Þjóðviljinn - 19.07.1972, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN1 Miðvikudagur. 19. júli 1972
UQOVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Útgáfufélag ÞJóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson,
Svavar Gestsson (áb.).
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur).
Áskriftarverð kr. 225.00 á mánuðí.
Lausasöluverð kr. 15.00.
Prentun: Blaðaprent h.f.
„VEI YÐIJR ÞER HRÆSNARAR”
Leiðarahöfundur viðlesnasta blaðs
landsins, Morgunblaðsins, komst að þeirri
athyglisverðuniðurstöðus.l. sunnudag, að
„heilbrigðar og málefnalegar umræður
um þjóðmál muni án efa auka áhuga fólks
á stjórnmálum” og þvi væri rétt „að
stuðia að nýjum vinnubrögðum á þessu
sviði”. Hinir fjölmörgu lesendur blaðsins
biðu þvi með nokkurri eftirvæntingu að
sjá leiðara Morgunblaðsins i gær. Þar gaf
að líta boðorð i anda hinna nýju vinnu-
bragða þess efnis „að kjarasamningum
eigi ekki að breyta með lögum”. Þar setur
Morgunblaðið fram kenningu, sem
Sjálfstæðisflokkurinn var hvað iðnastur
við að brjóta árlega öll 12 ár viðreisnar
stjórnarinnar. Þá var það nær föst regla,
þegar launafólk hafði samið um bætt kjör
við samningaborðið, að viðreisnarstjórnin
svipti verkafólk umsömdum kjarabótum
með gengisfellingu, afnámi visitölubóta á
laun, og meira að segja kom þeirri ill-
ræmdu stjórn til hugar að leggja fram
frumvarp er hafði i för með sér afnám
frjáls samningsréttar. Þegar svo þessir
viðreisnarpostular hafa góðu heilli misst
völdin, þá tala þeir eins og frelsaðar sálir
sem ætið hafa virt kjarasamninga. Þvi er
ljóst, að hin nýju vinnubrögð sem Morgun-
blaðsritsíjórarnir hafa boðað, eru vinnu-
brögð hræsnarans, sem nú hyggst tala
fagurt i trausti þess að launafólk i landinu
hafi gleymt stjórnartið viðreisnarinnar.
En launafólk hefur engu gleymt og býður
við slikum hræsnisskrifum. Vinstri stjórn-
in hefur i samskiptum við launþegasam-
tökin ekki brotið neina kjarasamninga.
Nýgerðar aðgerðir i efnahagsmálum voru
gerðar i samráði við helztu aðila vinnu-
markaðarins, og ályktun ASl sýndi að
þessi samtök verkalýðsins telja aðgerð-
irnar ekki skerða kaupmátt launa.
Ummæli forystumanna verkalýðssamtak-
anna eru einnig þau, að aðgerðirnar séu
launafólki ekki óhagstæðar og miði að þvi
að vernda hinn aukna kaupmátt. Hins
vegar muna allir ummæli Jóhanns Haf-
steins i siðustu viku, þar sem hann harm-
aði að ekki skyldu leyfðar enn meiri verð-
hækkanir, áður en kaupgjalds- og verð-
lagstimabilið var lengt til áramóta.
VKOÐIJ RSSTRÍf)
Þjóðviljinn upplýsti i gær, að brezkir
togarareigendur hefðu ákveðið að verja
sem svarar 70 miljónum islenzkra króna i
áróður gegn málstað íslands i landhelgis-
málinu og yrði áróðurinn birtur i fjölmiðl-
um hér á landi, i Bretlandi, Efnahags-
bandalagsrikjunum og i Bandarikjunum.
Þannig hafa andstæðingar okkar nú hafið
áróðursstrið i krafti auðsins, og ástæðan
er eflaust sú, að þeim er nú ljóst að frið-
unaraðgerðir okkar Islendinga hafa mætt
velvild og samúð viða um heim. Þetta
áróðursstrið brezku auðjöfranna er mót-
leikur, sem islenzk stjórnvöld verða að
taka til gaumgæfilegrar athugunar og
kanna nú þegar, á hvern hátt sé mögulegt
að auka kynningu á málstað íslands i
landhelgismálinu.
Samþykktír aðalfundar Stéttasambandsins
Á fundi Stéttarsambands
bænda, sem haldinn var í
Bændahöllinni í Reykjavik
dagana 10.—11. þessa
mánaðar, voru gerðar
margar samþykktir og fara
þær hér á eftir.
Framleiðsluráðs-
frumvarpið.
Fundurinn telur þaö miöur far-
iö aö frumvarp til nýrra laga um
Framleiösluráð landbúnaöarins
o.fl. náði ekki fram aö ganga á
siöasta Alþingi.
Fundurinn minnir á eftirfar-
andi:
1. i janúar 1972 upplýsir Hagstofa
tslands aö meöaltekjur kvæntra
bænda á aldrinum 25—66 ára hafi
verið 7»,9% af tekjum verka-
manna, sjómanna og iönaðar-
manna áriö 1970 og 74,6% áriö
1969.
2. 1 málefnasamningi núverandi
rikisstjórnar segir m.a.:
,,Lögin um Framleiðsluráð
landbúnaöarins veröi endurskoð-
uö i samráði við Stéttarsamband
bænda og aö þvi stefnt, að
Stéttarsambandið semji við rikis-
stjórnina um kjaramál bænda-
stéttarinnar og verðlagningu
búvara.
Miðaö skal jafnan við það, að
kjör bænda veröi sambærileg við
launakjör annarra vinnandi
stétta”.
Með visun til þessa skorar
fundurinn á rikisstjórnina að
tryggja frumvarpinu um
Framleiðsluráð afgreiðslu á fyrri
hluta næsta reglulegs Alþingis og
gera jafnframt nauðsynlegar
ráðstafanir til að tryggja bænd-
um það jafnrétti, sem um er fjall-
að i tilvitnun i dkvæði stjórnar-
sáttmálans.
Um orlof bænda.
A siðastliðnum vetri var að til-
hlutan landbúnaðarráðherra
samið frumvarp um orlof bænda.
Aðalfundur Stéttarsambandsins
fékk frumvarpið til athugunar og
samþykkti þar um eftirfarandi
tillögu:
„Aðalfundur Stéttarsambarids
bænda mælir með samþykkt
frumvarps til laga um orlof
bænda, sem samið var á siðasta
vetri. Fundurinn telur þó rétt, að
við ákvæði til bráðabirgða komi
viðbótargrein, þar sem ákveðið
sé, að lögin verði endurskoðuð'
eigi siðar en þrem árum eftir
gildistöku þeirra”.
útflutníngur
dilkakjöts.
Fundurinn áréttar fyrri
samþykktir um öfluga markaðs-
leit fyrir islenzka dilkakjötið og
aðrar útflutningsvörur land-
búnaðarins.
Fundurinn skorar á rikisstjórn-
ina að tryggja fjármagn til fyllstu
aðgerða i vörukvnnincu oe
Kvöld i sveit (Ljósm. Gunnar).
Fréttir af slysum berast nær
daglega inn á fréttastofur fjöl-
miðlanna, og nú siðustu daga
hafa banaslys verið mjög tið.
Þessar slysafréttir vekja ávallt
mikla athygli og þvi hættir blaða-
mönnum oft við að „matreiða”
slikar fréttir i æsifréttamennsku-
stil. Hér á Þjóðviljanum hefur
markaðsleit vegna landbúnaðar-
framleiðslunnar.
Fundurinn itrekar samþykkt
siðasta aðalfundar um heimild
fyrir stjórn Stéttarsambandsins
til að verja fé i þessu skyni.
Um störf hallærisnefndar.
Fundurinn telur, að starf það.
sem unnið er af nefnd til aðstoðar
þeim bændum, sem lent hafa i
miklum fjárhagslegum erfiðleik-
um, muni koma að verulegu
eaeni ,oe koma flestum þessara
verið reynt að sneiða hjá þvi, að
gera mikið úr slikum fréttum, en
leitazt við að greina frá helztu
málavöxtum. Þannig er til að
mynda fremur fátitt að við birt-
um myndir af slysstað með til-
heyrandi lýsingum.
Ástæðan til þess að þessi hluti
frétta er tekinn hér til meðferðar
bænda út úr timabundnum erfið-
leikum.
Þvi skorar fundurinn á
landbúnaðarráðherra að tryggja
áframhaldandi fjárveitingu til
þessa máls næstu fjögur ár, ekki
lægri en á fjárlögum ársins 1972.
Hagfræðileg leiðbeininga-
starfsemi.
Fundurinn ályktar að auka beri
hagfræðilegar leiðbeiningar fyrir
bændur og felur stjórn Stéttar-
sambandsins að leita samstarfs
er, að sá er þetta ritar undraðist
það, hvernig eitt Reykjavíkur-
blaðanna sagði frá banaslysi á
Keflavikurflugvelli s.l. sunnudag.
Þar lenti fólksbill i árekstri við
stóran oliubil, með þeim afleið-
ingum að fólksbillinn lagðist
algerlega saman. Blaðið birti
tvær myndir frá atburðinum,
aðraafhinum „samanbrotna” bil
og hefði margur ætlað, að slikt
nægði. En viðkomandi blað lét
ekki við það sitja, heldur var
einnig birt mynd af þvi, þegar
bilhræinu var ruslað upp á vöru-
bil. Hvaða tilgangi þjóna svona
auglýsingar, eða eru það svona
fréttir og myndir sem almenning-
ur vill? Það hefur stundum verið
fullyrt, að Visir seljist næstum
þvi upp þá daga sem hann skýrir
fyrstur frá dauðaslysi. Ef svo er
þá dæmist það rétt vera, að
við Búnaðarfélag islands um
þetta efni.
Jafnframt verði tekið til
athugunar, hvort timabært sé að
ákvæði bókhaldslaga taki til
bænda eins og annarra framleið-
enda i landinu, og á hvern hátt
hagkvæmt sé að veita þeim að-
stoð við bókhald.
Hækkun ullarverös.
Fundurinn beinir þeim tilmæl-
um til stjórnar Stéttarsambands-
Framhald á bls. 11.
blaðalesendur sækist eftir svona
fréttum. Persónulega býður þeim
sem þetta skrifar við sliku, og
kannski telst það vera lélegt
fréttamat.
Annar ámóta atburður er tilefni
þessara hugleiðinga. í Reykja-
vikurblöðunum i gær er skýrt frá
slysi er varð austur i Skaftafells-
sýslu þar sem pólskur visinda-
maður fórst, en Islendingur vann
það hetjulega afrek að synda 80
metra i jökulá og sækja siðan
hjálp sex km. leið. Vissulega er
hér um hetjulegt afrek að ræða,
en i frétt er afrekið „matreitt”
sem aðalfrétt, en það að Pólverj-
inn fórst var þriðja atriðið i fyrir-
sögn af fréttinni. Finnst lesendum
svona fréttamennska ekkert
óeðlileg?
— err.
Oviðfeldnar slysafréttir