Þjóðviljinn - 19.07.1972, Blaðsíða 3
F r amreiðslumeim:
tilboð um kauplækkun
Framreiðslumenn í
veitingahúsum hafa boðað
verkfall frá og með aðfara-
nótt sunnudag. Þeir hafa
haft lausa samninga síðan í
maí en ekkert gengið í
samkomulagsátt í við-
ræðum þeirra við veitinga-
menn, en hinir síðarnefndu
hafa krafizt að dómi fram-
reiðslumanna, að kaup
þeirra lækki um 9,62%. i
gær var haldinn sátta-
fundur í deilunni með
deiluaðilum, en þar talið
ólíklegt að nokkuð sam-
komulag næðist.
Hér fer á eftir yfirlýsing
frá framreiðslumönnum:
„1 tilefni fréttar um kjaradeilu
framreiðslumanna og veitinga-
manna, sem birtist i Morgun-
blaðinu hinn 16. þ.m.,telur Félag
framreiðslumanna rétt að eftir-
farandi komi fram:
1. Hafsteinn Baldvinsson, hrl.,
sem borinn er fyrir fréttinni er
lögfræðingur veitingamanna en
ekki framreiðslumanna eins og
segir i fréttinni.
2. Fyrirsögn fréttarinnar
virðist sýna það sjónarmið blaða-
Framreiðslumenn vinna mikið á kvöldin og um helgar.
mannsins að krafa framreiðslu-
manna um 50 þúsund króna kaup-
tryggingu á mánuði sé mjög óbil-
gjörn. Það teljum við hins vegar
ekki og bendum i þvi sambandi á
að meginhluti vinnu framreiðslu-
manna er kvöld-, nætur- og helgi-
dagavinna. Kauptrygging sú sem
krafizt er samsvarar kr. 288,46 á
klukkustund og efumst við um að
margar stéttir iðnaðarmanna
mundu vilja vinna gegn þvi jafn-
aðarkaupi þann vinnutima sem
við höfum.
3. Varðandi deilu þá sem vikið
er að i niðurlagi fréttarinnar er
það að segja að framreiðslumenn
telja að samið hafi verið um nú-
verandi tilhögun á árinu 1968.
Veitingamenn krefjast nú
breytinga á henni á þá lund að
þjónustugjald sem nú er 15%
miðað við verð veitinga til al-
mennings verði 11,75% af heildar-
verði veitinga, sem felur i sér
lækkun á launum framreiðslu-
manna um 9,62% frá þvi sem nú
er.”
F.h. Félags framreiðslumanna,
Öskar Magnússon formaður.
Læknar, lyfsalar, verktakar
og kaupsýslumenn efstir
Skattskrá Reykjanesum-
dæmis var lögð fram í gær.
Hæsti gjaldandi í umdæm-
inu er Jóhann Ellerup lyf-
sali í Keflavík, sem greiðir
kr. 2.331 þús. kr. í tekju-
skatt og 592 þús. kr. í út-
svar. Næsthæsti gjaldandi
er Hafsteinn Júliusson,
byggingaverktaki í Kópa-
vogi, með 1.398 þús. kr. í
tekjuskatt og 379 þús. kr. í
útsvar.
i Hafnarfirði var heildarupp-
hæð tekjuskatts 183 miljónir kr.
og gjaldendur 2718. Heildarútsvar
var 133 miljónir kr. og gjaldendur
3340.
Hæstu gjaldendur þar eru:
(tekjuskattur er talinn fyrr siðan
útsvar).
Jónas Bjarnason, lseknir
989 þús. 303 þús.
Sigurður Kristinss. málarameist.
905 þús. 257 þús.
Jón A. Gestsson bifr.stjóri
696 þús. 257 þús.
í Kópavogi var heildarupphæð
álagðra útsvara 142 miljónir kr.,
og gjaldendur 3609 talsins:
Hæstu gjaldendur eru:
Hafsteinn Júliusson, verktaki
1.389 þús. 379 þús.
Ketill Axelsson, kaupmaður,
800 þús. 236 þús.
Kjartan Jóhannss., læknir,
215. þús. 651 þús.
i Keflavík voru þessir hæstu
gjaldendur:
Jóhann Ellerup, lyfasli,
2.331 þús. 259 þús.
Kjartan Ólafsson læknir,
731 þús. 220 þús.
Arnbjörn Ólafsson læknir,
671 þús. 212 þús.
i Garðahreppieru hæstu gjald-
endur:
Sveinn Magnússon lyfsali,
941 þús. 251. þús.
Stefán Skaptason læknir,
912 þús. 271. þús.
Steinar Waage, kaupm.
862 þús. 229 þús.
bau sveitarfélög sem notfærðu
sér heimildina til 10% álagningar
á útsvörin voru 6 talsins i Reykja-
nesumdæmi: Kópavogur, Hafn-
arfjörður, Keflavik, Seltjarnar-
neshreppur, Njarðvikurhreppur
og Grindavikurhreppur.
Frádráttur var almennt veittur
elli-og örorkulifeyrisþegum, og
þeir, sem stundað höfðu nám i
skóla i 6 mánuði eða meir á árinu,
fengu 10 þús. kr. lækkun útsvars.
Einnig var veittur frádráttur
vegna veikinda, útgjalda gjald-
enda vegna menntunar barna
innan 16ára, og annarra ástæðna,
sem lögin heimila.
gg
HLUTAFJÁRSÖFNU]\IN
Hlutafjársöfnun Þjóðviljans I
hlutafélagið Prent h.f. vegna
þátttöku blaðsins i Blaðaprenti
h.f. er enn ekki lokið og eru þeir
sem ætla að vera með i þvi átaki
hvattir til þess að tilkynna þátt-
töku hið fyrsta. Ennfremur eru
þeir, sem þegar hafa skrifað sig
fyrir hlutafé en ekki greitt það að
fullu, vinsamlega beðnir um að
gera það við fyrstu möguleika.
Staðan i samkeppni kjör-
dæmanna verður birt i næsta
sunnudagsblaði og eru þvi um-
boðsmenn úti á iandi minntir á að
gera skil fyrir þann tima.
Notfæra sér ekki
álagsheimildir
í skattumdæmi
Norðurlands eystra
munu engin sveitar-
félög í Þingeyjar-
sýslum, að Húsavik
meðtalinni,notfæra sér
heimildir skattalag-
anna til að innheimta
fasteignagjöld og út-
svör með álagi. Þetta
kom fram í viðtali, sem
blaðið átti við Jóhann
Hermannsson, starfs-
mann umdæmisskrif-
stofunnar á Húsavík.
Skattskrá
Rey kj avíkur
árið
1972
Skattskrá Reykjavikur árið 1972 liggur
frammi i Skattstofu Reykjavikur Tollhús-
inu við Tryggjavötu og Gamla Iðnskóla-
húsinu við Vonarstræti frá 19/7 til 1/8,
n.k., að báðum dögum meðtöldum, alla
virka daga, nema laugardaga frá kl. 9.00
til 16.00.
1 skránni eru eftirtalin gjöld:
1. Tekjuskattur.
2. Eignarskattur.
:í. Kirkjugjald.
4. Kirkjugarðgjald.
5. Slysatryggingargjald atvinnurek-
enda.
6. Lifeyristryggingargjald atvinnu-
rekenda.
7. Iðgjald til atvinnuleysistrygginga-
sjóðs.
8. Slysatryggingagjald vegna heimil-
isstarfa.
9. Tekjuútsvar.
10. Aðstöðugjald.
11. Iðnlánasjóðsgjald.
12. Iðnaðargjald.
13. Launaskattur.
Innifalið i tekjuskatti og eignarskatti er
1% álag til Byggingarsjóðs rikisins. Sér-
stök nefnd á vegum Borgarstjórnar
Reykjavikur hefur annazt vissa þætti út-
svarsálagningar.
Jafnhliða liggja frammi i Skattstofunni
yfir sama tima þessar skrár:
Skrá um skatta útlendinga, sem heimilis-
fastir eru i Reykjavik, og greiða forskatt.
Aðalskrá um söluskatt i Reykjavik, fyrir
árið 1971.
Skrá um landsútsvör árið 1972.
Þeir sem vilja kæra yfir gjöldum sam-
kvæmt ofangreindri skattskrá og skatt-
skrá útlendinga, verða að hafa komið
skriflegum kærum i vörzlu Skattstofunnar
eða i bréfakassa hennar i siðasta lagi kl.
24.00 hinn 1/8 1972.
Reykjavik, 19. júli 1972.
Skattstjórinn i Reykjavik.
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
REYKJANESKJÖRDÆMI
Sumarferð Alþýðubandalagsins
i Reykjaneskjördæmi verður
farin um næstu helgi. Að þessu
sinni verðurfarið um Fjallabaks-
leið og tjaldað i Eldgjá. Lagt
verður af stað frá Félagsheimili
Kópavogs kl. 8 á laugardags-
morgun og áætlað að koma heim
aftur um kl. 23 á sunnudag. Góður
timi gefst þvi til gönguferða um
Eldgjá og að Ófærufossi.
Óbyggðaferðir Alþýðubanda-
lagsins eru fastur liður i starf-
semi Kjördæmaráðsins, hefur
þátttaka jafnan verið góð og
ferðirnar verið mjög ánægjuleg-
ar.
Til þess að unnt sé að tryggja
góða hópferðabila þurfa pantanir
að berast i dag eða á morgun og i
siðasta lagi fyrir hádegi á föstu-
dag i sima 40853 eða 41279. Þátt-
taka er öllum heimil, en flokks-
menn eindregið hvattir til að fjöl-
menna.
LEIKLISTARAHUGAFÓLK
Stofnfundur samtaka áhugafólks
um leiklistarnám
verður haldinn i
NORRÆNA HÚSINU sunnudaginn 23. júli kl. 15,00.
Á fundinum mæta fulltrúar íslands er sóttu þing norrænna leiklistar-
nema sem haldið var i Danmörku 3. til 8. júli s.l..
Skorað er á allt áhugafólk um leiklistarnám á íslandi að mæta.