Þjóðviljinn - 07.07.1972, Side 12
DIÚDVIUINN
Föstudagur 7. júli 1972
Almennar upplýsingar um
læknaþjónustu borgarinnar
eru gefnar i simsvara
Læknafélags Reykjavikur,
simi 18888.
Kvöldvarzla lyfjabúða vikuna
1.-7. júli er i Vesturbæjarapóteki
og Háaleitisapóteki. Nætur-
varzla er i Stórholti 1.
Slysavarðstofa
Borgarspitalans er opin all-
an sólarhringinn. Simi 81212.
Kvöld-, nætur- og helgidaga-
vakt á heilsuvernarstöðinni.
Simi 21230.
Fj öldahandtökur
í Saigon
Stjórnin i Saigon beitir nú öllum brögðum til að
brjóta á bak aftur mótstöðuna gegn stjórnar-
farinu i Suður-Vietnam. Frá þvi í mai hafa 1500-
2000 Suður-Vietnamar verið handteknir, einkum
stúdentar, sem grunaðir eru um að vera i and-
stöðu við stjórnina, og einnig rithöfundar sem
dirfast að láta álit sitt á stjórnarfarinu opinber-
lega i ljósi.
Ungur suðurvietnamskur rit-
höfundur, Trung að nafni, var
handtekinn á heimili sinu i
Saigon fyrir skömmu.
Lögregluþjónarnir höfðu enga
handtökuheimild, en sögðu að
Trung væri tekinn höndum
?vegna skrifa sinna, og hand-
tökuheimild væri óþörf þar eð
neyðarástand rikti i landinu.
Ritstörf Trungs hafa mestan
part verið þýðingar úr ensku og
frönsku á greinum og bókum
um Vietnamstriðið, og er hann
var handtekinn vann hann að
þýðingu bókarinnar The
Indochina Story. Þýðingin hafði
birzt að hluta i Saigon-blaði,
vandlega ritskoðuð.
En Trung er engan veginn sá
einisem handtekinn hefur verið
i Suður-Vietnam siðustu
mánuði. Talið er, að a.m.k. 1500-
2000 manns hafi verið hand-
teknir i Saigon frá maibyrjun og
fluttir i fangelsi á eyjunni Con
Son. Astæðan fyrir þessum
fjöldahandtökum er sú, að
Suður-Vietnamar hafa mjög
óttazt árás á borgina, og þvi
fékk lögregian frjálsar hendur
til að handtaka hvern þann sem
grunaður var um að vera and-
vigur rikisstjórninni.
Talsmaður rikisstjórnarinnar
i Saigon sagði nýlega, að enn
hefðu ekki margir verið hand-
teknir i Saigon, en þó nokkur
fjöldi i héruðunum i kring. Hann
áleit að um 30 væru handteknir i
Saigon á viku og tilgangurinn
væri að uppræta andstöðuna
gegn stjórninni.
Nú sem fyrr eru það aðallega
stúdentar, sem teknir eru til
fanga. Fulltrúi stúdentasam-
takanna segir að siðan i október
i fyrra hafi verið handtekinn 51
stúdent, og flestir þeirra hafi
gegnt ábyrgðarstörfum i sam-
tökunum.
Fyrir stuttu var formaður
stúdentasamtakanna við Van
Hanh búddaháskólann i Saigon
tekinn fastur, og nokkrum
dögum siðar handtók lögreglan
fimm aðra stúdenta við
háskólann. Stúdentarnir eru
sjálfir ekki vissir um hversu
margir þeirra sitja nú bak við
lás og slá, þar eð margir
stúdentar hafa neyðzt til að fara
huldu höfði, og ekki er vitað
hvort lögreglan hefur haft uppi
á þeim.
En það eru ekki aðeins
stúdentar sem teknir eru hönd-
um. Mikill fjöldi félaga i
kaþólsku ungmenna-
hreyfingunni og i samtökum
sem berjast fyrir umbótum i
fangelsismálum hafa og verið
fangelsaðir. t siðasta mánuði
réðst lögreglan inn i miðstöð
fangelsishreyfingarinnar og tók
alla, sem þar voru, fasta, þar á
meðal voru tveir af forsvars-
mönnum hreyfingarinnar.
Næstu daga á eftir voru allir
handteknir sem komu til
hússins, einnig þrjár nunnur
sem áttu þar leið um. Þeim var
reyndar sleppt skömmu siðar,
og sögðu þær að lögreglan hefði
hótað þeim pyndingum ef þær
„segðu ekki allt”.
Ef handtökur þessar fá ekki
beygt mótstöðuhreyfingarnar
Saigon-stjórnin stefnir nú að þvi að setja i fangabúðir alla
þá sem andvigir eru stjórnar farinu i S-VIetnam.
svokölluðu, hefur stjórnin i
Saigon ákveðið að loka
háskólunum og kveðja alla karl-
menn til herþjónustu. En með
þvi að hafa sem allra flesta i
herþjónustu á stjórnin auðvelt
með að hafa hemil á andspyrnu-
hreyfingunum , segja
stúdentarnir.
Erlendur maður, er reyndi að
hafa uppi á rithöfundinum
Trung, sem fyrr er getið, sneri
sér til öryggislögreglunnar i
Saigon og spurðist fyrir um
afdrif Trungs. Hann fékk eftir-
farandi svar: „Við getum full-
vissað yður um að hér eru
hvorki rithöfundar né blaða-
menn. Fólk er ekki tekið til
fanga i Vietnam fyrir það sem
það skrifar. Þetta er frjálst
land.”
Helmut Schmidt lík
legasti eftirmaður
Schillers
BONN 6/7. Það var til-
kynnt opinberlega í
Bonn i dag, að f jármála-
ráðherrann Karl Schiller
myndi láta af starfi sínu
þann 7. júli n.k.
Lausnarbeiðni Schillers
var rædd á rikisstjórnar-
fundi og Willy Brandt
kanslari ákvað að fara
þess á leit við Heine-
mann forseta, að
Schiller verði veitt lausn
frá embætti.
Schiller fór fram á að sér yrði
veitt lausn frá embætti i siðustu
viku, þar eð hann sætti sig ekki
við þá ákvörðun stjórnarinnar að
reyna að hindra að erlent fjár-
magn bærist inn i landið i miklum
mæli.
1 Bonn er talið að fráhvarf
Schillers frá stjórninni sé mikið
áfall fyrir Brandt kanslara, sem
býr sig undir kosningarnar i
haust.
Liklegasti eftirmaður Schillers
er hinn 53 ára gamli varnarmála-
ráðherra Helmut Schmidt.
Schmidt var i opinberri heimsókn
i Tyrklandi.þegar fréttin um
lausnarbeiðni Schillers barst út,
og sneri hann þegar til Bonn og
átti viðræður við Brandt skömmu
eftir heimkomuna.
Helmut Schmidt.
Brown
fullur
LONDON. Fyrrverandi utan-
rikisráðherra Breta, George
Brown, hefur fengiö tilkynningu
um að mæta fyrir rétti I
scptember vegna ölvunar við
akstur.
Fyrir nokkrum vikum ók hinn
drykkfelldi lávarður á vegg i
London og létu lögreglumenn
hann blása í poka af þvi tilefni.
Brown mótmælti þessari niður-
lægjandi meðferð á sér og kvaðst
vera bláedrú. Visindalegar rann-
sóknir á likama lávarðarins
leiddu þó i ljós að talsvert
áfengismagn var i blóðinu.
Fylgi dönsku
flokkanna
KAUPMANNAHÖFN Gallup-
skoðanakönnun i júnimánuði
sýnir að borgaraflokkarnir njóta
stuðnings 49% kjósenda, en
Sósialdemókratar og Sósialiski
alþýðuflokkurinn um 45%. Aðrir
flokkar hafa um 6% atkvæða
samtals, en þeir eiga ekki fulltrúa
á þingi.
Sósialdemókratar fengu 37,3%
atkvæða i kosningunum i fyrra,
en hafa nú, samkvæmt Gallup,
um 35%. Sósialiski alþýðu-
fiokkurinn, sem styður minni-
hlutastjórn sósialdemókrata að
nokkru leyti, hefur nú 10%
atkvæða, en fékk rúm 9 i
kosningunum i fyrra.
Hagur McGovems
vænkast
WASHINGTON 5/7. Mögu-
leikar McGoverns á aö
verða útnefndur forseta-
efni demókrata í kosning-
unum i haust hafa nú auk-
irt verulega.
Alrikisdómstóll komst að þeirri
niðurstöðu á miðvikudag, að
ákvörðun kjörbréfanefndarinnar
um að svifta McGovern 151 full-
trúa bryti i bága við stjórnar-
skrána. Samtimis var úrskurður
undirréttar ógiltur.
Þá vantar McGovern aðeins 16
1/2 atkvæði til að hafa þau 1509,
sem nauðsynleg eru til að verða
útnefndur frambjóðandi demó-
krata, og taliðer i Washington, að
-honum verði ekki skotaskuld úr
að afla sér þeirra.
Að upplesnum dómsúrskurði
tilkynntu lögfræðingar demó-
krataflokksins, að þeir sættu sig
ekki við þessa málalyktun og yrði
málinu skotið til hæstaréttar.
Harðar árásir á Hué
SAIGON 6/7. Hersveitir
þjóðfrelsishersins gerðu
miklar sprengjuárásir á
gömlu keisaraborgina Hué
í dag. Árásirnar eru þær
hörðustu síðan i Tet-sókn-
inni 1968. Herstjórnin i
Saigon segir þó að lítið tjón
hafi orðið og AÐEINS einn
maður látið lifið.
Arásirnar voru gerðar skömmu
eftir að fallhlifarhermenn og
skriðdrekasveitir Suður-Viet-
nama réðust inn i bæinn Quang
Tri, sem er um 50 km fyrir norðan
Hué. Hersveitir S-Vietnama
mættu litilli mótspyrnu i Quang
Tri og hafa þær nú meiri hluta
borgarinnar á sinu valdi. Nú hafa
Suður-Vietnamar endurheimt um
fjórða hluta Quang Tri héraðs, en
þjóðfrelsisherinn hefur haldið
héraðinu i tvo mánuði.
Flugv élarr æningj ana
langaði til Síberíu
SAN FRANCISCO 6/7.
Flugvél af gerðinni Boeing
737 var rænt á miðviku-
dagskvöld skömmu eftir að
hún lagði af stað frá flug-
vellinum i Sacramento i
Kaliforniu.
Ræningjarnir, Dimitrov
Aleksev og Michael Asmanoff af
búlgörskum ættum, skipuðu flug-
stjóranum að fljúga til Siberiu
með millilendingu i San Fran-
cisco.
Á flugvellinum i San Francisco
beið flugvélin i 6 tima meðan ver-
ið var að týna saman 800 þúsund
dollara, sem ræningjarnir kröfð-
ust i lausnarfé fyrir farþegana.
Þegar afhenda átti lausnarféð
réðust FBI-menn inn i vélina og
tókst að ná henni á sitt vald. t
átökunum biðu báðir flugvélar-
ræningjarnir bana, þar að auki
einn farþeganna og þrir aðrir
særðust.