Þjóðviljinn - 02.07.1972, Page 9

Þjóðviljinn - 02.07.1972, Page 9
Sunnúdagur 2. júli 1972 ÞJóÐVILJINN — StÐA 9. Spasský segist sjaldan komast í timaþröng við skákborðið, en tímaþröng sé í reynd orðin mikill fylgisfiskur hans í hvers- dagslífi. Bezt þykir honum að hvíla sig heima fyrir, með sínum nánustu — og verða þar efst á blaði kona hans Larisa og sonur hans Vasilí, sem sjá má á myndinni. Spasský varð heims- meistari árið 1969 er hann háði í annað sinn einvigi við Tigran Petrosjan um þann titil. Hann hlaut 12 1/2 vinning en Petrosjan 10 1/2. Árið 1966 hafði Petrosjan sigrað hinn unga and- stæðing sinn með aðeins eins vinnings mun. Spasský háði einvígi við Kortsnoj um réttinn til að tefla við Petrosjan. Kortsjnoj hefur látið svo um mælt að Spasský sé ein- hver fjölhæfasti skák- maður sem um getur og að það sé mjög erfitt að sjá fyrir, hvaða stefnu hugsun hans taki. Spasský hefur komizt svo að orði, að eftir að hann varð heimsmeistari hafi hann fundið til stór- aukinnar ábyrgðar gagn- vart viðgangi skáklistar. Hann er iðinn við að flytja fyrirlestra og tefla f jöltefli. Hér er hann að f lytja fyrir- lestur í Aðalskákklúbbnum i AAoskvu, en þar er hin raunverulega miðstöð skáklífs í landinu. Klúbbur þessi samræmir störf annarra klúbba, rekur mikla útgáf ustarfsemi, m.a. á kennslubókum og riti fyrir bréfaskákir, Snemma beygist krókurinn. Hér er Vasilí Borisovítsj Spasský sofandi með heljarmikinn hrók. Skák er talin þýðingar- mikill liður í uppeldis- málum í landinu og reynt að vekja sem mestan áhuga barna á henni. Spasský og fyrrverandi heimsmeistarar hafa t.d. efnt til sérstakra skák-verð- launa, sem nefnast ,,Hvíti hrókurinn". Um ein miljón skólabarna tefldi til þeirra verðlauna í landinu í fyrra. Sjálfur byrjaði Spasský að þjálfa sig niu ára gamall í Ungherjahöllinni í Leningrad. Fyrsti þjálfari hans, Zak, lét sér ekki nægja að kenna að tefla; hann fór með nemendur sína á tónleika, listsýningar og gaf þeim góð ráð um bókaval. Spasský hefur allar götur síðan haft fjöl- þætt áhugamál: tónlist gefur betri skilning á innra samræmi ískáklist, segir hann. i Áhugamenn stúdera eina ' af skákum Spasskýs og Petrosjans. Talið er, að rúmlega þrjár miljónir félagsbundinna skák- manna séu núí Sovét, Fischer er venjulega ekki alitof bliður á manninn þegar biaðamenn eru nálægt. Nema kannski ef þeir cru frá Timc og Life. FISCHER Lothar Schmidt yfirdómari biöur eftir þvi aö gefa þeim Fischer og Petrosjan merki um aö byrja fyrstu skákina i einvigi þeirra i Buenos Aires. Skák Fischer hefur að undan- förnu barið boxarapoka af mikilli hörku og setið um nætur og stúderað skákir með poppútvarpsstöð opna á fullu. Honum finnst, að eigin sögn, myrkrið skemmtilegt, eins og merkum draug íslenzkum. Það hjálpar honum til að einbeita sér. Um sérlyndi Fischers og einþykkni er vart skrif um á bætandi. En þó skal á það minnt, að þegar umboðs- maður Hvíta hússins vildi reyna að fá hann til að samþykkja einvígishald í Reykjavík með því að skir- skota til ættjarðarástar, þá var Fischer ekki til viðtals. Þeir í Hvíta húsinu komust að þeirri niðurstöðu, að það væri sýnu erfiðara að ná í Fischer i síma en Sjú En- læ, forsætisráðherra Kína. Einn bandariskur greinarhöf undur, Noel Busch, hefur það þó sér til huggunar, að fleiri skák- menn hafi verið skrýtnir en Fischer. Einn þeirra var Steinitz, heimsmeistari 1866 — '94, sem hélt sig standa i beinu sambandi við Guð almáttugan og geta mátað hann ef vildi. Annar sérlegur maður var Paul AAorphy, sem gekk með þá meinloku, að menn sætu um að stela fötum hans. Edmondson, sem er framkvæmdastjóri Banda- ríska skáksambandsins, er ekki einn þeirra, sem telja að Fischerséalveg einstætt fyrirbæri — hann sé m.a. hápunktur í vissri þróun sem hafi átt sér stað í Bandarik junum. Sam- bandið var stofnað 1938 en árið 1947 voru ekki nema um 1200 meðlimir í því. Nú eru meðlimir þess um þrjátíu þúsund, og þetta eru virkir meðlimir sem taka þátt í skákmótum, en ekki menn sem bara leika öðru hvoru að gamni sínu. Lombardy stórmeistari, sem var aðstoðarmaður Fischersí Prtoroz 1958,segir að þessari þróun hafi fylgt mikill flaumuraf greinum, bókum og skýrslum um skák, sem hafi haft mikil áhrif á skákmenntir í Bandarikjunum. Lombardy segir um Fischer, að höfuðstyrkur hans sé sá, að hann geti ávallt brugðið út af bók- festum kenningum með óvæntum leikjum. OG BAND ARlSKT SKÁKLÍF

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.