Þjóðviljinn - 19.07.1972, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.07.1972, Blaðsíða 12
VOBWUINN Kvöldvarzla lyfjabúða vik- una 15. júli til 21. júli er i Reykjavikur Apóteki og Borgar Apóteki. Næturvarzl- an er i Stórholti 1. Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykjavikur, simi 18888. Miðvikudagur. 19. júii 1972 Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. Simi 81212. Kvöld-, nætur- og helgidaga- vakt á heilsuvernarstöðinni. Simi 21230. ÆSISPENNAJNDI ■ VAR LÖGREGLURÁÐHERRANN JAFNTEFLISSKÁK \ SVINDLBRASKARI? Missti Spasski af vinningsleið? Það var aldeilis lif í tuskunum í f jórðu einvígis- skákinni sem tefld var í Laugardalshöllinni í gær. Fischer hafði hvítt og byrjaði, eins og menn höfðu reiknað með, — að leika kóngspeði fram um tvo reiti. Spasskí svaraði með Sikileyjarvörn og er það i fyrsta skipti sem hann beitir henni gegn Fischer. Fischer tefldi sitt upp- áhaldsafbrigði með 5. Bc4. Spasskí virtist hinsvegar vera öllum hnútum kunnugur og lék hratt og örugglega. Lék hann fyrstu 13. leikina á um það bil 5 mínútum. 13. leikur hans bauð upp á peðsfórn sem Fischer þáði. Eftir peðs- fórnina urðu biskupar Spasskis mjög virkir. Spasskí eyddi allmiklum tíma á 19. leik sinn og afréð svo að skipta upp á hrókum á d-línunni. Ýmsir stungu upp á að leika Be3 í þeirri stöðu, en ekki er gott að segja hvort sú staða hefði gefið meira á svart. I 23. leik voru menn farnir að tala um að Spasskí ætlaði að fá lítið fyrir snúð sinn, en eftir að Fischer lék í 24. h3 virtist allt í einu sem sókn Spasskís ætlaði að verða óstöðvandi. Virðist því vera dálítið álitamál hvort ekki hefði verið betra fyrir Fischer að láta peðið á c5 og losna þannig við hið ógnandi biskupapar svarts. Eins og skákin tefldist er nær öruggt að Spasskí hefur einhverstaðar átt öruggan vinning. En í hamagangnum undir lokin missti Spasskí skákina niður í jafntefli, skiptist upp á öllum mönnum og stóðu kapparnir eftir með sín fjögur peðin hvor og mis- lita biskupa tefldu þeir alls 45. leiki áður en þeir sömdu, en jafnteflið hafði þá blasað við alllengi. Þessi skák er örugglega ein sú fjörugasta sem þeir félagar hafa teflt saman. Þessi taflmennska virtist einnig hafa mjög örvandi áhrif á áhorfendur og það einum of,því að hvað eftir annað birtist á skerminum alvarleg aðvörun frá skák- stjóra um að hafa þögn. Er leitt til þess að vita að áhorfendur skuli ekki geta haft hljóð. Á hitt ber svo aftur að lita að trébekkir þeir sem eru aftast í salnum eru alveg afleitir og brakarog brestur í þeim við minnstu hreyfingu. Maður verður þó áð vona að allt verði i lagi og fimmta skákin fari fram á fimmtudag eins og til stendur því að sannarlega er gaman fyrir skák- unnendur að eiga von á öðrum eins sviptingum og í dag. Hvítt Robert Fischer Svart Boris Spasski Maudling lögreglumálaráðherra Breta segir af sér vegna uppljóstrana fjárglæframanns |lemmm: ■ LONIION — Reginald Maudling lögreglumálaráöherra i rikis- stjórn brezka ihaldsflokksins hefur sagt af sér embætti og hafnaö boöi Heaths um aö taka aö sér annaö ráöuneyti til bráöa- birgöa. Robert Carr forseti Neðri málstofu brezka þingsins hefur verið bcöinn um aö gegna em- bætti lögreglumálaráðherra jafn- framt embætti sinu i þinginu. Lausnarbeiðn Maudlings kemur i kjölfar vitnaleiðslu vegna gjaldþrots kaupsýslu- manns og arkitekts að nafni John Paulson sem á sinum tima lét af hendi háa fjárhæð við tvo brezka þingmenn og háttsettan em- bættismann. Paulson lét að þvi liggja að hann hefði komið þvi t leiðar að beiðni Maúdlings er þ var þingmaður stjórnarandstöð unnar að leikhúsi nokkru væn gefið mikið fé. Maudling var þa jafnframt yfirmaður fyrirtæk sem Paulson átti. Vildi hann ekki þiggja laun en átti að hafa mælzt til þess að íé yrði látið renna til leikhússins, en kona hans Maudlings var verndari leikhússins. Þessar að- dróttanir Paulsons að fyrrver- andi starfsmanni hans, sjálfum innanrikisráðherranum, hafa leitt til þess að rikissaksóknari hefur krafizt lögreglurannsóknar i málinu. Telur Maudling sig ekki geta gegnt embætti yfirmanns Keginald Maudling, fyrrverandi lögreglumálaráöherra. allra lögreglumála meðan rann- sókn fer fram, enda þótt hann telji framkomu sina ekki hafa verið gagnrýnisverða. jAndstaða gegn EBE !í Noregi vaxandi 1. e4 2. Rf3 3. d4 4. RXd 4 5. Rc3 6. Bc4 7. Bb3 8. Be3 9.0-0 10. f4 11. Bxd4 12. a3 13. Dd3 14. e5 15. fxe5 16. Rxb5 17. BxRc5 18. Khl 19. De2 20. Hadl 21. HxHdl 22. Rd6 23. Bc4 24. h3 25. Dg4 26. Dxh4 27. Dg4 28. Rb5 29. Rd4 30. Rdf3 31. DxBf3 32. Dc3 33. bxc3 34. Hd7 35. Kgl 36. Be2 37. Kfl 38. Bh5 39. HxHc7 40. a4 41. Kd2 42. Kd3 43. c4 44. Bf7 45. c5+ Og hér jafntefli. c5 d6 cxd4 Rf6 Rc6 e6 Be7 0-0 a6 Rxd4 b5 Bb7 a5 dxe5 Rd7 Rc5 BxBc5 Dg5 Had8 HxHdl h5 Ba8 h4 Be3 Dxe5 g5 Bc5 Kg7 Hh8 BxRf3 Bd6 DxDc3 Be5 Kf6 Bxc3 Be5 Hc8 Hc7 BxHc7 Ke7 f5 Be5 Kd6 Bg3 I Þrátt fyrir mikinn fjáraustur EBE-manna I tapa þeir fylgi. Nœr helmingur kjósenda ■ er nú orðinn andstæður aðild að EBE. I I I I I I Furðuleg „vinstrimennska” frjálslyndra og n alþýðuflokksmanna á ísafirði: [Fara i KAUPAAANNAHÖFN — Áhrifamaður í norsku þjóðarhreyfingunni gegn aðild Noregs að Efnahags- bandalaginu var í heim- sókn hjá dönskum sysfur- samtökum í siðustu viku. Var skipzt á upplýsingum um baráttuna í báðum löndum. Umræðurnar um EBE haía, einkum i Noregi, ekki orðið svo lognmollulegar sem áhangendur aðildar gerðu ráð fyrir. Það hafa orðið skarpir árekstrar og þeir hafa hjálpað fólki til að átta sig á stöðu sinni. t Noregi var veitt fé á fjárlögum til upplýsingastarf- semi um EBE, en stuðningsmenn aðildar hafa fengið 5 sjöttu hluta fjárins og þjóðarhreyfingin orðið að láta sér nægja einn sjötta. En fólkið skiptist allt öðru visi. Tvær skoðanakönnunar- stofnanir hafa gert athuganir á afstöðu fólks til inngöngu i EBE undanfarna mánuði i Noregi. Beita þar mismunandi aðferðum og fá nokkuð ólikar niðurstöður, en þó verður að draga svipaða ályktun af báðum. Gallup sýndi i mai-mánuði að 35% Norðmanna væru fylgjandi EBE en 41% á móti. t júni voru stuðningsmenn orðnir 37% og andstæðingar 44%. Samkvæmt athugunum Fakta voru i mai 26% með EBE og 38% á móti. t júni voru tölurnar orðnar 34% með og 49% á móti. Þeir sem hingað til hafa verið óvissir eru nú að sKipta sér á milli ,,með” og ,,móti” og virðast mun fleiri velja siðari kostinn. isæng þeir með ✓ í i ■íhaldinu? sömdu keppendur um Ólafur Björnsson. 6 ÁRA SUNDAFREKS MAÓS FORMANNS MIVNZT PEKING — Fyrir helgina var þess minnzt meðhátiðasundi i Kumming-vatni i Peking að 6 ár voru liðin frá þvi Maó formaður þreytti 15 kilómetra langt sund sitt niður ána Jangtse við Wuhan. Hefur það stundum verið talið eins konar rásmerki fyrir menn- ingarbyltinguna sem hófst skömmu siðar. Þúsundir kin- verskra ungmenna tóku þátt i hátiðasundinu, og var synt kná- lega i reglulegri 15-faldri röð. Þrátt fyrir mikla hitasvækju höfðu hundruð þúsunda af áhorf- endum safnazt'ágrundirnar niður við vatnið i norðvestur-hluta Pek- ing þar sem áður voru keisaraleg leiksvæði á Ming- og Manchutim- unum. Ekki er getið um nein slys. ísland—USA 24:15 íslendingar unnu Banda- rikjamenn i landsleik í handknattleik í gærkveldi meö 24:15. Nánar i blaöinu á morgun. I I I I I I I I I I I Sjálfstæðismenn,Alþýðuflokks- menn og Samtök frjálslyndra eru nú i óða önn við að reyna að mynda meirihluta i bæjarstjórn tsafjarðar, 0g benda allar likur til þess að af þeim samruna verði. A sunnudagskvöld héldu frjálslyndir fund, þar sem sam- þykkt var að taka þátt i myndun meirihluta með ihaldinu og alþýðuflokksmönnum, og í gær- kvöldi voru fundir hjá báðum hinum siðarnefndu. Helzt virðist vera fyrirstaða gegn samstarfinu hjá ihaldinu. Eins og skýrt hefur verið frá hér i blaðinu hefur þessi bræðingur verið að svipast um eftir nýjum bæjarstjóra, *>g sá sem hafður er i sigtinu er Bolli Kjartansson, núverandi bæjar- ritari i Kópavogi. Hefur hann komið vestur til að lita á að- stöðuna, ef svo mætti segja. Nú- verandi bæjarstjóra, Jóni Guðl. Magnússyni,hefur þó ekki verið sagt upp, en það er hald manna að þessir flokkar ætlist til þess, að hann hafi þar sjálfur frumkvæði, m.ö.o. að reynt verði að hrekja hann úr starfi. Það furðulega er, að þetta allt gerist á sama tima og viðræður eru byrjaðar milli vinstri flokkanna. t þeim viðræðum hafa alþýðuflokksmenn verið tilleiðan- legir til samvinnu um nefndakjör, en alls ekki um meirihluta. — Þá er ekki siður furðuleg afstaða frjálslyndra, ef það er haft I huga, að i stefnuskrá þeirra er birtist fyrir siðust bæjarstjórnarkosn- ingar sagði: „Það óskynsamleg- asta, sem Isfirðingar gætu nú gert, væri að fela sjálfstæðis- mönnum umboð sinna mála.” Ári seinna leggja þessir menn ofur- kapp á að komast i sæng með ihaldinu!! Samkvæmt venju á fundur að vera i bæjarstjórninni á fimmtu- dag, en dagskrá hans hafði ekki verið boðuð fyrir tilsettan tima i dag, svo einhverra tiðinda er að vænta. gg Sovézkir á brott? KAIRO — Talið er að Sadat Egyptalandsforsetihafi beðið Sovétstjórnina um að kveðja heim sovézka hernaðarráð- gjafa úr Egyptalaiídi. Egypzki forsætisráðherrann var i eins dags heimsókn i Moskvu um slðustu helgi. Er talið að Sadat hafi skýrt mið- nefnd Arabiska sósialista- bandalagsins frá þessu i dag, en bandalagið er eini leyfði stjórnmálaflokkurinn i land- inu. Svo mikið er vist að mið- nefndin var á mikilvægum fundi i dag. Nasser fyrrum forseti Egypta samdi við Sovétstjórnina um hernaðar- samvinnu i janúar 1970 og fóru hernaðarráðgjafar að koma til Egyptalands eftir það. Gizkað er á að tala þeirra nú sé milli 10 og 20 þúsund. aftökur SEÚL — I siðustu viku voru tekn- ir af lifi með hengingu tveir menn sem dómstólar i Suður-Kóreu höfðu fundið seka um njósnir i þágu Norður-Kóreu. Hafði annar maðurinn beðið dauðadags sins i þrjú ár. Var hann fyrrverandi blaðamaður, en hinn hafði setið á þingi Suður-Kóreu á sinum tima. I vikunni voru 3 aðrir norður-kór- verskir njósnarar dæmdir til dauða i Seúl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.