifnir af þessu. Það lá með mér maður í janúar 1970 og honum var beinlínis illa við þetta. Hann sagði að hún virti ekki sjúkrahúsregJur og það væri eitthvað bogið við alJan þennan áliuga. Margir höfðu lesið auglýsingu mína og fimmtán upphringing- ar fékk ég þennan morgun. Flestar voru frá konum. Þær ræddu margar um h-ina miklu alúð Katrínar við sjúklinga sína, en tvær konur sem legið höfðu á deildinni, önnur í nóvember- desember 1970, hin í febrúar 1971, höfðu allt annað álit á henni. — Hún var illgjörn ogtauga- veikluð, sagði sú konan sem síð- ar hafði legið inni, var óþolin- móð við sjúklingana, fyrtin við aðstandendur og ónotaleg við starfsfólkið. Deildarhjúkrunar- konan hefur mikil áhrif á and- ann á deildinni, og hann var svo sannarlega ekki á marga fiska hjá systur Katrínu. Svipaða lýsingu fékk ég hjá manni frá Enköping sem legið hafði í sjúkraskýlinu þar í febrúar 1958. Kuldaleg, ráðrík og ópersónuleg, sagði hann. Þessar mismunandi lýsingar gerðu mig ringlaða. Það virtist svo sannarlega ekki auðvelt að henda reiður á Katrínu Kow- alewski. Hún virtist hafa haft sterk áhrif á umhverfi sitt. Ým- ist var hún elskuleg svo að af bar, ellegar hún var frámuna- lega andstyggileg. Róleg og eðli- leg virtist hún aldrei hafa verið. Sólin slcein inn um glugg- ann og yljaði dálítið þótt loftið væri enn hrollkalt. Ég uppgötv- aði að ég var ekki búin að klæða mig ennþá og fann til særinda í liálsinum. Til að forða hugsanlegri ofkælingu, klæddi ég mig í síðbuxur og þykka prjónapeysu sem náði niður á mitt læri og hefði getað notast sem pínukjóll. Til frekara ör- yggis stakk ég upp í mig háls- töflu og lét hana renna í munn- inum. Það var þá sem pakkinn kom. Allstór pakki, fljótfærnislega innpakkaður í brúnan maskínu- pappír. Á honum var gulur miði sem letrað var á með rauðu bleki: Hraðsent með ábyrgð. Sendandi var Eva Garder, Gedduvíkurvegi 18, Farsta. Ut- aná var skrifað til Frú Mari- anne Bundin, c/o Johansson, Wollmar Yxkullsgötu 3, 116 50 Stokkhólmi. Á pakkanum var blágrænt fimmkrónu frímerki með mynd af Eiríki helga í brynju og með fána. Auk þess voru tvö frímerki með dans- andi trönum. Sjö krónur .hafði það kostað að senda mér pakkann. Ég þuklaði hann og þreifnði eins og krakki sem fundið hefur týnda jólagjöf og reynir aðgeta sér til um hvað er í pakkanum. Hélt ég kannski að lyklinum að leyndarmmálinu? TUTTUGASTI OG FJÓRÐI KAFLI Uppfull af eftirvæntingu tólc ég umbúðirnar utanaf pakkan- um. í honum var bréf, loVað umslag og dagbók í rauðu skinnbandi. Hún var með litl- um og nettum hengilás. Smá- lykill sem virtist ganga að Iásn- um hafði verið fesmr viðhann með teygju. Ég byrjaði á því að lesa bréfið. „Kæra frú Bundin. Katrín kom upp til mín eitt kvöld í nóvemberbyrjun í fyrra og var í miklu uppnámi. Ég revndi að róa hana en hún var alltof taugaóstyrk til að taka sönsum og auk þess er því nær ómögulegt að sefa manneskju sem vill ekki tala um orsakir uppnámsins. Hún virtist óttasi að sér væri veitt eftirför, því að hún gægðist hvað eftir annað út um gluggann eins og hún væri hrædd um að einhver stæði úti á götu. Þannig liafði hún aldrei áður hagað sér, en eftirleiðis gerði hún það alltaf þegar hún kom til mín. Ég varð þess þó aldrei vör aðneinn veitti henni eftirför. Hún fékk mér dagbókina sína og litla umslagið sem ég sendi líka. Ég mátti undireng- um kringumstæðum afhenda það lögreglunni, sagði hún, ég varð meira að segja að sverja að gera það ekki. Hvað sem fyrir kæmi yrði ég að geyma það sem hún hafði beðið mig fyrir. Og ég mái ekki líta í dagbókina eða opna umslagið. Hún bað mig að geyma hvort tveggja vel, svo að enginn fengi það í hendur af vangá. Ef lögreglan kæmi að yfirheyra mig, yrði ég að segja að ég hefði ekkert und- ir höndum. Ég verð að viðurkenna að mér þótti þetta allt saman heldur ó- hugnanlegt. Það er víst refsivert að geyma hluti á þennan hátt. Ef um er að ræða þýfi, er hægt að dæma mann fyrir meðsekt og ef ekki annað þá fyrir að leyna sönnunargögnum. Ég benti henni á það, en hún varð bara móðursjúk og sagði að ég væri eina manneskjan í heimi sem húp gæti treyst og ef ég brygð- ist henni, gæti hún eins stytt sér aldur. Auðvitað taldi égvíst að Katrín myndi aldrei stytta sér aldur, en hvað sem því Ieið þá lét ég undan og ég hef oft séð eftir því síðan. Katrín kom oft upp til mín og þá skrifaði hún stundum í dagbókina sína. Ég hafði á- hyggjur af umslaginu og einu sinni spurði ég hana hvort það gæti verið hættulegt fyrir mig að hafa það undir höndum. — Nei, mikil ósköp, sagði hún, — þú getur fleygt því ef þú vilt. Ég hefði fleygt því sjálf þarna um kvöldið ef ég hefði ekki verið hrædd um að ein- hver sæi til mín. En fleygðu því bara. Þá er það úr sögunni í eitt skipti fyrir öll. Svar hennar róaði mig og eft- ir það hafði ég ekki áhyggjur af umslaginu. Fyrst ég mátti fleygja því, gat það ekki verið neitt hættulegt, hugsaði ég með mér og lét það liggja áfram í eldhússkápnum. Þegar Katrín fór og lögreglan yfirheyrði mig, minntist ég hvorki á dagbók né umslag. Bæði var ég bundin af loforði mínu og auk þess ótt- aðist ég að ég hefði komið sjálfri INDVERSK UNDRAVERÖLD Vorum að taka upp mjög glæsilegt úrval af Bali-styttum og Batik-efnum. Einnig ind- verskt og Thai-silki — röndótt, köflótt, mynstrað, einlitt, Batik-mynstrað og sanserað. ATH. Við erum flutt aö Laugavegi 133 (við Hlemmtorg). Úrval tækifærisgjafa fáiö þér í JASMIN FÍLAG ÍSLEIVZKRA HLJÓMLISTMM útvegar yður hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar tækifœri Vinsamlcgast hringið i 20255 milli kl. 14-17 BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 LJÚSASTILLINGAR NJÚLASTILLINGAR MÖTORSTILLINGAR Látið stilla í tíma. Fljót og örugg þjónusta. 13-10 0 SENDIBÍLASrÖÐIN HE

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.